Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1984, Qupperneq 16
16
DV. MÁNUDAGUR 29. OKTOBER1984.
Spurningin
IMotar þú greiðslukort?
Sigurður Ölafsson, á eftirlaunum: Nei,
þaö geri ég ekki. Eg hef aldrei haft
nein lánsviöskipti heldur borgaö út í
hönd.
Sigríður Finnbjörnsdóttir hárgreiösiu-
meistari: Eg nota greiðslukort lítiö hér
heima. En erlendis nota ég þaö mikið
vegna þess aö það er bæði þægilegra og
öruggara.
Astrid Andersen húsmóðir: Nei, ég hef
engan áhuga á því.
m
Lúövík S. Nordgulen rafverktaki: Eg
nota greiðslukort mikið erlendis því
það er þægilegra en bein peningavið-
skipti. En hér heima geri ég þaö ekki.
Það veitir manni visst aðhald.
Friörik Hermannsson iögreglumaður:
Nei, ég nota ekki greiðslukort heldur
borga frekar með peningum eða ávís-
un.
Rósa Jónsdóttir húsmóðir: Greiöslu-
kort hef ég aldrei notað. Ég myndi ekki
þora þaö vegna eyðslunnar.
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
„BRÆÐUR
MUNU
BERJAST...”
H.B. hringdl:
öllum er víst ljóst aö áhrif þeirra
verkfalla sem verið hafa í þjóð-
félaginu aö undanförnu munu draga
dilk á eftir sér varöandi afkomu allra
sem í landinu búa. Við launþegar
höfum lagt niður vinnu til aö mót-
mæla lágum launum okkar og kref j-
ast úrbóta. En eru allar þessar
aðgerðir réttmætar? Hér er ég að
taia um þaö atriði þegar fólkiö snýst
gegn sínum eigin baráttubræðrum. I
þessu sambandi langar mig að taka
sem dæmi aðgeröir þær sem vagn-
stjórar SVR höfðu í frammi þegar
Ijóst varð að þeir fengju ekki laun sín
greidd fyrirfram. Þeir hófu akstur
með alls konar kúnstum, stoppuðu á
ólíklegustu stöðum aö ástæöulausu,
keyrðu fram hjá fullum stoppi-
stöðvum af fólki og svona mætti lengi
telja.
Og á hverjum bitnuöu þessar
aðgerðir? A þeim sem beittu þá
óréttinum, þ.e.a.s. handhöfum ríkis-
valdsins? 0 nei, heldur á þeirra eigin
samborgurum sem þurftu að komast
leiðar sinnar og áttu ekki einkabila
og bílstjóra likt og ríkistopparnir í
þjóöfélaginu.
Eg vil taka það skýrt fram að ég
skil mætavel reiði starfsmanna SVR
yfir þeirri lögleysu sem þeir voru
beittir varðandi launagreiðslur en
þarna var að mínu mati verið að
hengja bakara fyrir smið.
Einnig má í þessu sambandi nefna
framkomu verkfaUsvarða BSRB í
hlið Keflavíkurflugvallar sem var
fyrir neöan allar heliur.
Eðlilegt er að viö langþreyttir
launþegar höfum loks, eftir margra
ára strit, risið upp og mótmælt
réttilega því aögeröa- og fyrir-
hyggjuleysi sem stjórnvöld hafa
boöiö fólki upp á. En viö launþegar
landsins eigum aö standa saman
gegn þeim sem beita okkur órétti en
ekki láta mótmæli okkar bitna hver á
öðrum. Látum ekki sannast hend-
inguna úr Hávamálum: „Bræður
munu berjast og að bönum verðast. ”
Hvonær kemur strætó eiginlega?
Höfuðstöðvar Fróttaútvarpsins.
„Fréttaútvarpið
lofaði mjög góðu”
Bjarney Kristfn Oiafsdóttir skrlfar:
Eg er eindreginn stuðningsmaður
frjáls útvarps. Tel ég að starfsmenn
Ríkisútvarpsins hafi með þvi aö leggja
niður vinnu brotið grimmilega á þeim
sem minnst mega sín í þjóðfélaginu. Á
ég hér viö sjúklinga á sjúkrahúsum,
gamalmenni og fatlað fólk.
ÖUu þessu fólki er útvarp
nauðsynlegt til dægrastyttingar og til
að vera í tengslum við samfélagið. Mér
fannst frjálst Fréttaútvarp lofa mjög
góöu á meðan þaö starfaði og éf þaö
hefði fengið að þróast áfram tel ég aö
það hefði á engan hátt gefið Ríkisút-
varpinu neitt eftir.
Enn um verð símtækja
Carl Eiríksson hringdi:
Vegna svars Guðmundar Björns-
sonar hjá Pósti og síma, varðandi
spurningu um verð ákveöins símtækis,
langar mig aö fá skýrari svör við á-
kveðnum atriðum.
1 fyrsta lagi hvers vegna innkaups-
verð símans er jafnhátt og raun ber
vitni, eða um 1600 kr., þegar hægt er að
kaupa sams konar tæki í Danmörku
fyrir 600 kr. ísl. Og í öðru lagi hvort
hægt sé aö kaupa símtæki út úr búö í
Danmörku þegar danski siminn á ÖU
tækin. Við þessu væri gaman aö fá
svör.
DV hafði samband við Guðmund
Björnsson, fjármálastjóra Pósts og
sima:
Hann sagði að sennUega hefði ekki
komið nógu vel fram áöur að þarna
væri um að ræða aöaltalfæri og auka-
talfæri. Þegar maöur fengi síma í Dan-
mörku léti danski siminn honum í té
aöaltalfæri sem innifalið væri í afnota-
gjaldi viökomandi. Hins vegar væri
lika hægt að kaupa aukatalfæri og þá
væri borgaö sérstakt stofngjald af þvi
og síðan væri borgað afnotagjald af
þessu aukataifæri ársfjórðungslega.
Þannig aö ekki er hægt að bera saman
innkaupsverð simtækisins hingað tU
lands og þaö verð sem hægt væri að
kaupa tækið á í Danmörku.
Varðandi seinni fyrirspurnina þá
breyttust reglur í þessum málum mjög
hratt. En eftir því sem hann kæmist
næst þá væri danski síminn með ein-
okun á sölu simtækja en ekki væri hægt
að fullyrða neitt í því efni.
Hver er réttur neytandans?
Neytandl skrifar:
Mig langar hér aö segja frá
viðskiptum mínum við hjólbarða-
verkstæði Sigurjóns hér í bæ. Eg lét
umfelga þar dekk í sumar og vUdi þá
það óhapp tU að felga af einu
dekkjanna skekktist. Var það síðan
lagað af hálfu verkstæðisins þannig aö
felgan var rennd tU og átti það að vera
fuUnægjandi. Eg setti síðan felguna
með dekki í skottið og hugðist nota
hjólið sem varahjól. Ekki þurfti ég að
nota t>að fyrr en nú fyrir skömmu er ég
setti vetrardekk undir bílinn. Þá
kemur í ljós að felgan er enn svo bogin
aö ég kem henni ekki upp á hjólskál-
ina.
Ég fer því aftur á hjólbarða-
verkstæðið umrædda, sýni þeim
felguna og fer fram á leiðréttingu
minna mála. Það vildu þeir ekki hlusta
á og sögöust hafa lagað felguna full-
komlega og þetta sé hreinn uppspuni í
mér.
Eg vil taka það fram að ég hef sýnt
tveim sérfróðum aöilum felguna og
þeir hafa báöir dæmt hana ónothæfa i
því ástandi sem hún er. Það virðist því
að ég þurfi að sitja uppi með skaðann
og ný felga kostar um 3000 kr. Mér er
því spum: Hver er eiginlega réttur
neytandans í málum sem þessum eöa
er hann kannski enginn ?
DV hafðt samband viö eiganda
umrædds hjólbarðaverkstæðis: Hann
sagðist muna eftir þessu atviki sem
skeð hefði í vor. Felgan hefði þá verið
löguð og síðan sett undir bílinn.
Viögerðin hefði kostað um 2000 kr. og
skaðinn sem unninn var á felgunni
hefði þar meö verið f uUbættur.
DV hafði því næst samband við skrif-
stofu Neytendasamtakanna:
Þar fengust þær upplýsingar að í
tilviki sem þessu lægi sönnunarbyrðin
hjá neytandanum eða eiganda felgunn-
ar. En þar sem í þessu máli væri um að
ræða staöhæfingu eigandans gegn
staðhæfingu verkstæðisins gæti reynst
mjög erfitt fyrir felgueigandann að
sanna sitt mál. Það yrði hann hins veg-
ar að gera ætti hann aö fá skaðann
bættan.