Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1984, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1984, Side 21
DV. MÁNUDAGUR 29. OKTOBER1984. 21 Pétur leikur með Sunderland — og Einar Þorvarðarson besti markvörðurinn á NM Þjálfarar allra landsliða Norður- landanna í handknattleík komu saman á fund í Helsinki — eftir Norðurlanda- mótið þar sem ákveðið var að halda sérstaka norræna þjálfararáðstefnu á Islandi á næsta ári. — Þjálfararnir voru mjög hissa á hvaö íslenska liöið var sterkt þegar þaö var tekið með í reikninginn að sex af þeim íslensku leikmönnum sem tóku þátt í 01 í Los Angeles höfðu ekki leikið með íslenska liðinu i Helsinki, sagði Jón Hjaltalín, formaður HSI. Jón sagði að þjálfaramir hefðu verið sammála um að Kristján Arason hefði verið besti sóknarleikmaðurinn á NM og Einar Þorvarðarson besti mark- vörðurinn. Kristján var jafnframt markahæsti leikmaður NM —skoraði 30 mörk í f jórum leik jum. -sos. • Pétur Guðmundsson — er nú byrjaður að leika körfuknattleik í Englandi. • Kristján Arason. Einar Þorvarðarson. — Fyrsti íslenski körfuknattleiksmaðurinn til að leika „Þetta er nokkuð mikil tilbreyting frá því að leika í Bandaríkjunum og mér líkar þetta ágætlega, sagði körfu- knattleiksmaðurinn Pétur Guðmunds- son en hann mun i vetur leika körfu- knattleik með enska liðinu Sunderland. Eins og kunnugt er hefur Pétur undan- farin ár dvalið í Bandaríkjunum en ekki gengið sem skyldi að festa sig þar i sessi. Það voru siðan forráðamenn Sunderland, sem er eitt besta körfu- knattleikslið Englands, sem settu sig í samband við Pétur og dæmið gekk upp. Pétur verður hjá liöinu í vetur eins og áður sagði en óvíst er hvort hann verður lengur í Englandi. ,j5g er enn- þá að hugsa um að komast í atvinnu- Kristján besti sóknarleikmaðurinn íEnglandi mannadeildina í Bandaríkjunum og ég er ekki það gamall ennþá aö það ætti að geta tekist. Hér fæ ég góða reynslu og stefni að því að standa mig vel hér,” sagði Pétur Guðmundsson. —SK. íþróttir íþróttir Iþróttir • Bogdan — landsliðsþjálfari. „Þetta er besti árangur íslands á Norðurlandamóti” — sagði Jón Hjaltalín, formaður HSÍ, eftir að ísland tryggði sér silfursæti á NM í Helsinki „Bíðum eftir grænu Ijósi f rá Póllandi — um að Bogdan fái að vera héráfram framyfirHM 1986/’ segirJón Hjaltalín, formaðurHSÍ — Við erum nú að vinna að því að Bogdan verði áfram landsliðs- þjálfari fram yfir HM-keppnina í Sviss 1986. Bogdan hefur áhuga á að vera með landsllðið og ljúka HM-verkefninu, sagði Jón Hjaltalín, formaður Handknatt- leikssambands tslands, í stuttu spjalli við DV i gærkvöldi. Jón sagði að HSI væri aö senda íþróttamálaráðherra Póllands bréf þar sem óskað er eftir því að Bogdan fái leyfi til aö vera áfram á Islandi sem landsliðsþjálfari — fram yfir HM í Sviss. — Við von- umst eftir aö fá svar frá Pólverjum fyrir áramót, sagði Jón. — Bogdan hefur gert góða hluti með landsliðið og við munum reyna að gera allt til að hann verði áfram með það fram yfir HM. — Við bíðum nú eftir grænu ljósi frá Póllandi, sagði Jón. -SOS. — Eg er mjög ánægður með árangur íslenska liðsins sem náði silfursætinu og þar með sinum besta árangri á Víkingar þurfatil Noregs Forráðamenn norska llðsins Fjall- hammer, sem er mótherji Víklngs í Evrópukeppni bikarhafa, hafa tilkynnt Víkingum að þeir séu hættir við aö ieika báða Evrópuleiklna á tslandi — ætla að lelka heima og heiman. Evrópulelkir liðanna fara fram nú í þessari viku og bendir ailt til að Vik- ingar leiki Evrópuleik sinn í Hafnar- firði ef verkfall BSRB veröur ekkl leyst. -SOS. Norðurlandamóti fram til þessa, sagði Jón Hjaltalín, formaður HSt, eftir að NM í Helsinki lauk í gær. Jón sagði að það væri ljóst að tsland tefldi nú fram besta landsliði sem við hefðum átt. Liðsheildin er geysilega strek þar sem allir leikmenn leggja sig fram að vinna hver fyrir annan án þess að sé verið að spila sérstaklega fyrir einstaka stjörnuleikmenn, eins og hefur verið gert í islenska landsliðinu undanfarin ár, sagði Jón. Jón sagði að Svíar og Danir hefðu lýst yfir aðdáun — yfir leik íslenska liðsins, sem var yfirvegaður og góður. — Við eigum nú mjög gott landslið sem viö erum ánægðir með. — Sigurinn gegn Svíum. Okkar fyrsti sigur yfir þeim síðan í HM-keppninni í Bratislava í Tékkóslóvakíu (12—10) 1964, var sætur og sýndi að við getum lagt Svía að velli hvar og hvenær sem er,sagði Jón. Kristján góður Jón sagði að Kristján Arason hefði sprungið út í Helsinki — sýnt frábæra leiki og skoraði mikið af mörkum með þrumuskotum utan af velli. Hans Guð- mundsson og Viggó Sigurðsson, sem léku að nýju með landsliöinu, skiluðu hlutverkum sínum vel og einnig þeir Steinar Birgisson og Jakob Sigurðsson. Einar Þorvarðarson var snjall í mark- inu. Svona má lengi telja en liðsheildin var aðall okkar — hreint frábær, sagði Jón. Erum að byggja upp lið fyrir HM — Þetta var fyrsti hluti af uppbygg- ingu landsliðsins fyrir HM-keppnina í Sviss 1986 og það verður haldið áfram að byggja landsliðið markvisst upp. Ungu leikmennimir Karl Þráinsson og Geir Sveinsson, sem léku hér sína fyrstu landsleiki, eru menn framtíðar- innar. Þeir fengu sína eldskirn og þeir eiga eftir að öðlast meiri reynslu á næstunni, sagði Jón. Þá sagöi Jón að undirbúningur Bogdans heföi verið afar góður og stjómun liðsins, innáskiptingar og annað, til fyrirmyndar. — Nú er bara aö fylgja þessu eftir og lyfta merki Islands enn hærra á loft, sagði Jón Hjaltalín. -SOS j"Bergþór ] ■ bestur ; | hjáVal | 1 Bergþór Magnússon miðvaliar- ■ | spilari var i gær útnefndur knatt-1 spymumaður ársins 1984 hjá Val, I er Valsmenn efndu til uppskeruhá- ■ tíðar i gær. Þá fékk Guðmundurl Kjartansson einnig viöurkenningu * — fyrirgóðaframmistöðuísumar. I ■SOS " m mmm mmm m mmm mmm mmm mmm J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.