Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1984, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1984, Blaðsíða 24
24 DV. MÁNUDAGUR 29. OKTOBER1984. íþróttir íþrótt íþróttir íþróttir „Strákarnir börð ust grimmilega” »Þorbergur AÖalsteinsson. Þorbergur meiddist áhné Þorbergur Aöalsteinsson meiddist í landsleiknum gegn Svíum á NM, þannig að hann gat ekki leikið með gegn Dönum og Norðmönnum. Þorbergur lenti í samstuði við einn sænska leik- manninn meö þeim afleiðingum að hann tognaði á hné — það tognaði á vöðvafestingum. Þorbergur hefur verið í læknismeðferð í Finnlandi og mun hann að öllum líkindum geta leikið með Víkingi gegn Fjallhammer í Evrópukeppninni. -SOS. Sigurður rétt náðií flugvél til Spánar Sigurður Gunnarsson þurfti aö fara af leikvelli áður en lands- leikurinn gegn Dönum á NM var búinn þar sem hann þurfti að ná í flugvél til Spánar. Það mátti ekki tæpara standa, því að Sigurður var næstum því búinn að missa af flug- vélinni. -SOS Tværkrónur á hvern íslending Kostnaðurinn við undirbúning og þátttöku íslands hjá NM í hand- knattleik í Helsinki var hálf milljón kr. — Við vonumst til að við fáum þessa góðu ferð fjármagnaða, sagði Jón Hjaltalín, formaður HSÍ. Þegar að er gáð þá er kostnaðurinn aðeins tvær krónur á hvern íslend- ing, sagði Jón. Jón sagöi aö íslenska þjóöin mætti vera hreykin af hvaö við Is- lendingar eigum gott landsliö. — Þaö hefur vakið mikla athygli hér í Finnlandi hvað fámenn þjóð eins og Island á gott handknattleikslið, sagði Jón. — og uppskáru eftir því, sagði Bogdan, landsliðsþjálfari íslands — Ég er ánægöur með árangurinn hjá strákunum hér i Helsinki. Þeir börðust grimmilega og samstaöa þeirra var frábær, sagði Bogdan, landsliðsþjálfari tslands, í stuttu spjalli við DV í gærkvöldi aö loknu Norðuriandamótinu í handknattleik. — Markvarslan var góö hjá okkur, varnarleikurinn einnig og þá var yfir- vegun í sóknarleik okkar. Ungu strák- arnir í liðinu skiluöu hlutverkum sínum vel þegar þeir fengu að spreyta sig, sagði Bogdan. Bogdan sagði að hann heföi sér- staklega verið ánægður með leikinn gegn Svíum sem var talinn besti leikur mótsins. — Við náðum fljótlega góðum tökum á Svíum sem við slepptum ekki. Þá sýndi Einar Þorvarðarson snilldar- markvörslu — fékk t.d. aðeins á sig þrjú mörk á 25 mín. kafla sem hafði mikið að segja, sagði Bogdan. — Ertu bjartsýnn á framhaidið? — Já, það er ekki hægt annaö. Við stefnum að því að gera góða hluti í A- keppni HM í Sviss 1986. Undir- búningurinn fyrir HM í Sviss veröur bæði strangur og erfiður. Leikmenn eru tilbúnir til aö leggja mikið á sig, sagði Bogdan. Bogdan sagði aö það væri ljóst að kostnaðurinn við þann undirbúning yröi mikill. — Við vonumst eftir góðum stuöningi og ef hann kemur þá þurfa Islendingar ekki að óttast framtíðina. Þeir eiga marga snjalla handknatt- leiksmenn, sagði Bogdan. -sos. Pétur Pétursson sést hér skora gegn PEC á dögunum en þá skoraði hann tvö „Danaleikurinn tók á taueamar” - þar sem mikið var í húf i, sagði Þorbjörn Jensson, fyririiði íslenska landsliðsins — Ég er mjög ánægður með árangur okkar hér í Helsinki, enda ekki hægt annað. Þetta er besti árangur okkar á Norðurlandamóti, sagði Þorbjörn Jensson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik. Þorbjörn sagði að sigurinn gegn Svíum hefði verið sætur. — Það var sigur liðsheildarinnar og ekki skemmdi það að Éinar Þor- varðarson átti stórleik í markinu, sagði Þorbjörn. Einar fór á kostum í markinu — varði alls 20 skot í leiknum. Þá áttu Svíar ekkert svar við stórleik Kristjáns Arasonar sem skoraði ellefu URSLIT Úrslit í leikjum á NM í handknattleik og lokastaðan varð þessi: Island—Finnland Danmörk—Noregur 32-13 23-17 Danmörk—Finnland ísland—Svíþjóð 27—23 22—20 Danmörk—ísland Noregur—Svíþjóð 26-22 22—21 ísland—Noregur Svíþjóð—Finnland 22-19 26—21 Danmörk—Svíþjóð Noregur—Finnland 24—21 30-20 Danmörk Island Noregur Svíþjóð Finnland 4 4 0 0 100—83 8 4 3 0 1 96-78 6 4 2 0 2 88-84 4 4 1 0 3 88-89 2 4 0 0 4 77—115 mörk, flest með fallbyssuskotum utan af velli. Þeir sem skoruðu mörk Islands gegn Svíum, voru: Kristján 11, Hans 3, Þor- bjöm 2, Steinar 2, Siguröur 2, Páll 1 og Jakobl. Taugaleikur gegn Dönum — Við náðum okkur aldrei verulega á strik gegn Dönum. Leikurinn var úr- slitaleikur NM og tók hann á taug- arnar. Það var slæmt að Þorbergur Aðalsteinsson gat ekki leikið meö og þá gat Sigurður Gunnarsson ekki einbeitt sér því að hann varö aö fara áður en leiknum lauk — til að ná í flugvél til Spánar, sagði Þorbjörn. — Danir voru yfir, 12—10, í leikhléi, en síðan náðum við að jafna, 12—12, og síðan var jafnt þar til staöan var 17— 17. Danirnir voru sterkari á lokasprett- inum og unnu 26—22, sagði Þorbjöm. Þeir sem skoruðu mörkin gegn Dönum, vom: Kristján 5, Sigurður 5, Þorgils Ottar 4, Hans 2, Viggó 2, Páll 2, Jakob logSteinarl. Þreytan sagði til sín Leikurinn gegn Dönum var á laugar- dagsmorgun og síöan var leikið gegn Norðmönnum seinna um daginn. — Sá leikur var afar erfiöur, enda vorum við orönir þreyttir, sagði Þor- björn. Islendingar unnu Norðmenn, 20—19. Þeir sem skomðu mörkin í leiknum, voru: Hans 6, Viggó 5, Kristján 5, Steinar2,Pálllog Jakobl. -SOS. > Þorbjöra Jensson. Svíar brugðust og silfur tii Islands Danir sigruðu Svía, 24-21, og urðu þar með Norðurlandameistarar „Þetta hefur verið mjög góð ferð í aila staði og ég held að hægt sé að segja með góðri samvlsku að íslenska iandsliöið hafi staðið sig mjög vel. Menn em ánægðir þrátt fyrir að Norðurlandameistaratitill- inn hafi runniö okkur úr greipum,” sagði Guðjón Guðmundsson, aðstoð- íhandknattleik 1984 arþjálfari landsliðsins í handknatt- leik, í samtali við DV í gærkvöldi, Eftir að íslenska liðið tapaði fyrir Dönum varð ljóst að til þess að okkur mætti takast að sigra á mótinu urðum við aö sigra Norðmenn og Danir að vinna Svía. Islenska liöið vann Noreg 20—19 en Svíum tókst ekki aö leggja Danina að velli. Danir sigmðu 24—21 og var sá sigur aldrei i hættu, Baunarnir betri ailan tímann. Danir urðu því Norðurlandameistar- ar 1984. Island varð í ööru sæti og Norðmenn höfnuöu i þriðja sætinu. I (þrótt (þrótt (þróttir Iþróttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.