Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1984, Side 47

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1984, Side 47
DV. MANUDAGUR 29. OKTOBER1984. 47 Það hefur verið örtröð i öllum videoleigum síðan sjónvarpið lokaði og enginn séð eftir peningnum sem þangað hefur farið þó svo að hann sé mun meiri en greitt er á éri fyrir afnot af sjónvarpi og útvarpi hér. Sjónvarpslokunin bjargar mörgum videoleigunum frá lokun Mikið hefur verið að gera í video- leigum um allt land síðan sjónvarpinu var lokað 1. október. Er talið að sú lokun hafi bjargaö fjölmörgum minni videoleigum frá því aö leggja upp laupana en búist hafði verið við að margar þeirra myndu hætta nú í haust. Að leigja eina mynd I sólarhring kostar 100 krónur og að leigja video- tæki kostar 400 krónur fyrir sólar- hringinn. Það eru því nokkur hundruð þúsundir sem hafa farið um peninga- skúffurnar á videoleigunum þessar nær f jórar vikur sem sjónvarpið hefur verið lokað. Margir hafa þegar eytt margfalt meira í videospólur á þessum mánuði en þeir greiða í afnotagjald fyrir út- varp og sjónvarp á einu ári. Við töluðum við tvo aðila í gær, sem eru í hópi þeirra stóru í videobrans- anum, og spurðum þá hvemig þessi mánuður hefði verið. „Það var örtröð hér um leið og sjón- varpið lokaði og hefur verið síðan,” sagði Ámi Sigvaldason í Sjónvarps- búðinni Lágmúla 7. ,3ama er aö segja frá afgreiðslum okkar á Akureyri og Keflavík. Þar hefur verið allt á fullu og eins og fimmtudagur sé á hver jum degi. Sumir koma hér og taka 5 til 6 myndir í einu. Þetta er fólk sem er í verkfalli og hefur ekkert annað að gera en aö horfa á video. Þá hefur það heldur ekki verið óalgengt að fólk komi hér i þessu verkfalli um leiö og viö opnum klukkan níu á morgnana og taki eina eða tvær myndir og komi svo aftur meö þær klukkan fjögur og taki þá tvær eða þrjár myndir til að horfa á um kvöldið,” sagði Ámi. „Þaö hefur verið mjög mikiö að gera hjá okkur þessar vikur,” sagði Leó Pálsson hjá Myndbandaleigu kvik- myndahúsanna sem er með afgreiðslu á sex stöðum í Reykjavík og Akureyri. „Þetta hefur örugglega hresst upp á kassann hjá mörgum minni leigunum enda hefur verið mikið aö gera á öllum videoleigum sem ég þekki til síðan sjónvarpið hætti útsendingum’’ sagði Leó. „Eg hef engar tölur yfir það sem leigt hefur verið út en það er miklu meira en venjulega,” sagði Leó sem vonast sjálfsagt eins og fleiri er við videoleigurnar starfa — maður talar nú ekki um þá sem eru eigendur — aö þetta ástand haldist sem lengst. -klp. Símtalið heyrist í útvarpstækjunum Þeir sem hafa verið að fikta við út- varpstæki sín í leit að erlendum út- varpsstöðvum að undanfömu hafa margir hverjir komiö inn á samtöl fólks sem er að talas t við í síma. A dögunum heyrði t.d. fólk, sem gleymdi að slökkva á Ríkisútvarpinu eftir hádegisfréttir, aðfarið varaðtala í útvarpið. Þegar að var gáð reyndist þetta vera skiptiborð hjá stórfyrirtæki í Reykjavík sem heyröist í — það er að seg ja allt sem símadömurnar sögðu og ýmislegt fleira. Þá hafa margir heyrt símtöl milli manna í útvarpstækjum sínum og sumir sjálfsagt haft einhverja skemmtun af. Samkvæmt upplýsingum sem við öfluðum okkur er ástæðan fyrir þessu ekki verkfalliö eða bilun hjá Pósti og síma. Þama mun vera um að ræða hina svokölluðu fjarstýrðu sima sem margir hafa keypt erlendis og flutt hingaötillands. Þetta eru þráölausir símar sem eru mjög vinsælir — en heldur vafasamir tilaðtala íeftirþessuaðdæma. Einnig mun vera nokkuð algengt að heyra í mönnum sem tala I bílasíma í útvarps- tækjum. Nægir þá að annar sé að tala úr slíkum síma og á það einnig viö um f jarstýrðu símana í heimahúsum. -klp. OPIÐ KL. 8-21.45 ALLA DAGA. Fiskréttir frá kr. 110,- Kjötréttir frá kr. 130,- Smurbrauðstofan BJORNINN Njáisgötu 49 — Sími 15105 SMURT BRAUÐ OG SNITTUR MAZDA eru farandi atriði framkvæmd: Skipt um kerti og platínur. Kveikja tímastillt. Blöndungur stilltur. Ventlar stilltir Vél stillt með nákvæmum stillitækjum. Vél gufuþvegin. Skipt um bensínsíu. Rafgeymir, geymissambönd og hleðsla athuguð. Kannaður bensín, vatns- eða olíuleki. | Loftsía athuguð og hreinsuð, endurnýjuð 1 ef með barf. Viftureim athuguð og stillt. Slag í kúplingu og bremsupetala athugað. Frostþol mælt. Rúðusprautur stilltar og frostvari settur á. Þurrkublöð athuguð. Silikon sett á þéttikanta hurða og far- angursgeymslu. Ljós stillt. i Hurðalamir stilltar. Þrýstingur í hjólbörðum athugaður. Verð með söluskatti: Kr. 1.884.00 Innifalið í verði: Platínur, kerti, ventlalokspakkning, bensínsía, frostvari á rúðu- sprautu og þar að auki: brúsi af lásavökva og ný rúðu- skafa í hanskahólfið! Pantið í tíma í símum 81225 eða 81299 BÍLABÖRG Wr Smiðshöfða 23 sími 812 99 ÞJONUSTA Veðrið Veðrið Norðan kaldi - norðanlands og austanátt sunnanlands, viða rign- ing eða slydda á annesjum noröan- lands og smáskúrir suðvestanlands en b jart veður á Suðausturlandi. f Gengið , Gengisskróning . NR. 206 - 25. OKTÚBER 1984 KL. 09.15 cining Kaup Sala Tollgengi ' Dollar 33,520 33,620 3332 Pund 40,936 41.058 41.409 Kan. dollar 25,491 25,568 25335 Dönsk kr. 3,0657 3.0749 3.0285 Norsk kr. 33107 3,8221 3.7916 Sænsk kr. 3,8892 3,9008 3.8653 Ft. mark 5,3080 5,3238 5.2764 Fra. franki 3,6076 3.6184 3.5740 Belg. franki 0,5475 0,5492 0.5411 Sviss. franki 13.4944 13.5346 13.2867 Holl. gyllini 93148 9,8441 9.7270 V-Þýskt mark 11,0718 11,1049 10.9664 lt. lira 031785 0,01791 0.01761 Austurr. sch. 1,5763 1,5810 1.5607 , Port. escudo 0.2060 0,2066 0.2073 Spá. peseti 0,1971 0,1976 0.1959 Japanskt yen 0,13665 0,13706 0.13535 jrskt pund 34307 34,309 33.984 SDR (sérstök 33,4578 33,5576 dránarrétt.) Símsvari vegna gengisskráningar 2219(1 Útvarp Dagskráin í dag. Dagskrá útvarps verður eins og undanfarna daga í verkfalli, fréttir lesnar kl. 12.20 og kl. 19. Þá verða veðurfréttir lesnar kl. 8.15, kl. 10.10, kl. 12.45, kl. 16.15, kl. 18.45, kl. 22.15, kl. 01.00, kl. 4.30 ogkl. 07.00. Síðasta rallkeppni ársins Sunnudaginn 4. nóvember verður síðasta rallkeppni ársins haldin á vegum B.I.K.R. og Hjólbarða- hallarinnar en keppnin gefur stig til Islandsmeistaratitils. Ekið verður um Suðurnes og verður keppnin u.þ.b. 250 km löng. Halldór Ulafarsson er nú efstur í keppninni um Islandsmeistaratitilinn með 55 stig en óvíst er hvort hann kemur til lansins í keppnina þar sem hann er nú fluttur til Danmerkur. Næstir honum að stigum eru þeir Omar Ragnarsson meö 47 stig og Birg- ir Þór Bragason með 38 stig. -FRI. Rétt og jöfn loftþyngd eykur öryggi, bætir aksturshæfni, minnkar eyöslu eldsneytis og nýtir hjólbaröana betur. Ekki þarf fleiri orö um þetta -NEMA - slitnir hjólbaröar geta orsakað alvarlegt umferðarslys. ||X*0AR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.