Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1984, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1984, Page 18
18 DV. LAUGARDAGUR 3. NOVEMBER1984. STUNDUM ER GOTT AÐ VERA EKKIFUGL 1 útlöndum hafa menn mikinn áhuga fyrir íslenskum verkföllum eftir því sem blöðin segja og væri því kannski rétt fyrir ríkisstjórnina aö skipa nefnd til að reyna aö afla þeim markaða erlendis eins og alltaf er verið aö gera varðandi fiskinn okkar og lambakjötið með misjöfnum á- rangri. Þetta þyrfti ekki aö vera f jölmenn nefnd en hins vegar yröi aö borga nefndarmönnum gott kaup og senda þá ótt og títt til útlanda ásamt eiginkonum og ráðuneytisstjórum svo framarlega sem konumar eiga heimangengt og einhver vill fá stjór- ana tilbaka. En nú er búið að tala svo mikið um verkföll aö þessu sinni að ég ætla heldur aö ræöa um permanent sem sett er í háriö á konum og maöur tek- ur ekki eftir fyrr en þær fara að senda manni stingandi augnaráö yfir eldhúsborðið á meðan maður er í mesta sakleysi aö háma í sig plokk- fiskinnsinn. Ég er nefnilega með þeim ósköp- um gerður, meðal annars, að þegar konan mín kemur úr bænum geri ég mér aldrei grein fyrir því hvort hún hefur farið þangað til að fá sér permanent eða til dæmis endumýja miöana okkar í Happdrætti Háskóla Islands sem viö spilum í til að styrkja gott málefni, þó ekki af ásettu ráði heldur vegna þess aö við höfum einfaldlega aldrei fengiö vinn- ing í því. En þegar konan mín fer sem sagt að senda mér stingandi augnaráö yfir eldhúsboröiö geri ég mér grein fyrir því aö hún hefur ekki farið í bæinn til að endurnýja. Slátur Svo var það einn sólrikan verk- fallsdag, á meðan samninganefndir vora í óðaönn að koma sér saman um það að koma sér ekki saman um neitt, að konan mín bað mig að skutla sér í bæinn, hún ætlaði að fá sérpermanent. Á þeirri stundu fannst mér fátt sjálfsagðara en verða við þeirri bón en hins vegar skipti ég um skoðun á Klapparstígnum því aö þar var mér tilkynnt að nú færi ég inn á Laugar- nesveg að sauma vambir. Þar átti sem sagt að fara fram sláturgerð sem konan min ætlaði aö taka þátt í þegar hún væri búin aö gera sig mátulega fína til höfuðsins. Á Laugamesveginum var allt í fullum gangi þegar ég kom, hús- móðirin að sauma vambir, sonurinn aö horfa á vídíóiö, húsbóndinn aö elta páfagaukinn út um allt og dóttirin að segja föður sínum hvernig best væri að fara að því án þess að limlesta kvikindið. Þessi páfagaukur er nefnilega dá- lítiö sérstakt fyrirbæri, hann getur ekki talað, sem er viss galli á svona fuglum, en það sem meira er, hann getur ekki flogið heldur og líkist í því efni hænsnum sem engum hefur dott- ið í hug, mér vitanlega, aö setja í búr og hafa til skemmtunar og skrauts í stofunni sinni. Þegar ég var í sveit í gamla daga hafði enginn gaman af hænsnum nema í þau örfáu skipti sem þurfti að aflífa hanann. Þá var öllum börnum skipað að fara inn í bæ svo þau sæju ekki aðfarirnar en þau fóru hins vegar á bak við fjós þar sem útsýniö var einna best yfir aftökustaðinn. Á'þessum tíma vom hanar sendir inn í annan heim meö því móti að höf- uðiö var höggvið af þeim með axi og aö því búnu flugu þeir út um allt tún með miklum fjaðraþyt en af eðli- legum ástæðum litlum söng og þótti þeim sem stóöu á gægjum viö fjós- hornið þetta góð skemmtun í fásinn- inu enda á þeim aldri að engum datt annaö í hug en aö haninn hefði af- skaplega gaman af þessu líka. — Djöfuls kvikindið, var þaö fyrsta sem ég heyrði þegar ég kom inn í forstofuna á Laugarnesvegin- um. Húsbóndinn á heimilinu var að tala við páfagaukinn sinn eftir aö hafa rekið sig á eitt hornið á sófa- borðinu. Húsbóndinn var oröinn þó nokkuð æstur og þegar hann hoppaði upp í ljósakrónuna bölvaði hann svo hroða- lega að það er ekki hægt að hafa það eftir á prenti og hann var enn að bölva þegar heimilisprýðin, páfa- gaukurinn þögli, magalenti í sófan- um. Húsbóndinn vankaðist dálítiö við það að skalla ljósakrónuna og sá því ekki fuglinn. Hann tók því það ráð, sennilega í örvæntingu sinni, að æða öskrandi um stofuna og baða út öllum öngum. öðruhvoru stansaði hann þó, leit tryllingslega í kringum sig og skrækti: Hvar ertu árans beinið þitt. Þegar hér var komið sögu sá ég að við svo búiö mátti ekki standa, ég varð aö hjálpa húsbóndanum að handsama heimilisprýöina en gerði því miöur það sem ég heföi átt aö láta ógert. Ég skutlaði mér á Beethoven sáluga sem stóð á borði við hliöina á sófanum sem páfagauk- urinn lá enn í og meiddi mig bara talsvert því að þessir gömlu meistar- ar eru þó nokkuð haröir þegar búiö er að steypa þá í gif s eða brons. Við vildum þó ekki gefast upp við svo búið en eftir svona margar misheppnaðar tilraunir við að hand- sama einn fugl sem getur hvorki tal- að né flogið fannst okkur rétt að setjast niður og hugsa málið eins og þeir gera í ríkisstjórninni þegar þarf að ákveöa næstu gengisfellingu. Eftir nokkrar umræður komum við okkur saman um aö líklega væri best aö læðast að kvikindinu blístrandi lagstúf og þykjast ætla að fara að vökva blómin eða draga gardínurnar fyrir gluggana. Hús- bóndinn fór því fram í eldhús aö ná í könnu með vatni í en ég fór aö blístra. Þetta gekk alveg prýðilega, húsbóndinn vökvaði blómin, ég blístraöi Gamla Nóa og fuglinn lá grafkyrr í sófanum. Smátt og smátt færðum við okkur svo vökvandi og blístrandi nær páfagauknum sem átti sér einskis ills von og hefur sjálf- sagt verið aö hugsa um þaö hvaö það væri notalegt aö teygja úr sér í svona góðum sófa og hlusta á öndvegistón- BENEDIKT AXELSSON verk blístruð á meðan húsbóndinn væri að vökva blómin. En á hárréttu augnabliki henti hús- bóndinn frá sér könnunni, ég hætti að blístra og við stukkum hvor á annan en gauksi flaug eins og hvert annað hænsn fram í eldhús og lenti þar í balanum með rúsínuslátrinu sem var tilbúiö undir saumaöar vambir. Þar greip húsmóðirin á heimilinu hann og skellti honum inn í búrið hans um leið og hún hrópaöi til okkar, fuglaveiðaranna í stofunni, hvort við héldum að vambirnar saumuðu sig sjálfar? Eftirmáli Löngu seinna kom konan mín í sláturgerðina og um leiö og hún kom inn úr dyrunum átti ég ekki orö yfir þaö hvað hárið á henni væri fallegt, þetta hlyti bara aö vera Islandsmet eöa eitthvað svoleiðis. I staö þess aö brosa blítt og þakka komplímentiö sendi konan mín mér stingandi augnaráö yfir eldhúsborðiö um leið og hún tilkynnti mér að hún hefði ekki fengiö neitt permanent, hárgreiðslukonan hefði veikst skyndilega og stofan því verið lokuð. Mikiö þakkaöi ég guöi fyrir á þessu andartaki að ég var ekki f ugl. Kveðja Ben. Ax. Sigfiis og Vilhjálmur uiinu Stóra-Flóridanamótíð Um sl. helgi gekkst Bridgefélag Sel- foss fyrir hinu árlega Stóra-Flóridana- móti sem haldið er til minningar um Einar Þorfinnsson. I þetta sinn urðu heimamenn í fyrsta sæti, Sigfús Þórðarson og Vilhjálmur Þ. Pálsson unnu nokkuð ömgglega, en þeir hafa fyrir löngu undirstrikaö getu sína með ágætum árangri á liönum árum. Röö og stig efstu para vom annars þessi: 1. Sigfús Þórðars.-Vilhj. Þ. Pálsson. 247 2. AsmundurPálss.-KarlSigurhjartars. 208 3. Jón P. Sigurjónss.-Sigfús ö. Árnas. 203 4. Gestur Jónss.-SigurjónTryggvas. 195 5. KristinnM. Gunnarss.-GunnarÞórðars. 187 6. Þórarinn Sigþórss.-Guðm. P. Arnars. 186 Þrjú efstu pörin fengu góö peninga- verðlaun. Spilið í dag er frá síðustu umferðum mótsins og má segja aðSigfús hafi inn- siglaðsigur þeirra félaga í því. Austur gefur/allir utan hættu. NOKttUK A - V D986542 0 DG73 * 53 Vl.Síi k Avsrvn Á DG86 Á Á7542 V 73 G ó ÁK1065 O 984 * Á2 * G964 SUOUK A K1093 ^ AK10 ■ 2 * KD1087 Þar sem Sigf ús og Vilhjálmur sátu n- s, gengu sagnir á þessa leið: Austur Suður Vestur Norður pass 2L dobl 2H 2S pass 4S 5H dobl pass pass pass Akvörðun Sigfúsar að berjast upp í fimm hjörtu reyndist vel, því hann vann spÚið auðveldlega eftir að austur spilaöi út spaðaás. Komi spaðaásinn hins vegar ekki út þá veröur Sigfús að svína laufatíu til þess að vinna spiliö. Fyrir að vinna fimm hjörtu dobluö fengust 650 eða 33 stig af 38 möguleg- um. Frá Bridgedeild Skagfirðinga Sl. þriðjudag hófst aöaltvímennings- keppni félagsins sem er 5 kvölda baro- meter með þátttöku alls 36 para. Spiluð em 4 spil milli para. Eftir 7 umferöir (1 k völd) er staða ef stu para þessi: 1. Steingrimur Steingrimss.-Öm Scheving 105 2. Sigmar Jónsson-Vilhjálmur Einarss. 83 3. Guðni Kolbeinss.-Magnús Torfason 73 4. Arnar Ingólfss.-Magnús Eymundss. 68 5. Jón V. Jónmundss.-Sveinbj. Eyjólfss. 56 6. Bergur Þorleifss.-Björn Árnas. 54 7. Guðm. Ásmundss.-Guðm. Thorsteinss. 54 8. Rúnar Láruss.-Sigurður Láruss. 42 Keppni verður framhaldið í Drangey nk. þriöjudagskvöld. Því miður varð að neita fjölda para um þátttöku í þessu móti, en á að giska 46—48 pör sóttu í þessa'keppni. Er þaö stórkostleg fjölgun á spilurum hjá deíldinni, svo mikil aö húsnæðið rúmar það alls ekki. Keppnisstjóri hjá Skagfirðingum er Olafur Lárusson. Stofnana/Fyrirtækja- sveitakeppnin Þátttakan í Stofnana/Fyrirtækja- sveitakeppninni, sem Bridgesamband Islands og Bridgefélag Reykjavíkur standa að, hefur fariö fram úr björt- ustu vonum forráðamanna keppn- innar, miðað viö það ástand sem ríkt hefur í þjóðfélaginu síðustu vikur. Vel yfir 20 sveitir hafa þegar skráð sig til leiks, þar af mörg af okkar stærstu fyrirtækjum hér á landi. Keppnin hefst miövikudaginn 7. nóvember í Domus Medica kl. 19.30. Síðan verður 2. umferð fimmtudaginn 15. nóvember, einnig í Domus Medica og 3. umferð þriðjudaginn 20. nóvem- berí Domus Medica. Enn er pláss fyrir nokkur fyrirtæki til að skrá sig og vera með í þessari fyrstu Stofnanakeppni í sveitakeppni hér á landi. Væntanlegar sveitir geta haft samband við Olaf Lárusson hjá Bridgesambandi Islands á mánudag og þriðjudag í næstu viku í s: 18350. Spilað verður eftir Monrad-fyrir- komulagi, 3 eða 4 leikir á kvöldi (fer eftir þátttöku). Vakin er athygli á því að tveir eða þrír aðilar geta myndað sveit í nafni þeirra sem spila, þannig að auöveldara ætti að vera að mynda sveitir fyrir þá sem hafa áhuga á að vera með. Bridgefélag Hafnarfjarðar Nú stendur yfir 3 kvölda butler keppni en það er tvímenningur með sveitakeppnissniði. Eftir fyrsta kvöldið er staðan þessi: 1. Ásg. Ásbjörnss.—Hrólfur Hjaltas. 113 2. Hrannar Jónss.—Mattías Þorvaldss. 112 3. Guðbrandur Sigurbergss.—Kristófer Magnúss. 105 4—5. HafsteinnSteinarss.—JónGíslason 100 4—5. Guðni Þorsteinss.—HaDd. Einarss. 100 Miölungur var 90. Næsta mánudag verður haldiö áfram með butlerinn, en síðan er ætlunin aö fá Bridgefélag kvenna í heimsókn. Keppnisstjóri hjá félaginu er Einar Sigurðsson. Tafl- og bridge- klúbburinn Tvímenningskeppni Tafl- og bridge- klúbbsins lauk sl. fimmtudag, úrslit uröu: stlg 1. Tryggvi Gísias.-Berahard Guömundss. 612 2. Björa Jónsson-Þórður Jónsson 588 3. Gunnl. Óskarsson-Sig. Steingrimsson 584 4. Sigtr. Sigurðsson-Gísli Steingrimsson 583 5. Magnús Torfason-Guðni Kolbeins 578 6. Arni M. Björasson-Heimir Þ. Tryggvas.566 7. Þorst. Kristjánsson-Rafn Krlstjánsson 563 Hæstu skor fengu Heimir Þór Tryggvason og Arni Bjömsson, 144. Næsta keppni félagsins veröur hrað- sveitakeppni og hefst hún á fimmtudag 8. nóv. nk. kl. 19.30 í Domus Medica. Menn em beönir að láta skrá sveitir hjá Tryggva í síma 24856 eöa hjá Braga í síma 30221 og 19744 á daginn. Stjórnin mun eftir getu aðstoða stök pör sem haf a hug á þátttöku. öllum bridge-áhugamönnum er heimil þátttaka í keppni þessari. Stjórnin. ísland með óska- byrjnná ÓLí Seattle Landslið Islands á ólympíumót- inu í Seattle fékk óskabyrjun og þegar þetta er skrifað hefur sveitin 183 stig eftir 11 umferðir. I fyrstu umferð tapaði sveitin fyrir þeirri finnsku með 9—21, vann síðan sex næstu leiki, Egypta 18— 12, Uruguay 23—7, Bangladesh 23- 7, Hong Kong 21—9, Spán 24—6, og Antilópueyjar 20—10. Þá hittu þeir norsku sveitina í banastuði og töp- uðu 5—25, töpuðu enn fyrir Kína 9— 21, unnu Filippseyjar 20—10 og töp- uðu aö lokum fyrir Pakistan 11—19. Af ofangreindri upptalningu sést að sveitin hefur unnið veikari sveitimar (ef hægt er að tala um veikar sveitir á ólympíumóti) en tapað fyrir þeim sterkari. Ellefu stig móti Pakistan, sem spilaöi til úrslita um heimsmeistaratitilinn í fyrra, er alls ekki lakur árangur. Meira um ólympíumótiö í næsta þætti en daglegar fréttir eru í DV frá þessu merka móti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.