Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1984, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1984, Page 11
DV. MIÐVIKUDAGUR 28. NOVEMBER1984. 11 Félagsheimilið orðið fokhelt eftir 11 ár: Engin þörf fyrir það? - gamla kaupfélagshúsið gegnir nú hlutverki félagsheimilis Félagsheimilið á Selfossi hefur veríð lengi i byggingu og miðar hægt, að mati fréttaritara. DV-mynd Kristján Einarsson. Frá Kristjáni Einarssyni á Selfossi: Það sem ber hæst í umræðum manna á milli hér á Selfossi þessa dagana er frábær frammistaöa Guörúnar Krist- mannsdóttur í hlutverki önnu Frank sem Leikfélag Reykjavíkur sýnir um þessar mundir. Við erum ekki síður stoltir vegna frammistöðu hennar í Jónas Ingimundarson og Kristinn Sigmundsson. Kristinn Sigmundsson á hljómplötu örn og örlygur hefur sent frá sér hljómplötu með söng Kristins Sig- mundssonar, Jónas Ingimundarson leikur undir á píanó. Á plötunni eru vinsæl íslensk og erlend lög, svo sem „Fögur sem forðum”, „I fjarlægð”, „On The Road To Mandaley” og „The Foggy, Foggy dew”. Alls eru á plötunni sextán lög. Vandað hefur ver- ið til útgáfunnar og fer pressan m.a. á sérstakan gæðavínil sem ekki hefur verið notaður hérlendis áður og gefur piötunni tærari og hreinni tón og betri endingu. Allir textar eru prentaðir og fylgja með þýöingar. Hljóðritun annaðist Halldór Víkingsson að Logalandi í Reykholtsdal í Borgarfirði í sumar, en þar er úrvals hljóðfæri af gerðinni Steinway & Sons. Upptaka er einnig fáanleg á kassettum. halda á plötunni. Og það varst þú: Barna- og fjölskyldu- hljómplata Utgáfan Skálholt hefur gefið út vandaða barna- og fjölskylduhljóm- plötu sem ber nafnið „Og það varst þú”. Á hljómplötunni er safn úrvals- tónlistar, sem orðið hefur vinsæl víða erlendis. Flest eru lögin samin af séra Lars Ake Lundberg, sænskum presti,. sem getið hefur sér frægðarorð á Norðurlöndum fyrir ritstörf og tón- smíðar. Yfir fjörutíu flytjendur koma við sögu á þessari plötu, m.a. barnakór úr Fossvogsskóla og Melaskóla, Jónas Þórir, Sverrir Guðjónsson, Páll Hjálmtýsson, Pálmi Gunnarsson, Ásgeir Oskarsson o.fl. Upptökur og hljóöblöndun fór að hluta fram í Stemmu undir stjórn Sveins Olafsson- ar. Hljóðblöndun fór einnig fram í Hljóðrita undir stjóm Jónasar R. Jóns- sonar. Flesta texta þýddi séra Kristján Val- ur Ingólfsson, einnig á Iðunn Steins- dóttir texta á plötunni. Lars Ake Lund- berg hefur heyrt margar útgáfur eigin tónlistar á hljómplötum. Ein þeirra er íslenska útgáfan „Og það varst þú”. Og hann lét þau orð falla að sú útgáfa væri sú besta sem hann hefði heyrt. sjónvarpsþætti Bryndísar Schram á dögunum, en þar sat hún undir kjána- legum spurningum frúarinnar en kom standandi niður. Yfir því erum við hér á flatneskjunni stoltir. Að þessu frátöldu gengur sléttulífið sinn vanagang. Félagsheimilið nýja, sem hefur verið í byggingu síðan 1973, er nú loksins orðið fokhelt. Áformað er að taka eitthvað af því i notkun á kom- andi árum. Húsnæðisleysi hefur háð allri félagsstarfsemi undanfarin ár en nú hillir undir betri tíma í þeim efnum. Fossnestismenn hafa byggt tvö til þrjú hundruð manna sal yfir húsnæði sitt. Þar verður veitingasalur með tilheyr- andi bar og dansaðstöðu og nefna þeir staðinn Inghól eftir hæsta hól í Ingólfs- fjalli. Einnig er verið að innrétta 80 manna bjórstofu í kjallara gamla kaupfélagshússins. Þar verður litið sviö og hafa jassarar hugsaö sér gott til glóðarinnar hvað varðar staðinn þann. Gamla kaupfélagshúsiö er nú farið að gegna margþættu hlutverki. Fyrir utan að vera skrifstofuhúsnæði KA hef- ur Hafsteinn Þorvaldsson opnaö heilsuræktarsal fyrir almenning í gamla verslunarhúsnæðinu, bjórstofa er í kjallaranum og húsgagnaverslun fyrir ofan hana og er það þá fullnýtt. Ekki má gleyma safnaöarheimilinu nýja. Það er að mestu fullbúiö og þykir mikil völundarsmíð. Nú er svo komið að menn eru alvarlega farnir aö hugsa um hvaö eigi að gera við nýja félags- heimilið þegar það veröur tilbúið tU notkunar. -EH. ÞRIGGJA STJORNU REIKNINGUR ALÞÝÐUBANKANS ER AFGERANDI FYRIR SPARIFJÁREIGENDUR ÞETTA ERU AFBRAGÐSKJÖR SEM HVORKIAÐRIR BANKAR NÉ RÍKISSJÓÐUR BJOÐA UPP Á Þriggja stjömu reikningur Alþýðubankans er afgerandi fyrir spariQáreigendur. Við bjóðum einstaklingum, félagasamtökum og sjóðum upp á fulla verðtiyggingu og 9% vexti. Og hjá okkur er binditíminn aðeins tvö ár. Alþyðubankinn býður best! Alþýöubankinn hf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.