Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1984, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1984, Blaðsíða 13
DV. MIÐVIKUDAGUR 28. NOVEMBER1984. 13 MARÍA ÞORSTEINS DÓTTIR STARFSMAÐUR FRÉTTASTOFU APN A ÍSLANDI spáöi Kvennalistanum 6 þingmönn- um ef nú væri kosið. Slíkar spár fara eðlilega illilega fyrir brjóstið á þeim hluta þjóðarinnar sem telja að staður konunnar sé óumdeilanlega í eldhúsinu. Karlar hafa hingað til farið meö fjármál þessa lands með þeim afleiðingum að þjóðin skuldar meira erlendis en dæmi eru til og að ráðist er í óaröbærar framkvæmdir svo sem flugstöð á Keflavíkurflug- velli og seðlabankahöll og margt fleira sem ekki er pláss til að telja upp hér. Meö Kvennalistanum komu nýtt afl og ný vinnubrögð inn á Alþingi. Áhrifin sjást líka á því að hlutur kvenna er orðinn meiri í öðrum stjórnmálaflokkum og mun það vart ofmælt að sá stjómmála- flokkur sem ekki skilur þessa þróun og ætlar sé að hafa konur aðeins upp á punt, eina og eina í ráðum og nefndum, hefur þar með kveðið upp sinn dauðadóm. Nú er öld konunnar loksins runnin upp á tslandi, og er það ósk mín að allar þær konur sem sæti taka á Alþingi í framtíðinni skipi þau sæti með öðrum eins sóma og þær sem nú sitja þar fyrir Kvenna- listann. Maria Þorsteinsdóttir Sjávarútvegur — stóriðja Nú þegar flestir okkar finna fyrir því að á móti blæs í efnahagsmálum er sifellt fleirum að verða það ljóst að það er sjávarútvegurinn sem ræöur kjör- um okkar. Á árunum 1980 og 1981 náði verðmæti útfluttra sjávarafurða aö vera rúmar 700 milljónir dollara. Árið 1983 haföi þessi tala falliö í rúmar 500 milljónir dollara og var rúmlega 70% af verðmæti útflutnings okkar það ár. Að vísu hafði hækkun dollarans hér nokkur áhrif. Viö stöndum nú frammi fyrir þeirri staðreynd að aflamöguleik- ar okkar eru takmarkaðir, verða varla miklu meiri en toppárin 1980 og 81 að jafnaöi. Að vísu má margt til betri veg- ar færa með skynsamlegri sókn, nýt- ingu afla og fjárfestingu en hingaö til. Því verður samt varla mótmælt aö stærsti hluti fjárfestingar okkar í sjáv- arútvegi hin síðari ár hefur farið í að draga aflann frá einum staðnum á ann- an og litlum tekjuauka skilað fyrir þjóðina í heild. Þetta er hinn kaldi raunveruleiki sem samtök launþega ættu aö hug- leiða. Árangurinn af erfiðu verkfalli verður enginn þegar hringekjan, hækkuð laun, hækkaö fiskverð og geng- isfelling, hefur snúist einn hringinn enn. Staðreyndin er sú að í landi okkar ræður afkoma sjávarútvegs því sem er til skiptanna og þeim launum sem hægt er aö greiða. Þar liggur einnig lögmál þeirrar óðu verðbólgu er hér geisaði. Sú mikla fjárfesting, sem sett hefur verið í sjávarútveg á síðastliðnum ára- tug, hefur ekki skilað sér í auknum rauntekjum fyrir þjóðina. Minna má á í því sambandi að á timabilinu 1945 til 1976 ellefufaldaðist t'járfesting í fiski- skipum en aflaverðmæti tvöfaldaðist einungis í raunvirði. Við fáum ekki eðlilegt verð fyrir okkar sjávarafurðir vegna samkeppnil frá niðurgreiddum útvegiun nágranna’ og viðskiptaþjóða okkar. Frægt er dæmið um loðnuafuröir sem ekkert hafa hækkað i dollurum á sama tíma og raunvirði dollarans hefur fallið í þriðjung og olía og annar kostnaöur hef ur margfaldast. Það sem okkur vantar nú er meira fé í kassann, það eru hreinar gjaldeyr- istekjur þegar upp er staðið og erlend- ur kostnaður hefur verið dreginn frá. Það eru þær tekjur sem efnahagslíf þjóðarinnar gengur fyrir og eldsneyti þjóðarskútunnar. I okkar aðalatvmnu- vegi hafa þessar tekjur minnkaö geig- vænlega og miklu meira en þjóöartekj- umarsemslíkar. Stóriðjan Ljóst er að ef við Islendingar ætlum aö bæta okkar lifskjör og halda okkar hlut gagnvart nágrannaþjóðunum verðum við aö renna fleiri traustum stoðum undir efnahagmn. Hvort þetta tekst er eina raunhæfa spurningin um sjálfstæði okkar sem þjóðar. Efna- hagslegt gjaldþrot er það sem gæti orð-^ ið sjálfstæöi okkar hættulegt. Fyrir utan fiskimiðin, vatnsorkuna og jarðhitann hef ur landið fátt upp á að bjóða til sköpunar útflutningsatvinnu- vega. Þó sjálfsagt sé að nýta alla möguleika sem gefast á sviði sjávarút- vegs, landbúnaðar og iðnaðar er þaö fráleitt að láta fordóma og ranghug- myndir eyðileggja þá möguleika til aukinna tekna fyrir þjóöina sem í virkjun fallvatna og jarðhita fyrir stór- iðjufelast. Það er engin fjárfesting eins örugg og í vatnsorkuveri með tryggan mark- að. Að vísu tekur langan tíma að greiða niður stofnkostnaðinn. En þeg- ar því er lokið er orkuverið sú bests eign sem þjóðin getur eignast. Varan leg auölind sem gefur af sér langt um- fram rekstrar- og viðhaldskostnaö. Með því að virkja vatnsföllin fyrir eig- in reikning en láta erlend fjárfesting- arfyrirtæki taka áhættuna við bygg- ingu verksmiðja, sem tryggja virkjun- um markaö, þann tima er tekur að greiða þær niður. Þannig getum við eignast raunverulegar auölindir í fall- vötnunum án áhættu. Þetta var gert á sínum tíma þegar samið var við Alu- suisse og Búrfellsvirkjun var byggð. Niðurstaðan er að nú höfum við veru- legar tekjur umfram útlagðan kostnað sem er um 10 milljónir dollara á ári af raforkusölunni einni. Hefðum við not- að betur þau tækifæri er fyrir hendi voru á síðastliðnum þremur áratugum gætu þessar tekjur verið miklu hærri og aðstaða okkar í efnahagsmálum værialltönnur. Það væri ekki úr vegi að líta nánar á þann hag sem við höfum af tilveru ál- verksmiðjunnar hér. Árið 1983 var velta Isal um 3 milljarðar króna og af því var innlendur kostnaður um 1/3 eöa um einn milljarður króna. Velta Is- al var því tæpur helmingur á viö afla- verðmæti íslenska fiskiskipaflotans sem var rúmir sex milljarðar króna árið 1983. Ætla má að um helmingur aflaverömætisins hafi orðið eftir í landinu þegar kostnaöur vegna elds- neytis og fjárfestingar o.fl. er dreginn frá. Tekjur þjóðarbúsins af álverinu voru því ekki fjarri því að vera þriðj- ungur þeirra tekna er voru af fiski- skipaflotanum í raun. Eflaust væri ástæða til að reikna þetta dæmi nánar en það sýnir hversu tiltölulega miklar tekjur okkar eru af þessari einu verk- Kjallarinn BERGSTEINN GIZURARSON VERKFRÆÐINGUR, STARFAR HJÁ VITA- OG HAFNAMÁLASKRIFSTOFUNNI smiðju og það án nokkurrar áhættu af okkar hálfu. Ef litið er á þann fjölda starfsmanna er starfar við áliðnaðinn kemur í ljós að tekjur þjóðarinnar eru þar miklu meiri á starfsmann en í nokkurri annarri grein. Fjárfesting á starfsmann er líka miklu hærri en þekkist í öörum starfsgreinum hér á landi sem sýnir að hagstæðast er fyrir Islendinga að láta erlend fyrirtæki leggja fram f jármagniö og taka áhætt- una. Þegar því er haldiö fram að stór- iðju fylgi mikil áhætta eru þaö hálfgerð öfugmæli þvi eins og reynslan sýnir þurfum við ekki að taka þar meiri áhættu en okkur sýnist sjálfum. Ahætt- an er síst meiri en í okkar aðalatvinnu- vegi, sjávarútvegi, þar sem bæði afli og verðlag getur verið miklum breyt- ingum undirorpið. Lokaorð Umræðan um stóriðjuna hefur fyrst og fremst einkennst af fordómum og skilningsleysi. Sá mælikvarði sem sett- ur hefur verið á þennan atvinnuveg er miklu kröfuharðari en þegar um hina svokölluðu hefðbundnu atvinnuvegi er að ræða eða hugmyndir um iðnað al- farið á eigin vegum. Þar er kannski skammt öfganna á milli. Bergstemn Gizurarson. aöi hverju virk fjöldahreyfing fólksins getur áorkaö. Haustiö 1984 veröur e.t.v. minnisstætt fyrir þaö að þá tók fólkiö til sinna ráða. Þetta var heitt haust, bæði í verðurfarslegri og þjóð- félagslegri merkingu og umfram allt skulum við muna að þetta var gott haust. I þessu verkfalli varð meiri almenn þátttaka í sjálfum verkfallsrekstrin- um heldur en almennt hefur tíðkast í hefðbundnum verkföllum hjá verka- lýðssamtökunum. Sumir vilja telja mikla þátttöku kvenna í verkfallinu hafi gefið því ýmis ný einkenni. Þýðingarmestu lærdómar þessa verkfalls eru eftirfarandi: 1. Virkt lýðræði, víðtækt upplýsinga- streymi og almenn virkni hins breiða fjölda getur viö vissar aðstæður skapað sterka og volduga hreyfingu. 2. Aö það er samtakamáttur fjöldans sem skiptir máli en ekki „samningatækni” (!), eða klókir, refslegir samningamenn. Allt þetta sannaðist í þessu verkfalli. Hinir ýmsu félagshópar fengu virki- lega frjálsar hendur og svigrúm til að móta og byggja upp verkfallsrekstur- inn þar sem margbreytileikinn í hug- myndum og starfi fékk að njóta sín. I þessu verkfalli skapaðist einnig sú hefð strax í upphafi að halda fjöl- menna fundi á hverjum degi þar sem samningamenn gáfu skýrslur og frekari línur voru lagðar. Krafan um kaupmáttartryggingu kom einmitt fram á einum slíkum fundi sem forystan tók síðan upp í viðræðunum. Ég minnist ekki á þetta hér til að sveipa forystu BSRB einhverjum goðsögulegum geislabaug sem dæmi um hina fullkomnu forystu. Það vita það auðvitað allir að mjög margir félagsmenn í BSRB og einmitt þeir sem virkastir voru í verkfallinu urðu sáróánægðir út í sína forystu í lok verk- fallsins. Um þetta vitnar skýrt sú stað- reynd að u.þ.b. 20% skiluðu auðu í atkvæðagreiðslu um samningana. Ég minnist á þetta hér vegna þess aö hér er um að ræða starfshætti sem verkalýðssamtökin í heild ættu að taka sér til fyrirmyndar, ekki bara í verk- föllum heldur í öllu sínu starfi. Veikleikar nýgerðra kjarasamninga Auðvitað er það öllum 'ljóst að veik- leikar kjarasamninganna, sem öll verkalýðshreyfingin er oröin aðili að, eru þeir að samningamir em alger- lega opnir í báða enda. Inn í þá vantar öll ákvæði um kaupmáttartryggingu. I þeim er ekki einu sinni að finna þolan- leg uppsagnarákvæði, sem gefi stéttar- félögum svigrúm til gagnráðstafana gagnvart kaupmáttarhrapi því sem óumflýjanlegt er. Gengisfellingin nú á dögunum sýnir okkur, svo að ekki verður um villst aö með þessa kjara- samninga er verkalýðshreyfingin gersamlega varnarlaus. Óeining heildar- samtakanna, — dýrkeypt reynsla Það er innbyrðis tortryggni milli heildarsamtakanna og misvísun í á- herslum þeirra sem veldur því fy rst og fremst, að mínu mati, að ekki náðust betri kjarasamningar en raun ber vitni. Ef voldug og þýðingarmikil aðildar- félög ASI hefðu komið til móts við BSRB, t.d. í miöju verkfalli þeirra og boöaö til verkfalla, heföu líklega náðst kjarasamningar með kaupmáttar- tryggingu í einhverju formi eða alla vega betri uppsagnarákvæðum og verkfall BSRB hefði að sama skapi •orðiðstyttra. Það er íhugunarvert að slíkum hug- myndum var svarað af forystumönn- um þýðingarmikilla stéttarfélaga með :þau rök á hraðbergi að slíkar hug- myndir væru fráleitar. Með því væri verið að losa atvinnurekendur undan herkostnaði í verkfallinu. Verkfall BSRB mundi hvort eð er lama fram- leiðslustarfsemina í landinu þegar til lengdar léti. I stjórn Dagsbrúnar kom m.a. fram tillaga um að boða til verkfalls í lok BSRB-verkfallsins. Hugmyndin var sú að taka í rauninni við spottanum úr hendi BSRB og nýta þá herkví, sem skipafélögin voru komin í vegna verk- falls BSRB, til áframhaldandi þrýstings fyrir betri kjarasamningum. Þessi hugmynd náði ekki fram að ganga og það má reyndar segja að það hafi verið bæði rangt stöðumat og heimsmet i klaufaskap aö láta slíkt tækifæri sér úr greipum ganga. Mín niðurstaöa er sú að nýgerðir kjarasamningar eigi eftir að verða okkur dýrmæt lexía. Það er aö mínu viti ófyrirgefanleg mistök aö heildar- samtökin skyldu ekki bera gæfu til að leggjast á eitt og knýja í gegn með sameinuöu afli kjarasamninga með kaupmáttartryggingu í einhverju formi. Það er von mín þrátt fyrir allt að við drögum af þessu lærdóma sem geti fleytt okkur fram á viö. Það er lífs- spursmál fyrir verkalýðshreyfinguna að komast út úr þeim vítahring von- leysis og uppgjafar sem hún er nú í. Hreyfing, sem sífellt er í vörn og sækir aldrei fram, hlýtur fyrr en síðar að liðast í sundur, innviðir • hennar grotna niður, kjarkleysið heltekur félags- mennina og uppdráttarsýkin heldur innreið sína. Það er vissulega erfitt verkefni að reisa verkalýöshreyfinguna úr þeirri lægð, sem hún hefur veriö í að undan- fömu, en undan því verður ekki vikist. Það verður að marka skýra stefnu, bæöi launastefnu og baráttuáætlun sem verði sameign hreyfingarinnar allrar og sem sérhver félagsmaöur innan heildasamtakanna er meðvitaður um. Þannig og aðeins þannig er hægt að snúa þróuninni við. Guðmundur J. Hallvarðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.