Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1984, Qupperneq 35

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1984, Qupperneq 35
DV. MIÐVIKUDAGUR 28. NOVEMBER1984. 35 Hitaveita SuOurnesja viO Svartsengi er aO verOa vinsæll baOstaOur vegna tílkomu Bláa lónsins. AO baOa sig ilóninu mun vera gott viO húOsjúkdómnum psoriasis. D V-myndir GVA. Fjarskiptaskermar varnarliðsins á Stafnesi, Dye-five eins og þeir eru kallaðir, eru engtn ný-framkvæmd heldur reistír áriO 1960. lÍlÉÉIfMÍ ~ lé,'lf- ^ • i í:v , Þorsteinn Pálsson á fundi með stórkaupmönnum á Hótel Loftleiðum. DV-mynd: KAE „Aukið frelsi brýnt þegar kreppir að” — segir Þorsteinn Palsson j „Það er aldrei eins brýnt aö veita ifrelsi eins og þegar að kreppir,” sagði Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, meðal annars í ræðu á hádegisfundi hjá Félagi íslenskra stórkaupmanna. Þor- steinn flutti þama erindi um „Versl- un í pólitískri umræðu” og svaraði fyrirspumum fundarmanna. Rakti Þorsteinn í máli sínu ýmsa þætti verslunarinnar bæði fyrr og nú. Taldi hann nauðsynlegt að auka sjálfa verðmætasköpun verslunar- innar en óhollt væri að, „velta fölsk- um verömætum í gegnum verslunina eða aðra atvinnugrein meðerlendum lánum”. Æskilegt væri að auka frelsi verslunarinnar svo fremi samkeppni væri fyrir hendi. Gerði hann einnig að umræðuefni lækkun vöruverðs til neytenda í þéttbýli og taldi að dreif- býlisneytendur sætu ekki við sama borð þar. Því væri æskilegt að pólitískur vilji yrði fyrir því aö veita aukið fjármagn til að styrkja verslun úti á landi. „Um leið og við tölum um frelsi er nauðsynlegt líka að setja leikreglur.” Þær leikreglur þyrftu allir að virða og það væri óréttlátt að einstakir aðilar gætu komiö í veg fyr- ir að gildandi reglur væru virtar. Þessi síðasta athugasemd formanns Sjálfstæðisflokksins var tilkomin vegna fyrirspumar um aðstöðumun einstakra fyrirtækja og aðila í skattamálum. -ÞG Framkvæmdanefnd landsmótsins. Frá vinstri Hreinn Árnason, Orn Ingólfs- son, Gunnar Jóhannsson, Bjarni Ansnes og Sigurður Haraldsson. DV-mynd EJ. Landsmóti 1986 flýtt um viku Nú hefur verið ákveðið að landsmót- ið árið 1986 verði haldið dagana 3.-6. júlí. Mótinu hefur verið flýtt um eina viku vegna þrýstings frá kynbóta- gripaeigendum. Þeir vilja lengja notkunartíma stóðhesta. Að þessu sinni sjá 15 hestamannafé- lög á Suður- og Suðvesturlandi ásamt Landssambandi hestamanna ummóts- hald. Fimm manna undirbúningsnefnd hefur verið kosin til að sjá um fram- kvæmd mótsins. I henni em Gunnar Jóhannsson formaður, Geysi, öm Ingólfsson gjaldkeri, Fáki, Hreinn Ámason ritari, Gusti, og Bjarni Ansnes, Smára, og Sigurður Haralds- son, L.H., meðstjórnendur. Hestamannafélög austan Hellisheið- ar hafa tekið að sér að sjá um upp- byggingu og rekstur á Gaddstaðaflöt- um á Rangárbökkum og hafa stofnað með sér samtök sem þau nefna Rang- árbakkar sf. I stjóm Rangárbakka sf. em Birgir Gunnarsson formaður, Sel- fossi, en aðrir Halldór Guömundsson, Hvammi, Albert Jóhannsson, Skógum, Sigfús Guðmundsson, Geldingaholti, og Agúst Ingi Olafsson, Hvolsvelli. Þessi nefnd mun sjá um að undirbúa mótssvæðið fyrir landsmótið og mun skila mótssvæðinu til framkvæmda- nefndarinnar um það bil viku fyrir mótssetningu. Ljóst er að um miklar framkvæmdir verður að ræða á svæðinu. Ræktað verður upp geysilegt flæmi suöur og austur af Gaddstaöaflötum og verður hægt að taka viö ótakmörkuðum fjölda ferðahesta. Vatn verður nægilegt á því svæði. Einnig verða byggð hesthús fyrir kynbótahross og vellir til sýn- inga. Ekki er endanlega gengið frá skipulagningu svæðisins þannig að ekki er hægt að lýsa framkvæmdum í smáatriðum. Framkvæmdanefnd landsmóts 1986 stefnir að því að þetta verði hiö besta landsmót hingað til. Þeir vona að mik- ill fjöldi manna komi og búast við frá 10.000 manns til 20.000 ef veður verður gott. EJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.