Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1984, Side 1

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1984, Side 1
i i i i i i i i i i DAGBLAÐIÐ —VÍSIR 275. TBL. —74. og 10. ÁRG. MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 1984. 41.200 EINTÖK PRENTUÐ í DAG. 72SIÐUR I DAG RITSTJÓRN S(MI 686611 • AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA SÍMI 27022 Sæbjörgfrá Vestmannaeyjum strandaði við Stokksnes: Fjórtán skipverjum var bjargað íland f morgun Loðnubáturinn Sæbjörg fró Vest- mannaeyjum strandaði í morgun skammt frá radarstöð Vamarliðsins á Stokksnesi við Homaf jörð. Verið er að bjarga fjórtán manna áhöfn í land. Hjálparbeiðni barst frá skipinu rétt fyrir klukkan fimm í morgun. Sæbjörg var vélarlaus og rak i ótt að landi undan austsuðaustan roki. Annar loðnubótur, Erling úr Keflavík, reyndi að aðstoða Særúnu. „Hann reyndi aö halda honum fró meö taug. en það héldu engin bönd. Það slitnaði,” sagði Garðar Sig- valdason í stjórnstöð björgunar- félagsins á Höfn. Bátinn rak áfram. Hann tók fyrst niðri um sjöleytið. „Þetta var heppni. Hann lenti á besta stað, sandfjöra í Hornsvík, miili Stokks- ness og Hafnartanga. Hann siapp framhjá Kirkjuskeri, eina skerinu þarna í víkinni,” sagði Garðar. Vamarliðiö í radarstöðinni var látið vita til þess að það fengi ekki rangar hugmyndir, eins og til dæmis þær aö þama væri sovéskur kafbátur á ferð. „Hann er ekki ennþá kominn upp í fjöru. Hann er 150 til 200 metra frá fjörunni en orðinn botnfastur. Hann situr vel og hallast ekkert. Það er ekki talin hætta á að hann velti. Hann stendur vel i hælinn,” sagði Garðar um klukkan 8.20 í morgun. Skömmu síðar var línu skotiö út í bátinn. Um klukkan 8.30 urðu menn varir við að sjór var kominn í vélar- rúm. Gat var komið á skrokkinn. „Þá var ekki eftir neinu að bíða. Fyrsti maöur var kominn í stólinn klukkan 8.48. Núna erum við að ná þeim fjórða í land,” sagði Sveinn Sighvatsson, formaður björgunar- félagsins, klukkan 9.07. Síðustu fréttir Klukkan 9.36 var síðasti skip- verjinn af Sæbjörgu dreginn í land. Björgunin tókst giftusamlega. Allir skipverjar era heilir á húfi. Júlía, Höfn/KMU. 55 þúsund krónum stolið úr Landsbankanum: Dularfullt hvarf úr bankabók 55 þústmd krónur hafa horfið með dularfullum hætti úr sparisjóðsbók i Landsbankanum á Laugavegi 77. Eldri kona átti þessa bók, en i henni voru rúmar 100.000 kr. Er konan ætlaöi að taka út úr bók sinni um siöustu mán- aöamót sá hún aö 55.000 kr. vora horfn- ar. Þessi úttekt var hinsvegar ekki stimpluð inn í hennar eigin bók, heldur var sýnilega um það aö ræða, að önnur bók hafði verið útbúin, gengið fró út- tektarmiða á hana, og peningarnir þannig teknir út. Ottektarmiði þessi hefur fundist í bankanum. Talið er ólíklegt annað en að einhver i bankanum hafi átt þarna hlut aö máli. Þorkell Magnússon, útibússtjóri Landsbankans á Laugavegi 77, sagði í samtali við DV að hann gæti engar upplýsingar gefið um þetta mál og benti á bankastjóra bankans. Helgi Bergs, einn af bankastjórum Lands- bankans, sagði í samtali við DV aö sér væri ekki kunnugt um þetta mál. Samkvæmt heimildum DV er kvenmannsnafn á úttektarmiða þeim, sem 55 þúsund krónumar voru teknar útá. -FRI Veröurþrengt aöopnunar- tíma„pöbba”? — sjá bls. 4 Ásgeiríhópi bestu knatt- spyrnumanna heimsl984 — sjá íþróttir bls. 33 — 40 Kópavogsbúar fengu sitt jólatré um helgina og var kveikt á því með pomp og pragt í gœr. Jólasveinar komu í heimsókn og mátti vart á milli sjá hvor skemmti sér betur, jólasveinninn eda börnin. Jólatréð er gjöf frá vinabœ Kópavogs, Norrköping í Sví- þjóð. Var trénu valinn staður austan Kópavogskirkju. DV-mynd Fjórarsíöur umneytenda- ; málefniídag — sjábls.6,7, 20og21 j Ratsjárstöðvar- máliðíhugum ] Þórshafnarbúa: Mikil óánægja með leyndina — sjá bls. 52 — 55

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.