Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1984, Qupperneq 4
4
DV. MÁNUDAGUR17. DESEMBER1984.
Frönsk tíska á Hótel Sögu.
DV-mynd KAE.
Franskt kvöld
á Hótel Sögu
Franska útflutningsmiðstöðin, Sam-
tök franskra fataframleiðenda og
verslunarfulltrúi franska sendiráðsins
tóku höndum saman á laugardags-
kvöldið og héldu franskt kvöld að Hótel
Sögu.
Hápunktur kvöldsins var tiskusýn-
ing þar sem sýndur var franskur fatn-
aður sem f áanlegur er hér á landi. Þær
verslanir sem flytja franskan fatnaö
inn til landsins komu saman og sýndu
það sem upp á er boðið af frönskum
tískufatnaðiá Islandi.
Módel ’79 sýndu fatnaöinn undir
stjórn M. Engel sem kom frá Frakk-
landi.
Sýndur var fatnaður fyrir alla:
kvenfólk, karlmenn og börn. Barna-
fatnaður er hannaður sem léttastur og
þægilegastur fyrir bömin. Aberandi er
hvaö karlmannafatnaður leitar í línur
sem áður voru ætlaðar konum og síðan
má segja að kvenfatnaöur sé að veröa'
karlmannlegrí.
Til dæmis er bleikt, gult og rautt
komiö í karlmannaföt.
Litirnir verða áfram grátt, hvítt, og
svart. Varaliturinn er aftur kominn r
tísku og er hann nú hárauður. Þá er
stutt hártíska ráðandi í París.
Lágir skór á daginn og háir skór á
kvöldin er næstum því regla. Leöur-
fatnaöur er mikiö áberandi. Glit á
kvenfatnaöi er að koma aftur.
Þær verslanir sem tóku þátt í sýning-
unni voru m.a. Eva, Gullfoss, Hjá
Báru, Christine, Pelsinn, Herragarð-
urinn, Engiabömin, Pakkhúsiö, Endur
og hendur.
JI
Nýr Mpöbb” á Selfossi aðeins opinn tii 23.30:
Hertar reglur
um opnunar-
tfma ölkráa?
Um helgina var opnaöur nýr veit-
ingastaður, eöa ölkrá, áSelfossi. Heitir
hann Gjáin. Þessi staður hefur ekki
leyfi til að vera opinn nema til 23.30 á
kvöldin öfugt við það sem gerist ann-
ars staðar þar sem opnunartímar þess-
ara staða fylgja yfirleitt opnunartíma
skemmtistaða.
Ákvörðun bæjarstjórnar Selfoss um
opnunartímann kom í kjölfar fundar
bæjarstjórnar með Jóni Helgasyni
dómsmálaráðherra. Á þeim fundi mun
ráöherrann hafa sagt aö í bígerð væri
endurskoðun á opnunartíma þessara
staöa. Yrðu reglur þar að lútandi hert-
ar og væri Selfoss fyrsta dæmið.
Jón Helgason dómsmálaráðherra
sagði í samtali við DV að þetta mál
hefði veriö rætt innan ríkisstjórnarinn-
ar en engar ákvarðanir heföu verið
teknar.
Hvað Selfoss varðaði sagði Jón að
bæjarstjórnin ætlaði aö staðurinn væri
ekki ölkrá heldur veitingahús. Þar aö
auki væri ekki til nein lögreglusam-
þykkt um svona staöi á Selfossi, en
þessi er sá fyrsti sinnar tegundar þar,
og hefði ákvörðunin um opnunartím-
ann verið tekin samkvæmt þessu.
Örn Grétarsson, einn af eigendum
staðarins, sagði í samtali við DV að
þeir væru alls ekki ánægðir með að fá
ekki að sitja við sama borö og aðrir
landsmenn í þessum efnum.
„Gestir okkar eru einnig óánægðir
meö þetta fyrirkomulag eins og sást
greinilega fyrstu tvö kvöldin. Eg tel
þennan opnunartima ekki stuöla að
bættri vínmenningu. Fólk drekkur
barameiraástyttritíma.” -FRI
Grindavík:
Börnum vikið úr leikskóla
Hallærisástand ríkir nú í dagvistar-
málum í Grindavík. Leikskólinn rúm-
ar 30 börn. I skólanum eru nú 64 böm
hálfan daginn í senn. Um 120 börn eru
á biölista eftir leikskólaplássi. I deigl-
unni er að koma á sk. tveggja ára
reglu svo fleiri börn geti komist aö.
Að sögn Petrínu Baldursdóttur, for-
stöðukonu leikskólans, þýðir tveggja
ára reglan að þau böm sem verið hafa
í leikskólanum tvö ár eða lengur verða
að víkja. „Þetta mun væntanlega
koma til framkvæmda 1. mars nk. og
er okkar eina úrræði í plássleysinu,”
sagði hún.
I samtali við DV sagði Jón Gunnar
Stefánsson, bæjarstjóri í Grindavik, að
ástandiö á dagvistarmálum væri svip-
að hjá þeim og í öömm sveitarfélögum
í nágrenninu. Ekki væri búið aö setja
neitt niður á blaö varðandi nýtt dag-
heimili. Hefði það verið foreldrafundur
barna í leikskólanum sem kom með til-
lögu um tveggja ára regluna og veitti
bæjarstjórnin samþykki sitt. ,,Þaö
kemur vafalaust illa við einhverja að
missa barnagæslu. Þetta er spumingin
um það hvort það er þetta eöa hitt
bamið sem hefur leikskólapláss,”
sagöi hann. eh.
Starfsmenn útvarpsins:
,FÁ ÁTTA ÞÚSUND
I„ALAGSUPPBÓr’
Föstum starfsmönnum útvarps og
sjónvarps hafa veriö greiddar 8000
krónur í álagsuppbót fyrir desember-
mánuð, utan við kjarasamninga, að
sögn Harðar Vilhjálmssenar, fjár-
málastjóra Ríkisútvarpsins. Þess utan
fá þessir starfsmenn persónuuppbót
ofan á laun sín fyrir þennan mánuö,
sem nemur 4000 krónum samkvæmt
kjarasamningum.
„Þetta er álagsuppbót fyrir desem-
bermánuð,” sagði Hörður Vilhjálms-
son í viðtali við DV. „Þetta er sérstök
greiðsla sem metin var og samþykkt af
framkvæmdastjórn Ríkisútvarpsins
vegna aukins vinnuálags í desember.
Þetta er hugsaö sem greiðsla fyrir
þetta aukna vinnuálag, í eitt skipti fyr-
iröll.”
I dag mœlir Dagfari
I dag mælir Dagfari
I dag mælir Dagfari
Norskt sjónvarpsefni — fyrir hvern?
Allt útlit er nú til þess, að alþingis-
mönnum hafi tekist að drepa út-
varpslagafrumvarpið. Það frum-
varp var lagt fram í uppbafi þing-
halds í haust með þeim yfirlýsingum
menntamálaráðherra, að ný út-
varpslög tækju gildl fyrsta nóvem-
ber. Stóöu flestir í þeirrl meiningu,
að ráðherrann ætti við fyrsta nóvem-
ber á þessu ári, en nú er ljóst, að það
var mikill misskilningur. Alla vega
hefur frumvarp þetta gufað upp ein-
hvers staðar í nefndarfarganinu á
þingi og spuming hvort það á þaðan
afturkvæmt á þessum vetri.
Aftur á móti hafa önnur tíðindi
gerst á sviði útvarps- og sjónvarps-
mála að undirlagi stjórnvalda. Þar
er um að ræða samkomulag vlð
frændur okkar Norðmenn, sem felur
í sér, að norskt sjónvarpsefni verður
sent beint til tslands i gegnum gervl-
hnött. Áður en langt um líður getur
íslenska þjóðin skipt yfir á norska
rás á tækjum sínum og notlð norræns
menningarsamstarfs frá gervltungl-
um.
Nú munu kunnugir halda þvi fram,
að dagskrá norska sjónvarpslns sé
sú jafnleiðinlegasta sem um getur á
norðurhveli jarðar og ekki er heldur
til þess vitað, að einn einasti Islend-
ingur hafi opinberlega óskað sér-
staklega eftir því, að norskar dag-
skrár væru tll sýnis hér uppi á Fróni.
En ekki er allt sem sýnist. Þetta er
klókindabragð hið mesta hjá for-
ráðamönnum Riklsútvarpslns. Þeg-
ar norska sjónvarpið fer að sjást hér
að staðaldri gegnum gervihnött,
mun sá samanburður verða íslenska
sjónvarpinu hagstæður og af tvennu
illu velja sjónvarpsáhorfendur sina
eigin íslensku stöð. Þannig á að sann-
færa þjóðina um ágæti Rikisútvarps-
ins og þarfleysi þess, að fleiri stöðv-
um verði bætt við á öldum Ijósvak-
ans.
Með öðrum orðum: í krafti hinnar
norrænú samvinnu á að koma
auknu frjálsræði í útvarps- og sjón-
varpsmáium fyrir kattamef. Verður
það ekki i fyrsta skipti sem norrænir
mennlngarstraumar verða til þess
að framlengja sambandsleysl ts-
lendinga við lifnaðarhætti samtím-
ans. Um aldir tókst Dönum að ein-
angra okkur svo rækilega, að ís-
lenska þjóðln hélt að Kaupmanna-
höfn væri nafli alheimsins og hafði
fyrir vikið mestu skömm á að kynn-
ast alheiminum. Nú á greinilega að
beita norska sjónvarpinu fyrir sama
vagn, sem verður væntanlega til
þess, að tslendingar fá hina mestu
ótrú á gervihnöttum og frjálsræði á
því sviði.
Annars hefur það verið þannig, allt
frá þvi að frjálsar útvarpsstöðvar
voru starfræktar í verkföliunum i
haust, að þjóðin hefur farið fram á
það eitt að fá útvarps- og sjónvarps-
frelsi sjálfrl sér til handa. Norð-
mönnum var aldrei blandað i það
mál.
Það segir hinsvegar nokkra sögu
um viðhorfin á Alþingi, að þar skuli
þykja sjálfsagt að hleypa norskum
inn á íslensk heimili í gegnum gervl-
hnetti, en komið skuli í veg fyrir að
íslendlngar sjálfir fál leyfi til slíks.
Þróunin í sjónvarpsmálum á sem
sagt að fara fram annarsvegar með
innflutningi á ólögiegum myndbönd-
um í gegnum videoleigur og hins-
vegar með því að opna fyrir ielðln-
legustu dagskrá erlenda, sem völ er
á. En frelsi til handa tslendingum
sjálfum skal algjörlega bannað,
nema með þeim einkarétti, sem ríkið
hefur skammtað sér. A Alþingi situr
jafnvel heill stjómmálaflokkur, sem
hefur lagt það á sig að semja ný út-
varpslög, þar sem einokunin er
áréttuð og innsigluð. Með þessum
vinnubrögðum verður ekki annað
sagt en að Alþingi takist vel í því
hlutverki sínu að fá þjóðina upp á
móti sér. Dagfari.