Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1984, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1984, Page 21
DV. MÁNUDAGUR17. DESEMBER1984. 21 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur hafa hagnastá frjálsu kjötverði „Viö höfum verið svo lengi i fjötrum í verðlagsmálum að menn hafa hvorki þroska né skilning á að hafa verðlagið i réttri mynd. Þessi gifurlega sam- keppni sem hefur t.d. skapast í kjöt- sölu hefur sannarlega komið neyt- endum til góða,” sagði Hrafn Bach- mann, kaupmaður í Kjötmiðstööinni. Hrafn rekur eina af stærstu kjöt- verslunum borgarinnar og hefur jafnan boðið kjötvörur á mun lægra verði heldur en aðrar kjötverslanir hafa gert. Kjötmiðstöðin hefur alltaf komið mjög hagstætt út í kjötverð- könnunum Verðlagsstofnunar. — Hvernig ferðu að því að hafa kjötið, t.d. svínakjötið, á hagstæðra verði en víða er? „Eg get sagt þér meö svínakjötið, það er einfaldlega vegna þess að ég greiöi bændunum fyrirfram þannig að þeir geti fjármagnað fóðurkaup og annað og svo kaupi ég kjötiö á föstu verði. Grísirnir sem ég er að borga fyr- ir núna eru ekki einu sinni fæddir,” sagði Hrafh. Hann vildi hins vegar ekki segja okkur hvernig hann færi að því aö selja nautakjöt á næstum þvi hálf u heildsölu verði. ,,En viö tökum auðvitað mikla áhættu í sambandi viö kjötkaup, eins og t.d. í fyrra. Þá keypti ég 30 tonn af svínakjöti 1. desember. Skömmu síðar varð 20% verðfall og ég tapaði milljón á einni nóttu. Eg held að menn hafi hreinlega ekki þorað að taka áhættuna og því sé minna um svínakjöt fyrir utan að neyslan á svínakjöti hefur aukist gífurlega mikið,” sagði Hrafn. Hann sagði að Kjötmiöstöðin heföi m.a. stuölað að þeirri auknu neyslu með því að hafa á boöstólum alls kyns hantéraðar svinasteikur og er jafnan með ófrosið kjöt á boðstólum. „Það er heldur ekkert skrýtið að fleiri komist upp á lag með að borða svínakjöt á meðan hlutar úr svini eru ódýrari en lambakjöt, fyrir utan að þaö þarf minna af svinakjöti á hvern mann en lambakjötl Við höfum verið meö sérstaklega kryddaðar svína- sneiðar, svokallaöa sænska kryddsteik sem er alveg gífurlega vinsæl. Schnitzel úr svínakjöti er alvinsælasta schnitzelið í dag,” sagði Hrafh Bach- mann. Við gátum ekki stillt okkur um að spyrja Hrafn hvað hann ætlaði sjálfur að hafa í jólamatinn. „Rjúpur, auðvitaö rjúpur,” svaraði hann. -A.Bj. Hrafn Bachmann ætlar að borða rjúpuró aðfangadagskvöld. DV-mynd: Bjarnleifur Bjarnleifs- Sjá einnig neytendasíðu ábls.6 Samkeppnin og f rjálsa álagningin koma neytendum til góða Guðlaug Steingrimsdóttir, kaup- maður i Kjörbúð Hraunbæjar. DV-mynd. „Mér finnst tvimælalaust aö þessar verðkannanir eigi rétt á sér. Það held- ur vöruverðinu niðri,” sagði Guðlaug Steingrimsdóttir, kaupmaður i Kjör- búð Hraunbæjar, sem átti lægst verð á þrem vörutegundum i könnun Verð- lagsstofnunar á jólasteikarverðinu yf- ir allt landið. Guðlaug kom vel út úr könnuninni almennt. — Hvernig heldurðu kjötverði í lág- marki? „Eg kaupi kjötið mikið beint og læt reykja sjálf og reyni alltaf aö gera hag- stæð innkaup og yfirleitt allt sem mögulegt er til að halda vöruverðinu niðri. Alagningin er nú yfirleitt lægri en hún var áður en hún var gefin frjáls. Þetta er mjög mikil vinna en maður er að reyna aö halda fólkinu í hverfinu,” sagði Guölaug. Hún sagöi aö sam- keppnin við stórmarkaðina væri gífur- lega hörð en hún væri staðráðin i að gera áf ram sitt besta. „Þessi samkeppni og frjálsa álagn- ingin hefur sannarlega komið neytend- um til góða,” sagði Guðiaug. Hún sagö- ist vera búin að reka Kjörbúð Hraun- bæjar í Hraunbæ 102 i tvö ár en áður var hún með litla verslun i Hlíðunum. A.Bj. Sanitas VERDLÆKKUN' w /0 VERDMUNUR 0,851 & JSt Gleðileg jól. Sanitas hf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.