Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1984, Qupperneq 24
24
DV. MÁNUDAGUR17. DESEMBER1984.
Menning Menning Menning Menning
LJÓNSHJARTA
Þúsund kvæði
og lausa-
vísur Páls
Ólafssonar
ASTRID LINDGREN:
Bróðir minn Ljónshjarta.
Mál og menning 1984, 2 útgáfa.
Bók þessi birtist á sænsku 1973.
Höfundur hennar var þá löngu heims-
frægur fyrir ærslasögur af prökkur-
um: Línu langsokk, seinna kom Emil í
Kattholti. Þessar sögur eru alkunnar
hérálandi.
Bróöir minn Ljónshjarta er
gerólík þeim, engin ærsl né prakkara-
strik. Meginsagan er skv. gamalli hefö
í barna- og unglingabókum. Hún gerist
á óljósum miöaldatímum, fólk lifir fá-
brotnu en ánægjulegu lífi, veiöir í mat-
inn, sinnir dýrum og jaröargróöri.
Illur einvaldur ógnar þessari sveita-
sælu, meö miklum herafla kúgar hann
alþýöu manna. Hún býst til uppreisn-
ar, aö sjálfsögðu eru söguhetjumar, í-
mynd lesenda, meö í henni, og sögunni
lýkur meö mikilli orrustu þar sem
hetjurnar sigra vondu kallana. Þar aö
auki berst hetjan viö ógurlegan dreka,
nánast ósigrandi, eins og Siguröur
Fáfnisbani, Ragnar loðbrók, Georg
helgi, o.s.frv. Hér ríkja skýrir og
einfaldir drættir skv. hefðinni.
Einvaldurinn Þengill er meö iliilegt
andlit og illileg augu sem stara beint
fram, „hann sá ekki fólkið, þaö var
eins og hann héldi aö enginn annar
væri til í heiminum, enginn annar en
Þengill af Karmanjaka, já, hann var
hræðilegur.” (bls. 134).
Her Þengils er forréttindalýöur,
sem svelgir í sig svínasteik og bjór, á
meðan almenningur á naumast brauö
né graut. Hermennirnir eru huglausir
og heimskir. Gegn þessum sviplausa
múg standa svo nafngreindir leiðtogarl
uppreisnarmanna. Þeir eru alvarlegir,
úrræðagóðir og hugaðir. Oft komast
þeir í krappan dans í undirróðursstarfi
sínu gegn ofureflinu, sérstaklega eru
bræðumir Ljónshjarta oft hætt komn-
ir. Hér ríkir einstaklingshyggja.
Höfundur skeytir þessa goösögu viö
vitund lesenda meö því aö skírskota
óljóst til þeirrar myndar af heims-
málunum sem lesendur Mogga hinna
ýmsu landa hafa öðlast: Þengill hefur
látiö reisa mikinn múr um landiö sem
hann undirokar, þetta hlýtur aö minna
á Berlínarmúrinn. Menn Þengils bera
framandleg nöfn, sem viröast einna
helst tékknesk eöa ungversk: Perk,
Dódik, Veder og Kader (skyldi þaö
eiga aö minna á leiðtoga Ungverja-
lands, Janos Kádar?). En okkar menn
bera venjuleg nöfn: Soffía, Matthías,
Jónatan og Karl, eða þá gömul,
germönsk nöfn: örvar, Húbert.
Nú hefur þessi saga auðvitað fleira
sér til ágætis en einfalda baráttu góös
og ills í viöburöaríkri spennusögu.
Þaö er út af fyrir sig algengt. Sagan
leggur stöðugt áherslu á þaö hvílík
manndómsraun atburðimir em Karli
litla, sögumanni, sem er veikburða og
huglaus, a.m.k. að eigin dómi. Hann
sigrast æ betur á veikleikum sínum.
Fyrirmynd hans, sem hann dáir og
elskar, er stóri bróöir hans, Jónatan,
hugrakkur og veglyndur. Þannig
höföar Lindgren til lesenda, hvaða
barn getur ekki séð sig í Karli? Best'
tekst þetta þó meö inngangsfrásögn-
inni. öll þessi riddarasaga er nefnilega
hugarburöur Karls litla sem elur allt
sitt stutta líf farlama og hóstandi á
eldhúsbekk. Þetta gefur höfundur
víöa fínlega í skyn: húsiö þeirra í
Nangijala endurspeglar eldhúsiö
heima, þótt ólíkt sé á yfirboröinu (bls.
33), tilviljanir eru helsti ótrúlega
heppilegar (t.d. á bls. 188). Jónatan
haföi ætíö annast Karl af miklu ástriki,
sagt honum sögur af öllu því sem gerö-
ist utan veggja og loks lét hann lifiö viö
aö bjarga Karli litla úr brennandi hús-
inu. Og Karl finnur mætavel, að ,,Það
er ekki til sá maður í öllum bænum
sem saknar ekki Jónatans og sem heföi
ekki fremur kosiö að ég heföi dáiö í
staðinn.” (bls. 15).
Fegurð Nangijala, draumalandsins,
skýrist af því aö þaö er fullkomin and-
stæöa fátækrahverfisins þar sem Karl
hírist innilokaöur og sér aldrei dýr,
gróður eöa landslag.
Bókmenntir
Örn Ólafsson
Þarna þeysir hann síöan á
hesti um f jöll og dali og lendir í ævin-
týrum meö bróöur sínum. Þessi saga
fjallar í rauninni um fegurö bókmennt-
anna, gildi ímyndunarinnar, lífsflótta.
Á stöku staö bar ég þýðinguna
'saman viö frumtexta. Þessi þýöing
Þorleifs Haukssonar, sem birtist fyrst
1976, sýndist mér aödáanlega nákvæm,
einnig í því að vera á eðlilegu máli
barna. Þaö sem fetta mætti fingur út í
var svo lítilvægt aö ekki tekur að telja
upp, helst aö þýöandi mætti verða
svolítið óbundnari af frumtexta þegar
hann orðar hlutina. En umfram allt
vona ég að hann láti okkur njóta oftar
hæjileika sinna á þessu sviöL
KVÆÐASAFN PÁLS ÓLAFSSONAR.
Sigurborg Hilmarsdóttir gaf út.
Skuggsjá 1984.
Páll Ölafsson var andríkasti fulltrúi
þeirrar skáldskapartilveru, sem
þjóöin lifði á öldinni sem leið og fram
um 1920, þegar alþýöuvísan og
vaknandi ljóðavitund var daglegt h'fs-
brauö þúsunda manna í landinu við
önn dagsins. Menn litu til hans sem
fyrirmyndar og vísur hans lifðu meö
þjóöinni svo að segja allri, og lifa
raunar furöumargar enn. Hann var
íslenskt alþýöuskáld í fullkomnustu
mynd, og um leið þjóöskáld daganna.
Enginn veit hvaö Páll Ólafsson orti
mikiö — ekki fremur en menn vita
hvaö oröglaöur maður mælir mörg orö
á lífsleiöinni. Vísuhendingar voru
daglegt tungutak hans, og leiftrandi
gamansemi og andríki blóð þess.
Þannig lyfti hann gráum dögum, ekki
aöeins innan sinna veggja, heldur
einnig um breiöar byggðir landsins.
Hann var skemmtikraftur og hfsvisku-
bróðir fólksins í hverri baöstofu
landsins. Hver er þjóðskáld ef ekki sá
maður?
Og þegar viö lítum yfir vísur hans
og kvæði að áhöinni tuttugustu öld og
metum hfsmagn þeirra, ekki aðeins í
umgerö síns tíma, heldur einnig flug
þeirra fram á okkar daga, veröur þetta
ekkert undrunarefni. Þar klæddist
fleygur skáldskaparandi gervi fátæks,
íslensks bónda.
Fyrsta og mesta „útgáfa” á skáld-
skap Páls fólst í flugi hans inn í hug og
hjarta þjóðarinnar um allt land, fólk
læröi og naut vísna hans og kvæða. Sú
útgáfa var miklu meiri þjóðareign og
stærri en nokkur þeirra sem síðar
hefur verið gerö á pappír.
Jón Olafsson, bróðir Páls, efndi þó
til pappírsútgáfu um aldamótin, kom
frá sér tveim bindum vænum, en hiö
þriðja dagaði uppi. Þessi útgáfa varð
þjóðareign og lesin upp til agna. Leiö
svo fram á lýöveldisáriö, aö Gunnar
Gunnarsson, skáld, tók saman ljóö-
mæh eftir Pál á bók, en hún bætti engu
viö fyrri útgáfu, felldi jafnvel úr henni.
En hún kom í góöar þarfir því aö sú
fyrri var í fárra höndum. En allir
vissu, að ógrynni vísna og kvæða eftir
Pál var enn óprentað og margt þegar
fallið í glatkistuna. Þá tók Páll Her-
mannsson, alþingismaöur frá Eiöum,
sig til, að áeggjan Valtýs Blöndals og
Ragnars í Smára, og safnaði áöur
óbirtum vísum og kvæðum Páls í rúm-
lega 200 blaðsíöna bók sem út kom
1955. Þaö var mikiö og þakkarvert
björgunarstarf á síðasta snúningi, og
má furðu gegna hve margt kom í þær
leitir eftir aö samferðamenn Páls voru
fallnir í val, og er til vitnis um þaö
hvemig Páh liföi í þjóðinni kynslóöum
saman.
Ný og stærri útgáfa
Nú hefur veriö unniö það þarfaverk
aö gefa út stærra vísna- og kvæðasafn
eftir Pál Olafsson en áöur hefur séö
dagsins ljós, og um leið vandaöra aö
vali og betur úr garöi gert. Þarna er nú
aö finna um eöa yfir þúsund lausavísur
og kvæöi Páls í tveimur bindum á sjö
hundruð blaðsíðum.
Umsjón þessarar útgáfu hefur
Sigurborg Hilmarsdóttir annast, og ég
sé ekki betur viö fljótlegt yfirlit en þar
sé forkunnar vel að verki staðið. Hún
gerir í formála glögga grein fyrir fyrri
útgáfum, og segir meöal annars af ná-
kvæmni sögu hins meridlega glatkistils
Páls með kveöskap og bréfum, sem
var á faraldri milli manna og síðast í
hers höndum í Þjóðleikhúsinu, þar sem
hann hvarf sjálfur og hklega megin-
hluti innihalds hans, en kveöskapar-
handrit Páls úr honum, mikið að
vöxtum, fannst í rusli meö ólíkindum.
Helgafell gaf síðan út hluta af þessari
syrpu í umsjá Kristjáns Karlssonar.
Ur henni eru nú um hundrað vísur og
ljóö í þessari nýju útgáfu.
Bókmenntir
Andrés Kristjánsson
Sigurborg ritar einnig greinargóða
ritgerð um ævi og verk Páls, byggða á
tiltækum rituðum heimildum.
Síðan skipar hún ljóðunum í bókar-
bálka eftir efni og atvikum þeirra.
Fyrst eru náttúruljóö og ættjarðar-
kvæði; aðrir bálkar heita: Búskapur
og árstíðir, Hestavísur, Ljóðabréf og
orðsendingar, Bakkus, Gaman og
alvara, Ymis ljóö og lausavísur, Vísur
og kvæði um börn, Til Ragnhildar, Elh-
mæöa og angurljóð, Harmljóö og eftir-
mæli, Þýðingar.
Af þessari upptalningu má ráða, aö
flokkunin er gerð af gaumgæfni og til
mikils hagræðis fyrir lesendur og leit-
endur einstakra visna og kvæöa.
Kveðskapurinn um Ragnhildi þekur
einar 240 blaðsíöur, og hefur vafalaust
ekkert íslenskt skáld ort slík fim til
eiginkonu sinnar — og allt saman log-
andi ástarljóð fram í rauöa elli.
Þaö er raunar flest sem prýöir
þessa útgáfu. Prófarkir eru vandlega
lesnar aö því er séð verður og um-
fjöllunin öll með svikalausri
umhyggju. Þarna er aö finna aö
minnsta kosti sex tugi ljóöa og vísna
sem ekki hafa sést á prenti áöur,
líklega flest úr glatkistuhandritinu.
Þess er vert að geta, hve þetta er
falleg útgáfa og vönduð að ytri
búningi. Hér eru engar skrautskræöur
á ferð en látlaus þokki einkenni
bókanna — pappírinn vandaöur, letur
þétt og fahegt, brotiö fremur htiö og
bandið eins og best hæfir bókar-
gerðinni.
Þessi nýja og vandaöa útgáfa á
miklum hluta ljóöa Páls Olafssonar
ætti aö stuðla mjög aö því, að hann
haldi áfram að hfa í kynslóðum
þjóöarinnar.
-A.K.
Sanyo HiFi system 234
^SANYO
er með á nótunum
O Stórglæsileg hljómtækjasamstæða í
vönduðum skáp með reyklituðum gler-
hurðum.
O 2x40 watta magnari með innbyggðum
5 banda tónjafnara.
O Þriggja bylgju stereo útvarp með 5 FM
stöðva minni.
O Segulbandstæki fyrir allar snældugerð-
ir, með „soft touch" rofum og Dolby
suðeyði.
O Hálfsjálfvirkur tveggja hraða reimdrif-
inn plötuspilari.
Allt þetta fyrir aðeins
kr. 29.9CX).-
stgr.
Gunnar Ásgeirsson hf.
StJÓurlandsbraut 16 Sími 9135200
frá Casio, byggð á háþróaðri örtölvutækni.
— Þessi hljómborð gera ótrúlegustu hluti,
jafnvel kenna þér að leika á hljómborð. pin
Sjón er sögu ríkarí.
Renndu við í
FRAKKASTIG 16
SÍM117692