Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1984, Síða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1984, Síða 42
42 DV. MÁNUDAGUR17. DESEMBER1984. Fjórhjóladrif fyrir alla - líka langömmu Þegar ég var í Laugarnesskólanum fyrir 35 árum vakti það athygli að Dagmar heitin Bjamason kennari kom til vinnu á Willys-jeppa. Á þeim tíma þótti þetta ekki beinlínis heppilegt far- artæki fyrir konur, hvað þá að það væri algengt aö konur ættu bíla og ækju þeim. En Dagmar, sem var mjög góður kennari, fór ekki troðnar slóöir þegar um það var að ræða að ná árangri. Því nefni ég þetta að það hefur lengi verið draumur íslenskra bílaáhugamanna að eiga völ á bíl sem hefur drif á öllum hjólum en hefur þó að öUu leyti kosti fólksbUs. WiUys-jeppinn, sem Dagmar heitin ók, var að vísu torfærubUl og ekki stór en miöaö við rými var hann þungur, klossaöur, eyðslufrekur og fremur Bara ýta á takka og þaö er komið drifáöllhjól. óþægilegur, miðað við smábUa þess tíma, svo sem Morris Minor. En nú, þrjátíu og fimm árum síðar, er gamaU draumur að verða að veruleika, fjórhjóladrif fyrir aUa, lUca lang- ömmu. Ekta fólksbfll en með drif á öllum Á dögunum var greint frá reynslu- akstri á Fiat Panda 4x4, sem fram- leiðendur segja að sé fyrsti fjórhjóla- drifsbíUinn með þverstæðri vél að f. aman, eins og nú er í tísku. TU þess að gera Pönduna duglegri í ófærð var henni lyft um tommu og hún höfð með lægri fyrsta gír en ella. Að öðru leyti var Pandan nálægt því að hafa sömu eiginleika og systir hennar, með drif á framhjólunum eingöngu, lipur, spameytin, og verðið ekki miklu hærra. Með Subaru Justy hefur þó verið gengið ennþá lengra í því að hafa fjór- hjóladrifsbíl sem minnst frábrugðinn . venjulegum f ólksbíl af sömu stærö. Justy er ekkert hærri frá jörðu en gengur og gerist í þessum stæröar- flokki og fyrsti gírinn er ekkert sér- staklega lágur. Eini munurinn á honum og venjulegum, framdrifnum Subaru af sömu gerð er sá að heildar-drifhlut- fallið er lægra. Subaru Justy er af nánast sömu stærð og Suzuki Swift og Nissan Micra, jafnt að innan sem utan en þessir þrír bílar hafa aðeins minna fótarými aftur í og minna farangurs- rými en Daihatsu Charade og Fiat Uno. Lipur, léttur, snöggur En hafi einhver ju af hugsanlegri tor- færugetu Justy verið fórnað með því að hafa hann sem líkastan venjulegum fólksbil af þessari stærö hefur það unnist að Justy er alveg einstaklega lipur smábíll, snöggur og léttur, hallast varla í beygjum og er alveg sneyddur ókostum fjórhjóladrifsbíls, að minnsta kosti miðað við aðra japanska bila af svipaðri stærö. Að vísu er fjöðrunin á Justy keimlík því sem gerist á mörgum löndum hans, stinn ogfrekarstutt. Þetta veldur því að bílnum hættir til að skoppa eftir ósléttum vegi og lyfta hjólum frá jörðu á ójöfnu landi. Vegna þess hve billinn er lágbyggður eru Nokkrar tölur: Subaru Justy Panda4X4 Þyngd: 740 kfló 740kfló Rúmtak véiar: 997 cc 965 cc Vélarafl: 55 hö/6000 snún. 48 bö/5600 snún. Tog (torque): 8,1 mkg/3600 snún. 7,1 mkg/3500 snún. Hraði í gírum við 100 snúninga: 1. 6,1 km/klst 1. 4,9 km/klst 2. 11,0 2. 9,2 3. 16,4 3. 14,1 4. 24,1 4. 19,7 5. 29,5 5. 26,2 bakk 6,9 bakk 5,3 Hámarkshraðí: 145 km/klst 135km/klst Eyðsla: 120km/klst 5,41/100 km 5,91/100 km Eyðsla: 90km/kist 7,21/100 km 7,91/100 km Eyðsla: bæjarakstur 7,21/100 km 7,91/100 km Hröðun 0—100 km/klst ca 15—16sek. (ágiskun) 18,2 sek. Lengd: 3,54 m 3,38 m Breídd: 1,54 m 1,49 m Hæð: 1,39 m 1,46 m Hjólhaf: 2,29 m 2,17 m Sporvídd: 1,33/1,29 m 1,26 m Hæðundiriægstap. 0,16 m (púst) 0,16 m (hlifðargr.) Hæð undirlægsta viðkvæma punkt 0,16 m (púst) 0,19 m (pústoggírk.) Innanbreidd: 1,31 m l,21m(öxl) Farangursrými: ca 200—9001. (ágisk) 272-10881. Snú n ings hringur: 8,9 9,2 m (hjól) Hjóibarðar 145—12 145-13 Ómar reynsluekur SubaruJusty Plús: Ödýrt og einfalt f jórhjóladrif. Sprækur. Sparneytinn. Léttur í stýri, leggur vel á. Hijéðlát og snúnlngsviljug 3ja strokka véi. Hijóðlátur á malarvegi. Hægt að fá hann fimm dyra. Brelður að innan, miðað við utanmái. Mínus: Takmörkuð geta í torfærum. Skortir lágan fyrsta gír. Frekar lágur frá jörðu af fjórhjóla- drifsbil að vera. Lítið farangursrými. Lítið fótarými í aftursæti. Heidur höst f jöðrun. Justy fram yfir Pöndu: Sprækari. Léttariístýri. Hljóðlátari. Hægt að fá hann fimm dyra. Huggulegri að innan. Minni „báta” og skopp-hreyfingar. Breiðara aftursæti. Panda fram yfir Justy: Ódýrari. Lægri fyrsti gír (torfærur). Hærra undir lægsta viðkvæma punkt. Stærra farangursrými. Stærri hjól, eitthvað duglegri í tor- færum. Hærra til iofts. Minniutanumsig. þetta ekki eins miklar „báta- hreyfingar” og Fiat Panda 4 X4 á til en engu að síður finnst mér þaö helst vera á sviði fjöðrunar sem japanskir bíla- framleiðendur eiga eitthvað ólært af þeim fremstu í Evrópu. En Justy má eiga það að hann „botnaði” ekki eða sló saman í fjöðruninni og hafði alveg yndislega eiginleika á sléttum vegi og malbiki. Viljugur og hljóðlátur Það sem kemur manni mest á óvart i þessum bíl, fyrir utan fjórhjóladrifið, er vélin. Þetta er þriggja strokka vél og gangurinn í henni ætti því að vera dálítið grófur. Maður hélt að það væri ekki hægt að komast lengra en á Suzuki Swift að gera svona rokk hljóð- látan en hér hefur ekki síður tekist vel til. Auðvitað heyra bílafagurkerar að þetta er þriggja strokka hljóð, „Subaru-sánd”, svona mini-traktor. En hljóðið er bara svo lágt og vel deyft að það þarf að leggja við eyrun til þess að heyra það og vélin er þess utan svo snúningsviljug að hún snýst leikandi langt upp fyrir rauða strikiö á 6000 snúningum ef menn gæta sin ekki þegar keyrt er upp í gírunum. Eg minnist ekki þriggja strokka smávélar sem er svo hljóðlát á háum snúningi. Einhvern veginn hafa þeir kreist 55 DIN-hestöfl út úr þessari vél og heila 8 kgm af togi sem kemur að vísu ekki til fulls fram fyrr en upp undir 4000 snún- ingum. En þetta afl skilar þessum létta bíl vel áfram og með lægstu hugsanlegri eyðslu miðaö _við fjór- hjóladrif. Sem sagt: mjög veíheppnað. Vegna sjólags á vegum var erfitt að mæla hávaða í bílnum á malarVegi en við samanburð á hávaða á grófri stein- steypu virðist þetta vera tiltölulega hljóðlátur bíll meö rétt innan viö 80 desibela hávaöa á möl á 70 km hraða. Eins verð ég aö geta í sambandi viö gírskiptinguna á Justy. Hún er ágæt en, eins og á flestum bílum með þver- stæöa vél, örlítið „gúmmíkennd” í hreyfingum. Þetta færði ég inn sem minuspunkt á Fiat Pöndu 4x4 í síðasta reynsluakstri en var kannski full dómharður þar því að þetta er algengt á svona bílum. En ég var nýkominn af bíl með vélina langsum og alveg harðnákvæma skiptingu, nánar tiltekið Toyota Tercel 4x4, og var þess vegna svolítið kröfuharður um þetta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.