Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1984, Side 48
48
DV. MANUDAGUR17. DESEMBER1984.
MEZZOFORTE — RISING:
ALISON MOYET—ALF:
Engin
venjuleg
söngkona
Sannast sagna hef ég ekki beðiö eftir
nokkurri annarri breiðskífu á þessu ári
með jafnmikilli tilhlökkun og þessari
fyrstu sólóplötu Alison Moyet. Hún
vakti fyrst athygli á sér í hljómsveit-
inni Yazoo þar sem hún skyggði að
mínum dómi gersamlega á Vince
Clarke og lögin hennar á báðum
Yazoo-plötunum báru glöggt vitni um
stórbrotna söngkonu og frábæran laga-
smið; ýkjulaust held ég það hafi ekki
komið fram jafn mikilfengleg söng-
kona í rokkinu í háa herrans tíð.
Svo leystist Yazoo upp og þau fóru
hvort sína leiðina, Vince Clarke
stofnaði The Assembly og Alf tilkynnti
um sólóferil. Hér er hann hafinn og það
þarf enginn að velkjast í vafa um ágæti
Alison Moyet eftir að hafa hlýtt á þessa
plötu: hún er dásemd! Það þarf ekki
að hlusta grannt til þess að skynja
hæfileikana í þessari miklu djúpu rödd
og tilfinninguna fyrir iaglínum. Hitt er
svo aftur veikur hlekkur, og raunar
allt að því skemmd, að útsetja lögin
með þeim aula-popp-hætti sem hér er
gert. Hvernig dettur mönnum í hug að
sömu útsetjarar hæfi Spandau Ballet
og Alison Moyet? Vonandi kemur sú tíð
að menn hætti að líta á Alf sem
söluvöru og dægurlagasöngkonu og fái
henni til fulltingis sómamenn sem
skilja hennar tónlist.
Við þurfum ekki annað en
upplýsingar um átrúnaðargoð hennar
til þess að skilja hvaðan uppspretta
áhrifanna er. Svariðer: Billie Holiday.
Hún er yndislega blúsuö þessi stelpa og
gæti sent frá sér margfalt áhrifameiri
plötu en þessa svo fremi Swain &
Jolley fái reisupassann.
Og raunar finnst mér samt merki-
legt hvaö hæfileikar Alf ná að smjúga
gegnum allt jukkið í útsetningunum,
þær fela að sönnu margt en ekki allt og
þess vegna er ekki annað hægt en bera
lof á þessa plötu. Hér eru afar sterk og
heillandi lög: Ali Cried Out, Where
Hides Sleep, For You Only og Invisible.
I fáum orðum sagt: hörkufín
söngkona og lunkinn iagasmiður sem
býr við vont atlæti hvað umgjörö og
útsetningar áhrærir. Alison Moyet á
betra skilið. Við líka! Gsal.
ÞEIRRA BESTA TIL ÞESSA
Þá er komin ný plata meö okkar
þekktustu hljómsveit, Mezzoforte, og
er ekki aö efa aö margir hafa beðiö
spenntir eftir henni, bæði hérlendis og
erlendis. Þar sem þeir eru búnir að
skapa sér nafn erlendis er nafn þeirra
merki um gæöatónlist. Frá því aö síð-
asta plata þeirra, Yfirsýn, koip út í
fyrra hafa oröiö þær breytingar að
saxófónleikarinn Kristinn Svavarsson
hefur hætt og eru liðsmenn Mezzoforte
nú orðnir, eins og þeir voru upphaf-
lega,fjórir.
Rising, en svo nefnist nýja platan
þeirra, er að mínu mati þeirra besta
plata hingað til. Þaö er komin í ijós sú
reynsla sem skapast hefur á tveggja
ára feröalagi, hverjir hljómleikamir á
fætur öörum, allt frá Islandi til Japans.
Mezzoforte er í dag skipuö f jórum frá-
bærum hljóðfæraleikurum sem beina
kröftum sínum aöallega að jass-funk
tónlist og eru komnir þar í fremstu röð.
Mega þeir fara aö vara sig, Weather
Report, Bob James, Lee Rittenour og
fleiri þekkt nöfn sem spila samskonar
tónlist. Ekki þaö að ég efist um að
Mezzoforte sé jafnþekkt í Evrópu, en
Bandaríkjamarkaðurinn er enn eftir
og held ég að sé bara spursmál um
tíma hvenær þeir komast inn á hann.
Það voru greinilega inistök að fá Herb
Alpert í hendur þeirra þekktasta lag,
Garden Party. Hann klúðraöi því. En
meöan Mezzoforte sendir frá sérplötur
í likingu við Rising er þetta ekkert
vandamálhjáþeim.
Rising byrjar á stuttum inngangi eft-
ir þá alla saman, Check It In, og gefur
það tóninn hvað koma skal. Ur Check
It In er fariö beint í Take Off, stórgott
lag eftir Eyþór Gunnarsson. Grípandi
melódía með hörkugóðum hljóðfæra-
leik. Hefur það lag verið gefið út á
smáskífu. Það er viðurkennt aö lög
gæti komist á vinsældalista, ekki vant-
ar gæöin. örlítil heppni þyrfti aö vera;
meö. Happy Hour er annað lag sem
fljótlega síast inn í heilabúið. Taktfast
lag eftir Friðrik Karlsson, sem minnir
aöeins á eldri lög. Waves er gullfallegt
lag eftir Friðrik. Notar hann þar gítar-
sem eingöngu eru leikin eiga mjög erf-
itt uppdráttar á vinsældalistum. Gard-
en Party var nánast undantekning fyr-
ir tveimur árum. Take Off er lag sem
synthesizer og passar þaö hljóöfæri vel
viö rólegar ballööur þótt ekki kunni ég
að meta það í hraðari lögum. Fyrri hlið
plötunnar endar á Blizzard, frábæru
lagi eftir Eyþór. Blizzard er jassað og
er það ásamt Check It Out einkennandi
þegar talaö er um aö Rising sé jassaöri
en fyrri plötur Mezzoforte.
Aðeins dofnar yfir plötunni þegar
seinni hliöin er spiluð. Solid er nokkuð
likt Happy Hour, bara ekki alveg eins
gott. Það er fyrst í Northern Comfort
sem heyrist í saxófóni. Hefur Mezzo-
forte fengið til liðs við sig breskan
saxófónleikara, Dale Barlow. Leikur
hann í tveimur lögum, Northern Com-
fort og Fiona. Lítið er hægt að dæma
um getu hans í þessum tveimur lögum.
Hann allavega bætir þau ekki og sóló
hans eru síðri en Eyþórs og Friðriks.
Friðrik á gott gítarsóló í Fiona, en í því
lagi hressast þeir eftir frekar dauf tvö
lög í röö. Rising er önnur falleg mel-
ódia eftirFriðrik þar sem bassinn í ör-
uggum höndum Jóhanns Ásmundsson-
ar fær að njóta sín og allt er svo sett í
botn í Check It Out, og þar er svo sann-
arlega kraftur í hljómsveitinni. Góður
endir á góðri plötu.
Það er í raun ótrúlegt hversu þróaðir
strákarnir í Mezzoforte eru orðnir í
tónlist sinni, þegar það er haft í huga
að þeir eru allir rétt rúmlega tvítugir.
Þeir hafa að vísu leikið saman í nokkur
ár, en það þarf frábæra hljóðfæraleik-
ara til að skila frá sér jafnheilsteyptu
verki og Rising er. Þrátt fyrir að saxó-
fónleikur hafi skapaö nokkra fyllingu í
tónlist þeirra á fyrri plötum, þá sakna
ég hans ekki á Rising og er á þeirri
skoðun að héðan í frá bæti hann litlu
við tónlist Mezzoforte. HK.
KIKK-KIKK:
HRESST OG KRAFT-
MIKIÐ POPP
Fyrsta plata hljómsveitarinnar
KIKK er ágætis kandídat í titilinn
„jólaplata ársins” af þeirri einföldu
meginástæðu að sennilega höfðar hún
til breiðasta hópsins á jólaplötumark-
aöinum i dag.
Tónlistin er hresst og kraftmikiö popp,
grípandi melódíur sem allir geta
hummaö með. Hið eina sem verulega
er aðfinnsluvert er að ekki er hægt að
skilja textann sem sunginn er, hvort
sem þar er um slæma hljóöblöndun að
ræða eða raddbeitinguna hjá Sigríði
Beinteinsdóttur. Ef þetta er gert með
ráðnum hug er þaö ekki mjög sniðugt
því að í tónlist sem þessari þykir þeim
sem gaman hafa af henni nauðsynlegt
að hafa einhverjar notalegar laglínur
líðandi um heiladingulinn við hlustun,
laglínur af „Baby I love you” -tegund-
inni.
KIKK-platan er gerð af þeim Sveini
Kjartanssyni bassaleikara, Nikulás
Róbertssyni hljómborðsleikara, Guð-
mundi Jónssyni gítarleikara og Jóni
Björgvinssyni trommuleikara, auk
Sigríðar.
Guðmundur Jónsson er þeirra at-
kvæðamestur við lagasmíöarnar og
finna má tvö dúndurskemmtileg lög
eftir hann á plötunni, Looking for
someone og Victims.
-FRI
PAX VOBIS — PAX VOBIS:
POTTÞETT PAX
Ef líkja á tónlist Pax Vobis, á þessari
fyrstu plötu þeirra, við eitthvaö
kunnugt koma vissir taktar Mezzo-
forte helst til greina þótt þessar hljóm-
sveitir séu annars mjög ólikar á
heildina iitiö.
IULIAN LENNON - VALOTTE:
ÞRAÐURINN TEKINN UPP
Mörgum fannst skarð fyrir skildi í
tónlistinni eftir moröið á bítlinum fyrr-
verandi, John Lennon, og söknuðu tón-
listar hans. Nú þurfa þessir aðilar ekki
að syrgja lengur því skaröið í
skildinum hefur verið bætt. Og sá sem
hleypur í skarðið er enginn annar en
eldri sonur Johns heitins, Julian
Lennon, nú 21 árs að aldri. Það er
aldeilis með ólíkindum hve líkir þeir
feögar eru í röddum en Julian fyllir
ekki bara skarðið eftir föður sinn að
því leytinu til, heldur einnig hvað tón-
listina varðar. Það má eiginlega segja
að Julian taki upp þráðinn þar sem
faðir hans var ófús látinn hætta. Að
vísu hefur Julian ekki náð sama stand-
ard og faðir hans í textagerð, enda ekki
á hvers manns færi. Og sem betur fer
reynir Julian það ekki heldur fer sínar
eigin leiðir hvað textana varðar.
Tónlistarlega eru þeir aftur á móti
mjög jafnfætis og verður að segjast að
þessi fyrsta breiðskífa Julians Lennon
er hreint ótrúlega þroskaö verk af ekki
eldri manni og jafn lítt reyndum í
tónlistarheiminum. Hvert verður hann
kominn um fertugt?
Líkt og faðir hans hefur Julian mik-
ið dálæti á píanóinu og er þaö mjög ein-
kennandi hljóðfæri fyrir plötuna.
Hljóöfæraskipan er að öðru leyti mjög
hefðbundin og ekkert ber á hljóðgervl-
um eða öðrum nútímahljóðfærum.
Mörgum kann að finnast það gamal-
dags, en slík hljóöfæri eiga ekkert
heima í þessari tónlist.
I stuttu máli er þessi plata Julians
Lennon kjörgripur sem allir aðdá-
endur Johns heitins Lennon ættu aö
verða sér úti um og n jóta.
I
-SþS.
Pax Vobis er umfram allt pottþétt
hljómsveit, skipuö fagmönnum sem
vita hvaö þeir eru að gera og hafa til að
bera markvissa tónlistarsköpun, tón-
listarsköpun sem byggir mikiö á sam-
spili hljómgervla og bassaplokks með
gítarstefum sem eins konar rjóma-
toppnumákökunni.
Hljómsveitin er skipuð þeini Ásgeiri
Sæmundssyni söngvara, Skúla
Sverrissyni bassaleikara, Þorvaldi
Þorvaldssyni gítarleikara og
Steingrími Ola Sigurðssyni á
trommur.
Tómas Tómasson stjórnaöi
upptökum á gripnum í Hljóðrita en út-
setningar önnuðust hljómsveitarmeð-
limir sjálfir.
Af einstökum lögum plötunnar kann
undirritaður best við Coming my way,
sérstaklega eftir að hafa séð það tekið
„live” en titill þess lags er nokkurs
konar öfugmæli við feril hljómsveit-
arinnar hingað til. Hún hefur ekki
komist nálægt því að vekja þá athygli
sem hún á í raun skilið.