Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1984, Síða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1984, Síða 53
DV. MANUDAGUR17. DESEMBER1964. 53 RATSJÁRSTÖÐ Á LANGANESI? RATSJÁRSTÖÐ Á LANGANMESI? RATSJÁRSTÖÐ Á LANGANESI? SVEITARSTJORINN A ÞORSHOFN: VELVIRKIA BILAVERKSTÆÐINU: „REYNSLAN EKKIGÓД „Ratsjárstöövarmálið hefur veriö rætt mjög lauslega í hreppsnefnd Þórshafnar,” sagöi Stefán Jónsson, sveitarstjóri þar. „1 fyrra var utan- rikisráöherra beðinn um svör viö fjórum spumingum og þeim svaraði hannmeöbréfi.” Bréfið til ráöherra er dagsett 4. nóvember 1983. Þar er spurt hvort fyrirhugað sé aö byggja ratsjárstöö á Langanesi. Ef svo er, hvort samráö verði haft við heimaaöila um hvernig aö framkvæmdum verði staöiö og hverjir komi til með að vinna við uppbyggingu stöövarinnar og rekst- ur. Einnig er spurt um fram- kvæmdahraða og hversu margir muni vinna viö aö byggja og reka stööina. Geir Hallgrimsson svaraði meö bréfi 16. nóvember 1983. Þar segir hann að engin ákvörðun hafi verið tekin um byggingu ratsjárstöðvar á Langanesi né annars staðar. Frumathugun standi yfir. Ef ákveðið verði aö staðsetja ratsjárstöð á Langanesi muni hann fela vamar- máladeild utanríkisráðuneytisins að hafa samband við heimaaðila er hagsmuna eigi að gæta til að skýra fyrir þeim ýmsa þætti málsins. Loks segir ráðherra að ekki sé hægt að gera sér grein fyrir mannaflaþörf við uppbyggingu ratsjárstöðvar en reiknað með því að við hverja stöð verði 10—15 manna íslenskt starfslið. „Við höfum reynslu af þessu og „Höfum stæma reynslu afratsjár- stöðvum," segir Stefán Jónsson, sveitarstjóri á Þórshöfn. hún var ekki góð,” sagði sveitar- stjórinn um hugsanlega ratsjárstöö í grenndinni. ,,Menn, sem gerðu út smábáta, seldu þá og fóru að vinna á Heiðarfjalli. Þegai- vinnunni þar lauk stóðu þeir uppi án atvinnutækja. Menn eru hræddir við að slíkt kæmi fyrir aftur. Eg segi það sem mína skoðun aö mér líst illa á ef farið verö- ur að flykkjast frá útgerð í þetta og selja atvinnutækin.” Stefán gat þess að hreppsnefnd myndi örugglega taka ratsjármálið fyrir þegar henni hefði verið kynnt skýrsla varnarmáiadeildar. „mikið öryggi í RATSJÁRSTÖÐINNI” „Eg tel fyrst og fremst mikið öryggi í svona stöð. Þá á ég við að íslendingar noti hana líka,'t.d. Póstur og sími, Landhelgisgæsla og Flugmálastjóm,” sagði Ægir Lúðvíksson, vélvirki á bíla- verkstæði Kaupfélags Langnesinga. ,,Auk þess er ég ákaflega hlynntur samstarfi vestrænna þjóða. Mér finnst full ástæða aö viö leggjum okkur fram íþví.” — Ertu ekki líka að hugsa þetta út frá vinnu sem uppbyggingin myndi skapa heimamönnum? „Jú, þaö spilar líka inn í aö þetta skapar atvinnu. Viö vitum að hér verður þensla, reyndar er þensla héma eins og er. Eg óttast ekki af- leiöingar hennar. Og það kemur líka inn í að skapi þetta 16—20 mönnum at- vinnu þá kemur möguleiki á vinnu fyrir fólk sem við missum nú suður til að læra en hefur svo ekkert hér og kemurekkiaftur.” — Er þá skilyrði af þinni hálfu aö Islendingar sjái um reksturinn? „Eg held aö við verðum að ganga út frá því að þama verði íslenskir starfs- menn en náttúrlega undir stjórn varnarliðsins. Eg geri ráð fyrir að byggðarlagið sem slíkt fengi minni gjöld nema þetta væruíslendingar.” — Þú óttast ekki að ratsjárstöö yrði skotmark? „Ja, við vitum að það hefur rekið hér á land allskonar dufl og verið ljósa- „Mér finnst skrýtið að oddvitinn skuli berjast heiftarlega á móti þessu," segirÆgir Lúðviksson. gangur sem ekki hefur verið skýröur. Við vitum frá hvaða landi duflin eru. í einhverjum tilgangi eru Rússamir að reyna að komast héma inn undir landið. Eg trúi varla að þeir séu bara aö leika sér. En fyrst og fremst er þetta radarstöð. Ég sé ekki fyrir mér neina hermenn „marserandi” þarna. Ahugi Rússanna hlýtur að fara eftir því hvernig stöðin er. Ef þetta er hemaðarmannvirki, sem ég held það sé ekki, þá myndu þeir hafa áhuga. Þetta er hinsvegar fyrst og fremst ratsjár- stöð fyrir innanlands- og alþjóðaflug, skip og svo njósnaflug hjá Rússunum. Stööin á að koma í veg fyrir að þeir komisthingað.” — Hvað heldur þú um afstöðu ibúa hér í þessu máli? „Eg vil helst engu spá um það. En hreppamir hérna eru illa staddir, sér- staklega Sauðaneshreppur. Þess vegna finnst mér skrýtið að oddvitinn þar skuli berjast heiftarlega á móti þessu. Hann á að hugsa um hag byggðarlagsins.” — Enn hafa yfirvöld lítið haft samband viö heimafólk. Hvaö finnst þérumþað? „Ef eitthvað hefur gert fólk hrætt, þá er þaö leyndin yfir þessu máli. Eg hef óskað eftir því við mann í stjórn sjálfstæðisfélagsins hér að það beiti sér fyrir almennum fundi um ratsjár- stöðvar en þaö hefur ekki verið gert. Fólk verður hrætt að vita ekki neitt. Eg furða mig þó mest á sofandahætti hreppsnefndarinnar hér á Þórshöfn, að hún skuli ekki hafa myndað sér skoöun í málinu. Spectrum 48K + 8 forrit, kr. 6.990,- stgr. SERVERSLUN HEIMILISTÖLVUR-LEIKTÖLVUR TÖLVUBÆKUR-TÖLVUTÍMARIT HUGBÚNAÐUR OG ÝMISS ANNAR AUKABÚNAÐUR FYRIR TÖLVUR. V/HLEMM, SÍMI: 29311 _ LÆKJARGÖTU 2, SÍMI: 621133 X 5 Sendum í póstkröfu Spectravideo SV-328 80K + 4 forrit + isL ritv. for- rit, kr. 10.960,- stgr. kr. 19.850,- stgr. Commodore 64 64K, kr. 12.770,- stgr. Electron, kr. 8.980,- stgr. Loksins Armstrad Örtölva, Z80A 4MHZ 64K RAM, þar af 42K fyrir nót- endur, 32K ROM 640 x 200 teiknipunktar. 27 litir. 20,40,80 stafir í línu. BAUD hraði á segulbandinu 1000 og 2000. Tengi fyrir diskdrif. Centronics prentari. Stýri- pinnar, stereo, viðbótar RAM og ROM. Innbyggt segulband. Innbyggðir hátalarar. Fullkomið lyklaborð með sér- stökum númeralyklum. 12 forritanlegir lyklar. Með diskdrifum fylgir CP/M stýrikerfið og DR LOGO for- ritunarmálið. Úrval af forritum. Fáum nokkur eintök af þessari frábæru tölvu sem slegið hefur í gegn í haust. Fyrir aðeins kr. 19.850 stgr. Quickshot stýripinni. BLÖÐ Ram Turbo tengi, kr. 1.180,- BÆKUR FORRIT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.