Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1985, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1985, Blaðsíða 5
DV. ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS1985. 5 KÖRFUBÍLAR TIL SÖLU Höfum á söluskrá mikið úrval af körfubílum, notuðum og nýjum. Af notuðum bílum getum við boðið eftirfarandi bíla. 1. UD 110 karfa með 11 metra vinnuhæð á 1979 árgerð Ford dísil. 2. Simon U 40 með 12 m vinnuhæð, árgerðir 1966 til 1979. 3. Astral 180 með 18 metra vinnuhæð, árgerðir 1978 til 1979. Verð og greiðsluskilmálar við allra hæfi. PRLmn/on & vnL/xon Klapparstig 16. SímiZ774Sog 27113. Ingibjörg Guöjónsdóttir. DV-mynd GVA Allt að vinna, engu að tapa Rætt við Ingib jörgu Guð jónsdóttur sem sigraði í keppni söngvara í sjónvarpinu á sunnudagskvöldið „Eg varð ákaflega glöð og líka hissa. Urslitin komu mér á óvart,” sagði Ingibjörg Guðjónsdóttir sem sigraöi í keppni söngvara í sjónvarpinu aö kvöldi sunnudags. „Innst inni langaði mig auövitaö til að sigra en meðan á keppninni stóö hugsaöi ég um þaö eitt að gera mitt besta og heist betur. Þegar á hólminn er komið gleymist að þetta er keppni og sú hugsun að standa sigkemsteinaö.” Ingibjörg er 19 ára Garðbæingur. Hún hefur verið í söngnámi á þriöja ár í Tónlistarskóla Garðabæjar hjá Snæbjörgu Snæbjamardóttur. „Eg byrjaði að syngja í skólakór Garöabæjar og þar vaknaöi áhuginn á söngnum,” sagði Ingibjörg. „Síðan fór ég til Snæbjargar að prufa einsöng. Aöur var ég búin að vera í píanótímum í tvö ár. Þá strax vaknaði áhuginn á tónlistinni og ég var ákveðin í að reyna eitthvað á tónlistarbrautinnl Ég er áfram i píanótímum en söngurinn er aðalfagið. Eg tók stúdentspróf frá Fjölbrautaskólanum hér um jólin og get nú helgað mig tónlistarnáminu. Eg er í Tónlistarskólanum hér og stefni að burtfararprófi næsta vetur. ” —Tekur þá f ramhaldsnám við? „Já, ég geri ráð fyrir því. Ég stefni að framhaldsnámi erlendis--en hér á landi er nú hægt aö læra miklu meira í tónlistinni en áöur var þannig að það er engin þörf á að rjúka út strax. Núna er framundan mikil vinna fyrir keppnina í Cardiff og það nægir mér að hugsa umþaðíbili.” — Er söngnámið erfitt? „Já, það er mjög erfitt og krefst mikils en er um leið alveg æðislega spennandi. Það skiptast á skin og skúrir í þessu eins og öllu öðru. En góðu stundirnar eru virkilega þess virði að lifa þær. Stærsta stundin var á sunnudagsk völdið. ’ ’ — Hvaða möguleika telur þú að sigur í þessarl keppnl gefi þér? „Þetta er mikil kynning, bæði hér heima og erlendis. Það er spennandi að komast inn í þennan heim og ég á margt ólært ennþá. En allir sem ætla að standa sig veröa að leggja sig fram. Það er mikil upplifun að syngja með sin- fóníuhljómsveit og koma fram í beinni útsendingu. Vonandi er þetta bara byrjunin. Auðvitað var þetta stressandi en það þýðir ekkert annað en að reyna að gerá sitt besta. Þetta er tækifæri sem kemur aldrei aftur svo þaö er um aö gera að standa sig. Keppnin í Cardiff stendur dagana 23.—30. júni í sumar þannig aö nokkur tími er til stefnu aö jafna sig og vinna að undirbúningi. Það hjálpar mér mikið aö geta unnið samfellt að undir- búningnum og þurfa ekki að fara neitt frá fyrir keppnina.” — Hvaða möguleika telur þú þig eiga í Cardiff? „Eg hef ekki hugmynd um það. Eg vona bara aö ég standi mig. Eg hef allt að vinna og engu aö tapa. Þetta er mikil kynning en lífið gengur vonandi áfram eins og verið hefur. Það dýrmætasta sem til er er að lenda hjá góðum kennara. Eg á Snæbjörgu mikið að þakka. Hún hefur gefið mér mikið af tíma sínum. Samband nemenda og kennara skiptir miklu i náminu. Snæbjörg er hörð en góð enda dugar ekkert nema harkan í þessu námi. Eg vil þakka sjónvarpinu og öllum sem hafa stutt mig. Eg held að það sé mjög gott aö halda keppni af þessu tagi. Aðalatriðið er aö standa sig en ekki endilega að sigra. Sigurinn er auðvitað stórkostlegur en aöalatriðið er að vera með,” sagði Ingibjörg að lokum. GK Sérverslun með SKRIFSTOFUHÚSGÖGN A. GUÐMUNDSSON = r 4 Simi 73100 Hvað er svona merkílegt víð það að mála stofuna ÍYrír páska? Ekkert mál - með kópal.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.