Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1985, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1985, Blaðsíða 23
DV. ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS1985. 23 Bankar eða póstsparisjóðir „Peníngar eru sérhvörjum verka- manni ómissanlegir: þeir eru þaö hjálparmeöaliö.. . er kosta vill erfiði og fyrirhöfn til nytsamlegra fyrir- tækja. .. An penínga liðsinnis getur enginn lagaö, hjálpaö við eöa f jölgað bjargræðis vegum vorum, til sjávar né sveita.” Svo kemst einn framsýn- asti embættismaöur á Islandi aö oröií hugvekju sinni „umþinglýsing- ar, jarðakaup, veðsetníngar og pen- íngabrúkun á Islandi, í bókarkorni er prentaö var 1840. Bankaleysi var tilfinnanlengt lengst af allri 19. öld, sparisjóður var stofnaöur í Reykja- vik 1872 en varö lítið ánnaö en nafniö tómt. Fyrst 1886 tekur til starfi banki sá sem lengst hefir þjónaö landsmönnum — Landsbanki Is- lands. I lok 19. aldar var lítið um pen- inga í umferð, aðallega var um vöru- skipti, innlagnir og úttektir í verslun- um að ræða. Verklaun voru aðallega greidd í fríöu er kallaö var; lamsfóö- ur, smjör, fatnaöur og jafnvel hertir þorskhausar voru algengustu greiöslur. Þörf á banka mátti heita mikilvæg er íslenska þjóöfélagið var smám saman aö breytast úr stöðnuöu land- búnaöarþjóöfélagi í nútímaþjóöfélag þar sem iðnaður, stórútgerö og aukin verslun settu meginsvip á. Nauösyn var að fá „starfsfé” eöa peningahöf- uöstól til athafna og öflunar tekna, gegn greiðslu sanngjarnrar leigu, þ.e. vaxta. Forsenda þessa var sú að hagnaðurinn yrði meiri en allur til- kostnaöur, þ.á.m. vextir, sem því miður hefir ekki veriö meginhug- mynd þeirra er fá fjármuni að láni. Fljótlega fjölgaöi bönkum á Is- landi eftir aldamótin siðustu. Utibúi Landsbankans var komið á fót 1902 á Akureyri og Isafiröi tveim árum síö- ar. Þaö ár tekur sá frægi Islands- banki til starfa sem mun vera eini banki á Islandi sem oröið hefir gjald- þrota. Um þessar mundir hefir verið tölu- verö umræða um fjármál og hafa málefni bánka blandast inn í þá um- ræðu svo sem eðlilegt veröur að telja. Einkum hefir fólk undrast miklar fjárfestingar bankanna svo og óvenjulega útþenslu. Mikiö hefir veriö rætt um stórbyggingu Seöla- bankans og ekki aö ástæðulausu. Hvaö skyldu margir bankar og bankaútibú vera á Islandi og í Reykjavík? I ársskýrslu Seðlabanka Islands 1982 segir aö í árslok 1981 hafi veriö 185 afgreiðslustaöir inn- lánsstofnana á öllu Islandi. 1982 fjölgaöi þeim um 5 og urðu því 190 talsins. (Þá voru Islendingar rúm 235.400 aö tölu þannig að 1.239 voru um hverja afgreiðslu). I árslok 1982 lágu óafgreiddar 31 umsókn um stofnun nýrra afgreiöslustaöa, þar af 14 á höfuöborgarsvæöinu. Bankar í Reykjavik, Kópavogi, Hafnarfiröi, Garöabæ, Seltjarnar- nesi og Mosfeilssveit: A1 þýðubankar eru 2 að tölu, báöir í Reykjavík. Búnaöarbankar eru 10, þar af 7 í Reykjavík. Iðnaðarbankar eru 7, þar af 5 í Reykjavík. Landsbankar eru 10 og allir í Reykja- vik. Samvinnubankar eru 5, þar af 4 í Reykjavík. Utvegsbankar eru 9, þar af 5 í Reykjavík. Verslunarbankar eru 7, þar af 6 í Reykjavík. Auk þessa eru 8 afgreiöslustaöir sparisjóöa, þar af helmingur í Reykjavík. Yfir öllu þessi trónir síðan SEÐLABANKI Islands sem „hæst- ráöandi til sjós og lands”. Samtals eru þetta 59 bankar, sparisjóöir og útibú þeirra, þar af 44 í Reykjavík. Ef einhverjum þykja tölur þessar ótrúlegar má skoða þetta í útbreidd- ustu bók á Islandi, simaskránni okk- ar, blessaðri! Nú kann einhver að spyr ja sem s vo: hvaö skyldu vera mörg pósthús í Reykjavík með hliðsjón af öllum þessum fjölda banka? Svar: I Reykjavík eru 9 póstafgreiðslur sem ekki telst mikill fjöldi. I „svefnbæj- unum” í kring eru jafnmargar póst- afgreiöslur og bæirnir eru margir. Bankastarfsemi má greina aöal- lega í tvennt: Starfræksla sparisjóös annars vegar, lánastarfsemi hins vegar. Auk þessa er aö sjálfsögöu margs konar milliliöaþjónusta. Aö minni hyggju getur póstþjón- ustan aö miklu leyti komið i staö bankakerfisins sem þanist hefir óhóflega út á Islandi, einkum hin siö- ari ár. Jafnframt því að aukin verk- cfni styrkja póstþjónustuna kann aö skapast mikilvægt svigrúm til mik- illar einföldunar á fjármagnstil- færslustofnunum hérlendis. Þaö eina sem póstþjónustan gæti ekki ráöið GUÐJÓN JENSSON PÓSTAFGREIÐSLUMAÐUR £ „Að minni hyggju getur póstþjón- ustan að miklu leyti komið í stað bankakerfisins sem þanist hefir óhóf- lega út á íslandi, einkum hin síðari ár.” viö er lánastarfsemin sem ætti aö einhverju leyti aö vera meö kaup- hallarsniöi. Blöð allra stjórnmálaflokka á Is- landi skrifuöu um nauösyn á stofnun póstsparisjóða þegar á ráöherraár- um Hannesar Hafsteins. Siguröur Briem, sem var póstmeistari í Reykjavík 1897—1930, einhver sá merkasti og víösýnasti sem gegnt hefir því embætti, samdi frumvarp til laga um stofnun póstsparisjóðs. Frumvarpinu var tekiö vel í fyrstu. Stjórnmálaflokkarnir tóku málið upp í stefnuskrár sínar en einhverra hluta vegna lognaðist þessi mikli áhugi út af og viö þaö situr nú. Fjármunir íslensku þjóöarinnar hafa aö miklu leyti fuörað upp í margskyns óþarfa arölausri f járfest- ingu sem aldrei mun koma aö gagni. Leiöin sem er raunhæfust út úr vand- anum er aö skafa burt allan óþarfa reksturskostnaö, óþarfa mUliliði og vitagagnslausar fjárfestingar sem aöeins hafa það hlutverk að skemmta skrattanum. Guðjón Jensson. FJÖISKYLDA OSKASTÁ BÁT Flug & bátur er einn skemmtilegasti ferðamáti sem Flugleiðir bjóða fjölskyldunni í ár. Með samvinnu Flugleiða og Blakes-bátaleigunnar hefur íslensku ferða- fólki opnast leiðir að nýstárlegu og þægilegu sumarleyfi. Flugleiðir og Blakes geta útvegað báta í Englandi, Skotlandi, írlandi, Hollandi, Frakk- landi, Grikklandi og Júgóslavíu. Leitið frekari upplýsinga á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum félagsins eða á ferðaskrifstofunum. a-- O) TJ) U} O) .b .3 > LL sem vilja ’veralatir og latasérliðavel umboðsmanns, eða ferðaskrifstofu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.