Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1985, Blaðsíða 12
12
DV. ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS1985.
Frjálst, óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Sfiórnarformaflurogútgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aðstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON.
Fréttastjórar: JÓNAS HAR ALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON.
Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI
27022.
Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022.
Simi ritstjórnar: 686611.
Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12.
Prentun: Árvakurhf.
Áskriftarverð 6 mAnuðl 330 kr. Verð I lausasölu 30 kr. Holgarblað 35 kr. c
DV
Frjálsirskólar
Stjórnvöldum hefur tvisvar í vetur mistekizt að sinna
fræðsluskyldunni, sem þeim er lögð á herðar. Við slíkar
aðstæður er eðlilegt, að aukist efasemdir um, að hið opin-
bera sé eini rétti aðilinn til að gegna þessu hlutverki.
Fleiri kunni aö geta innt það af hendi.
Þegar Ríkisútvarpinu var lokað á öndverðum þessum
vetri, jukust efasemdir um, að ríkið ætti að hafa einkarétt
á ljósvakanum. Á svipaðan hátt má nú segja, að hið opin-
bera hafi í vetur í tvígang sýnt fram á, að það ráði ekki
eitt við að halda úti fræðsluskyldu.
Tölvufræðsla er dæmi um nám, sem fer að verulegu
leyti fram án afskipta hins opinbera. Á því sviði hafa risiö
upp nokkrir einkaskólar, sem starfa með blóma. Áhugi
fólks á tölvum er slíkur, að það er reiðubúið að greiða
þessa kennslu úr eigin vasa án aðstoðar hins opinbera.
Þetta stafar sumpart af því, að skólakerfið hefur ekki
verið nógu fljótt að átta sig á mikilvægi tölvufræðslu, og
sumpart af því, að fullorðið fólk, sem hætt er í skóla, telur
sig þurfa á þessari þekkingu að halda. Einkaframtakið
leysir málið eins og venjulega.
Hið opinbera gæti metið þetta framtak að verðleikum
og látið frjálsa skóla um tölvufræðsluna, til dæmis gegn
gjaldi, sem væri hið sama og núverandi kostnaður skóla-
kerfisins af slíkri fræðslu. Vel er hægt að hugsa sér, að fé
til tölvufræðslu mundi nýtast betur á þann hátt.
Ef þessi hugsun gengur upp, að því er varðar tölvu-
fræðslu, er eins líklegt, að hið sama gildi um aðra
fræðslu, sem nú þykir sjálfsagt, að sé á vegum ríkisins.
Af hverju getur ríkið ekki látið einkaaðila sjá um þýzku-
kennslu, stærðfræðikennslu, sundkennslu og raunar
hvaða kennslu sem er?
Milton Friedman er umdeildur hagfræðingur, sem
hefur ýtt á flot mörgum athyglisverðum hugmyndum.
Ein þeirra er sú, að í stað þess að reka eigin skóla gefi
ríkið út skólaávísanir að sama verðmæti. Þessar ávísanir
geti nemendur síðan notað til að borga fyrir sig í einka-
skólum.
Þetta hefur verið prófað í Alum Rock í Kaliforníu. Of
snemmt er að segja til um árangur. En þegar er ljóst, að
skólahald þar varð mun fjölbreyttara en áður var. Og
fjölbreytni í stað einhæfni er einmitt líkleg til aö stuöla að
þróun og framförum í fræðslu.
Ekki má heldur gleyma, að ávísanakerfi og frjálsir
skólar mundu bæta mjög tekjur góðra kennara og ýta
lélegum kennurum til annarra starfa, sem henta þeim
betur. Nemendur mundu flykkjast í nám til beztu kennar-
anna, en ekki láta sjá sig hjá hinum, sem ekki geta kennt.
Við þessar aðstæður mundi hlutverk hins opinbera
felast í eftirliti með frjálsum skólum og kennurum, svo og
í útgáfu ávísana fyrir skólakostnaði. tJr töluvert miklum
peningum væri að spila, því að núverandi ríkisrekstur
skóla er afar þungur baggi á ríkissjóði.
Nokkur ójöfnuður yrði í frjálsu kerfi, því að sumir
mundu leggja fé úr eigin vasa til viðbótar ávísunum til að
ná í beztu kennsluna. En slíkur ójöfnuður er einnig til í
núverandi kerfi, því að sumir kaupa einkatíma til viðbót-
ar því námi, sem þeir fá hjá ríkinu.
Ekkert er heldur því til fyrirstöðu, að ráðamenn með
félagshyggju gætu notað ávísanakerfi til jöfnunar, það er
að segja látið gefa út hærri ávísanir til nemenda, sem búa
við lakari aðstæður eða kjör en aðrir. Frjálshyggja og
félagshyggja geta farið saman í ávísanakerfi.
Jónas Kristjánsson.
Ekki á hvers
manns færi
I dag mun vera heitdagur og ein-
mánuöur byrjar einnig í dag en hann
er síðasti vetrarmánuðurinn þannig
að það er ekki út í hött þótt suma
daga sé vorlegt í meira lagi á Sam-
lagssvæðinu. Vertíðin er í fullum
gangi og útlit er fyrir, þegar þetta er
ritað, að kennarar komi aftur til
starfa, sem reyndar var nú vitaö
fyrirfram, því það hefði verið óðs
manns æði aö missa af 12 daga
páskafríi á fullu kaupi og siðan
þriggja mánaða sumarleyfi, sumar-
deginum fyrsta og öðrum munaði í
sandkassanum, sem á hátíðlegu máli
nefnist skólastarf, til aðgreiningar
frá annarri fangavist fyrir börn og
unglinga.
Sjálfsagt hafa menn sínar
skoðanir á kennaradeUunni, og flest-
ir líklega sammála um það að
kennarar voru ekki ofsælir af sínu
kaupi. Og ljóst er að svo rækilega
hafa hlutimir snúist við á einum
mannsaldri á Islandi að undrum
sætir:
Áður var þaö mestur vandi við
skólahald að menn gátu ekki lært. Nú
geta menn ekki kennt. Og í hugann
kemur kvæði Indriða G. Þorsteins-
sonar um Stephan G.:
„Á þúfu hann sat og horfði
á hópinn glaðan og reífan,
og hesta heita og sveitta
úr höUunum uppi á Skarði.
Námsmenn með heimsmanniegt
fas
Dapur reis drengur á fætur
með daginn á smáum herðum.
Horfði á jóreykinn hverfa
og hesta og menn í vestur:
Strauk f átækt úr augum og las.”
Um þessar ljóðlínur, birtar hér
eftir minni, þarf ekki aö fara
mörgum orðum, því glögg eru
• straumaskil.
Ægifagurt var á HeUisheiöi á
íaugardag og það er sorglegt aö allt
skuli nú vera rekið með tapi í þessu
mikla landi nema sláturhús og
mjólkurstöðvar.
A Kambabrún virtum við fyrir
okkur landið, brimhvíta ströndina og
asúrblátt hafið og okkur varö ljóst,
að því fylgir sjálfkrafa töluvert af
skyldum að búa við fámenni í svona
landi, skelfingu sem menn eru
almennt lausir við þar sem loftslag
er mildara og úrræðin fleiri en hér
þar sem aUt snýst um sprettu og fisk.
En báöar þessar greinar eru nánast
að verða skemmtiatriði í sam-
keppnislöndum okkar, sbr. það sem
fram kom fyrir þing Norðurlanda-
ráðs. Ríkissjóður Noregs greiðir nú
aUt mannakaup í fiskiflotanum
norska með styrkjum. Offramleiðsla
á búvörum er gífurleg í löndum
Efnahagsbandalagsins, að ekki sé nú
talað um Bandaríkin þar sem
þúsundir bænda verða gjaldþrota á
næstunni ef Bandaríkjastjóm hættir
að grafa ket og að búa tU fjöll úr
smjöri, en fram til þessa hefur veriö
staðiö undir þessum greinum með
iðnaði tU þess að falsa atvinnuleysis-
tölur.
En þrátt fyrir einhæfa vinnu er
Island áhugavert land og þar ræður
fegurðin ekki mestu. Landiö er
hernaöarlega mikilvægt og hér eru
einnig vissar auöUndir sem geta
skilað mUljónum doUara þótt
Náttúrugripasafniö á Akureyri efist
um að beitarþol haldist óbreytt á á-
kveðnum fjölda hektara í Eyjafirði
ef þjóðin ætlar fyrir alvöru að byrja
aö græöa á efnum.
Ný stefna í varnarmálum
Þegar landkostir eru skoðaðir er
það skUjanlegt að útlendingar óttist
um sín grónu lönd og verji því miklu
fé tU landvarna og í möndl við
hernaðarbandalög. Þeir vita af
reynslunni að sú þjóð sem eigi sinnir
landvörnum af fullri alvöru setur
Eftir helgina
JÓNAS
GUÐMUNDSSON
RITHÖFUNDUR
sjálfstæðið í hættu, landið og
tunguna.
Þetta vitum við sem erum á
miðjum aldri og getum sannfærst
um þaö meö því aö skoða landakortin
frá því fjrir stríð. Lönd sem við
lásum um í æsku yfir fje, eða þegar
rökkrin voru djúp, eru sum ekki
lengurtU.
Landamæri hafa einnig breyst og
siöast en ekki síst þjóðskipulagiö og
vinnan hjá lögreglunni.
Allt er þetta umhugsunarefni þeg-
ar menn meta hin nýju viðhorf sem
Geir Hallgrímsson utanríkis-
ráðherra hefur verið að kynna
þjóðinni undanfarið. Sumsé að
vamarmál, eöa landvamir, eru ekki
einber hégómi eða ómerkiieg. Að
engin raunveruleg mörk séu til mUli
landvarna og beinna stríösæsinga og
ögrunar.
Ymsir telja að Islendingar hafi til
þessa verið of hirðulausir um land-
vamir og hreinlega gengið að því
sem gefnu að svo lengi sem menn
héldu sig við það að hengja upp fisk
og þurrka mýrar, væri ekkert aö ótt-
ast, því friður boðar frið.
Erlendis er þó litiö öðruvísi á
máUn. Til dæmis telja 85% Dana aö
landvarnir séu nauðsynlegar og
Svíar hafa, þrátt fyrir yfirlýst hlut-
leysi, gífurlegan her undir vopnum.
Eiga til dæmis rúmlega 400 árásar-
þotur, auk þess þung hergögn og
öfluganflota.
Og sem dæmi um herstyrk Svía þá
eiga Israelsmenn aðeins 250 árásar-
þotur, sambærUegar viö þær sænsku,
og mun minna af öðrum vopnum en
Svíar og eru þó í hemaði á hverju
vori og stundum árið um kring. Nú-
seinast tvö ár í Líbanon.
Nú ætlast enginn maður tU þess að
þjóð, sem ekki getur án þess að
emja, greitt hálfan mUljarð í út-
flutningsbætur á búvörur, fari að
kaupa sér flugskeyti eða skriðdreka.
En það breytir ekki því að við
verðum að fylgjast með, fylgjast
með á hernaöarsviðinu. Það var til
dæmis gott að fá skæruliöakonuna
meö hriðskotariffUinn hingaö frá
Framsóknarflokknum í Nicaragúa.
En það er hins vegar ekki nóg. Við
verðum líka að geta lagt hemaðar-
legt mat á stöðu Islands, og það á
friöartímum. Og það verður því
miður ekki gert með því einu að fá
hingað sandinista til að tala viö sjón-
varpið og blööin. Islendingar verða
sjálfir að geta metiö landvarnir
sínar rétt, hvað hentar landvömum
og hvað ekki. Þess vegna fagna
menn tUlögum Geirs HaUgrimssonar
um upplýsta landvarnarstefnu.
Sama þótt skólabræðrum Ama
Bergmann gangi vel í póUtík og
bjartara sé nú til austurs en verið
hefurlengi.
Við ofurefíi að elja
ískáldskap
Einhvem tíma í vetur fengu smá-
skáld og blaðamenn bréf frá
Norræna húsinu þar sem tilkynnt var
hvað kommúnistar hefðu ákveðið að
nota húsiö undir næstu misserin.
Meðal annars var á dagskrá víðtæk
kynning á skandinavískum og
íslenskum bókum. Þá komust
íslenskar og skandinavískar bækur
einnig í sviðsljósiö á þingi Noröur-
landaráös en Islendingar hafa átt
örðugt með að komast þar á
verðlaunapaUa vegna þess að þeir
yrkja á islensku og semja sínar
sögur á þvi máli. MeirUiluti ne&idar-
manna er hins vegar aðems læs á
„stóm” Noröurlandamálin og það
gefur auðvitað nokkurt forskot.
Hins vegar verður því ekki neitað
að vel er nú ort í Danmörku og því
við visst ofurefli aö etja í skáldskap
þótt sveitamálinu okkar sé nú ekki
hlaðiö ofan á aðrar torfærur.
I helgarblaði ÞjóðvUjans gat eftir-
farandi aö lesa, ásamt kvæði:
„Nú um helgina koma tvö dönsk
skáld í heimsókn, þeir Per Hajhdt og
Soren Ulrik Thomsen. Þetta er
fyrsta heimsókn þeirra tU Islands.
Báöir em framúrstefnuhöfundar og
fást nær eingöngu við ljóðagerö.
Viðfangsefni beggja er tilvera nú-
timamannsins en sUkt er ekki á
hversmannsfæri.”
Og svo er það kvæðið:
„YFIRGEFIÐ HVERFI
I bláum rústum hins yfirgefna
hverfis
reika ég sunnudagssíðdegi
um haust,
strætisvagnamir snúa kviðnum
upp í loft
ryðgaðir og fullir af fúlu regnvatni
úr bakgörðum og dimmum
eldhúsgluggum
snúa gamlar kærastur
andlitum að mér, rétta út
hendumar
út í biámann”
Suren Ulrik Thomsen
Og við strjúkum fátækt úr augum
oglesum.
Jónas Guðmundsson
rithöfundur.