Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1985, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1985, Blaðsíða 37
Stefam'a skákar snápum Furstafjölskyldan í Mónakó hefur oft veriö á milli tannanna á fólki. Ekki minnkaöi þaö er böm þeirra Rainiers og Grace heitinnar stálpuðust og fóru aö láta aösérkveöa. Blöö og blaöamenn leggja oft hart að sér til þess að fylgjast meö þeim og eitt aðalmyndefniö þessa dagana er Stefanía, yngst þeirra Mónakó-systkina. Stefania þykir feg- ursta fljóö og hefur lagt út á fyrirsætu- brautina eins og nýlega hefur verið sagt frá. Stefanía fyllir nú annan tug- inn og hefur verið gefinn laus taumur- inn. Alltaf er þaö nú svo aö menn telja að fréttnæmara sé þaö sem miður fer, en ekki þaö sem gott er. Þaö þykir líka krassandi að ná af fólki myndum sem það hefði ekki viljað að birtust. Þaö var í þeim tilgangi sem ljósmyndari elti Stefaníu og vini hennar til eyjunn- ar Mauritus í Indlandshafi. Þar beiö snápurinn eftir spennandi tækifæri til aö festa Stefaníu á filmu í einhverju þvi sem menn vildu aö ekki fréttist. En Stefanía er grandvör stúlka og skirrist viö aö koma hneyksli af staö. Það varð því lítið úr því að Stefaníu yröi stillt upp við vegg. Hitt er annað aö á mynd- um þeim kom vel fram aö Stefanía er vel af guöi gerö og hefir sárafátt aö fela. Jafnvel færra en menn héldu. Staðan er því 1—0 fyrir Stefaniu og við fögnum. Eldgamla ísafold lofuð r li hástert Alltaf er einhver slæðingur af útlendingum á flandri hérlendis. Ekki þykir sæta tíðindum þó menn rekist á eitthvert furðudýriö niðri í bæ. Vanda- máliö varðandi mannihn er oftast leyst með því aö stimpla hann útlending. Þetta veröur oft til þess aö útlending- um finnst eins og horft sé skringilega á og fyllast hatri og hefndargirni. Þegar þeir koma svo Ul síns heima setjast þeir niður og ritfærir menn setja saman einhvem þvætUng um kalsa- verður, ruddalega framkomu inn- fæddra, verðbólgu og ámóta illkvittn- islega lygi sem flesta særir og gerir Erlendir ferðamenn eru furðufólk. Hverjum nema útlendingum dettur i hug að tjalda i polli engum gott. Það var því ekki að undra að Sviðs- Ijósið ræki í rogastans er það fyrir slysni rakst á lofgrein um Island og Is- lendinga. Það er ekki á hverjum degi sem slíkt rekur á f jörur manna. Hvað um það þá var greinin öll hin skemmtt- legasta og mönnum hlýnaði um hjarta- rætur, þeim fáu sem ekki voru hel- frosnir eftir öll níöskrifin á undanförn- um árum. Sem fyrr segir var öllum borin vel sagan, landi og þjóð. Skrifar- inn virtist svo heillaður af landslagi aö hann minntist ekki einu orði á bjórleys- ið. Honum virUst skemmt er hann las nöfn bæja og þorpa úti á landi. Hann nefnir Kirkjubæjarklaustur og segir að þar búi færri en stafimir í nafninu eru. Hann hefur látið heillast af littu húsun-. um sem húka niðri við tjörn og litlu fiskibátunum sem virðast til þess eins að gleðja augað. Og unga fólkinu sem klæðir sig upp á síðdegis og læðist i Hollywood þegar tekur og eyðir þar nóttinni viö dans og söng. Jamm. I von um fleiri lofskrif bjóöum við alla heimsins blaðasnápa velkomna. 37 Rikasta ekkja heims, Janni Spies, hefur skipulagt tónleika með Fílharmóníuhljómsveit Vínarborg- ar og verða þeir baldnir í kóngslns Köben. Tónleikarnir verða baldnir til styrktar dönsku dýravemdunar- samtökunum en Janni er sem kunnugt er miklll dýravinur. * + + Trommari The Beatles, Ringo Starr, hefur dálíttð lagt fyrir sig kvikmyndaleik. Menn muna eftir The Caveman þar sem hann lék á móU komi sinni Barböru Bach. Nú hefur kappinn nýlokið leik í mynd sem kallst Road to Australia. Myndin sú ku óvenjuvönduð og eft- irþvídýr. Marlon Brando er búinn að týna kettinum sinum. Hann hefur leitað mikið að kisu en ekkert gengur. Honum datt snjallræði í hug í þvi sambandi. Hann lét setja upp auglýsingaskilti þar sem er mynd af honum ásamt kettinum. Hann segir á myndinni eitthvaö á þá leið, að hann hafi týnt kettinum sínum og þeir sem viti af honum eigi fé í vændum láti þeir vita. Nei, menn deyja ekki ráðalaus- iríúttöndum. Eitt er það útgáfufyrirtæki erlent sem hefur að undanfömu mikiö reynt að fá Jackie Onassis til að rita endurminningar sínar. Onassisekkjan hefur hins vegar þráfaldlega visaö þessari málaleit- an á bug og segir ekki koma til mála að gera opinbert sitt einkalíf fram að þessu. Þeir útgefendur hafa nú gef ist upp og ákveðið reyna viö Diönu prinsessu. Þó hún sé ung þá hefur hún eflaust frá mörgu að segja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.