Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1985, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1985, Blaðsíða 14
14 DV. ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS1985. PM.mil/on & VMS/on Klapparstfg 18. Siml 277« og 27113. .. .... ........ MÁLARAMEISTARAR - MÚRARAMEISTARAR - BYGGINGARMEISTARAR OG AÐRIR BYGGINGARAÐILAR. Einstakt tækifæri Erum að selja lítið notaða álvinnupalla með allt að 50% afslætti. Einnig selj- um við þær birgðir sem við eigum til á lager með 20% afslætti til að rýma fyrir nýjum vörum. Allir okkar álvinnupallar hafa fengið viðurkenningu öryggiseftirlits á Norður- löndum. Firmakeppni Knattspyrnudeild UBK heldur firmakeppni í innanhúss- knattspyrnu dagana 12., 13. og 14. apríl. Keppnin verður haldin í íþróttahúsinu Digranesi. Þátttaka tilkynnist í síma 43699 dagana 27., 28. og 29. mars milli kl. 17 og 19. Nauðungaruppboð annað og siöasta á hluta i Laugavegi 157, þingl. eign Braga Kristiansen, fer fram eftir kröfu lönaöarbanka Islands hf., tollstjórans í Reykjavík, Jóns Ingólfssonar hdl., Árna Einarssonar hdl. og Ásgeirs Thoroddsen hdl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 28. mars 1985 kl. 15.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð annaö og siöasta á hluta i Laugavegi 69, tal. eign Árna Sigurössonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavik, Veödeildar Lands- bankans og Útvegsbanka Islands á eigninni sjálfri fimmtudaginn 28. mars 1985 kl. 14.30. Borgarfógetaembættiö i Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 103., 106. og 109. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1983á eigninni Bugðutanga 9, Mosfellshreppi, þingl. eign Lárusar Eirikssonar, fer fram eftir kröfu Arnar Höskuldssonar hdl., Veðdeildar Landsbanka islands, Ólafs Gústafssonar hdl., innheimtu rikissjóðs og Guöjóns Ármanns Jónssonar hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 29. mars 1985 kl. 16.45. Sýslumaöurinn i Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 60., 62. og 66. tölublaöi Lögbirtingablaðsins 1984 á eigninni Hagalandi 5, Mosfellshreppi, þingl. eign Sigþóru Báru Ás- björnsdóttur og Guðmundar Haraldssonar, fer fram eftir kröfu Veödeildar Landsbanka islands á eigninni sjálfri föstudaginn 29. mars 1985 kl. 15.00. Sýslumaöurinn í Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 60., 62. og 66. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1984 á eigninni Merkjateigi 4, aöalhæö, Mosfellshreppi, þingl. eign Bjarna Bærings, fer fram eftir kröfu innheimtu rikissjóös, Gjaldheimtunnar i Reykjavík og Arnar Höskuldssonar hdl. á eigninni sjálfri föstgudaginn 29. mars 1985 kl. 14.00. Sýslumaöurinn i Kjósarsýslu. Hvað er meirí niðuríæging? Lengi vel voru það aöeins þrjú mál sem við Islendingar gerðum verulegt veður út af. Bjórmál, byggðastefna og varnarmál. Þaö er liðin tíð. Nú verður okkur allt að vopni í baráttu okkar viö s jáifa okkur. Svo er komið að sjálfstæði þjóðarínnar er verulega ógnaö af okkur sjálfum því við höfum tekiö upp skipulega baráttu fyrír þvi að ljúka þessu af sem fyrst. Ráöast hverjir á aðra, í skipulögðum hópum, stétt meö stétt, eins og segir í dagskipunum verkalýðsfélaganna. — Og síðan allir sem einn gegn ríkis- valdinu. Ekki sjátfrátt? Og það sem er merkilegast af öllu saman. Astæðan fyrir því að menn fara saman eins og hungraðir úlfar i hóp i aðför að hinum sameiginlega sjóði landsmanna til aö krefjast skipta er ekki sú að hér berjist menn í bökkum. — Hér hafa allir nóg og all- flestir miklu meira en þaö! En það er komið rót á þjóðfélagið og einmitt vegna þess að velmegunin er orðin svo almenn að enginn er lengur eftirbátur annarra hvaö varðar val og venjur í umfram- þörf um jafnt og í daglegri neyslu. Hér er ekki við neinn einstakan hóp í þjóöfélaginu að sakast þvi hér eiga allir jafna sök. Einn fyrir alla, allirfyrireinn. Kannski er það mála sannast að óráösía, heimtufrekja og kröfugerð sé okkur Islendingum i blóö borin. Okkur sé ekki sjálfrátt. Ef svo væri þyrfti ekki frekar vitnanna við og óþarfi aö hafa fleiri orð hér um. Við gætum látið forlögin um framtíðina af sömu fyrirhyggju og þegar við tökum við erlendum bankalánum til að halda uppi fölskum lífskjörum og villt um fyrir okkursjálfum. Fáirkostir En jafnvel þótt okkur sé ekki sjálf- rátt og forlögin hafi ráðið fortíðinni er óþarfi að reyna ekki að spoma gegn niðurlægingunni. Forlögin sáu um að hafa fengsæl fiskimiö í kring- um landið. Þau sáu einnig um að hér héldist vatnsorka og jarðhiti, úr því aö landiö var nú einu sinni eldfjalla- land. Og það má svo sem segja að ekki séu þetta margir kostir. Þeir voru þó fyrir hendi. Og góður sjávarafli hefur fleytt okkur áleiðis og fært okkur verðmæti sem em mun meiri en við þyrftumáaðhalda. En það hefur aldrei verið nóg að afla verömæta. Og verðmæti eru ekki til að eyða. Þá eru þau ekki leng- ur verðmæti. Sannast mála er að hin fengsælu fiskimið hafa blindað þjóöina, svipað og gerðist í gullæðinu, þegar allir hópuðust á gullleitarsvæðin undir „kjörorðinu” — „sá á fund sem finnur”! Og nú er komið að lokum „gullæðisins” í hafinu. Þau verð- mæti sem þaðan komu vom notuð til að fá útrás, „taka út á sæluna” — fyrirfram. Halda upp á sjálfstæöiö og lýðveldistökuna! ... enöruggir Hinir kostirnir, sem við eigum upp á aö hlaupa, aö nýta vatnsorku og jarðhita, em svo „heUagir” í augum heittrúaðra „ættjarðarvina” aðhelst minnir á söguna um gamla heyið, eftir Guðmund Friðjónsson. Vatnsorku og jarðvarma á að geyma, segja þeir, þar til vemlega harönar í ári. Og þá eru þessar orkulindir sko aldeUis ekki „fyrir einhverja útlendinga”, til þess að „grasðaá”! Og þar við mun sennilega sitja um Kjallarinn GEIR R. ANDERSEN AUGLÝSINGASTJÓRI okkur sem fylgjum stærsta flokki landsins að heyra tUlögur um aUt þetta settar fram af upprennandi stjómmálamanni í Framsóknar- flokknum. — En auðvitað er sama hvaðan gott kemur. Það er heldur ekki uppörvandi að heyra raddir úr röðum sjálfstæðis- manna — og framsóknarmanna, sem telja þaö helst hlutverk stjórn- mála dagsins í dag aö slíta stjórn- arsamstarfinu. Þetta ætti allra síst að vera hlutverk Sjálfstæðis- flokksins. — Framsóknarflokkurinn er þó tU viðræðu um þau framfara- mál sem hér hefur verið drepið á. Aðrir flokkar eru það ekki nema afarkostir fylgi. Mál eins og útvarpslagafrumvarp er ekki lengur mál dagsins. Utvarps- mál eru tveir mjög aðskUdir þættir, hljóðvarp og sjónvarp. Hljóðvarp er ekki bitbein dagsins. Þaö er ^ „Þaö er heldur ekki uppörvandi að heyra raddir úr rööum sjálfstæöis- manna — og framsóknarmanna, sem telja þaö helsta hlutverk stjórnmála dagsins í dag aö slíta stjórnarsamstarf- inu.” ókomna framtíð. Þessir einu öruggu kostir, sem við eigum sem auðlindir, eru ekki falir tU nota í eigin þágu. Það er vitaskuld i eigin þágu þegar þessar auðbndir eru nýttar til að selja erlendum aðilum afnot af þeim eða orku úr þeim. Þetta skilja íslenskir einangrunarsinnar ekki. Og þeim helst uppi skUningsleysið með aðstoð aUflestra úr röðum einka- framtaksinslUca! Því lengra sem Uður án þess að Iandsmenn læknist af þeirri bábilju að trúa því að þeir séuað glata sjálf- stæöinu með því að „hleypa út- lendingum inn i landið” eins og þaö er orðað þeim mun öruggari vissa er fyrir því að þjóðin missi sjálfstæðið. Það er raunar ekki aöeins spurningin um að hleypa út- lendingum inn í landið til að kaupa orku svo að viö getum hugsanlega staðið viö þær erlendu skuldbinding- ar sem við höfum á bakinu. Okkur er nauðsyn á að taka upp mUdu víðtæk- ara samstarf við útlendinga. Erlend- ar fjármagnsstofnanir verður bók- staflega að laða hingað og bjóða er- lendum fyrirtækjum þátttöku í þeim rekstri sem þau hafa áhuga fyrir. Eins verðum við að hafa augun opin fyrir erlendum fyrirtækjum sem líkleg eru til þess að geta boðið okkur aögang aö eriendum mörkuöum með svipaðar vörutegundir á boðstólum og við bjóöum. Slrta — kjósa — stíta Það er ekki beint uppörvandi fyrir sjónvarp og móttaka þess frá gervihnöttum til afnota fyrir lands- menn, sem er mál málanna. Islenska sjónvarpið var andvana fætt, hefur aldrei komist al- mennilega í gagnið og mun ekki kom- ast. Við höfum hér prýðilegt sjón- varp, frá vamarliðinu. Það hefði dugað okkur. Því var lokaö og van- geta hins íslenska sjónvarps olli myndbandabyltingunni. Myndbandabyltingin verður fyrir bí þegar sjónvarpsefni flæðir hér yfir frá gervihnöttum. Hér er enginn grundvöllur til sjónvarpsrekstura, nema þá beint af myndböndum, sem verða með afþreyingarefni. Enda er það efnið sem fólkið sækist eftir. Um það vitna myndbandaleigur sem fólk úr öllum stjórnmálaflokkum tekur fram yfir íslenska sjónvarpið. Hvort stjórnaraamstarf Fram- sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks einkennist af leiðindum og erfið- leikum, eins og haft er eftir áhrifa- miklum sjálfstæðismanni í forystu- grein DV, — skiptir litlu máli. Islenskt stjómarsamstarf, tveggja flokka eða fleiri, er alltaf neyðarúr- ræði. Við næstu kosningar er því tilvalið tækifæri að kalla einn flokk til á- byrgðar. Það er nýmæli hér, og hefur ekki verið reynt. Að hafa uppi siagorðin „slíta, kjósa, slíta” segir meira en allt annað um tilgang þess að rjúfa nú- verandi stjómarsamstarf. GeirR.Andersen. „Kannski er það mála sannast að óráðsía, heimtufrekja og kröfugerð só okkur islendingum i blóð borin."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.