Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1985, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1985, Blaðsíða 13
DV. ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS1985. 13 Dýrkeypt pófítísk mistök Á þessum vettvangi í októbermán- uöi árið 1982 skrifaði ég grein sem bar yfirskriftina — „Ahrif versnandi iifskjara á fjárskuldbindingar — tafarlausra aðgerða þörf.” Varað við afíeiðingunum I þessari grein var ítarlega gerð grein fyrir frumvarpi, sem lagt hafði verið fram á Alþingi af þingmönnum Alþýðuflokksins, um að tryggja að hækkun árlegrar greiöslubyrði lána á hverjum tíma yrði ekki umfram hækkun kaupgjalds í landinu. Frum- varpið gerði ráð fyrir að sú upphæð sem samsvarar mismun lánskjara- viðmiðunar og kaupgjalds myndi sérstakan viðaukahöfuðstól, sem byrjar fyrst aö gjaldfalla er upphaf- legum lánstima lýkur. Alþýðuflokkurinn sýndi fram á það meö þessu frumvarpi árið 1982 hvemig sífelldar kjaraskerðingar gerðu það að verkum að launin héldu ekki í við þróun verðtryggingar- ákvæða. Afleiðingarnar væru þær aö lántakendur væru margir komnir í greiðsluþrot með fjárskuldbindingar sinar. Lánskjaravisitalan hefði hækkað langt umfram kaupgjald og allar greiösluáætlanir húsbyggjenda og ibúðakaupenda hefðu þar meö fariö úr skoröum. Með þessu frum- varpi krafðist Alþýðuflokkurinn þess af stjórnvöldum að gripið yrði til tafarlausra aðgerða til að afstýra þeim áföllum sem vofðu yfir hús- byggjendum og íbúðakaupendum og nú hafa orðið að veruleika. Máiið saltað 1982 — Nú stœrsta póiitíska verkefnið Það er skemmst frá því að segja að ekki var skilningur á þessu þingmáli á Alþingi á árinu 1982. Fulltrúar allra annarra fiokka en Alþýðu- flokksins í fjárhags- og viðskipta- nefnd vildu ekki samþykkja frum- varpiö og lögðu til að málinu yrði vísað til ríkisstjórnarinnar. Einn þingmaöur orðar þessa aðferð viö af- greiðslu mála á Alþingi svo, að þetta væri öruggasta líkkista sem til væri. Rökstuðningur fulltrúa annarra flokka á Alþingi var að þeir heföu skilning á málinu og vom sammála um að jöfnuö yrði greiðslubyrði lána, en töldu ekki fært aö fara löggjafar- leiöina aö greindu markmiði. Nú, þremur árum síöar, em menn að átta sig á hvaða afleiðingar það hafði að samþykkja ekki þetta frum- varp Alþýðuflokksins. Forsætisráð- herra, Steingrímur Hermannsson, segir að þaö hafi verið meiri háttar pólitísk skyssa aö tengja ekki láns- kjör og kaupmátt. Að lagfæra það nú, segir forsætisráöherra að sé langstærsta pólitíska verkefnið sem hvíli á rikisstjórninni um þessar mundir. Þúsundum saman krefst fólk réttarsíns Afleiðingamar af þessum pólitísku mistökum ríkisstjórnarinnar að samþykkja ekki þetta frumvarp Alþýðuflokksins, sem enn liggur fyrir Alþingi, eru nú að koma í ljós. Fjöldi heimila í landinu er kominn í greiðsluþrot, en nauðungamppboð á sl. ári vom nálægt 18 þús. hjá veð- deild Húsnæöisstofnunar og em þá ekki talin meö nauðungaruppboð vegna vanskila í bönkum. Þúsundum saman rís nú fólk upp og krefst réttar síns, en á örfáum dögum hafa 5—6 þúsund manns tekið höndum saman og krafist úrlausna. Þetta fólk setur á oddinn i sinum kröfum að leiðrétt verði það misvægi sem þaö hefur þurft að búa við í láns- kjörum og launum sem nú er að leiða til gjaldþrots á hundruðum ef ekki þúsundum heimila í landinu. Þetta fólk hefur með ljóslifandi dæmum sýnt stjómvöldum fram á hve dýrkeypt sú pólitíska skyssa og kjarkleysi hefur orðiö aö taka ekki á þessu máli þegar á árinu 1982 eins og Alþýðuflokkurinn lagði til. Hafa þeir sýnt fram á að umframgreiðslur lán- takenda vegna misgengis lánskjara og kaupgjalds hafi verið á árinu 1983 280 milljónir — á árinu 1984 570 millj- ónir og áætla megi að á árinu 1985 verði þær 810 milljönir eða samtals á þrem árum 1660 milljónir. Til viö- bótar þessu var greiðslubyrði hús- byggjenda og ibúöarkaupenda enn aukin með okurvöxtum. Vaxtafrels- ið, sem formaður Sjálfstæöisflokks- ins gladdist svo yfir á sl. ári, leiddi m.a. til þess að vaxtabyrðin jókst um 260 milljónir kr. á árinu 1984. Að öllu óbreyttu mun vaxtabreyting auka byrðar húsbyggjenda og íbúðar- kaupenda á þessu ári um 580 millj- ónir. Kannske sýnir það gleggst hver áhrif frumvarp Alþýðuflokksins frá 1982 hefði haft á þá þróun sem nú hefur orðið að hækkun greiðsina umfram hækkun launa vegna láns- * JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR ÞINGMADUR FYRIR ALÞÝÐUFLOKKINN kjaravísitölunnar einnar eru á sl. þremur árum 41,6% Úrlausn strax Þessar tölur eru ógnvekjandi enda er nú mælirinn fullur því f jöldi fólks sér nú fram á að missa eignir sínar. Svo svívirðilega hefur verið gengið á rétt þessa fóiks að líkja má við eigna- upptöku. Réttmæt gremja fólks hefur nú brotist út, enda örvænting þess algjör. Þaö er deginum ljósara að ekkert fær stöðvað þá mörg þúsund einstaklinga og fjölskyldur, sem hafa tekiö höndum saman og krafist úrlausna á sínum málum. Urlausn verður að fást strax, hún þolir enga bið. Stjórn og stjómarand- staða verða að taka höndum saman í þessu máli og komast að sameigin- legri niðurstöðu. önnur mál verða að víkja á meðan. Þetta er forgangs- verkefni sem þolir enga bið. Jóhanna Sigurðardóttir „Fjöldi heimila i landinu er kominn í greiðsluþrot, en nauðungaruppboð á sl. ári voru nálægt 18 þúsund hjá Veðdeild Húsnæðisstofnunar og eru þá ekki talin með nauðungaruppboð vegna vanskila i bönkum." Kartöflumafían og aörar mafíur I DV 12.3 mátti lesa frétt um að kartöflubændur á Suðurlandi eigi í miklum erfiðleikum. Er þar m.a. um að ræða ýmis vandamál s.s. sölu-! tregðu og óvenjumikla framleiðshi sL haust. Fékkst þó framgengt að inn- fluttar unnar kartöflur yrðu tollaöar sérstaklega og var vonast til að sú ráðstöfun myndi auka eftirspum eftir íslenskum kartöflum til fram- leiðslu franskra. Sú varð ekki raun- in. Þá eru það hinar orsakirnar en samkvæmt fréttinni þá ber hæst þessa „hobbí karla” í kringum Reykjavík, en þeir „undirbjóða alvöru kartöflubændur, selja fram- hjá kvótakerfinu og stela síðan undan skatti”. Einnig er bent á að framleiðsluráðslögin séu galopin hvað varðar kartöfluframleiðslu, öfugt við aöra hefðbundna land- búnaðarframleiðslu en þar rikir festa og öflug stjómun framleiösl- unnar, eins og alþjóð er kunnugt, framleiðendum og neytendum til mikillar blessunar! Hættulegar kartöflur Kjallarinn BJÖRN BJÖRNSSON STARFSMAÐUR FLUGMÁLASTJÓRNAR. 1. Bannaður verði innflutningur á unnum og óunnum kartöflum. 2. öllum öðrum en löggiltum kartöflubændum verði bannað að stunda kartöflurækt. 3. Kartöflurækt almennings og áhugamanna verði bönnuð, þótt til einkanota sé. 4. Smygl á kartöflum til landsins svo og ólögleg ræktun þeirra, s.s. i garðholum eöa í blómapottum varði háum sektum og varðhaldi viðítrekuðbrot. Allir vita hvílík hætta er á ferðinni þegar kartöflur eru fluttar til lands- ins. Þá berst alltaf einhver mold með, en hún getur borið meö sér sjúkdóma, svo ekki sé minnst á kartöflumar s jálfar sem smitbera. Kynnu farþegar og áhafnir milli- landaflugvéla að veröa gripnir með kartöflur í fórum sínum verður að sjálfsögðu að brenna þær (kartöflurnar) ásamt hinu smyglinu, þ.e. kjúklingunum og spægipylsun- um. Ekkert grín Sumir kunna að halda að ég sé að spauga en svo er alls ekki. Eg get með engu móti séð aö kartöfhir séu eithvað öðruvísi en kjöt eða mjólk hvað varðar fæðugildi. Boröa ekki Leiðin út úr þessum glundroða, sem kartöflubændur eru komnir í, er sú að breyta framleiðsluráöslögunum þannig að kartöfluframleiðsla verði viðurkennd búgrein á borð við kjöt- og mjólkurframleiðslu. Þetta ætti að vera hægt að gera með örfáum pennastrikum. En þá verður líka að hafa kartöflukaflann eins og lamba- kjöts-ogmjólkurkafiann: — „Smygl á kartöflum til landsins ^ svo og ólögleg ræktun þeirra, s.s. í garöholum eöa blómapottum varði há- um sektum og varðhaldi við ítrekuð brot.” „Allir vita hvilik hætta er á ferðinni þegar kartöflur eru fluttar til landsins." allir kartöflur með blessuðu íslenska lambakjötinu og stundum er nú not- að íslenskt smjör með kartöflunum (ef menn hafa efni á því). Menn ættu að reyna að koma sér upp kúastofni, hefja mjólkurframleiðslu, t.d. hér í kringum Reykjavík og selja síðan framhjá kvótakerfi beint í mjólkur- vinnslu einhvers stórmarkaðs. Ætli lögreglan yrði ekki snarlega kvödd á vettvang til þess aö stöðva þann ósóma þótt slík framleiðsla þyrfti e.t.v. enga aðra fyrirgreiðslu en að fáaðveraífriði. Bakarar og aðrir iðnaöarmenn, takið framleiðsluráöslögin ykkur til fyrirmyndar. Kref jist þess einnig að afkomu ykkar sé ekki ógnað með því að „hobbi körlum” (og kerlingum) og almenningi sé leyft aö mála heimilin sín, leggja parket á gtifln sín, flísa- leggja baðiö og jafnvel aö baka brauð og kökur heima hjá sér. Þaö síðastnefnda ætti að banna fyrst og fremst af heilbrigðisástæðum. Vel rekið lýðræðisþjóðfélag Krefjist þess að sala til amenn- ings á efni og verkfærum, sem nota má til þess að ganga inn í störf ykkar, verði bönnuð og komið ykkur upp verkstæðis/fyrirtækismarki (sbr. búmark). Annað er ógnun við lífskjör ykkar og ber þess vegna að setja lög, sem tryggja það að þið fáið að vera í friði með það sem þið eigið að hafa einkarétt á. Enda vita flestir að eitt mesta eitur í efnahagslífi lýð- ræðisþjóðar er samkeppni og hagnaður (gróði). Vel rekið lýðræðis- þjóðfélag byggist á allsherjarstjóm embættismanna allra þátta þjóölifs- ins svo að enginn komist upp meö múður né geti troðið öðrum um tær. Við vitum öll að frjálsræði er slæmt og að afnám einkaréttar Ríkisút- varpsins er ógnun við það kerfi sem margir stjórnmálamenn okkar hafa reynt að byggja upp undanfama áratugi og er okkur öllum fyrir bestu? Nær væri aö banna útgáfu nú- verandi dagblaöa og láta embættis- menn okkar gefa út eitt landsdag- blað sem kaUa mætti „Ríkisdagblað- ið” eða RDB. Sjá ekki alUr hvílíkan spamað það hefði í för með sér. Svo ekki sé minnst á allt það buU, sem skrifað er í blöðin í dag, samanber þennan pistil. Bjöm Bjömsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.