Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1985, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1985, Blaðsíða 8
8 DV. ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS1985. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Sovéskir hermenn í Austur-Þýskalandi: Skutu bandarískan her- foringia til bana Kaldastríösandrúmsloft ríkir aö nýju milli stórveldanna eftir aö sovéskir hermenn skutu til bana bandarískan herforingja á sunnudag i Austur-Þýskalandi. Sovétmenn segja aö herforinginn, sem var major hjá bandarísku her- sendinefndinni í Potsdam, hafi veriö staðinn að verki við njósnir á bann- svæöl Hann hafi veriö að taka myndir af sovéskum hergögnum. Bandarikjamenn segja að herfor- inginn, Arthur Nicholson, hafi veriö skotinn 300 til 500 metra frá bannsvæö- inu nálægt Ludwigslust, um 110 kíló- metra frá Austur-Berlín. Eftir aö hann heföi veriö skotinn hefðu sovéskir her- menn beðið í klukkutima með aö koma honum undir læknishendur. Sovétmenn segjast hafa skotiö Nicholson þegar hann reyndi að flýja eftir aö þeir skutu viövörunarskoti aö honum. Bandarískur hermaður, sem var meö Nicholson, sagöi að hermennirnir hefðu fyrst skotið aö bil sem hann heföi setið í. Siöan hefðu þeir skotiö á Nichol- son og hæft hann í ööru eöa þriöja skotL Bandaríkjamenn segja aö hverjar sem kringumstæðumar heföu veriö væri eitt ljóst: „Aö ekkert heföi rétt- lætt moröið á Nicholson eöa neins konarofbeldi.” Lík herforingjans kom til Vestur- Þýskalandsínótt. Enn liggur ekki Ijóst fyrir hvort Schlúter mun benna verkfallifl. Verkfallið stöðvað með lagasetningu? Frá Kristjáni Arasyni, fréttaritara DV í Kaupmannahöfn: Allar líkur benda til þess aö vinnu- deilur þær sem nú lama stóran hluta af dönsku atvinnulifi, veröi stöðvaöar meö lagasetningu. I gærkvöld og fram Nú getur þú eignast Nordmende sjónvarp eða mynd bandstæki með aðeins 8.000 króna útborgun. Eftirstöðvar greiðast á átta mánuðum Nordmende hefur ávallt veriö leiöandi fyrirtæki á sínu sviði. Fyrirtækiö hefur margoft kynnt tækninýjungar, sem keppinautarnir hafa síðan nýtt sér. Vísindamenn Nordmende í Bremen hafa unniö enn einn sigur!______________ NORDMENDE Nú gerir Radíóbúöin þér kleift aö eignast Nordmende sjónvarp eöa mynbandstæki meö aöeins 8.000 króna útborgun og eftirstöövum á átta mánuðum. Þú getur valiö úr fjölbreyttu úrvali tækja. Öll eru þau glæsilega hönnuö og tæknilega fullkomin. Tryggöu þér nýtt Nordmende á góöum kjörum. Skipholti 19. Reykjavik. S: 29800 til klukkan þrjú í nótt fundaði ríkis- stjórn Pouls Schliiters með Radikale venstre sem stendur utan ríkis- stjórnarinnar. Markmiö fundarins var að athuga hvort ríkisstjómin gæti tryggt sér meirihluta á þingi til að grípa inn í verkfallið. Þótt Radikale venstre standi utan rikisstjórnar hefur flokkurinn heitið henni stuðningi i flestum málum nema utanríkismálum. Fyrir fundinn í gær- kvöldi var haft eftir fulitrúum Radikale venstre að skilyrði þess að þeir mundu styðja ríkisstjórnina við að setja lög er stöðvuðu verkfallið væri að jafnframt yrði gripiö til víötækari efnahagsráö- stafana og greiöslujöfnuður bættur. Auka þyrfti spamað í ríkisútgjöldum um 4,5 til 5 milljarða króna danskra, ,koma þyrfti á skyldusparnaði hjá tekjuháum og jafnvel hækka skatta þeirra. En eitt skilyröiö sem fulltrúar Radikale venstre nefndu var aö komiö yröi á einhvem hátt á móts við kröfur verkalýðsfélaganna. Stytta þurfi vinnuvikuna um einn og hálfan tíma og hækkaiaunum3%. Eitthvaö viröast þessar kröfur hafa fariö fyrir brjóstiö á ríkisstjórninni því að fundur þeirra var mun lengri en áætlaö var og verður honum fram haldið í dag. Fundinn i nótt kvað Poul Schltiter forsætisráðherra hafa veriö mjög árangursríkan. Stytting vinnuvikunnar er liklega það atriði sem ríkisstjómin er hvað mest andvig enda hafa atvinnurek- endur hafnaö þeirri kröfu alfariö. Poul SchlUter.hefur til dæmis margsinnis lýst því yfir aö stytting vinnuvikunnar sé ótímabær og geti riðið stórum hluta dansks atvinnulífs aö f ullu. Nokkur spenna rikir nú i Danmörku um hvaöa mynd umræöumar hafi tekið á sig á fundinum i nótt. 1 dag mun rflcisstjórnin fjalla um máliö á ný og kynna þingflokkum sínum möguleik- ana til aögeröa. Fyrr mun niöurstaöa fundarins í nótt ekki gerð opinber. Fari svo að ríkisstjómin ákveöi þegar i dag aö stööva verkfallið meö lagasetningu má búast viö aö frum- varp þar um verði lagt fyrir þingið á morgun. Frumvarpið verður að fara í gegnum þrjár umræöur i þinginu áður en lögin geta tekið gildi sem yröi þá ekki fýrr en í fyrsta lagi í byrjun næstu viku. Erfðaskrá Burtons Richard Burton, stjarna rúm- lega 30 kvikmynda og óteljandi leikrita, lét eftir sig 2,7 milljónir dollara samkvæmt erfðaskrá. Rennur það mestallt til fjórðu eiginkonu hans, ekkjunnar Sally. I erfðaskránni ánafnaði Burton þó bömum sínum f járhæðum og böm- um Liz Taylor og eins kennaranum sem taldi hann á sínum tima á að gerast leikari. Katherine og Jessica, dætur hans af fyrsta hjónabandi, fá hvor um sig 350 þúsund dollara, Maria tökubam hans og Liz, fékk 279 þúsund dollara. Stjúpböm hans tvö, börn Liz af hjónaböndum henn- ar og Todds og Wilding, fá 15 þúsund dollara og fjögur systkini Burtons fá 15 þúsund dollara hvert.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.