Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1985, Blaðsíða 19
DV. ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS1985.
19
tækjum KEA seldi framleiöslu sína til
Suður-Afríku, í trássi viö alþjóðlegt
viöskiptabann og samþykktir
vestrænna menningarþjóða! KEA
styður Apartheid!
Eg var þrumu lostinn — og þó komu
mér þessi ósköp ekki alveg í opna
skjöldu. Það sem mér fannst kynleg-
ast, ankannalegast og óhugnanlegast á
Akureyri, var þessi ógnandi nálægð
Stóru hryllingsbúðarinnar. Maður
finnur alls staöar stálgreip KEA,
maður finnur alls staðar takið en sér
ekki krumluna sem kreistir.
KomdutilKEAl
Sessunautur minn í flugvélinni suður
var maður málreitinn og skemmti-
legur. Það kom á daginn að hann var
mjólkurbústjóri KEA, Þórarinn
Sveinsson að nafni, skýrasta vísbend-
ingin um ásýnd ægivaldsins sem ég
hafði fengiö í ferðinni. Eg virti hann
grandgæfilega fyrir mér. Þetta var
brosmildur maður og blátt áfram. Eg
horfði á hann hvasst og leitaði að ill-
mannlegum glampa í augunum,'
grimmdarfullum KEA-dráttum
kringum munnvikin, en í svip þessa
manns bjó ekkert nema góðvild.
Hann útlistaði fyrir mér dásemdir
kaupfélagsins, mildi Sambandsins,
ágæti niðurgreiðslna og útflutnings-
uppbóta.
Við áttum samleið frá flugvellinum í
Reykjavík. Eg borgaði fyrir hann
leigubílinn að Hótel Holti.
„Næst þegar þú kemur norður skaltu
líta inn og ég sýni þér KEA,” sagði
hann og brosti hlýlega.
Baldur Hermannsson.
Sjallinn var hinn náttúrlegi loka-
punktur heimsóknarinnar. Sjallinn er
og verður griðastaður Islendinga,
hvaðan sem þá ber að, austan, vestan
eða sunnan.
KEA styður
Apartheidl
Hinni opinberu heimsókn var lokið.
Eg kvaddi Sverri með virktum og bauð
honum í kaffi næst þegar hann kæmi
suður. Ef unnt er að tala um úrslit
hólmgöngu sem þessarar, þá eru þau
tvímælalaust á þá leið, að Akureyr-
ingar hafa nógu þróttmikla, djarfa og
1 framsækna einstaklinga til þess aö rifa
staðinn upp úr þeirri hraparlegu
ódöngun sem hrjáir hann núna. En
i Akureyringar verða að veita þessum
atgervismönnum nauðsynlegt brautar-
gengi. Það er ekki alltaf hægt að láta
lánsmenn að sunnan stýra förinni. Það
er ekki alltaf hægt að treysta á ofur-
vald og ofurforsjá Stóru hryllings-
búöarinnar. Eftir þessa hólmgöngu er
I það sannfæring mín að Akureyri hafi
alla burði til þess að vaxa, eflast,
stsdcka, rísa úr öskustónni og verða
raunveruleg borg, höfuðborg Norður-
lands að nýju. En frumkvæðið verður
aðkoma aðheiman.
Um kvöldið skrapp ég í heimsókn til
sr. Pálma Matthiassonar. Þar var
fyrir þekkileg svertingjastúlka frá
Suður-Afríku ásamt nokkrum ung-
mennum íslenskum. Þau voru á leið
um landið til þess að skera upp herör
gegn Apartheid.
Eg varð ofboðlítið hissa — hvað er
fólk að ber jast gegn aðskilnaðarstefnu
hér á Akureyri, hugsaði ég. En svo
kom rúsínan í pylsuendanum, ísköld
kveðja frá Stóru hryllingsbúöinni:
ungmennin fræddu mig um það, harm-
þrungin í bragði, að eitt af undirfyrir-
Griðastaður
Og svo bauð Aðalgeir okkur i
S jallann. Þaö var stund friðar og sátta.
Hólmgöngunni var lokið. Hver hafði
sigrað? Og hver hafði tapað? Sjallinn
geymir svörin við þessum spumingum
eins og ótal öðrum. Og Sjallinn kann þá
listaðþegja.
Svo sagði ég þeim frá Reykjavík. Ég
sagðiSverri og Aðalgeiri frá borginni
minni, töfrum hennar, framsækni
fólksins, hinni dýrlegu, frjálsu sam-
keppni, sveiflunni, velmeguninni,
launakjörunum, gróðanum.
Félagar mínir hlustuðu hugfangnir.
„Þið Reykvíkingar verðið að lána
okkur Davíð Oddsson í eitt ár,” sagði
Aðalgeir dreyminn á svip. Sverrir tók í
sama streng.
„Og hvem ætlið þið að láta okkur fá í
staðinn?”spurðiég.
Þeir gerðu mér tilboð, en ég hafnaði
því fyrir hönd Reykvíkinga.
Jón Sigurðarson af Ystafellskyni hefur rifið upp skinnadeild Sambandsins
með harðfylgi og framsýni. Jón er framsóknarmaður en frjálslyndur i
skoðunum og því misjafnlega látinn af fiokksfólögunum.
Héma kom rothöggið: dýrð Reykjavíkur kemur frá Akureyril Að minnsta
kosti götuljósadýrðin. Jóhann Guðmundsson, t.v., og Sverrir.
Suður, suður, allir á leíðinni suður. Hólmsteinn Hólmsteinsson re
myndarfyrirtœki í byggingariðnaði en hefur neyðst til þess að leigja
bíla suður og kannski kemur allt hitt á eftir.
Baldur Hermannsson og Sverrir Leósson, sunnanmaður og norðanmaður, gestur og gestgjafi. Þeir kumpánar börðust hatramlega um orðstir
Akureyrar, leikurinn barst um gervallan einkageirann og lyktaði ekki fyrr en i Sjallanum.
Akurey ri—þorpið sem við hötum
Um daglnn varð mér é að móðga nokkra Akureyrlnga. Þeir léku mjög óvsntum mótleik: þeir buðu mér helm tU þess að ég mætti sannfærast um glópsku mina. Þetta var dýrlegt f erðalag. Akureyri er ekki lengur höfuðstaður Norðurlands elns og f gamla daga, en yfir bænum svífur ennþá virðulegur andi stolts og menningar. Og það er ekkllaust við að höfuðstaðarfaslð ioði enn við fólklð sem býr þar. Þó er margt sem hrjáir Akureyri. Þetta er hnlgnandi byggðarlag. Fóikinu fskkar. Atvinnu- lffið þjólst af uppdráttarsýki. Átthagarembingurinn tórir víða. Og Akureyringa sárvantar sköru- lega lelðtoga. Mikilhæfur lelðtogl er sómi sinnar heimabyggðar og melra virði en milljarðar króna. En Akureyringar eiga enga ieiðtoga, ekki einu slnnl litilhæf a leiðtoga. Þeirra fulltrúar á þingi eru úr öðrum hreppum. Og Akureyringar eru alltof hikandi gagnvart allri nýsköpun. Hinir vaskari menn vilja „stór- iðju eða eitthvað stórt”, eins og Hólmsteinn i Möl og sandi komst að orðL En Þ jóðfrelsishreyf ing Kvenmanna hefur tögi og hagldlr i bsjarstjórninni og hafnar annarri nýsköpun í framleB slu en dömubindum og barnableium. Og Hólmsteinn er á leiðinni suður. Hér syðra andar oft köldu f garð Akureyringa. Hvers vegna? „Akureyri er þorpið sem við hötum. Það þarf ekkl að útskýra það neitt nánar,” sagði kunningi minn. En ég held ekkf að Akureyrlngar elgi neina óvild skilið. Akureyri er bsr á tímamótum. Annað- hvort mun hann lepja dauðann úr skel til eilifðarnóns eða tvíeflast og endurheimta sína fornu frsgð og veldi. En nóg um það — ferðin var dýrleg og mest af öllu langar mig ttt þess að móðga þá aftur. Og svo er best að segja svolitið af ferðinnL Baldur Hennannsson.