Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1985, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1985, Blaðsíða 16
16 DV. ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS1985. Spurningin Skrifar þú sendibréf? Ema Egilsdóttir hjá þjónustumiöst. bókasafna: Nei, ég geri sama og ekk- ert að því að skrifa sendibréf. EUen Martin nemi: Já, mjög oft. Eg á nokkra vini í útlöndum sem ég skrifa oft. Dagbjört Gunnarsdóttir skrif- stofumær: Nei, satt best að segja er ég alveg hrylUlega pennalöt manneskja. Vilhjálmur Svan Jóhannsson: Nei, ég skrifa aldrei sendibréf. Það eina sem ég skrifa eru ávísanir. Smári Helgason yfirpóstaf- greiðslumaður: Nei, þegar ég þarf aö ná sambandi við fólk tek ég yfirleitt upp símtóUð og hringi i það. Haraldur Gíslason sölumaður: Nei, ég er alveg blásaklaus af því. „Kettirn- ir stukku á mig” Nei, Svanlaug, annaðhvort ert þú ólæs eða þig skortir skynsemi nema hvort tveggja sé. Þetta er ekki rétt. Plastpokann setti ég fyrir andUtið á mér þegar ég sá kettina koma svíf- andi á mig en ekki yfir höfuöiö. Aö sjálfsögðu rifnaði pokinn því þeir náðu að krafsa í hann. Þú ert undr- andi á því aö kettirnir hafi ekki kom- ið viö mig þar sem plastpokinn var í höfuðhæð. Eg er undrandi á þér, Svanlaug . Hefur þú aldrei séð ketti stökkva yfir metra háa hindrun ? Svanlaug skrifar að köttunum sé gefinn matur í plastpokum. Hún hef- ur greinilega ekki séð umgengnina í kringum stokkinn. Þar liggja hálf- skornar mjólkurhymur og plast- bakkar um aUt. Síðan segist hún hissa á því að maöur skuU lýsa því yfir í víðlesnu dagblaði aö maöur sé hræddur við ketti. Hún veit greini- lega ekki hvað það er að hafa 10—15 ketti æðandi kolbrjálaöa í kringum sig. Ég er viss um að ef einhver óvar- inn krakki hefði orðið fyrir þessu hefðu þessi orð aldrei fæðst á vörum Svanlaugar. Hjörtur Jónsson skrifar: Nýlega birtist í DV vægast sagt undarleg grein um kettina við Rétt- arholtsskóla. Þar segir Svanlaug nokkur Löve mig ljúga því að kett- HRINGIÐ" í SÍMA 68-66-11 kl. 13 til 15 eða SKRIFIÐ irnir hafi stokkiö á mig. Undarlegt hvað fóUt getur verið vantrúað. Einn- ig segir hún að ég hafi verið svo heppinn að vera með plastpoka sem ég hafi getað sett yfir höfuöið á mér. Að lokum. Köttunum hefur ekki verið gefið reglulega fyrst þeir ráð- ast á fólk með plastpoka því kettir eru ekki óseöjandi. Mig furðar á að nokkur manneskja, eins og Svan- laug, geti látið svona nokkuð út úr sér. Kannski ert þú ennþá í grunn- skóla. Þaö má guð vita. „Kettir eru ekki óseðjandi," segir Hjörtur i brófi sinu. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Málefni leigu- bifreiðarstjóra Bréfritara finnst að almenningur eigi ekki að greiða kostnað leitarflokka á hálendinu. Leit á hálendinu Þór Guðmundsson hringdi: Þaö er ekkert nýnæmi að fólk fari í ferðir upp á hálendið án nægUega góðs útbúnaðar og síöan séu gerðir út leitar- flokkar til að finna það þegar veður versnar. Mér þætti fróðlegt að vita hvað svona leit kostar og hvort fólkið er látiö borga leitina sjálft. Ef svo er ekki þá finnst mér að því eigi að breyta. Þegar ég panta sjúkrabíl til að komast á spítala má ég gjöra svo vel og borga sjálfur. Mér finnst fráleitt að almenningur sé látinn greiða þetta. Olafur H. Jakobsson skrifar: Það er ótrúlegt hvað miklum óþverra er búið að ausa yfir okkur leigubílstjóra í stéttarfélaginu Frama að undanförnu í fjölmiðlum. Auglýsing þeirra Steindórsmanna í DV 18. mars sl. var ein lágkúran enn. Leigubílstjór- ar eru nefnUega ekki einir um að njóta fyrirgreiöslu við kaup á atvinnutækj- um sínum. Samkvæmt skilgreiningu þeirra á Steindórsstöðinni á almenn- ingur drjúgan hluta af vörubílum og rútubílum. Það er óskandi að samgöngumála- ráðherra sjái sóma sinn í að loka Stein- dórsstöðinni hið fyrsta. Hann er búinn að klúðra nógu miklu í sambandi við þetta mál nú þegar. 30 manns hafa Sigurður Sigurjónsson, leigubifreiðar- stjóri á Bifreiðastöð Steindórs, skrif- ar: Undanfarið hefur Jóhannes Valdi- marsson, bifreiðastjóri á BSR, skrifað langlokur í DV um Steindórsmálið. Því miöur hefur hann ekki hundsvit á því sem hann er að fjalla um og tel ég því ekki ástæðu til að svara greinum hans efnislega, enda er þar um framhalds- skáldsögu að ræða. Hitt er svo annað mál að Jóhannes vitnar í reglugerð og segist krefjast þess að eftir henni sé farið. Hann telur það skyldu leigubílstjóra að sjá um að svo sé gert. Með þessu er hann að rétt- læta ofbeldi þaö sem haft hefur verið í frammi af þeirra hálfu. Eg vil fræða Jóhannes um það að komist upp með að ganga í berhögg við 600 manna stéttarfélag. Það er tíma- bært að nýir úthlutunarmenn atvinnu- leyfa taki til starfa og reglugerð sú, sem nefnd skilaði af sér fyrir tveimur mánuöum, um takmörkun leigubíla sjái dagsinsljós. Hlutur borgarstjórnar í þessu máli viröist ærið óljós. Hún leyfir sendibíla- stöð í miðborginni með bensíndælu og olíusölu. Aður var hún búin að sam- þykkja að reyna að fækka bensínstöðv- um í miðborginni til að greiða fyrir umferð almenningsvagna á svæðinu. Síðan er eins og enginn vilji taka ábyrgð á þessari ákvörðun fremur en leyfinu sem gefur Steindórsstöðinni heimild til aksturs. Eg vil fá skýringu á öllum þessum skollaleik. hann sjálfur er samkvæmt reglugerð- inni sinni „ólöglegur”. En Jóhannes ekur í atvinnuleyfi móður sinnar sem er og hefur undanfariö verið búsett í Þorlákshöfn og hefur samkvæmt því ekki rétt til atvinnuleyfis í Reykjavík. Eg vil þó hugga Jóhannes meö því aö hann hefur ekkert að óttast af okkar hálfu. Viö munum ekki hafa í frammi slík vinnubrögð sem hann telur réttlæt- anleg til að koma lögum yfir ólög- lega leigubílstjóra. Við gerum það ekki, né teljum það í okkar verkahring, að hleypa lofti úr dekkjum, hindra för hans, aka á hann eöa skjóta á fram- rúðu bíls hans. Eg vona Jóhannesar vegna að hon- um hafi með greinum sínum tekist að kaupa sér náð hjá „æöstu postulum’’ leigubílstjóra. Árásir Höllustaða-Páls ekki samboðið þingmanni á Alþingi íslendinga Guðjón V. Guðmundsson skrifar: Eg vil lýsa megnustu andúð minni á sífelidum árásum Höllustaða-Páls á Jón Baldvin, formann Alþýðuflokks- ins. Sum ummæU þessa framsóknar- þingmanns eru svo rætin að furðu gegnir, samsafn af svívirðingum og al- gerum lygum. Þetta getur engan veg- inn verið samboðið þingmannai á Al- þingi Islendinga. Það verður að gera að minnsta kosti kröfur um lágmarks mannasiði til þeirra er þar taka sæti. Þessi maður hefur gengið svo langt í ósvífninni að ekki verður við unað. Hann hefur ekki aðeins móðgað for- mann Alþýðuflokksins gróflega heldur og aUa sanna jafnaðarmenn sem fylkja sér um formann sinn og eru stoltir af honum. Það er slæmt að hólmgöngur skuU ekki lengur vera viö lýði, annars myndi ég skora Pál á hólm. Steindórsmálið: Sá heggur er síst skyldi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.