Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1985, Blaðsíða 40
FRÉTTASKOTIÐ
SÍMINN
SEM
ALDREI
SEFUR
Sími ritstjórnar: 68 66 11. Auglýsingar, áskrift og tfreifing, sími 27022.
Hafir þú ábendingu
eða vitneskju um
frétt — hringdu þá í
sima 68-78-58. Fyrir
hvert fréttaskot,
sem birtist eða er
notað í DV, greið-
ast 1.000 krónur og
3.000 krónur fyrir
besta fréttaskotið i
hverri viku,
Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum
við fréttaskotum
allan sólarhringinn.
Jón L. tók
forystuna
Eftír tíundu og næstsíðustu um-
ferð á alþjóðlega skákmótinu á
Húsavík er staðan þessi: Jón L.
Arnason er efstur meö 7 1/2 vinning,
í öðru sæti er Lein með 7 vinninga, í
þriðja sæti er Lombardy með 6 1/2
vinning og í fjórða til fimmta sæti
eru Helgi Olafsson og Zuckerman
með 6 vinninga h vor.
Orslit í níundu umferð uröu þau
að Askell og Guðmundur, Heigi
Olafsson og Heimers, og þeir Lein og
Lombardy gerðu jafntefli. Zucker-
man vann Pálma og Jón L. Ámason
vann Karl Þorsteins.
Jóni L. Amasyni nægir aðeins
hálfur vinningur UI að ná mikilvæg-
um áfanga í stórmeistaratitli. I síö-
ustu umferð, sem fer fram í dag, tefl-
ir hann við Áskel Kárason og þarf
Áskell hálfan vinning til að ná i
fyrsta áfanga FIDE meistaratitils.
-AE
Rannsóknákáffi-
haunum
liggurniðri
Rannsóknarlögreglu rikisins hefur
ekki ennþá gefist tóm til að hefja
rannsókn á kaffibaunamálinu svo-
kallaða, viðskiptum Sambands
íslenskra samvinnufélaga og Kaffi-
brennslu Akureyrar með kaffi-
baunir. Að sög Þóris Oddssonar
vararannsóknarlögreglustjóra er
ástæðan annir við önnur verkefni.
Það var 1. mars siðastiiðinn sem
ríkissaksóknari óskaði eftir lögreglu-
rannsókn á kaffibaunamálinu.
Rannsókn skyldi beinast að því hvort
komið hefði til auðgunar- eða gjald-
eyrisbrota.
Fyrir liggja skýrslur skattrann-
sóknarstjóra og gjaldeyriseftirlits
Seðlabanka um kaffibaunainnflutn-
inginn. Það var á grundvelli þessara
skýrslna sem saksóknari fyrir-
-é skipaöilögreglurannsókn. -KMU.
Bílstjórarnir
aðstoða
SfnD/BíLJtSTÖÐ/n
Rekstur Kreditkorta sf. í endurskoðun:
Haílinn níu miiíj■
ónir síéasta árið
I rekstrarreikningi Verslunar-
banka Islands og Verslunarsjóðs
fyrir árið 1984 kemur f ram að haúi af
rekstri Kreditkorta sf. hafi verið 3
millj. króna. Hins vegar á Verslunar-
bankinn Kreditkort sf. að einum
þriðja þannig að alls hefur halli
fyrirtækisins á árinu 1984 verið 9.
millj.króna.
DV leitaði til Haralds
Haraldssonar hjá Kreditkortum sf.
og bað hann um skýringar á þessum
halla. Hann sagði að fyrirtækið hefði
átt í miklum erfiðleikum á síðasta
ári. Til dæmis hefðu umboðslaun frá
fyrirtækjum verið þvinguð niður
tvisvar sinnum á árinu, í ársbyrjun
og aftur um haustið til að koma til
móts við óskir matvörukaupmanna.
Haraldur sagði að hinn mikli
gengismunur vegna þróunar Banda-
rikjadollars hefði sett óvænt strik í
reikninginn. Þetta hefði ekki verið
hægt að sjá fyrir og gera ráð fyrir í
rekstri fyrirtækisins. Gjaldeyris-
breytingar væru ekkert vandamál í
rekstri ef Island væri með skráðan
gjaldmiðil á erlendum gjaldeyris-
mörkuðum.
Að lokum sagöi Haraldur að við
þessu tapi yrði brugðist með
aukningu á hlutafé fyrirtækisins og
einnig yrðu gerðar ákveðnar skipu-
lagsbreytingar sem þegar væru
farnar að skila auknum hagnaði.
-ae
Bslenskur sjómaður í millilandasiglingum:
DRAKK SPfRA 0G
MISSTISJÓNINA
Islenskur sjómaður á millilanda-
skipi liggur nú blindur á sjúkrahúsi í
Englandi eftir að hafa drukkið ein-
hvem óþverra í Kanada.
Hér er um að ræða háseta á
íslensku skipi sem er í millilandasigl-
ingum. I kandadískri höfn fór hann
við annan mann i land og festu þeir
kaup á drykkjarföngum. Nutu þeir
veiganna um borð eins og gengur og
bar ekki á neinu óeölilegu. Lætur
skipið úr höfn og þegar út á rúmsjó
er komið veikist annar mannanna
hastarlega og missir sjónina. Er lik-
legt talið að blindan standi i beinu
sambandi við fyrrgreinda drykkju;
aö þama hafi tréspíritus verið hafð-
urumhönd.
Er þetta gerðist var skipið á leiö
til Bretlandseyja og dvelur sjómaö-
urinn nú þar á sjúkrahúsi. Standa
vonir til að hann fái sjónina aftur.
-EIR.
Togarlnn Hjörleifur kom úr veiðiferð f gnr með góðan feng. Var hér um að ræða 530 kflóa hákarl eins og
þeir gerast bestir f hinum margfrngu „Jaws" bíómyndum. Þurfti lyftara til að flytja þetta fiikki af hafnar-
bakkanum. Hákarlinn verður vnntanlega knstur og notaðlr f þorramatinn hjá okkur á nnsta ári.
DV-mynd S
Svikabingó
á Hótel
Sögu?
Aldrei samið um
vinninga við
Sjónvarpsmiðstöðina,
segir eigandi
verslunarinnar
Er svikabingó í gangi í borginni? A
sunnudagskvöldið var haldiö bingó í
Lækjarhvammi á Hótel Sögu þar
sem lofað var 100 þúsund krónum í
vinninga. Var vinningshöfum til-
kynnt að þeir ættu aö snúa sér til
Sjónvarpsmiðstöðvarinnar að Síðu-
múla 2 til að ssekja vinninga. Þegar
fólkíð kom að sækja vinningana kom
verslunareigandinn af fjöllum og
kannaðist ekkert við máliö.
Að sögn Arthúrs Moon, eiganda
Sjónvarpsmiðstöðvarinnar, kom for-
svarsmaður bingósins að máli við
hann fyrir alllöngu og minntist á
samning um vöruúttekt. Segist
Arthúr ekkert hafa heyrt frá honum
síðan. „Hér hefur verið straumur af
fólki i allan dag að vitja vinninganna
sinna. Það segir að því hafi verið til-
kynnt að þaö mætti sækja peninga-
verölaun í Sjónvarpsmiðstöðiha. Eg
hef látið rannsöknarlögregluna vita
ummálið.”
Umræddur félagsskapur hét upp-
haflega Samtök hungraðra og vildi
halda bingó í góðgerðarskyni, að
sögn forsvarsmanna. Til þess hafði
hópurinn ekki tilskilin leyfi og var
bingóið stöðvað. Nú hafa þau samtök
verið lögð niður í sinni upprunalegu
mynd og undir auglýsingu um bingó-
ið á sunnudag stendur „nefndin”.
Ekki tókst að ná í Hreiðar Jónsson,
forsvarsmann bingósins, þrátt fyrir
ítrekaðartilraunir.
-EH.
Hvaðeráseyði
um páskana?
Allt efni sem á að koma i síðasta
„helgarkálfi”fyrirpáska: .Jlvað er
á seyði um helgina”, þarf að hafa
borist ritstjóm DV f síðasta lagi á
hádegi á mánudag. Síðasta blað fyrir
páska kemur út miðvikudaginn 3.
apríl og fylgir helgarkálfur meö því
blaöi.