Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1985, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1985, Blaðsíða 35
DV. ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS1985. 35 Tíðarandinn Tíðarandinn Tfðarandinn Jón Axel i útsendingarstúdíói Matthildar 1977. Útvarp Matthildur „Ég byrjaöi mínar fyrstu útsending- ar í verkfallinu síðla árs 1977 ásamt Gunnlaugi Helgasyni. Ég smíðaöi sjálfur sendinn úr efni sem fengið var hjá Pósti og síma. Loftnetiö var gert úr jámherðatré og gamalli hrífu. Stöðin var í Fossvoginum og náöist útsend- ingin á öllu höfuöborgarsvæöinu. Hljómtækin sem við notuöum voru ekki mjög beysin. Þetta var aö mestu gamalt Philips dót. Síöan voru top of the pops plötur settar á fóninn og þetta látið lulla allan sólarhringinn. Þessi útsending stóö í viku. Eftir þann tíma fengum við aövörun frá Pósti og síma eftir óbeinum leiöum. Þá fékk maöur skrekk og ákvaö aö hætta viö svo búiö. Maður var hræddur um að lenda kannski í fangeisi eöa þurfa að borga háar fésektir. Þetta var útvarp Matthildur.” Fyrsta stereoútsendingin „Síöan var ég alltaf öðru hvoru að dútla viö þetta. Það er mjög auövelt aö búa til sendi og maður dundaöi sér við aö smiöa senda þegar maöur átti efni i þá. Ég geröi marga senda og kann enn- þá utanbókar hvemig á að fara að því. Maöur sendi svo alltaf út ööru hverju. Það vissi þó yfirleitt frekar þröngur hópur af því og útsendingarn- ar stóðu ekki lengur en í tvær til þrjár vikur. Viö reyndum líka stereoútsendingar. Ég og kunningi minn sendum út fyrstu Jón Axel i dag: „Rikisútvarpið á ekki að ákveða hvernig menningu almenningur i landinu hiustar á." stereoútsendinguna á Islandi. Viö vor- um stoppaðir af Pósti og síma eftir 2— 3tíma.” Samkeppnin eykur gæðin — Hvaða augum lítur þú þessar út- sendingar í dag? „Ég hef gaman af því aö hafa verið þátttakandi í þessu á sínum tíma. Hafa átt þátt í því að skapa umræöu um þessi mál hér á landi. Ég er nefnilega þeirr- ar skoöunar aö frjáls útvarpsmenning sé öllum til bóta, þó auðvitað veröi slíkt aö vera háð reglum og gæöakröf um. Ríkisútvarpið á ekki aö geta ákveðið hvemig menningu almenningur í land- inu hlustar á. Hver einstaklingur á aö geta valið og hafnaö. Frjálst útvarp tryggir nauösynlega fjölbreytni og samkeppnin eykur gæðin. Þaö er aug- ljóst mál,” sagði Jón Axel útvarps- maöur. Texti: Þorsteinni. Vilhjálmsson svörun frá almenningi því það vissi ekki nema þröngur hópur í kringum mann hvað var raunverulega að ger- ast. Skólasystkinin vissu um útsend- ingamar og maður varö óneitanlega ansi „frægur” út á þetta. Menn muna eftir þessu alveg fram á þennan dag. Það em ekki nema 3—4 vikur síðan hringt var í mig og ég spurður hvar hægt væri aö fó sendi til að senda út frá einu skólakvöldi uppi á Akranesi.” — En hvaða augum lítur þú þessa útvarpsstöð þína í dag? „Mér finnst þetta hafa verið hálf- gerö barnabrek. Ég get hins vegar vel skilið að svona mál hafi verið stöövaö. Þaö er ekkert vit í því að menn geti bara smíðað sendi heima hjá sér og hafiö eigin útsendingar. Þaö er alveg af og frá. En þetta var á sína vísu ósköp sak- laust alltsaman.” „Frjálst útvarp" rangnefni — Hvað finnst þér um frjálst út- varp? „Ég er fylgjandi frjálsu útvarpi inn- an ákveðinna lagamarka. Spurningin er bara hvaö sé frjálst útvarp? Ég er ekkert viss um þaö að útvarp sem ein- hver hlutafélög úti í bæ eigi, komi til með að veröa eitthvaö f rjálsara heldur en Ríkisútvarpiö. Eg hugsa aö Pétur og Páll úti á götu eigi auöveldara meö að koma efni á framfæri hjá Ríkisút- varpinu heldur en einhverju hags-, munaútvarpi. Mér finnst því „frjólst útvarp” vera rangnefni. Það er nær að tala um fleiri útvarpsstöðvar og þeim er ég hlynntur.” Pótur Steingrímsson „útvarpsstjóri" á sjötta áratugnum: „Þetta voru hálf- gerö barnabrek." DV-mynd GVA. Styrkir til náms á Ítalíu ítölsk stjórnvöld bjóöa fram styrki handa Islendingum til náms á Italíu á háskólaárinu 1985—'86. Styrkirnir eru einkum ætlaöir til framhalds- náms eöa rannsókna við háskóla að loknu háskólaprófi eða náms viö listaháskóla. Styrkfjárhæöin nemur 450.000 lirum á mánuði. Jafnframt bjóöa ítölsk stjórnvöld fram i löndum sem aöild eiga aö Evrópuráöinu nokkra styrki til framhaldsnáms eöa rannsóknastarfa á Italíu aö loknu háskólaprófi framangreint skólaár. Ekki er vitaö fyrirfram hvort nokkur þeirra styrkja muni koma i hlut Islendinga. Umsóknum um framangreinda styrki skal skila til menntamálaráðu- neytisins, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 11. apríl nk. á sérstökum umsóknareyöublööum sem þar fást. Menntamálaráðuneytið, 22. mars 1985. UNIMOG TIL SÖLU Einstakt tækifæri Höfum til sölu Mercedes Benz Unimog árgerð 1960, pallbíl. Bíll þessi hefur læst drif á öllum hjólum, 40 cm undir kúlu, burðargeta 2 tonn. Hann er með blæjuhús að framan og pall að aftan. Verð aðeins kr. 124.000,00. pá Lmfl/on & voL//on Klapparstíg 16. Simi 27745 og 27113. . ...... \ MALARAMEISTARAR Getum loksins boðið málningarsprautur frá hinu þekkta fyrirtæki Larius. Eigum til á lager Larietti háþrýstisprautu. 220 kg vinnuþrýstingur. 220v, eins fasa. Aðeins 2,25 amper. Afköst 2,5 l/mín. Þyngd aðeins 22 kg. VERÐ AÐEINS KR. 47.276,00 M/SÖLUSK. pflimR/on & viiL/ron Klapparstig 16. Sími 27745 og 27113.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.