Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1985, Blaðsíða 36
36
DV. ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS1985.
Það virðist fylgja stjörnum að
þær séu lífhræddar með afbrigðum.
Barbra Streisand hefur her manna
tii að passa húsið sitt. En það getur
ekki hver sem er gerst vörður hjá
henni. Ó, nei. Menn þurfa að ganga
í gegnum þungt og viðamikið próf,
likamlegt sem andlegt.
*
Christopher Reeve færi betur að
leika bara sinn súpermann og
halda sig við það. Það gerðist
hérna um daginn að hann var að
fljúga svifdreka. Ekki var vinurinn
flinkari en svo að hann hrapaði
sem skotin álft, úr hundrað metra
hæð, til jarðar. Ekki fór eins illa og
á horfðist. Hann fékk bara nokkrar
skrámur.Við vonum að hann iáti
sér þetta að kenningu verða.
Prinsinn, söngvarinn Prince, er
maður lifhræddur. Hann hefur
stöðugt niu lifverði i för með sér og
um daginn er hann var að fá sér í
sarpinn á fínum bandarískum veit-
ingastaðí Los Angeles þurfti hann
mjög skyndilega að ganga örna
sinna. Skiptir þá engum togum að
aiiir verðirnir stóðu upp og á eftir
honum. Ja, það er misjafnlega
f jörugt á kióinu.
Nina Hagen, þessi öfgafulla
>ýska söngkona, hefur sýnt að hún
er „hágæðasöngkona”. Hafa sið-
ustu plötur hennar sýnt þetta og
sannað. Burtséð frá þvi er söngkon-
an á langbesta aldri, nýorðin
>ritug. Svo hún á mikið eftir,
stelpan, og aldrei að vita hvað ger-
ist.
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Svi<
Líkir bræður
Þeir eru likir brœðurnir sem við sjáum hér á myndinni. Nei, annars. Þeir eru ekki bræður (???). Það var ein-
hver hundur í eigandanum, sem er til vinstri, svo hann tók sig til, farðaði sig og gretti eins og til þurfti.
Hann má nú samt vara sig á þessu. Aldrei er að vita nema hann verði að lifa hundalífi í ól allt sitt líf.
Hundurinn er af einhverju finheitanna hundakyni svo ekki'er leiðum að likjast.
Roger Moore
er ekki
banginn
„Það er ekki loku fyrir þaö skotið að
ég leiki James Bond í fleiri myndum.”
Það er hetjan Roger Moore sem svo
mælir. Moore er nú 57 ára að aldri og
hefur óneitanlega látið á sjá. Samt
virðist hann enn halda þokka sínum og
vera fullfær um að leika hörkutólið og
„sjarmörinn” James Bond.
„Ég hef ekki í hyggju að hætta að
leika. Eg þarf ekki að leika meira, ég á
meira af peningum en ég mögulega
gæti eytt þó ég yrði hundrað ára, en ég
hef gaman af þessu.
Moore hefur nú nýlokið við aö leika í
einhverri þeirri dýrustu James Bond
mynd sem framleidd hefur verið. I
mynd þessari, sem tekin var aö hluta
hérlendis, reynir á Moore á marga
vegu. Hann leikur sem oftar hinn harð-
svíraöa Bond, sem ku nú harðari í horn
að taka en fyrr, og hann leikur ákafari
elskhuga en nokkru sinni. Menn hafa
haft áhyggjur af að fólk fái brátt leið á
myndunum og hjálpi Moore við þá
þróun, hann sé orðinn gamall og
þreyttur. Menn óttast líka að afdrifa-
ríkt kunni að vera að skipta um leik-
ara og aðeins rétti maðurinn komi til
greina.
Hvað sem öllum vandamálum líður
þá seg ja menn að myndin A view to kill
sé einna best þeirra Bond-mynda sem
gerðar hafa verið.
„Það versta við að leika Janes Bond
er hversu lengi maöur verður að vera
að heiman,” segir hetjan og glottir út í
annað.
Maður er nefndur Phil Collins.
er
r
„Ánægð með
árangurinn”
Fyrrum þótti eðlilegt að popparar
væru eingöngu karlmenn. Þá stóðu
stúlkurnar fyrir framan sviðið og
grétu i örvinlan. Uppi á sviði áttu
aðeins aö vera karlmenn og svo virtist
sem aðeins þeir hefðu þá hæf ileika sem
tilþurfti.
Ekki voru þar t.a.m. margar
poppsöngkonumar á rokktímabilinu,
þegar Prestley var upp á sitt besta eða
þá á tímabili Bítlanna. Svo var það
eitthvað sem geröist og konur tóku að
fara upp á svið og syngja inn á plötur
að vísu við dræmar undirtektir í fyrstu
en hægt og bítandi unnu þær á. Hin
síðari ár komu svo kvennanöfn sem
slógu í gegn: Sade, Cyndi Lauper,
Laura Branigan, Elaine Page og AUi-
son Moyet.
Moyet hefur átt vaxandi fylgi að
fagna enda stórgóð söngkona. Hún
hefur fylgt innrás kvenna í poppiö vel
eftir í sínu heimalandi, Englandi.
Plata hennar, Alf, flaug á toppinn með
dyggilegri aðstoð smeUanna All Cried
Out og Love Resurrection. Hún var
ekki með öUu óþekkt er hún hóf sóló-
feril sinn því hún var annar helmingur
dúettsins Yazoo sem fyrrum átti
faUega smeUi.
„Eg hefi lengi beðið þess að feta
brautina ein. Eg er mjög ánægð meö
árangurinn, hann er betri en ég þorði
að vona. Ég hef náð settu marki með
sólóinu, ég stefni á samstarf við góðan
mann í hljómsveit aftur.”
Þá er það á hreinu. Menn óttast að
áform hennar veröi tU að stjama
hennar lækki á lofti ef af verður. Hún
nýtur sín best ein og sér.
Alison Moyet.
Það hefur gengiö vel hjá söngv-
ara hljómsveitarinnar Genesis.
Hann hefur reynt sig einn síns Uðs
að undanförnu, og gengið ótrúlega
vel. Fyrir skemmstu gaf hann út
sólóplötuna Nojacketsrequiredog
hefur henni verið vel tekið víðast
hvar.
Það var hálfslysalegt hvernig
það vUdi tU að hann hóf söng. Þann-
ig var að Peter nokkur Gabriel,
söngvari hljómsveitarinnar Genes-
is, vUdi fá sig lausan úr hljóm-
sveitinni. Góð ráö voru rándýr.
Söngvarar voru á lausu en enginn
nógu góður. Menn brugöu loks á
það ráð að leyfa PhU CoUins að
spreyta sig á söngnum. Hann hafði
verið meira i skugganum tU þess
tíma en sýndi og sannaði að hann
var sprækur söngvari og í sviðs-
Ijósið komst hann. Þar hefur hann
verið æ síðan. Hann hóf sólóferU
fljótlega upp úr þessu og gerði
lukku. Sólóplötur hans hafa selst
vel og hann þarf litlu að kvíöa. A
uppleið er hann og sýnir glöggt að
hann á mikið eftir.
Víst er það, ColUns er skrambi
góður.