Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1985, Blaðsíða 10
10
DV. ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS1985.
Shítarog
r
Israelsher
í Suður-
Líbanon:
Hatursstríð gegn
grimmum óvini
ísraelar hafa hörfað frá Awali-ánni en halda enn strikaða svæðinu. Þeir
hyggjast hverfa alveg úr Libanon á þessu ári.
Fönis veitingahúsið í hafnarborg-
inni Tyre á Miðjarðarhafsströnd
Libanons myndi kannski ekki fá
margar stjömur í alþjóðlegum yfir-
litsbókum um veitingahús. En þar er
á boöstólum ljúffengur Sultan Ibra-
him fiskur og bragögott libanskt
hvítvín. Ot um glugga veitingahúss-
ins er fallegt útsýni yfir Miðjarðar-
hafiö. Eini gallinn er sá að þegar
matargestir yfirgefa húsiö þurfa
þeir að hlaupa kengbognir út úr því
og skjótast á milli bíla og mann-
virkja fyrir utan til að verða ekki fyr-
ir skothríð úr rifflum og vélbyssum
sem stöðugt er skotið úr á hafnar-
svæðinu.
Eigandi veitingahússins er hreyk-
inn af að lýsa yfir því að hingaö til
hafi allir gesta hans komist af og
enginn þjónanna særst nema einn
sem varö fyrir kúlu sem endurkast-
aöist af einhverju. Þetta orsakast
kannski af varnarráöstöfunum hans.
Klukkan hálfsjö leggja þjónarnir
kurteislega til að matargestir færi
sig innar í húsið, bak við steinvegg.
Veitingahúsið er samt opið til klukk-
anlO.
Hræddir
Skothríöin kemur aöallega frá há-
hýsi við innganginn í höfnina í Tyre.
Þar hafast við liðsmenn Suður-
Líbanonshers. Þeir fá sín vopn og sitt
fé frá Israelsmönnum. Þeir skjóta af
því aö þeir eru hræddir.
„Þeir eru brjálæðingar,” segir
þjónn á veitingahúsinu. „Þeir skjóta
á hunda, ketti og leðurblökur.”
Ottinn er skiljanlegur. Nokkrum
sinnum í viku ráðast á þá skæruliðar
shíta sem hafa litla samúð með út-
sendurum Israelsmanna.
Eftir þriggja ára hersetu Israels-
manna er lífið í Tyre og nálægum
þorpum aldeilis óbærilegt. Eina
hótelið í borginni hefur tvisvar orðið
fyrir sprengjuárás. Fyrrverandi eig-
andi þess var grunaður um að vera
hallur undir Israelsmenn.
Sprengingar og vélbyssuskot heyr-
ast á hverri nóttu meðan Israels-
menn berjast við skæruliða shíta.
Skæruliöarnir eru flestir frá Amal-
samtökunum sem eru samtök shita-
múhameðstrúarmanna í Líbanon og
eiga aðild að st jórn Líbanons.
Á undanfömum vikum hafa Isra-
elsmenn verið að draga sig smám
saman til baka frá hersetnu svæðun-
um í Líbanon. Samtímis hefur of-
beldi aukist og tala látinna hríðhækk-
að.
Á sunnudag fyrir rúmri viku
keyrði kona vörubíl að ísraelskum
herflutningabíl fullum af hermönn-
um. I vörubílnum voru hundrað kíló
af TNT sprengiefni. Sprengjan
sprakk og drap konuna og 12 Israels-
menn. Hennar mun verða minnst í
sögu shíta sem fyrstu konunnar sem
fremur slíka sjálfsmorðssprengingu.
34 dauðir
Næsta dag réðust hersveitir Isra-
ela, gráar fyrir jámum, gegn þorp-
inu Zrarye, norðan Litaniárinnar,
rétt noröan við það landsvæði sem
Israelar hafa nýlega yfirgefið. Þetta
þorp var notað sem miöstöð árása á
Israelsher og þaðan fóru vopn og
menn í skæruárásir. Eftir 17 tíma
bardaga vom 34 dauðir, 10 þeirra
óbreyttir borgarar. Einn ökumaður
var kraminn til dauða þegar skrið-
dreki keyrði yfir bíl hans.
Israelar hafa lýst því yfir að þeir
muni framfylgja „járnhnefastefnu”
á meðan á brottflutningi þeirra frá
Líbanon stendur. Þeir hafa handtek-
ið hundmðshíta. Þeir hafa umkringt
heilu þorpin og bæina og leitað vand-
lega að vopnum í næstum hver ju ein-
asta húsi í sumum þorpum. Refsing-
in fyrir aö vera tengdur skæmliðum,
og ja&ivel fyrir það eitt aö vera ætt-
ingi grunaðs skæmliöa, er hörð. Hús
manna em sprangd i loft upp og jöfnuð
viö jöröu með jarðýtum. Við hverja
götu er varöstöð. I henni eru her-
menn sem skjóta á hvem bíl sem í er
aðeins einn maöur. Það er til að var-
ast sjálfsmorðssprengjuna.
Njósnanet Israela á svæðinu er
ótrúlegt. Shin Beth njósnaþjónustan
virðist vita allt. Kaffihússeigandi,
sem lánaöi blaðamönnum, sem Isra-
elar leyfa ekki að koma til Suður-
Líbanons, símann sinn var handtek-
inn. Skorið var á símalínu hans.
Vörnísókn
Herstefna Israels í Líbanon hefur
ekki virkað. Andstaðan gegn þeim
hefur bara magnast síöan þeir réöust
inn í landið 1982. Þá réöust þeir inn til
aö ryðja skæruliðum frelsissamtaka
Palestínu af svæðinu. Shítar, sem
bjuggu í Suður-Líbanon, fögnuðu
Israelum sem frelsurum. En mót-
spyman hófst þegar Israelar reyndu
aö f á þá til að ganga í ísraelsk-studda
skæruliöahópa. Þegar Israelar fundu
fyrir mótspymunni fóm þeir í vam-
arstöðu og eins og þeirra er von og
vísa sneru þeir vörn í sókn. Þeir
handtóku þorpsleiötoga og hófu hús-
leit hjá grunuðum óvinum. Ovildin
hefur síðan magnast stig af stigi
þangað til hún er orðin að fullkomnu
hatri. Israelskir hermenn pissa á
Kóraninn, hina helgu bók múham-
eðstrúarmanna, og unglingar og
gamalmenni leitast eftir aö fá að
fara í sjálfsmorðsferðir gegn her-
setuliðilsraela.
Forsætisráðherra Israels, Shimon
Peres, skilur ekki hvað er að gerast.
„Hvers vegna skjóta þeir í bakið á
hermönnum okkar?” spyr hann.
Borj Rahhai
Hluta svarsins er að finna í 1.500
manna þorpi í Suður-Líbanon sem
heitir Borj Rahhal. Blaöamaöur Sun-
day Times blaðsins breska, David
Blundy, heimsótti þorpið í síöustu
viku. Þorpið er of lítið til að þar sé
fastur sheikh, eða prestur. En þar er
liöl moska þar sem þorpsbúar biðj-
ast fyrir á helgum dögum.
Þorpið er eitt af sjö í fjallshlíðum
ekki ýkjalangt frá Tyre sem Israelar
kalla „keöju andspyrnu-shíta” gegn
sér. Israelar hafa gert árás á þetta
þorp og jafnað 10 hús við jörðu. Þar á
meðal var sjúkraskýli þorpsins sem
læknir að nafni Ali Jaber annaöist.
Blundy talaði við Jaber.
Dauðinn
dásamlegur
Hann spurði hann um hvernig
stæöi á trúarhita manna og hatri
þeirra á Israelum sem fengi útrás í
sjálfsmorðsferðum.
„Þetta hljómar kannski undarlega
fyrir Vesturlandabúa. Þið haldið
kannski að við séum brjálaöir öfga-
menn. Maður veit ekki hvenær mað-
ur deyr en maöur mun deyja. Það
gerist kannski á næsta klukkutíma,
kannski á morgun og kannski í næsta
mánuði eða eftir nokkur ár. En að
vita nákvæmlega hvenær maður
deyr er dásamlegur hlutur,” sagði
hann.
„Hvers vegna gerum við þetta?
Við erum ekki að berjast bara til að
berjast. Okkar takmark er að koma
Israelum af hverjum millímetra okk-
ar lands. Eg hef engan rétt til að
drepa saklausan Israela og ég myndi
ekki ráðast á hann í eigin landi. En
ég hef rétt til aö verja sjálfan mig í
eigin landi. Ef ég geri það og dey þá
fer ég til himna. Guð veröur á mínu
bandi. Ef hægt er að breyta núver-
andi ástandi með einni sprengju þá
eru margir í þessu þorpi sem myndu
vilja fá að bera þá sprengju.”
Samtaliö fór nú að snúast um hetju
staðarins, 19 ára gamlan dreng, sem
hafði farið í sjálfsmorðsferö gegn
Israelsmönnum. Þann fjórða
febrúar keyrði hann bíl fullan af
sprengiefni inn í ísraelska flutninga-
lest og sprengdi sjálfan sig og 10
Israela í loft upp. Drengurinn, Hass-
an Qassir, var einlægur múslimi en
enginn ofstækismaður. Hann bauðst
til að fremja sjálfsmorðið eftir að
Israelsher skaut kúlum og táragasi
inn í tækniskólann sem hann var í.
Stúlka féll i árásinni. Það sem geröi
þó útslagið var þegar hann heyrði
irraelska hermenn formæla Kóran-
inum og Múhameö spámanni.
Tilræðið
Jaber útskýrði hvemig sjálfs-
morðsferð Hassans kom til. Hassan
bauð sig fyrst fram til verksins. Síð-
an varð að samþykkja hann og hátt-
settur shita sheikh varð aö leggja
blessun sina yfir tilræöiö. Stundum
er það sheikh í Beirút en stundum í
Iran eða Sýrlandi. Einhver slíkur
samþykkti ferð Hassans. Morguninn
sem hann lagði af stað var hann
brosandi og geröi að gamni sínu.
Jaber sagðist sjálfur vera reiðubú-
inn til að fara slíka ferð. Það sama
myndu flestir í þorpinu gera, svo
sterkur væri pislarvættisandinn í
Bor j Rahhal. I þorpinu hefur svo sem
nógu mikið gerst til að réttlæta
andúð gegn Israelum. I þorpinu hafa
120 menn verið handteknir og settir í
fangabúðir. Þrír þorpsbúar hafa fali-
ið fyrir Israelsher, þar á meðal 16
ára stúlka. Enn hanga svartir sorg-
arfánariþorpinu.
Áflótta
Meö því að herða enn baráttu sína
gegn Israelum vonast shítar í Suður-
Libanon til að geta státað af því sem
engin önnur arabaþjóð getur státað
af: aöhafa stökkt Israelum á flótta.
Shítum i Suöur-Líbanon er illa við
útlendinga sem reyna að þröngva sér
upp á þá. Og það á ekki bara við um
Israela. Fyrstu bardagar þorpsbú-
anna í Borj Rahhal vom gegn PLO-
mönnum, erkióvinum Israela. Þá
börðust PLO-menn gegn Israelum
frá þessu svæöi og létu sem þeir
væru drottnarar þess. Jaber er æfur
yfir því að alls kyns hópar sem sækja
sinn stuöning erlendis frá skuli nú
hafa hellt sér í baráttuna, loksins
þegar Israelar eru komnir í vörn.
Jaber talaöi tæpitungulaust við
breska blaðamanninn og haföi litlar
áhyggjur af því hvað Israelar kynnu
að gera. Hann heföi átt aö hafa meiri
áhyggjur. Daginn eftir að þeir töluöu
saman frétti blaöamaðurinn að Isra-
elar hefðu gert árás á Borj Rahhal og
handtekiö fimm þorpsbúa, þar á
meöal einn lækni.
Sjúkiingar í spitala sem ísraelar sprengdu i loft upp. Á tveimur árum hefur hlýja i garð Ísraela breyst i óbugandi hatur á þeim.
Umsjón: Þórir Guðmundsson