Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1985, Blaðsíða 9
DV. ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS1985.
9
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Amadeus” sópaði
ff
að sér óskurunum
— F. Murrey Abraham besti karlleikari og Sally Field besta leikkona
Óskar Magnússon, DV, Washington:
Kvikmyndin Amadeus sópaði til sín
átta verðlaunum á óskarsverðlaunahá-
tíðinni hér i Bandaríkjunum. Hátiðinni
Haing S. Ngor bestur f aukahlut-
verki fyrir Killing Fields en hann
þakkaði Búdda velgengnina.
lauk á sjötta timanum í morgun að is-
lenskum tíma. Amadeus hafði þá verið
útnefnd besta kvikmynd síöasta árs.
Milos Forman leikstjóri fékk óskarinn
fyrir sinn þátt og F. Murrey Abraham
var útnefndur besti leikari i karl-
mannshlutverki fyrir hlutverk sitt í
Amadeus.
Amadeus hlaut auk þess óskarsverð-
laun fyrir handrit, búningag jörð, hljóö-
setningu, förðun og listræna umsjón.
Sally Field hlaut óskarsverðlaunin
fyrir hlutverk sitt í myndinni Places in
the heart. Sú mynd fékk einnig verð-
laun fyrir besta frumsamda handritið.
Oskarsverðlaunahátíðin var að
vanda tilkomumikil með amerískum
stil og glæsibrag. Þetta var í 57. skipti
sem þessum verölaunum var úthlutað.
Sviðið var fremur smekklega skreytt
grænum laufblöðum úr glerl Verð-
launahafar höfðu skýr fyrirmæli um að
segja aðeins örfá orð í þakklætisskyni
til aö dagskráin færí ekki öll úr bönd-
um. Rúmlega fjórar klukkustundir
þurfti þó til þess aö koma þessari ár-
legu kvikmyndahátíð frá sér. Sumir
verðlaunaþegar sögðu fátt en grétu
þess í staö. Aðrir þökkuðu fjölskyldu
sinni og ættingjum í beinan legg og
óbeinan. Einn þakkaöi Búdda.
önnur úrslit
Besta teiknimyndin var valin mynd
sem heitir Charade. Af leiknum mynd-
um þótti best mynd að nafni UP. Besta
lagið var valið, I just called to say I
loved you með Steve Wonder, notað í
myndinni Woman in Red. Myndin Kill-
ing Fields fékk óskarinn fyrir besta
aukahlutverk karlmanns í þeini mynd.
Það var hann sem þakkaði Búdda vel-
gengnina. Killing Fields fékk ennfrem-
ur verðlaun fyrir bestu kvikmynda-
töku.
Popparinn Prince var veröiaunaöur
fyrir bestu útsetningu á sungnu lagi
Sally Field
túlkunina í
besta leikkonan fyrir
Places in the heart
Milos Forman var valinn besti leikstjórinn fyrir Amadeus
fyrir Purple Rain. Maurice Javre fékk
hins vegar óskarinn fyrir leikið lag,
lagið í myndinni Passage to India (sem
sýningar voru að hefjast á hér í Regn-
boganum).
Sjötug að aldri fékk frú Petty Ash-
croft óskarsverðlaun fyrir bestan leik í
aukahlutveiki kvenmanns í Passage to
India. Indiana Jones and the Temple of
Doom var verðlaunuð fyrir snjöllustu
tæknibrögðin.
Besta heimildarmyndin taldist vera
The Times of Harvey Milk og stutt
heimildarmynd, The Stonecarver. Tit-
ilinn besta mynd á erlendu máli hlaut
svissneska myndin Hættulegir leikir.
Kempan James Stewart var heiðrað-
ur með sérstökum óskar fyrir fimmtíu
ára glæstan leikferil. Þaö var Jack
Lemmon sem var kynnir á óskarsverð-
launahátíðinni en sjálfur Sir Laurence
Olivier var fenginn til aö tilkynna um
bestu mynd ársins, Amadeus.
•Jk
Paggy Ashcroft bast i aukahlut-
varki fyrir túlkun sina f A Passaga
to India (sem sýnd ar i Ragnbogan-
um núna).
Verkfallsástandið íDanmörku:
430 siúklingar reknir heim
Kristján Arason, DV, i Kaupmanna-
höfn.
„Enn sem komiö er hefur yfirstand-
andi verkfall í Danmörku komið harð-
ast niður á íbúum Álaborgar. Um 80
þúsund íbúar borgarinnar eru án
heitavatnsins vegna verkfalls í fjar-
varmaveitu. Vegna þessa hefur orðið
að loka fjölda skóla og barnaheimila.
Sjúkrahúsið i Áiaborg hefur einnig
neyðst til þess að loka fjölda sjúkra-
deilda og hafa 430 sjúklingar oröið að
yfirgefa það. Ekki hefur verið unnt að
gera neinar meiri háttar aðgerðir í
sjúkrahúsinu síðan verkfallið hófst.
Vegna þess hve alvarlegt ástandið
var orðið í Álaborg mun starfsfólk f jar-
varmaveitunnar líklega fá verkfalls-
undanþágu frá og með deginum í dag.
Samgöngur í Danmörku hafa að
miklu leyti farið úr skorðum eftir að
verkfallið hófst. Margar ferjur eru nú
bundnar við bryggju og hafa ýmsar
smærri eyjar einangrast. Allt innan-
og utanlandsflug hjá SAS liggur nú
niðri vegna verkfallsins en ýmis
smærri flugfélög geta þó enn flogið þar
sem þau eru ekki aöilar að vinnuveit-
endasambandinu. — A Kastrupflug-
velli í Kaupmannahöfn hafa flugvélar i
eigu erlendra flugfélaga getað at-
hafnaö sig en þó þvi aðeins að starfs-
fólk viökomandi flugfélags s jái um alla
afgreiðslu.
Er líða tekur á vikuna má búast viö
skorti á ýmsum nauðsynjavörum.
Þannig er fyrirsjáanlegur skortur á
ýmsum mjólkurvörum, fersku kjöti og
grænmeti. Einnig er fariö að bera á
bensinskortL
I siðustu viku og það sem af er þess-
ari viku var mikið hamstrað. Til
dæmis eru bjórbirgðir uppurnar þegar
eftir aðeins tveggja daga verkfall.
Þótt verkfalliö sé víðtækt viröast
sumir bjartsýnir og þó sér í lagi kaup-
sýslumenn. Mikil kippur hefur komið i
sölu verð- og hlutabréfa á hinum
frjálsa markaði. Þótt undarlegt megi
viröast hafa þau hækkaö i verði.
ALBARKAR
þvermál 80-250 mm
LeitiÓ upptýsinga:
'B BREIÐFJÖRÐ
M&r BUKKSMHXiA-STFVPUMðT-VBOCRAlXAR
SIGTUNI 7 - 121 REYKJAVlK - SlMI 29022
IFJðllRIN.
Mikið úrval
vinnupalla
úti sem inni.
Leiga — sala.
•Mi\tuwTrn
FOSSHÁLSI 27 - SlMI 687160
SKIPPER
810dýptarmælar
með innb.
botnstækkun
Hagstætt verð
og greiðsluskilmálar
L A. A A A. A A. A. J
Friörik A. Jónsson h.f.
Skipholti 7, Reykjavik.
Símar 14135 — 14340.
Kanarí-
Dagflug alla þriðjudaga
2, 3 eða 4 vikur. Verð frá kr. 25.752,-
Fögur og heillandi sólskinsparadís.
Þið veljið um dvöl í góðum íbúðum eða glæsilegum
4ra og 5 stjörnu hótelum í stærstu ferðamannaborg
Kanaríeyja, Puerto de la Crus, eða á Amerísku
ströndinni.
Fjölbreyttar skemmti- og skoðunarferðir um stórt og
fagurt land. Frábærir veitingastaðir, spilavíti, tugir
skemmtistaða og diskóteka. íslenskur fararstjóri.
Ath.: aðeins fó sæti laus í páskaferðirnar.
Aðrar ferðir okkar:
' MALLORKA dagflug alla laugardaga,
Grikkland, Malta og CostaBrava.
m
‘ ■
nsœ
;;
7.
'AF
— Fninf=g*niR!
= SOLRRFLUC
Vesturgötu 17, simar 10661,15331 og 22100
AÐ LJÚKA
UPP
RITNINGUNNI
ER HVERJUM
WIANNIH0LLT
GÚÐ 0G NYTSÖM
FERMINGARGJÚF
Fæst i bókaverslunum og
hjé kristilegu félögunum.
HIÐ ÍSL. BIBLÍUFÉLAG
(P>ul)braníJS6tofti
Hallgrimskirkju, Reykjavik,
simi 17805, opið 3 —5 e.h.