Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1985, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1985, Blaðsíða 6
6 DV. ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS1985. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Eru dönsku blööin dýr? . Því hefur stundum veriö haldið fram að dönsku blöðin vinsælu, sem við sjáum reglulega i velflestum bókabúðum landsins, væru nokkuð dýr, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að rikið leggur engin inn- flutningsgjöld né tolla á innflútt blöð og tímarit. Verðmyndunarþættir erlendra blaða og tímarita hafa áður veriö í deiglunni, minna má á könnun Verð- lagsstofnunar í lok ársins 1981 þar sem útsöluverð á dönskum blöðum á markaöi hérlendis var athugað án þess þó að nokkuð óeðlilegt kæmi í ljós. Fjórir meginþættir grundvalla verðmyndun Samkvæmt upplýsingum frá Hauki Gröndal, framkvæmdastjóra Innkaupasambands bóksala, en þaö fyrirtæki flytur inn megnið af erlendum blööum og tímaritum í landinu, eru þaö fjórir verö- myndunarþættir sem skipta mestu máli um útsöluverð. Dönsku blöðin Alt for damerne og Alt om mad eru mjög vinsæl á íslandi og seljast vel. I Danmörku er staðlað verð á Ait for dameme 10,95 danskar krónur en Alt om mad 34,50 danskar krónur. Miðað við núverandi gengi dönsku krónunnar, 3,51 íslensk króna fyrir hverja danska, kostar Alt for dam- erne 38,30 íslenskar krónur í Dan- mörku og Alt om mad 120,70 íslensk- arkrónur. I íslenskri bókabúð kostar Alt for dameme hins vegar 83 krónur og Alt om mad 207 krónur. Hér munar auðvitaö töluverðu á verði enda á þá eftir að reikna inn í myndina islensku álagningarþætt- ina. Samkvæmt upplýsingum frá Hauki Gröndal em þeir eins og fyrr sagði fems konar. 1. Flutningskostnaður með skipi frá Danmörku til Islands, alls 15% af Kanínusteik á boröum? Hafið þið prófaö kaninukjöt? Það kvu vera komið á markaö hér á iandi og minnir á kjúklingakjöt. I fréttabréfi Kanínuræktarfélagsins á Suðurlandi rákumst við á eftir- farandi uppskrift: 1 kanínuhryggur 2 kanínulæri 100 g smjör 200 g beikon (líka má nota spekk) 500 g grænmeti, skorið í litla bita 1 hvítlauksgeiri, marinn 1 dlmadeira 1 dl rauðvín 1 dl rjómi 1 piparkaka rifsberjasulta timianogsalt Beikonið skorið i bita og brúnað gætilega. Smjörið sett saman við. Steikið kjötið þar í á öllum hliðum. Takið kjötiö upp úr og hellið madeiravíninu í pottinn. Græn- metinu og lauknum bætt í pottinn og iátið sjóða i 10 mín. Rauðvíni og rjóma hellt yfir grænmetið og ieggið síðan kjötiö yfir grænmetið og saltið. Myljið piparkökuna yflr kjötið, ásamt timiani. Þetta er soðið í ofni i klukkustund og ausið ósparlega yfir kjötiö. Eftir kist. er hryggurinn tilbúinn en lærin þurfa um hálftíma iengri steikingu. Aö því loknu er soðið sigtað frá, kryddað með rifnum sítrónuberki og rifsberjasultu. Grænmetið og beikwiið borið f ram með steikinni. Meöalkanína vegur í kringum l^ kg. -A.Bj. -'H n- Úrval erlendra blaða er mikið en sitt sýnist hverjum um verðið. svokölluðu fob. verði, þ.e.a.s. af 2. Dreifingarkostnaður Innkaupa- greind dönsk blöð til sölu, alls um kostnaöi farmsins komnum um sambands bóksala til allra bóka- 20% af samanlögðu innkaupsverði borðíflutningstækl búöa í landinu sem bjóða fýrr- og flutningskostnaði. 3. Smásöluálagning bóksala. Alls um 60% ofan á þá þætti sem fyrr eru nefndir. 4. Islenska rikið leggur síðan 24% söluskatt ofan á alla summuna og út fáum við útsöluverð íslenska neytandans. Ekki dreifingarkostnaður heldur heildsöluálagning Við bárum þessar tölur undir Jóhannes Gunnarsson hjá Verðlags- stofnun. Taldi Jóhannes að hér væri um eðlilega útfærslu verðmyndunar að ræða og ekkert viö hana aö athuga nema hvaö Innkaupasamband bók- sala kallar dreifingarkostnaö. Sagöi Jóhannes að hér væri um oröaleik að ræða, dreifingarkostnaðurinn svo- kallaði væri ekkert annað en heild- söluálagning innflytjenda enda eðli- legt að þeir vildu eitthvaö fyrir sinn snúð. Haukur Gröndal vildi aö lokum leggja á það áherslu að dönsku blöð- in skæru sig ekkert úr í samanburði við önnur blöð hvað verð né álagn- ingu varöaði, og í raun væri hlutfalls- lega sama verð á öllum innfluttum blöðum enda sömu álagningarþættir. Innkaupasamband bóksala er sameignarfyrirtæki bóksalanna í landinu og er það með einkadreif- ingu á dönsku blöðunum hérlendis auk f jölmargra annarra titla. -hhei. Kvöldverður í Höf n fyrir besta réttinn — verðlaunasamkeppni Osta- og smjörsölunnar sf. Osta- og smjörsalan sf. stendur fyrir verðlaunasamkeppni um bestu uppskriftirnar ’85 og lýkur henni 15. apríl næstkomandi. Keppnisreglur eru þessar: Ostar og/eða smjör verða að skipa veglegan sess í uppskriftunum. Þær þurfa að falla inn í einn af eftirtöld- um flokkum: sjávarrétti, bakstur eða eftirrétti. Uppskriftirnar méga ekki hafa birst áður á prenti eða annars staöar. Þátttaka er öllum heimil og er heimilt að senda fleiri en eina upp- skrift en ekki á sama blaði. Þá þarf að tilgreina nákvæmlega öll mál þeirra hluta sem í réttinn fara, sömuleiðis fyrir hve marga hann er ætlaöur. Allar uppskriftirnar verða aö heita eitthvað og nafn höfundar, heimilisfang og sími þarf að fylgja í lokuðu umslagi. Vegleg verðlaun eru í boði og fjöldi viðurkenninga. 1. verðlaun eru helgarferð til Kaupmannahafnar fyrir tvo og kvöldveröur á einu þekktasta veitingahúsi borgarinnar. 2. verðlaun eru helgarferö fyrir tvo til Akureyrar eöa Reykjavíkur og 3. verðlaun helgarferð til Húsavíkur eða Reykjavíkur. Þá verða veittar 20 viðurkenningar í hverjum upp- skriftaflokki. Verðlaunaafhending fer framilokmaí. -A.Bj. Fisksteikur beint á pönnuna Sýnishom af framleiðsluvörum Fiskfangs, allt í snyrtilegum loftdregnum umbúðum. DV-mynd KAE. Nú geta Islendingar keypt sér fisk- rétti sem hantéraðir eru á svipaöan hátt og íslenski fiskurinn erlendis. Fisksteikur eru skornar út úr fisk- blokk og seldar þannig og eins velt uppúreggiograspi. Það er fyrirtækið ASCO sem fram- leiöir þessa fiskrétti ásamt mörgum fleiri tegundum undir vörumerkinu Fiskfang. öll framleiðslan er pökkuð í loftdregnar umbúðir og eru leið- beiningar um matreiðslu á umbúðunum. I hverjum pakka eru sex 80 g fisk- steikur. Vsan er vinsælust en einnig njóta karfa-, steinbíts- og lúðusteikur vaxandi vinsælda. Meðal annarrar framleiðslu Fiskfangs má nefna reykt karfaflök, signa ýsu og rækjur. Þá hefur fjrirtækið reynt fýrir sér með fiskútflutning en þaö flutti vatnasilung út til Noregs á sl. árí. Aðaleigandi ASCO er Arnþór Asgrímsson en meðeigandi hans er Valdimar Arnþórsson. Alls vinna átta manns hjá fyrirtækinu. -A.Bj.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.