Dagblaðið Vísir - DV

Dato
  • forrige månedmarts 1985næste måned
    mationtofr
    25262728123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567
Eksemplar
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1985, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1985, Side 40
FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Sími ritstjórnar: 68 66 11. Auglýsingar, áskrift og tfreifing, sími 27022. Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá í sima 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku, Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Jón L. tók forystuna Eftír tíundu og næstsíðustu um- ferð á alþjóðlega skákmótinu á Húsavík er staðan þessi: Jón L. Arnason er efstur meö 7 1/2 vinning, í öðru sæti er Lein með 7 vinninga, í þriðja sæti er Lombardy með 6 1/2 vinning og í fjórða til fimmta sæti eru Helgi Olafsson og Zuckerman með 6 vinninga h vor. Orslit í níundu umferð uröu þau að Askell og Guðmundur, Heigi Olafsson og Heimers, og þeir Lein og Lombardy gerðu jafntefli. Zucker- man vann Pálma og Jón L. Ámason vann Karl Þorsteins. Jóni L. Amasyni nægir aðeins hálfur vinningur UI að ná mikilvæg- um áfanga í stórmeistaratitli. I síö- ustu umferð, sem fer fram í dag, tefl- ir hann við Áskel Kárason og þarf Áskell hálfan vinning til að ná i fyrsta áfanga FIDE meistaratitils. -AE Rannsóknákáffi- haunum liggurniðri Rannsóknarlögreglu rikisins hefur ekki ennþá gefist tóm til að hefja rannsókn á kaffibaunamálinu svo- kallaða, viðskiptum Sambands íslenskra samvinnufélaga og Kaffi- brennslu Akureyrar með kaffi- baunir. Að sög Þóris Oddssonar vararannsóknarlögreglustjóra er ástæðan annir við önnur verkefni. Það var 1. mars siðastiiðinn sem ríkissaksóknari óskaði eftir lögreglu- rannsókn á kaffibaunamálinu. Rannsókn skyldi beinast að því hvort komið hefði til auðgunar- eða gjald- eyrisbrota. Fyrir liggja skýrslur skattrann- sóknarstjóra og gjaldeyriseftirlits Seðlabanka um kaffibaunainnflutn- inginn. Það var á grundvelli þessara skýrslna sem saksóknari fyrir- -é skipaöilögreglurannsókn. -KMU. Bílstjórarnir aðstoða SfnD/BíLJtSTÖÐ/n Rekstur Kreditkorta sf. í endurskoðun: Haílinn níu miiíj■ ónir síéasta árið I rekstrarreikningi Verslunar- banka Islands og Verslunarsjóðs fyrir árið 1984 kemur f ram að haúi af rekstri Kreditkorta sf. hafi verið 3 millj. króna. Hins vegar á Verslunar- bankinn Kreditkort sf. að einum þriðja þannig að alls hefur halli fyrirtækisins á árinu 1984 verið 9. millj.króna. DV leitaði til Haralds Haraldssonar hjá Kreditkortum sf. og bað hann um skýringar á þessum halla. Hann sagði að fyrirtækið hefði átt í miklum erfiðleikum á síðasta ári. Til dæmis hefðu umboðslaun frá fyrirtækjum verið þvinguð niður tvisvar sinnum á árinu, í ársbyrjun og aftur um haustið til að koma til móts við óskir matvörukaupmanna. Haraldur sagði að hinn mikli gengismunur vegna þróunar Banda- rikjadollars hefði sett óvænt strik í reikninginn. Þetta hefði ekki verið hægt að sjá fyrir og gera ráð fyrir í rekstri fyrirtækisins. Gjaldeyris- breytingar væru ekkert vandamál í rekstri ef Island væri með skráðan gjaldmiðil á erlendum gjaldeyris- mörkuðum. Að lokum sagöi Haraldur að við þessu tapi yrði brugðist með aukningu á hlutafé fyrirtækisins og einnig yrðu gerðar ákveðnar skipu- lagsbreytingar sem þegar væru farnar að skila auknum hagnaði. -ae Bslenskur sjómaður í millilandasiglingum: DRAKK SPfRA 0G MISSTISJÓNINA Islenskur sjómaður á millilanda- skipi liggur nú blindur á sjúkrahúsi í Englandi eftir að hafa drukkið ein- hvem óþverra í Kanada. Hér er um að ræða háseta á íslensku skipi sem er í millilandasigl- ingum. I kandadískri höfn fór hann við annan mann i land og festu þeir kaup á drykkjarföngum. Nutu þeir veiganna um borð eins og gengur og bar ekki á neinu óeölilegu. Lætur skipið úr höfn og þegar út á rúmsjó er komið veikist annar mannanna hastarlega og missir sjónina. Er lik- legt talið að blindan standi i beinu sambandi við fyrrgreinda drykkju; aö þama hafi tréspíritus verið hafð- urumhönd. Er þetta gerðist var skipið á leiö til Bretlandseyja og dvelur sjómaö- urinn nú þar á sjúkrahúsi. Standa vonir til að hann fái sjónina aftur. -EIR. Togarlnn Hjörleifur kom úr veiðiferð f gnr með góðan feng. Var hér um að ræða 530 kflóa hákarl eins og þeir gerast bestir f hinum margfrngu „Jaws" bíómyndum. Þurfti lyftara til að flytja þetta fiikki af hafnar- bakkanum. Hákarlinn verður vnntanlega knstur og notaðlr f þorramatinn hjá okkur á nnsta ári. DV-mynd S Svikabingó á Hótel Sögu? Aldrei samið um vinninga við Sjónvarpsmiðstöðina, segir eigandi verslunarinnar Er svikabingó í gangi í borginni? A sunnudagskvöldið var haldiö bingó í Lækjarhvammi á Hótel Sögu þar sem lofað var 100 þúsund krónum í vinninga. Var vinningshöfum til- kynnt að þeir ættu aö snúa sér til Sjónvarpsmiðstöðvarinnar að Síðu- múla 2 til að ssekja vinninga. Þegar fólkíð kom að sækja vinningana kom verslunareigandinn af fjöllum og kannaðist ekkert við máliö. Að sögn Arthúrs Moon, eiganda Sjónvarpsmiðstöðvarinnar, kom for- svarsmaður bingósins að máli við hann fyrir alllöngu og minntist á samning um vöruúttekt. Segist Arthúr ekkert hafa heyrt frá honum síðan. „Hér hefur verið straumur af fólki i allan dag að vitja vinninganna sinna. Það segir að því hafi verið til- kynnt að þaö mætti sækja peninga- verölaun í Sjónvarpsmiðstöðiha. Eg hef látið rannsöknarlögregluna vita ummálið.” Umræddur félagsskapur hét upp- haflega Samtök hungraðra og vildi halda bingó í góðgerðarskyni, að sögn forsvarsmanna. Til þess hafði hópurinn ekki tilskilin leyfi og var bingóið stöðvað. Nú hafa þau samtök verið lögð niður í sinni upprunalegu mynd og undir auglýsingu um bingó- ið á sunnudag stendur „nefndin”. Ekki tókst að ná í Hreiðar Jónsson, forsvarsmann bingósins, þrátt fyrir ítrekaðartilraunir. -EH. Hvaðeráseyði um páskana? Allt efni sem á að koma i síðasta „helgarkálfi”fyrirpáska: .Jlvað er á seyði um helgina”, þarf að hafa borist ritstjóm DV f síðasta lagi á hádegi á mánudag. Síðasta blað fyrir páska kemur út miðvikudaginn 3. apríl og fylgir helgarkálfur meö því blaöi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar: 72. tölublað (26.03.1985)
https://timarit.is/issue/190127

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

72. tölublað (26.03.1985)

Handlinger: