Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1985, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1985, Blaðsíða 2
2 DV. LAUGARDAGUR13. APRIL1985. Samkomulag í allsherjarnef nd neðri deildar um bjórf rumvarpið: STYRKLEIKIBIÓRSINS VERDUR FIMM PRÓSENT — einungis leyft að selja ölið í verslunum ÁTVR Stórt skref var stigiö í gærmorgun í þá átt að leyfa sölu bjórs á Islandi.- Allsherjamefnd neðri deildar lauk þá störfum sínum um bjórfrum- varpið. Leggur nefndin til að frumvarpið verði samþykkt á Alþingi, þó með allmörgum breytingum. Helsta breytingin er sú aö sala áfengs öls verði einungis leyfð í verslunum ÁTVR, Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Og samkvæmt upplýsingum DV eru aðrar helstu breytingar þær að eingöngu verði notaðar einnota um- búðir fyrir ölið. Og síðast en ekki síst; að styrkleikinn verði hámark 5 prósent. Verði bjórfrumvarpið samþykkt á Alþingi hefst sala áfengs öls eftir tæptár, eða 1. mars 1986. En frumvarpiö er enn ekki komið í gegn á Alþingi. Það verður tekið til umræðu í neðri deild Alþingis í næstu viku. Búist er við miklum umræðum. Verði frumvarpiö samþykkt í neðri deild fer það í efri deild. Samkvæmt heimildum DV er talið að meirihluti sé á Alþingi fyrir frumvarpinu. Það var í desember síðastliðnum, skömmu fyrir jól, sem allsherjar- nefndin fékk þann starfa aðfjalla um bjórfrumvarpiö. Sjö þingmenn sátu í nefndinni. I afstööu til frumvarpsins klofnaði nefndin, fimm gegn tveimur. Þau sem skrifuðu undir frumvarpiö með breytingunum voru: Gunnar G. Schram, form. allsherjarn., D, Pálmi Jónsson, D, Stefán Guðmundsson, B, Guðrún Helga- dóttir, G, og Guðmundur Einarsson, C. I minnihluta voru þeir Friðjón Þórðarson, D, og Olafur Þ. Þórðarson, B. Og samkvæmt upp- lýsingum DV mun formaðurinn, Gunnar G. Schram, hafa skrifaö undir frumvarpið með fyrirvara um málsmeðferð. Mun hann hafa lagt f ram þá tillögu að frumvarpið fengi sérstaka máls- meöferð. Vildi hann að neðri deild vísaði frumvarpinu til þeirrar nefndar ríkisstjómarinnar sem hef- ur það hlutverk að móta opinbera stefnu í áfengismálum. Yrði óskað eftir álitsgerö nefndarinnar um frumvarpið og jafnframt tillögum um það hvernig staðið skyldi aö sölu og dreifingu áfengs öls, yrði það heimilað. Þessi tillaga Gunnars mun hafa verið felld. -JGH. Gestur Stef ánsson sem lenti í f lugráni á Beirút-f lugvelli: Varpaði mér í golfio er ræninginn hóf skothríð Islenskur verkfræöingur, Gestur Stefánsson, sem búið hefur erlendis í tæpan aldarf jóröung, lenti í flugráni á flugvellinum í Beirút í Líbanon laugar- daginn 23. febrúar síöastliöinn. Flug- rán þetta vakti mikla athygli um allan heim og var meðal annars aðalfrétt ís- lenskra fjölmiðla. Gestur Stefánsson sat fremst í flug- vélinni þegar flugræninginn ruddist um borð að framanverðu, vopnaður stórri skammbyssu með hljóödeyfi og 24 handsprengjum. Ræninginn var að- eins fimm metra frá honum. öryggisverðir stóðu við hliðina á sæti Gests þegar ræninginn hóf skot- hríð. Áður en flugvélin fór á loft tókst Gesti ásamt öðrum farþegum að bjarga sér út um neyöarútgang og út á væng. Þaðan stökk hann niður á flug- brautina en hælbrotnaöi við það. Flugvélin, sem var af gerðinni Bo- eing 707 frá líbanska flugfélaginu Middle East Airlines, flaug til Kýpur aö kröfu ræningjans með opnar dyr og neyðarrennibrautir lafandi utan á skrokknum. Þotan stansaði ekki lengi á Kýpur heldur var henni aftur snúið til Beirút. Þar tókst flugræningjanum að laumast frá borði og sleppa inn í þorp skammt frá flugbrautinni. Hann hefur ekki fundist. Var aö koma frá Suður- Jemen „Þetta er rétt. Þetta gerðist laugar- daginn 23. febrúar í Beirút,” sagði Gestur Stefánsson er DV hringdi heim til hans í Hersholm í Danmörku í gær. „Ég vinn fyrir danskt fyrirtæki sem heitir Pihl & Sen. Það hefur frá árinu 1981 haft mikil verkefni í Suður-Jemen. Þangað hef ég farið 16 til 18 sinnum. Eg stjóma þessum verkefnum frá Kaupmannahöfn. Ég var að koma frá Aden, höfuðborg Suður-Jemen, með Middle East Airlin- es. Með mér voru tveir Danir frá danska utanríkisráðuneytinu. Viö fór- um frá Aden snemma morguns, milli- lentum í Jedda í Saudi-Arabíu og flug- um þaðan áfram til Beirút. Þangaö komum við klukkan rúmlega ellefu. I Beirút var skipt um flugvél. Við stigum um borð í hina flugvélina um klukkan tólf. Hún átti að fara um Paris og London til Kaupmannahafnar. Stóð fimm metra frá mér og dró fram skammbyssu Við sátum á fyrsta farrými. Ég sat á fremsta bekk. Þegar allir voru komnir um borð kom maður, klæddur brúnum kyrtli, inn í flugvélina um framdyrnar. Hann stóð fyrir aftan stjórnklefann um fimm metra frá mér þegar hann dró fram stóra skammbyssu með hljóð- deyfi og byrjaði að hrópa á arabísku. Þá var tjald dregið fyrir þannig að ég sá ekki til hans. En ég heyrði hann tala bak við tjaldiö. Dyrunum var lokað og flugvélin var ræst. Flugstjórinn byrjaði að tala við farþegana, fyrst á arabísku, síöan á ensku. Hann sagði að við færum til Parísar og London. Tveir öryggisverðir komu aftan úr flugvélinni. Þeir stóðu við hliöina á mér. Þeir töluðu við manninn á ara- bísku. Ég skildi ekki hvað þeir sögöu. Gestur Stefánsson verkfræðingur. Skothríð í flugvélinni Þá hóf maðurinn skothríö. Hann skaut fimm eöa sex skotum samtímis því sem hann hrópaöi hátt á arabísku. Ég henti mér strax niður á gólfið í átt að glugganum. Þar fékk ég gott skjól af matarbökkum og ööru sem var þama í eldhúsinu því að ég var í fremstu sætaröð. Skotin hæföu engan. öryggisverðim- ir fóru. Þeir skutu ekki á móti, kannski af því að þeir þekktu manninn. Ef þeir hefðu skotið á móti hefðu þeir einnig getað hæft flugáhöfnina sem var fyrir aftan ræningjann. Ræninginn hafði víst einnig hótað að sprengja vélina í loft upp. Mér var sagt að hann hefði sagst hafa 20—25 handsprengjur á sér. öryggisveröimir fóm aftur úr vél- inni. Skömmu síðar sá ég að fólkið á öðru farrými stóð upp. Þvaga myndað- ist á ganginum. Sumir á fyrsta farrými byrjuðu að skríða yfir sætabök með- fram veggjum til aö komast aftur í vél- ina. Hljóp út á væng og hoppaði niður Þegar ég sá tækifæri greip ég tösk- una mina og hljóp eftir ganginum að fyrstu neyðardyrum. Ég hljóp út á vænginn. Töluvert af fólkinu var byrjaö að hoppa niður af vængnum. Ég hoppaði líka en meiddi mig við þaö í fætinum og hælnum. Það brotnaöi flís úr hælnum. Við vorum með þeim síðustu sem komust út. Allir hreyflarnir voru þá komnir á fulla ferð en flugvélin var ekki farin af stað. Flugvallarstarfs- menn höfðu fest hjólin. Hermenn voru allt i kring. Allir náðu aö komast út nema áhöfnin. Þeir voru gíslar. Einn farþegi lést Sumir farþeganna fótbrotnuðu. Sum- ir lentu í loftstraumnum frá hreyflun- um og flugu eftir malbikinu. Einn höfuðkúpubrotnaði og dó. Vélin flaug með opnar dyr og neyðar- rennibrautir flaksandi. Flugvélin fór að sögn til Kýpur og aftur til Beirút. Flugræninginn hafði verið í öryggis- sveitum á flugvellinum. Maðurinn var vitanlega brjálaður eða að minnsta kosti ruglaður. Ég veit ekki hvaða hót- anir hann notaði en mér var sagt að hann hefði sloppið og horfið út í Líban- onsfjöll. Ég og þessir tveir dönsku samferða- menn mínir komumst til danska sendi- ráðsins í Beirút. Flugfélagið setti okk- ur síöan inn á mjög gott hótel. Næsta dag fórum við á sama tima með sams konar vél til Kaupmannahafnar um París og London. Ég kom til Kaup- mannahafnar á sunnudagskvöldi og fór þá á slysavarðstofu. Þar kom í ljós að flís hafi brotnað úr hælnum,” sagði Gestur Stefánsson. Úr Gnúpverjahreppi Hann fæddist árið 1923 i Haga, Gnúp- verjahreppi. Hann varð stúdent frá MA árið 1943 og lauk fyrrihlutaprófi í verkfræöi frá Háskóla Islands árið 1945. Próf í byggingarverkfræði tók hann frá Kaupmannahöfn. Hann starfaöi á Islandi við Sogs- virkjanir til ársins 1961. Síðan hefur hann starfað erlendis. Eiginkona hans er dönsk. Þau eiga tvo syni. I fréttum af ráninu kom fram aö flugræninginn hefði meðal annars krafist launahækkana fyrir flugvallar- starfsmenn. -KMU. Ráðherrar ogþingmenn Sjálfstæðis- flokksins: Þvælast og spilla fyrir formanninum Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins fengu slæma útreið í ræðu Vilhjálms Egilssonar á landsfundinum í gær. Vilhjálmur gagnrýndi ráðherra Sjálfstæðísflokksins fyrir að hafa með áhugaleysi sínu eyðilagt skatta- lækkunarleiðina sem formaður flokksins átti frumkvæði að. „Það er kannski eitt stærsta dæmið um þaö að hluti ráðherra og þingmenn hafa reýnt að veikja formann Sjálf- stæðisflokksins meö því að þvælast fyrir og spilla fyrir mörgu af því sem hann hefði náð fram,” sagði Vilhjálmur og fékk gott klapp. 140 ungir sjálf- stæöismenn Vilhjálmur mælti fyrir munn 140 ungra sjálfstæðismanna sem hafa lagt fram verkefnaskrá fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. Þessi skrá á að vera viðauki við þau drög sem lögð voru fram. Þar er kveöið mun harðar að en i drögunum sem kynnt voru á f undinum. Verkefnaskráin byggir fyrst og fremst á því aö verðbólga verði lækkuð, jafn- vægi verði á vinnumarkaði og að lántökur erlendis verði stoðvaðar. Hann sagði aö ríkisstjómin stefndi nú að því að auka erlendar skuldir um 20 þúsund á hvert mannsbam. Þær væm þegar 215 þúsund. Þetta yrði að stöðva og 1985 yrði að vera síöasta skuldasöfnunarárið. Drögin fengu dræmar undirtektir Drögin að stjórnmálaályktun, sem kynnt voru í gær, fengu dræmar undir- tektir. Aðeins Friðrik Sophusson og Geir Haarde voru samþykkir. Aðrir ræðumenn gagnrýndu þau. Megingagnrýnin var að ekki væri nógu hart að kveðið. „Það er fátt að finna í þessum drögum. Þetta er bara almennt kjaft- æði sem annar hver allaballi gæti skrifað undir,” sagði Erlendur Magnússon þingfulltrúi og bætti því viö að ráöherrar Sjálfstæðisflokksins virtust lifa í fortíðinni, ekki í nútímanum. -APH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.