Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1985, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1985, Blaðsíða 7
DV. LAUGARDAGUR13. APRIL1985. AÐ FÁ AÐ SKAPA ER ÞAÐ SKEMMTILEGASTA —segirJeanne Moreau, franska leikkonan „Ég mun halda áfram aö vinna þar til ég verö til grafar borin," segir franska leikkonan .leanne Moreau. „Ég er aldrei eins ánægö og þegar ég er eitthvaö aö starfa." Leikonan opnar sárasjaldan dyr heimilis síns fyrir fréttamönnum, en hún býr á la Garde de Foesnet í Suður- Frakklandi. Donna Summer hefurtekið kristna trú Donna Summer sló í gegn fyrir níu árum með laginu „I love to love". Þar með var hún orðin „Sexy diskó- drottning". I dag heyrir það allt f ortiðinni til. „Mér var alveg stjórnað af öðrum," sagði Donna í viðtali við erlent tímarit. „Það kom oft ágætt út úr því, ég get ekki neitað því. En nú, eftir að ég hefi tekið kristna trú, beinist hugur minn að öðrum lífsverðmætum. Eg segi oft frá því að þaö að öðlast kristna trú veitir mér meira f relsi en nokkur trúir. Eg þröngva ekki truarskoðunum mínum upp á nokkurn mann, en ég fer ekki dult með boðskapinn. Og þið verðið að trúa mér þegar ég segi, að í dag finnst mér ég gera miklu betri plötur, sé miklu betri listamaöur, en nokkru sinni áður". Síðasta plata Donnu Summer heitir „Cats'without claws". -DB. Hér eyöir hún mestum tíma sínum við lestur bóka og kvikmyndahandrita. I hlutverkavali sínu er hún mjög vand- lát og hefur einnig aukinn áhuga á stjórnun og framleiðslu kvikmynda sjálf. Svo önnum kafin er hún að hún gefur sér sjaldan tíma til að vera við- stödd kvikmyndahátíðir sem haldnar eru víðs vegar um heiminn til kynn- ingar á nýjum myndum. Hún hefur lokið við gerð myndraðar um ævi leikkonunnar Lillian Gish fyrir sjónvarpiö þar sem hún var stjómand- inn. Einnig stjórnaði hún sjónvarps- þáttum frá hinu stórkostlega listasafni Louvre í París um listaverkin sem þar erugeymd. .Jeanne Moreau lék í mynd Fass- binders. QuaiTel. svo og La Veneziana sem var stjórnað af Luigi Comencini. Sú mynd var valin besta erlenda myndin í USA 1984 af gagnrýnendum í New York. Sjálf hefur Moreau stjórnað átta kvikmyndum, þ.m.t. Adoloscence og Lumiére. Fleiri myndir eru væntanleg- arfráhenni. „Aö fá að skapa er það skemmtileg- asta í líf inu,'' segir Jeanne Moreau.. (DB þýddi úr norsku) Jeanne Moreau í garðinum sinum Júhú stelpur! Nú grynnkum við á barmafullum bíðlistum frá í fyrra og bjóðum fjórar fjörmiklar kvennaferðir til fröken í háhæluð fótspor Henríettu í leit að Rósamundu Parfs ætlum við að: Fara í tyrkneskt kvennabað Skoða .stærsta markað í París, þar sem konur geta skoðað allar pær tuskur sem þær vilja Ganga settlega um skrautgarða Parísarborgar Horfa á Eiffelturninn (það verður beðið eftír þeim sem þora upp) Fara á flot á Signu Heimsækja Pompidou-safnið Fara á kvennakaffihús - og fullt af götukaffihúsum Horfa á sæta stráka bera að ofan og í stuttbuxum Fara í skoðunarferð um borgina Og síðasta kvöldið förum við á veitingastaðinn „Le Pot de Terre" þar sem Henrfetta verður veislustjóril Þetta er bara brot af því sem hægt er að gera í París. En fyrst og fremst ætlum viö kellurnar að hlægja saman, kjafta saman, borða saman og skoða og skemmta okkur saman. 30. júní |1 vika). 7. júlí |1 vika), 4. ágúst |1 vika), 11. ágúst (1 víka). Verð aðeins kr. 19.900 Innifalið: Flug til Parísar, akstur til og frá flugvelli, gisting á góðu hóteli í Latínuhverfinu með morgunverði (ásamt fararsrjóm sem seint mun gleymast). Fararstjóri: Helga Thorberg Oiskódrottningin Donna Summer sem sló i gegn fyrir níu arum. Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆT112 - SÍMAR 27077 & 28899 SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÖTU 18 - SÍMAR 21400 & 23727

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.