Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1985, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1985, Blaðsíða 22
22 DV. LAUGARDAGUR13. APRlL 1985. Hann býr ásamt konu sinni, Giselle, í gömlu, viröulegu húsi í hjarta Latínu- hverfisins í París. Hann stjómar líf- fræðirannsóknum hjá Rannsóknar- stofnun franska ríkisins. Á vetrum heldur hann sig innan veggja rann- sóknarstofanna en yfir sumartímann dvelst hann ýmist viö rannsóknir í Surtsey eöa nýtur hvíldar í sumarhúsi sínu í Sevennafjöllunum í Suöur- Frakklandi. Hann elskar líka bækur. Sér í lagi gamlar bækur sem fjalla um Island. Þessi bókaást olli nýlega einhverjum merkasta bókafundi síöari ára: Myndavalsbók Pauls Gaimard. — 0- Siguröur Jónsson er fæddur og upp- alinn í Reykjavík. Hann lauk stúdents- prófi frá MR áriö 1947. Eftir þaö lá leiö hans í Hl, þar sem hann lauk fyrsta árinu í læknisfræöi. En hugurinn leit- aði út á viö og meðfram læknanáminu stóö hann í bréfaskriftum viö franskan náttúruvísindamann, Plantefol, sem þá var prófessor viö Sorbonneháskóla og forstöðumaöur grasafræðistofn- unarinnar viö eina virtustu mennta- stofnun Frakka, École Normale Supérieure. Þaö var því aö nokkru fyrir tiistuölan prófessors Plantefol að Sigurður einsetti sér að freista gæf- unnar á franskri grund. Nám og rannsóknir Þegar Sigurður var búinn að hella upp á viötalskaffið og skenkja búlgarskt konjakstár í staup fannst blaðamanni upplagt að inna Sigurö eftir því hvernig honum heföi oröiö við viö liingaökomuna á sínum tíma. Sigurður Jónsson: „Eins og nærri má geta var maöur ansi stóreygur svona til aö byrja með og ekki bætti úr skák aö ég talaði ekki stakt orð í frönsku. Ég man til aö mynda eftir því þegar ég kom á lestarstöðina hér í París, þá þurfti ég aö komast í síma og þóttist nú geta borið fram alþjóöaorð eins og telefónn. Samt sem áöur tókst mér ekki aö gera mig skiljanlegan! En þetta kom smám saman hjá mér. Þó heföi ég nú líklegast ekki komist langt ef ég heföi ekki notið ómetanlegrar hjálpar velgjörðarmanns míns, prófessors Plantefol. Hann var sem vemdarengill minn um árabil.” DV: Nokkur orð um námiö hér? SJ: „Ég innritaöi mig í náttúruvís- indi viö Sorbonneháskóla haustið 1948 en sótti auk þess fyrirlestra viö École Normale Supérieure. I þeim skóla voru aöstæöur aliar til mikillar fyrirmynd- ar, því var alveg stórkostlegt aö fá aö sækja þar fyrirlestra. Á þessum tíma hét fyrsti áfanginn í menntakerfinu hér „Licence d’enseignement” (kennslugráöa) en ég lauk því prófi 1954. Aö því búnu hóf ég aö vinna aö doktorsritgeröinni. Þar tók ég fyrir rannsóknir og samanburð á lifnaðar- háttum norrænna sjóþörunga á vorin og skyldra þörunga í Miöjaröarhafinu. Á þessum tíma vann ég ýmist á haf- rannsóknarstofnunum á Bretagne- skaga eöa við Miðjaröarhafiö. Það tók mig ein sex ár aö fullvinna doktorsrit- geröina. Til aö byrja með fékk ég fjár- styrk frá frönsku ríkisstjóminni en áriö 1958 réöst ég til starfa hjá Rann- sóknarstofnun franska ríkisins. Þar haföi ég góöa aðstöðu til aö vinna aö rannsóknum varðandi ritgeröina. Þetta var ansi skemmtilegur tími því að ég gat alveg haft mína hentisemi meö þetta allt saman. Ég lauk svo doktorsritgeröinni 1961 en vörnin fór hins vegar ekki fram fyrr en tveimur árum síöar. I millitíöinni las dóm- nefndin hana og hún var gefin út. Þaö þurfti nefnilega aö fá hana gefna út áður en hægt væri aö verja hana. Tvöföld vinna Á þessum tíma var þetta eiginlega tvöfalt, því auk þess sem maður þurfti aö verja ritgeröina sjálfa létu þeir mann vinna óskylt verkefni aöeins mánuöi fyrir vömina. Þannig var verið að athuga hvort viökomandi væri hæfur til aö vinna undir tímapressu. Og í aöra röndina hafa þeir ætlaö aö finna út hvort maöur væri oröinn aö fagídjót! En þetta gekk ljómandi vel hjá mér og ritgerðin fékk mjög góöa dóma. Eins og gefur aö skilja þótti mér ákaflega vænt um þaö. ” DV: Um þetta leyti gerist þú fastur starfsmaöur hjá Rannsóknarstofnun- inni hér, er þaö ekki? SJ: „Jú, doktorsnafnbótin veitti mér rétt til aö starfa sjálfstætt á Rann- sóknarstofnuninni. Þessi vísindastofn- un hér í landi er einstök í heiminum, því aö hún starfar í beinum tengslum við háskólana. Vísindamennirnir eru á fullum launum viö rannsóknirnar og geta allt eins starfað viö þær allt sitt líf! Þetta er eins og stöðugur vísinda- sjóöur! Innan Rannsóknarstofnunarinnar eru menn sem eru titlaöir rannsóknar- stjórar (maitre de reeherche). Til þess aö komast í. slíka stöðu veröa menn aö leggja fram útfærsiu á öllu því sem þeir þykjast hafa afrekað vísindalega í gegnum árin. Arið 1970 ákvað ég að spreyta mig viö þetta. Þá sóttu tuttugu og fimm um slíka nafnbót en kröfurnar voru slíkar aö aðeins tveir náöu. Ég var annar þeirra. Sama ár var ég heiðraður af frönsku vísindaakademí- Doktor Sigurður Jónsson, líffræðingur og bóka- grúskari, í DV-viðtali Undirskrift Jónasar Hallgrimssonar úr eintaki Gaimards af ferðabókinni. Vissi Jónas ekki hvenœr hann var fæddur unni og um svipaö leyti gerðist ég félagi í Vísindafélagi tslands. Þaö gekk því heilmikið á hjá mér þetta ár!” Rannsóknir við Surtsey DV: Hefur þú stundað einhverjar líf- fræðirannsóknir við ísland? SJ: „Já, ég hef fylgst meö þróun sjávargróðurs viö Surtsey allt frá árinu 1964. Tilkoma Surtseyjar var gulliö tækifæri til aö rannsaka nokkuö sem fram aö þeim tíma haföi ekki veriö gert: Fylgjast meö því hvernig lífiö haslar sér völl á lífvana eyðieyju. Þetta er alveg einstakt tækifæri til aö rannsaka þessa hluti því aö eyjan er aö heita má náttúrleg rannsóknarstofa. Þarna er möguleiki á því aö fylgjast meö landnámi lífsins, allt frá ein- frumungum til fugla. Minn hluti í þessu beinist náttúrlega aö mínu sér- sviði, þörungarannsóknunum.” DV: Rannsóknirnar viö Surtsey falla því nokkuð vel inn í þaö sem þú ert að fástviðhér, erþaöekki? ' SJ: „Það má segja það, jú. Þær eru einn liðurinn í þeim rannsóknum sem ég er aö fást viö núna.” DV: Getur þú skýrt frá því í fáum orðum hvaö er aö gerast á sjávarbotn- inum viö Surtsey núna? SJ: „Landnám lífvera tekur alltaf langan tíma og því má segja aö rann- sóknir þessar séu ennþá á byrjunar- stigi. Þó hefur nokkuð veriö fylgst meö þörungagróörinum við eyna og fram til þessa hafa fundist milli 50 og 60 teg- undir þörunga, en þess má geta aö á Vestmannaeyjasvæðinu finnast rúm- lega hundraö tegundir. Það er mjög spennandi að fylgjast meö því hvernig þörungamir raöa sér smám saman niður og hef ja samkeppni um yfirráöa- svæöi.” DV: Hvenær varst þú síðast á ferö- inni i Surtsey? SJ: „Þaö var í fyrrasumar. Þá tók ég þátt í leiðangri sem naut stuðnings Hafrannsóknastofnunar tslands. Fariö var á hafrannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni og þar voru meö í ferðinni menn eins og Karl Gunnarsson líffræö- ingur, Aðalsteinn Sigurösson fiskifræö- ingur og Erlingur Hauksson dýrafræö- ingur. Auk þess vorum viö meö kafara meö okkur. Tekinn var nokkur fjöldi neðansjávarlitmynda en notkun lit- mynda gerir kleift aö kanna þekju gróðurs og dýra á mjög fullkominn hátt. Sömuleiöis var tekinn mikill fjöldi sýna. Þessa dagana er einmitt veriö aö tölvuvinna þessar rannsóknir í því skyni aö finna út hvort sjávarþör- ungamir viö eyna eru byrjaðir aö mynda samfélög. Nú bendir allt til þess að svo sé, því að okkur hefur tekist að greina ein þrjú plöntusam- félög á botninum viö eyna.” Hringferð um ísland DV: Hefur þú stundaö rannsóknir víðar á Islandi? SJ: „Já, ég hef gert þaö. Stærsti leiðangurinn er líklegast sá fransk- íslenski sem farinn var hringinn í kringum landiö sumariö ’71. Þá veitti NATO umtalsverða upphæö til líffræði- rannsókna hér. Þá ferðuðumst við með heilu rannsóknarstofumar milli lands- hluta. Viö fengum afnot af skólunum á hverjum staö og höföum þar eins konar bækistöðvar. Síöan fórum viö um nágrenniö til sýnasöfnunar. Viö þessi störf nutum viö hreint ómetan- legrar aöstoöar Landhelgisgæslunnar. Ég haföi mikla ánægju af aö vinna aö þessu því aö bæöi var hópurinn samstilltur og skemmtilegur og eins kynntist maöur landinu ákaflega vel í ferðinni. Enda þræddum viö að segja má allar strendur landsins.” DV: Er þér einhver einn staöur öðrum minnisstæðari? SJ: „Sá staður sem heillaði mig allra mest var Bjarnarey út af Vopnafirði. Eyjan er afskaplega falleg og á henni stendur snyrtilegur torfbær. Þangaö var hann Jón Guömundsson lærði sendur í útlegö á sautjándu öld. Jón þessi var stórmerkilegur karl og fjölvís. Hann fékkst m.a. við rann- sóknir á hvölum og fiskum auk þess sem eftir hann liggur bók sem kölluö er Spánarvígin. Samtímamönnum Jóns fannst hann vera óþarflega kukl- samur, þess vegna ákváðu þeir aö

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.