Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1985, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1985, Blaðsíða 9
DV. LAUGARDAGUR13. APRÍL1985. Landsfrnidiir í klípu Landsfundur Sjálfstæöisflokksins minnir stundum á karnival. Lúðra- sveitir, hátíðarstemmning, fjbl- menni og fagnaðarlæti setja mestan svip á þessa viðamiklu samkundu. Meira að segja pólitíkin sjálf vill gleymast eða hverfa innan um yfir- lýsingar um einingu og bræðralag flokksmanna. Til þess er leikurinn og gerður, enda mála sannast að á landsfundi Sjálfstæðisflokksins mætir jafnan úrval ágætra karla og kvenna úr öllum stéttum og byggðar- lögum, ungir sem gamlir. Hátiðar- stemmningin er ekki plat, hvað sem annars má segja um landsfundi, vegna þess að þar svífur sérstakur og skemmtilegur andi yfir vötnunum. En ekki er allt sem sýnist og þótt Sjálfstæðisflokkurinn skarti nú sinu besta er flestum ljóst að þessi lands- fundur er í klipu. Sjálfstæðisflokkurinn situr nefnilega í ríkisstjórn, sem hvorki er hægt að afneita né hampa. Flokkurinn hefur sterka stöðu í stjórnarráðinu en veika mcöal kjósenda. Flokkurinn hefur áhrif en hefur farið illa með þau. Sjálfstæðis- flokkurinn er með sex af sínum mönnum í ráðherrastólum en formaðurinn utangátta. Sjálfstæðis- flokkurinn á sér stefnu en gengur treglega að hrinda henni í framkvæmd. Ekki er gott að gera sér grein fyrir að hve miklu leyti þessi staöa verður dregin fram í dagsljósið á fundinum. Fulltrúarnir eru mættir til leiks í hátíðarskapi en ekki uppreisnarham og þeir sem hefja reiðilestur flokkast undir nöldurseggi sem spilla friðnum. Þeir ganga ekki í takt. Hvað veldur áhyggjunum? Þótt þannig megi búast við þvi að landsfundurinn verði hálfgerð vakningarsamkunda er það mikill bjarnargreiði við Sjálfstæðisflokk- inn að segja ekki til vamms og sefja sig til sjálfumgleði með khsjum og klappi. Laugardalshöllin er stór en hún rúmar því miður ekki alla þá sem flokkurinn þyrfti að stappa stálinu í. Þótt þar séu margir góöir kjósendur, þá eru þeir fleiri utan dyra og álengdar sem örvænta um framtíö Sjálfstæðisflokksins. Þeir vita ekki lengur sitt rjúkandi ráð. En hvað er það þá sem áhyggjunum veldur? 1 hverju er óánægjan fólgin? Hverjar eru skýringarnar á því að fylgi flokksins samkvæmt skoðanakönnunum er komið niöur fyrir það lægsta sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur nokkru sinni f engið í kosningum? Fyrir það fyrsta er Sjálfstæöis- flokkurinn íhaldssamur. Ráðherra- valið fyrir tæpum tveim árum ber þess merki, kosningar í trúnaðar- stöður innan þingflokksins og meðferðin á formanninum tala sínu máli. 1 öðru lagi er Sjálfstæðisflokkurinn smám saman að opinbera sig sem stærsta kerfisflokkinn, verndara stjórnkerfis, hagsmuna og valda- aðstöðu, sem virkar inn á viö en ekki út á við. 1 þriðja lagi er flokkurinn svifa- seinn og tilfinningasljór gagnvart nýjum viöhorfum, straumum og kröfum. 1 f jóröa lagi er flokkurinn að láta dogmisma, kennisetningar og ómengaöa frjálshyggju bera sig ofurliði. Hið manneskjulega, frjáls- lyndið og víðsýnin, fer halloka fyrir „hinninýjustétt". Kerfisflokkur Nú er ekkert við því að segja þótt ihaldssemi gæti í Sjálfstæðisflokkn- um. Konservatismi er hluti af pólitiskri stefnu Sjálfstæðisflokksins og hann hefur aldrei villt á sér heimildir í þeim efnum. Það er heldur ekki sú íhaldssemi sem verið er að gagnrýna, enda getur hún verið af hinu góða þegar standa þarf vörð um dyggðir, reynslu og festu í þjóðmálum. En íhaldssemi sem birtist í afturhaldssömum viðhorfum til þjóöfélagsbreytinga og íhalds- semi sem staðnar i tregðu, hræðslu og senioriteti, þegar kemur að mannvirðingum, uppstokkun og dreifingu ábyrgðar innan flokksins, fælir að sjálfsögðu frá. Ef menn þurfa að vera í klíkum, í náðinni, eöa játa flokkshollustu sína meö hlýöni við allsráðandi vald flokks- maskínunnar til að hljóta frama í flokknum, þá er ihaldssemin gengin útíöfgar. Sjálfstæðisflokkurinn segist vilja ráöast gegn kerfinu en gerir það ekki. Flokkspólitískir hagsmunir koma í veg fyrir það. Flokkur sem á „sína menn" i bankaráoum, sjóðs- stjórnum og emhattnm vítt og breitt Eilert B. Schram skrrfar: er ekki tilbúinn til að leggja þá aðstöðu niður. Flokkur sem leitar eftir fylgi bænda hikar áður en hann leggur til atlögu við landbúnaðar- mafíuna. Flokkur sem vill hafa launþegahreyfinguna góöa fer var- lega í andróður gegn verkalýðs- bákninu. Og flokkur sem vill njóta góös af máttarstólpunum boðar ekki byltingu í útflutningsmálum, for- réttindum eða þeirri samtryggingu sem valdakóngarnir haf a búið sér. Hrollvekjandi lýsing Niðurstaðan er sú að út og suður sitja kerf iskarlar sem tala fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins og kæfa í fæðingu hverja frjóa hugsun og róttæk umskipti þegar kemur að fjárfestingum, rekstrar- eða skipulagsbreytingum sem blaka við valdastrúktúrnum. Þetta er dapurleg lýsing, en dæmin blasa þvi miður hvarvetna við. Hneykslið með bankastjórana og bankaráðin er afsprengi þessa ástands. Enginn sjálfstæðismaður í bankakerfinu hafði pólitiska dómgreind til að stöðva þá ósvinnu. Menn i flokknum tregðast við þegar kemur að uppstokkun á sjóðakerfinu og Framkvæmdastofnuninni. Menn í flokknum halda lilifiskildi yfir gælu- verkefnum rikisins, óarðbærri atvinnustarfsemi og gegndarlausum f járaustri hins opinbera. Sverrir vill leggja niöur sjóefnavinnsluna en fær það ekki fyrir sínum eigin mönnum. Albert vill ekki auka erlendar skuldir i þágu vitlausra skipasmiða, en er beygður af sínum eigin mönnum. Sjálfstæðisflokkurinii hefur ekki reynst athvarf nýrra strauma í' samræmi við frelsishugsjón sína. 1 augum opinberra starfsmanna, hús- byggjenda, kennara, einstæðra foreldra og flestra þeirra sem leita réttar sins hjá kerfinu er flokkurinn imynd valdsins, fjandmanns litil- magnans. Hann er staður og erfiður í taumi, seinn til svars og skilnings- sljór gagnvart þeim hræringum sem eiga sér stað meðal ungs fólks. Þetta gildir reyndar um fleiri flokka, en það er ekki afsökun fyrir flokk sem kennir sig við einstaklingsf relsið. Það kann aö vera að frjálsræðið í peningamálum, vaxta- og verðlags- málum hafi aukist, en frjálsræði einstaklinganna til betra lifs, mannsæmandi kjara eða aukinna athafna hef ur ekki aukist. Á allra síðustu árum hefur svo- kölluð frjálshyggja riðið húsum í Sjálfstæðisflokknum. En frjálslyndiö hefur gleymst, húmanisminn er á flótta i flokknum. Spillt pólitík Nú situr Sjálfstæðisflokkurinn í stjórn með Framsóknarflokknum, enda þótt þaö sé bæði leynt og ljóst að tilvist Framsóknar á sér þann eina tilgang að efla SlS-veldið gegn einkaframtakinu. Framsókn hefur engan skilning á sjónarmiðum neytenda, ungs fólks, frjálsum út- varpsrekstri, þjónustu- og þéttbýlis- viðhorfum. Framsóknarflokkurinn hefur makað krókinn i hálfan annan áratug við stjórnvölinn og starf- ar eftir óprúttinni helminga- skiptareglu, þar sem völdum,, bitlingum, peningum og áhrifum er skipt bróðurlega samkvæmt kenningunni: einn fyrir mig, annar fyrirþig. Höfuðverkefni stjórnmálanna er einmitt að ýta til hliðar þessari spilltu pólitík, efla einkaframtak og frjálst mannlif, skera báknið niður við trog og hleypa ferskum straumum inn í þjóðlifið. Sjálfstæðisflokkurinn hefur það verkefni og það hlutverk á Islandi að opna frelsinu leið svo fólkið njóti þess. Ekki með harðsviraðri markaðshyggju, heldur skilningi á atvinnu-, mennta- og húsnæðis- málum, lifnaðarháttum, tóm- stundum. En hvernig hefur Sjálf- stæðisflokkurinn hugsað sér að koma þeim málum í höfn, í stjórnar- samstarfi við flokk, sem er helsti þröskuldur allra framfaramála? Ríkisstjórn tveggja kerfisflokka verður eins og nátttröll sem ekki haggast þrátt fyrir hringiðu og stormsveipa allt í kring. Frelsi fyrir hvern? Þetta ástand er sorgleg örlog fyrir flokk sem heldur landsfund á tvegg ja ára f resti til að lof syngja ein- staklingsfrelsi og einkaframtak. Sjálfstæðisflokkurinn verður auö- vitað að halda sína landsfundi með pomp og prakt. Sú sýning tilheyrir pólitíkinni. En flokksmenn ættu að framkvæma ofurlitla naflaskoðun af hreinskilni og spyrja: Hvar stöndum við? Hvert stefnum við? Málið snýst ekki um það hvort Þorsteinn Pálsson situr í ríkisstjórn eða ekki. Það snýst heldur ekki um það hvort ráðherraliðið sé okkur að skapi hver og einn. Hin pólitíska spurning er sú hvort Sjálfstæðisflokkurinn vill daga uppi sem steinrunninn og leiðinlegur kerfisflokkur, sitjandi í stjórn vald- anna vegna eða hvort hann vill vera köllun sinni trúr. Meinar hann eitthvað með frels- inu, meinar hann eitthvað meö því að hann vinni fyrir fólkið en ekki sjálfan sig? Eru landsfundir haldnir tíl að setja sjónarspil á svið eða eru þeir tH að svipta burtu lognmoUunni og taka sig saman i andUtinu? Það kemur í ljósumhelgina. EUertB.Schram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.