Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1985, Blaðsíða 24
24
DV. LAUGARDAGUR13. APRIL1985.
J"*
>-
Nauðungaruppboð sem auglýst var i 45., 48. og 52. tbl. Lögbirtingablaösins 1984 á eigninni Suðurvangi 6, 2. hæð nr. 4, Hafnarfirði, tal. eign Sæbjörns Guðmunds- sonar, fer fram eftir kröfu Veödeildar Landsbanka islands, Ólafs Gúst- afssonar, hdl. á eigninni sjálfri mánudaginn 15. april 1985 kl. 13.00. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð sem auglýst var i 103., 106. og 109. tbl. Lögbirtingablaðsins 1983 á eigninni Kjarrmóum 44, Garðakaupstað, þingl. eign Gunnars Loftsson- ar, fer fram eftir kröfu Brunabótafélags islands og Garðakaupstaöar á eigninni sjálfri mánudaginn 15. apríl 1985 kl. 15.00. Bæjarfógetinn i Garðakaupstað.
Nauðungaruppboð sem auglýst var i 130., 133. og 137. tbl. Lögbirtingablaðsins 1983 á eigninni Holtsbúö 26, Garöakaupstaö, þingl. eign Sigurðar Sigurðsson- ar, fer fram eftir kröfu Garðakaupstaðar og innheimtu ríkissjóös á eign- inni sjálfri mánudaginn 15. apríl 1985 kl. 15.30. Bæjarfógetinn i Garöakaupstað.
Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Hliðarbyggö 19, Garðakaupstað, þingl. eign Einars Kristbjörnssonar, fer fram á eigninni sjálfri mánudaginn 15. apríl 1985 kl. 16.15. Bæjarfógetinn i Garöakaupstað.
Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Álfaskeiöi 100, jarðh., Hafnarfirði, tal. eign Brynjars Bragasonar, fer fram á eigninni sjálfri mánudaginn 15. apríl 1985 kl. 17.15. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð annað og síöasta á eigninni Hverfisgötu 5, Hafnarfirði, þingl. eign Sig- urjóns Ríkharössonar, fer fram á eigninni sjálfri þriðjudaginn 16. april 1985 kl. 13.00. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Víðivangi 5, 1. hæð t.v., Hafnarfirði, tal. eign db. Jóns Kr. Sumarliöasonar, fer fram á eigninni sjálfri þriðjudag- inn 16. apríl 1985 kl. 13.30. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð annað og siöasta á eigninni Túngötu 7, Bessastaöahreppi, þingl. eign Hilmars S.R. Karlssonar, fer fram á eigninni sjálfri miövikudaginn 17. apríl 1985 kl. 17.30. Sýslumaöurinn í Kjósarsýslu.
Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Melabraut 70, Seltjarnarnesi, þingl. eign Jórunnar Karlsdóttur Thors, fer fram á eigninni sjálfri þriöjudaginn 16. april 1985 kl. 16.45. Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi.
Nauðungaruppboð annað og síöasta á eigninni Furulundi 8, Garðakaupstað, þingl. eign Geirs Björgvinssonar, fer fram á eigninni sjálfri þriðjudaginn 16. apríl 1985 kl. 16.00. Bæjarfógetinn í Garðakaupstað.
Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Kjarrmóum 38, Garðakaupstað, tal. eign Ragnars Haraldssonar og Þórdisar Viktorsdóttur, fer fram á eigninni sjálfri þriðjudaginn 16. apríl 1985 kl. 15.30. Bæjarfógetinn í Garðakaupstað.
Fjögurra ára drengur myrtur:
FAÐIRINN HEFNIR SÍN
— Óhugnanlegt morömál vekurgríðarlega athygli í Frakklandi
16. október 1984. Gregory Villemin
finnst drukknaöur í ánni Vologne í
Vosges-héraði í Norðaustur-
Frakklandi. Hann var ekki nema
fjögurra ára gamall. Hver i
ósköpunum vildi hann feigan? Einhver
var það, svo mikið er víst. en hver?
Rekjum í stuttu máli aðdraganda og
sögulegan eftirmála þessa hryllilega
morös sem vakiö hefur gríöarlega
athygli í Frakklandi.
Fyrir nokkrum árum fór Villenin-
fjölskyldan, það er aö segja afi
Gregorys litla og afkomendur hans, að
fá hótunarbréf og hótunarsímtöl ef svo
má að oröi komast. Fjölskyldumeðlim-
um var hótaö ýmsuin miska,
ótilgreinduin. en þrátt fyrir rannsókn á
bréfum og símahleranir lögreglunnar
dró ekki til tíöinda fyrr en hinn 16.
október þegar Gregory litli fannst
látinn í ánni.
„Hrafninn" lýsir
morðinu á hendur sér
Sama dag og lik drengsins fannst
barst foreldrum hans. Jean-Marie
Villemin og Christine konu hans, bréf
þar sem maður lýsti morðinu á hendur
sér. Hann skrifaði undir bréfin Le
Corbeau eða Hrafninn. Þaö var saini
maðurinn og hafði haft í hótunuin við
fjölskylduna.
Gregory hafði aö öllum líkindum
veriö kyrktur og líki hans síðan vaipað
í ána. Fyrstu staðreyndimar sem lög-
reglan fékk í hendumar voru þær að
móöirin, Christine, haföi sótt barn sitt
á bamaheiinili síðdegis og látið það
síðan leika sér úti er heim var koinið. 1
um stundarfjórðuhg gáði hún að bami
sínu, en síðan uppgötvaði hún aö
bamið var horfið. Foreldramir voru
skelfingu lostnir og létu lögregluna
samstundis vita. Um kvöldið fannst
svolík bamsins.
Er einhver úr fjöl-
skyldunni morðinginn?
Umfangsmikil rannsókn hófst sam-
stundis. Lögreglan hafði fram til þessa
ekki tekið sérstaklega inikið mark á
hótunum í garð fjölskyldunnar en nú
voru þær teknar til gaumgæfilegrar
rannsóknar. I ljós kom aö ef marka má
nákvæmar lýsingar á fjölskyldulífinu
sem fram komu í bréfum Hrafnsins
hljóti einhver úr fjölskyldunni að vera
bréfritarinn. UtförGregoryseinkennd-
ist því af mikilli tortryggni og hatri
sem löngum hafði raunar grafiö um sig
milli vissra fjölskyldumeðlima af öðr-
um ástæðum. Til að mynda hafa
Jacques og Jean-Marie Villemin eldað
Árni Snævarr
skrifarfrá Lyon
grátt silfur um áraraðir. I upphafi
beindist því grunurinn aö Jacques en
hann er hálfbróðir föður Gregorys.
Beitti lögreglan
þvingunum?
Veigamikill þáttur í starfi lög-
reglunnar var rannsókn á rithönd
ýmissa fjölskylduineölima til aðkanna
hvort einhver þeirra heföi skrifað
hótunarbréfin og þar af leiðandi myrt
drenginn. Jacques var nánast strax
hreinsaöur af öllum grun, af þessum á-
stæðum, en rithönd systkinabams
Jean-Marie Villemin, Bernard
Laroche. virtist koma heim og saman
viö rithönd Hrafnsins. Fjarvistar-
sönnun hans virtist sömuleiðis tæp
Lögreglumennirnir höfðu illan bifur á
Laroche að því er virðist. Þeir fengu
mágkonu hans, 15 ára gamla. til þess
að skýra frá því að hún hefði fariö í
ökuferð með Iaroche um þær slóöir
þar sem bk Gregorys fannst. Hún
játaði einnig að hafa aðstoðaö viö að
falsa fjarvistarsönnun I.aroche og
vegna þessa var álitiö að hann væri
morðinginn.
Laroche var handtekinn og ákærður
fyrir morðið. Myndir af honum hand-
járnuöum prýddu forsíður velflestra
blaða í Frakklandi. ,.Eg er saklaus,”
sagði hann en fáir veittu því athygli
fyrst um sinn. Tveimur dögum síðar
dró mágkona hans framburð sinn til
baka og kvað lögreglumenn hafa haft í
hótunum við sig og hreinlega falsaö
ýmis plögg og þannig þvingaö sig til
þess að ásaka mág sinn. Laroche sat
áfram í fangelsi í þrjá mánuði en
smátt og smátt gerðu menn sér ljóst aö
hann gat ekki verið Hrafninn.
Allir grunuðu alla
Blöðin hafa verið full af ýmsum smá-
atriðum um líf Villemin-fjölskyldunn-
ar og heimabær þeirra var og er
umsetinn af blaðamönnum. Rannsókn
lögreglunnar bar sáralítinn árangur.
Yfirvöld hafa í höndum hótunarbréfin
fyrmefndu og svo bréfið sem
morðinginn skrifaði föður drengsins
þar sem hann lýsti morðinu á hendur
sér. Þetta eru mikilvægustu gögnin en
einnig hafa fjölskyldumeðlimir veriö
undir smásjánni. Allir hafa verið látnir
gangast undir skriftarpróf í því skyni
að f inna hver hafi skrifaö bréfin.
Eftir að Iaroche var látinn laus voni
ýinsar gróusögur í gangi. Astandið í
Villemin-fjölskyldunni var hroðalegt. Allir
grunuðualla.
Fjölmiðlar kyntu undir og
afskræmdu oft og tíðum staðreyndir
málsins með góðri aðstoð lög-
reglumanna sem gjömmuðu uin inálið
við hvem sem heyra vildi.
Rannsóknardómarinn greip á end-
anum til þess að leysa heimalög-