Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1985, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1985, Blaðsíða 25
. DV. LAUGARDAGUR13. APRlL 1985. 25 Foreldrar Gragorys, Christine og Jean-Marie Villemin, hafa mátt þola sitt af hverju á undanfömum mán- uðum. Getur verifl afl móflirin hafi skrifafl hótunarbréfin? regluna frá málinu. Glæpalögreglan í Nancy var kvödd til en Nancy er næsta stórborg viö þetta héraö. Henni varö ekki betur ágengt. Grunur fellur á móðurina Um miðjan mars síöastliöinn birtu slúðurblöö hér í Frakklandi hroðalegar fréttir. Þær voru þess efnis að rithandarsérfræðingar teldu rithönd Christine, móður barnsins myrta. líkasta rithönd þess serii skrifaði hótunarbréfin. Gula pressan hélt því auk þess fram að fjarvistarsönnun hennar væri ekki í lagi. Lögreglan og rannsóknardómarinn neituðu að minnsta kosti ekki þessum upp- lýsingum. Blöðin voru hins vegar beðin um að skipta sér ekki af málinu. Christine Villemin á von á barni. Hún þoldi ekki álagiö. veiktist og var flutt á sjúkrahús. Eiginmaður hennar hreinlega brotnaði. Hann var alla tíð sannfæröur um aö Laroche heföi myrt barn sitt. Þá telur hann lögregluna hafa kiúðrað málinu og aila vera á móti sér. Margsinnis lýsti Jean-Marie Villemin þvi yfir að ef ekki vildi betur til myndi hann sjálfur sjá til þess að réttlætinu yrði fullnægt. Og hann gerði þaðásinnhátt. Faðirinn grípur til sinna ráða Föstudaginn :)0. mars hélt .lean- Marie aö heimili Bernard Laroche meö riffil í farteski sínu. Hann beiö þess að Laroche kæmi heim úr vinnu og þar kom aö þeir frændurnir hittust á hlaöinu. Jean-Marie hafði engar vöflur á, dró riffilinn á loft og skaut Bernard Larochetilbana. Andstyggilegur harmleikur náöi þarna hámarki sínu og segja má að í þessu máli séu allir sekir. ekki aðeins Jean-Marie Villemin og maðurinn sem myrti son hans. Lögreglan. rann- sóknardómarinn og ekki síst fjölmiðl- arnir hafa hjáipast að við að flækja málið i stað þess að leysa það. Glæpa- ínál aldarinnar kalla sumir þetta ínál og því er örugglega ekki lokið énn. Þegar Uggja tvær manneskjur í valnum. -Árni Snævarr, Lyon/-IJ. Bernard Laroche, frœndi Jean-Marie Villemin, var hándtekinn fyrir morflifl og lögreglan virtist sannfœrfl um sekt hans. En sannanlr fundust engar og afl lokum var hann látinn laus. Logreglan vildi hins vegar ekki lýsa hann saklausan og þafl varfl til bess að Jean-Marie greip til sinna ráfla. Nú ásaka bœði Christine og ekkja Laroche lögregluna fyrir að bera ábyrgð á voðaverki Jean-Marie. Frá Sjúkraliðaskóla íslands Umsóknareyðublöð um skólavist næsta skólaár liggja frammi á skrifstofu skólans að Suðurlandsbraut 6, 4. hæð, frá kl. 10—12 til loka umsóknarfrests, 1. júní nk. Skólastjóri. Fiskverkendur Útgerðarmenn Útvegum með stuttum fyrirvara sjálfvirk notuð og uppgerð „JACKSTONE" frystitæki. Mjög hagstætt verð. Nánari upplýsingar hjá okkur. Sjávarvörur Bergþórugötu 21 - Símar 26204 og 26280 m LAUSARSTOÐURHJÁ REYKJAVIKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirfarandi starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. • Félagsráðgjafi eða starfsmaður með sam- bærilega menntun óskast á Ráðningarstofu Reykjavíkurborgar — öryrkjadeild, 1/2dags starf. Upplýsingar gefur Ásta Bryndís Schram deildarstjóri i síma 18000. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hœð, á sér- stökum eyðublöðum sem þar fást, fyrir kl. 16.00 26. apríl 1985. BRAUTARHOLTI 33 - SÍMI: 6212 40 m V.W. Golf árg. 1982, ek- inn 29.000 km, blásans, Verð kr. 270.000,- Toyota Camry árg. 1983, ekinn 49.000 km, rauðsans. Verð kr. 410.000,- Datsun Cherry árg. 1983, ekinn 28.000 km, grásans. Verðkr. 290.000,- Toyota Carina árg. 1983, ekinn 60.000 km, gullsans. Verð kr. 320.000,- Peugeot 504 árg. 1980, 7 manna, dísil, græn- sans, ekinn 105.000 km. Verð kr. 340.000,- MMC. Tredia GLS árg. 1983, ekinn 43.000 km, blásans. Verð kr. 330.000,- RÚMGÓÐUR SÝNINGARSALUR — REYNDIR SÖLUMENN — OPIÐ: Mánud. - föstud. kl. 9.00 -18.00 Laugard. kl. 10.00 -18.00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.