Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1985, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1985, Blaðsíða 11
DV. LAUGARDAGUR13. APRlL 1985. 11 SITT LÍTIÐ AF HVERJU 'lANbSFUhlDUft $2*±fSTÆ-ÐiS- fLOKKSÍNS fffeKÍ HAUOÍNN J HAU5T VfGNA ÞMSS Afi> ÞA .M£RÐUf( öúi£> A£> HALDA HAWH. Þegar ég var að alast upp í kaup- stað norður í landi á sínum tíma var frekar lítið um alla skapaða hluti þar nema kannski kaupfélög og fram- sóknarmenn og voru bílamir til dæmis svo fáir í bænum að árekstur heföi talist þar til meiri tíöinda en heimsendir. Þama var þó apótek meö krukkum í hillum sem á vom dularfullar áletr- anir og fyrir utan meðulin sem seld vom í apótekinu fengust þar einnig súkkulaöikaramellur sem maður trúði statt og stööugt aö skemmdu ekki í manni tennumar eins og kara- mellurnar gerðu sem fengust í kaup- félaginu. Ég held meira að segja áö sumir hafi talið súkkulaðikaramell- urnar úr apótekinu betri við ýmsum kvillum en kamfórudropa semýmsir héldu fram aö hefðu mikinn lækn- ingamátt, ekki síst vegna þess hvað þeir voru vondir á bragðið. Þótt ég hafi vitkast talsvert í þess- um efnum nú síðari árin dettur mér stundum í hug ef ég á leið í apótek að það hafi ekki aliir tekið út sinn þroska á þessu sviði. Það er ekkert langt síðan ég þurfti að kaupa mér líkþornaplástur að kvöldi til og á undan mér í biðrööinni í apótekinu voru þrjár konur og var ein þeirra að kaupa varalit og nagla- lakk, önnur keypti tvö pör af sokka- buxum og brjóstsykurspoka og sú þriðja dollu af kremi sem konur nota til að leysa upp málninguna af andlit- inu á sér áður en þær fara að sofa á kvöldin. Allt var þetta svo sem löglegt og í samræmi við stjórnarskrána hvað varðar frelsi einstaklingsins til at- hafna en hins vegar voru konumar svo lengi að velta varalitum og brjóstsykri fyrir sér að ég veit ekki hvemig hefði fariö fyrir mér ef lík- þom væri ekki tiltölulega meinlaus sjúkdómur. En það góöa við þessa löngu bið mína eftir plástrinum var að ég gat hugsað svolítið um heimsmálin og út- hlutun iistamannalauna og úr því að verið er að verðlauna menn fyrir nærri því alla skapaöa hluti nú til dags datt mér í hug hvort ekki mætti skipa nefnd sem hefði það hlutverk að veita þeim verðlaun sem færu út í lyfjabúð til dæmis klukkan níu á þriðjudagskvöldi til að kaupa sér súkkulaðistykki. Annars hefur verið hljótt um út- hlutun listamannalaunanna að þessu BENEDIKT AXELSSON sinni og því miður hefur engum dott- iö í hug að sjónvarpa frá henni eins og þeir gera í Ameríku þegar þeú- út- deila óskarsverðlaununum fyrir bestan leik í kvikmyndum, falleg- asta landslagið og nú síðast fékk James Stewart eina styttu fyrir það einstæða afrek aö hafa hér um bil aldrei fengið styttu áður. Hér á Islandi efna menn ekki til há- tíðahalda af þessu tagi, menn fá ávísun senda í pósti, en í Ameríku er hins vegar mikið um dýrðir og menn halda ræður og gráta af gleði og þakka mömmu sinni fyrir ómetan- legan stuðning, samleikurunum fyrir að leika ekki eins vel og þeir gerðu sjálfir og kvikmyndatökumanninum fyrir aö vera viðstaddur myndatök- una því að ef hann hefði verið fjar- verandi væri alls ekki öruggt að þeir stæðu nú með þessa styttu í höndun- um. Eg hef alltaf haft gaman af svona verðlaunaveitingum og ef ég fengi einhvern tímann óskarinn myndi ég byrja á því að þakka Ingólfi Amar» syni fyrir komuna til Islands, síðan þeim fjögur hundruð landnáms- mönnum sem settust hér að á eftir honum og auðvitað ríkisstjórninni fyrir aö ætla að leggja niður salt- vinnsluna og afnema tekjuskattinn. Og vegna þess að páskar eru nýliðn- ir, landsfundur Sjálfstæðisflokksins stendur yfir og úrskurður Kjara- dóms er á næsta leiti myndi ég óska þess af heilum hug að þetta færi nú allt vel fram, sérstaklega landsfund- urinn því að það er svo mikilvægt f yrir þá kynslóð sem nú er að vaxa úr grasi að hann fari ekki í handaskol- um. Síðan myndi ég ljúka máli mínu á eftirfarandi dæmisögu: Einu sinni fór Líbbakútur út í búö. Hann átti aö kaupa snúð handa mömmu sinni sem hún ætlaöi aö hafa með kaffinu. En Labbakútur keypti tvö kíló af gulrófum og þegar hann kom heim sagði mamma hans að það hefði ekki nokkur maður tvö kíló af gulrófum með kaffinu. Og eftir þetta fór mamma Labbakúts sjálf út í búð ef það þurfti að kaupa snúð. Kveðja Ben. Ax. Þetta mót nefnist Akranesmót í sveitakeppni og er aðalkeppni vetrarins. Staðan í mótinu er þessi: Stig l. Sveit Alfreðs Viktorssonar 132 ). SveltEiríks Jónssonar 121 1. SveitGuðmundarBjarnasonar 107 1. Sveit Ölafs Guðjónssonar 105 i. SveitKarlsÖ. Alfreðssonar 97 Bridgedeild Skagfirðinga 4 kvölda Mitchell-tvímennings- keppni félagsins lauk með öruggum sigri þeirra Margrétar Jónsdóttur og Eggerts Benónýssonar. Þau tóku hæstu skorina fjórða kvöldiö eftir að hafa leitt allt mótið. Glæsilegt það. Röð efstu para varð þessi: Stig Margrét Jensd.-Eggert Benónýsson 1521 Gústaf Björnsson-Rúnar Lárusson 1481 GísliSteingrímss.-Guðm. Thorsteinss. 1441 Ármann J. Láruss.-Sig. Sigurjónsson 1394 Elísabet Jðnsd.-Lcifur Jóhannesson 1392 Meðalskor var 1328 stig. Alls tóku 32 pör þátt í keppninni. Þriðjudaginn 9. apríl var keppt viö Húnvetninga í Reykjavík á 11 borðum í Drangey. Leikar fóru svo að Skag- firðingar sigruöu örugglega, með 207 stigum gegn 119 hjá Húnvetningum. Skagfiröingar unnu á 8 borðum, jafnt varð á einu og tap á tveimur. Næsta þriöjudag verður spilaöur eins kvölds tvímenningur hjá Skag- firöingum. öllum frjáls þátttaka meðan húsrúm leyfir. Framhaldsskóla- mótið 1 gærkvöldi hófst í Flensborgarskóla framhaldsskólamót í sveitakeppni í bridge. Til leiks voru skráðar 12 sveitir er síðast var vitaö. Mótinu verður framhaldiö í dag og lýkur svo á morgun, sunnudag. Fyrirkomulag er þannig að allir keppa við alla 10—12 spila leiki. Bridgesamband Islands stendur að undirbúningi mótsins í samráði við þá Flensborgara í Hafnarfiröi. Keppnis- stjórar mótsins verða Hermann og Olafur Lárussynir. Skráníngarfrestur að renna út A mánudaginn 15. aprQ rennur út skráningarfrestur til að tilkynna þátt- töku í eftirtalin mót á vegum Bridge- sambands Islands: Islandsmótið í tví- menningskeppni — undanrásir, sem verða í Tónabæ 20.-21. april nk. I lands- liðskeppnir BSI, í opnum flokki og kvennaflokki sem verða helgina 10,— 12. maí nk., í Drangey v/Síðumúla og í yngri flokki, sem spiluð verður helgina 26.-28. apríl, einnig í Drangey v/Síðumúla. Hægt er að hafa samband við Olaf Lárusson í s. 18350 eöa 16538 til kl. 18.00 á mánudaginn nk. Vakin er athygli á því aö þau pör sem EKKI hafa samnband fyrir auglýstan tíma, geta ekki gert ráð fyrir því að fá að vera með er að spila- tíma kemur. Bridgedeild Barð- strendinga- félagsins Mánudaginn 1. apríl hófst tveggja kvölda firmakeppni félagsins með þátttöku 36 f irma. Staöa efstu fyrirtækja: Stig 1. Múrarafélag Reykjavíkur, 210 (Ragnar Þorsteinss.-Helgi Einarss.) 2. Múrarameistarafélag Rcykjavíkur, 196 (Þórarinn Arnas.-Ragnar Björnss.) 3. Íslenska álféiagiö 193 (Ragtiar Hermannsson-lsak Sigurösson) 4. Blikk og stál 186 (Guðrún Jónsd.-Ágústa Jónsd.) 5. PéturO. Nikulássson, 183 (Sig. Kristjánss.-Halldór Kristinss.) 6. Hckla hf. 180 (Guömundur Jóhannss.-Jón Magnúss.) 7. Glerskálinn Kópavogi 180 (Ölafur Guðjónss.-Samúel Guðms. 8. Ncsskip, 179 (Friðjón Margeirss.-Valdim. Sveinss.) 9. Barðstrendingafélagið i Rvík 177 (Ölafur Jónsson—Kristinn Öskarsson) (Meðalskor 165 stig). Mánudaginn 15. apríl lýkur firma- keppni félagsins. Spilaö er í Síðumúla 25. Bridgefélag Siglufjarðar Hraðsveitarkeppni. — Staðan eftir 2. umferð, 25. mars 1985: Stig 1. SveitBirgisBjörnssonar 937 2. Sveit Þorsteins Jóhannssonar 910 3. Sveit Valtýs Jðnassonar 897 4. Sveit Boga Sigurbjörnssonar 867 5. SveitGcorgsRagnarssonar 832 Bridgefélag Breiðholts Þriðjudaginn 2. aprQ var spilaður eins kvölds tvímenningur í tveimur 14 para riðlum. Röð efstu para varð þessi: A—RIÐILL: Gunnl. Öskarss.-Sig. Steingrimss. 191 Björu Halldórss.-Guðni Sigurbjamas. 180 Guðjón Jónss.-Gunnar Guðmundss. 177 B—RIÐILL: Guðmundur Baldurss.-Jóhann Stefánss. 206 Bergur Inglmundarson-Axel Láruss. 193 Anton R. Gunnarss.-Friðjón Þórhallss. 188 Meðalskor í báðum riðlum 156. Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og aðstoðarfólk óskast til sumarafleysinga. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 29133 kl. 8.00-16.00. Vinnu- og dvalarh. Sjálfsbjargar, Hátúni 12. Opið laugardaga kl. 10—18. æBÍLASALAN BUK Skeifunni 8 Simi 68-64-77. Höfum til sýnis og sölu BMW 628 CSI árg. '82, sjálf- skiptur, vökva- stýri, litað gler, sóllúga, rafmagns- rúður, central- læsingar; sem nýr bíll. ISUZU TROOPER isuzu TROOPER - lúxusvagn í bæjarakstri, ósvikið hörkutól á fjallvegunum og allt þar á milli. Þetta er einstakur bíll, búinn þægindum fólksbílanna, krafti og styrk jeppanna og farþegarými fyrir allt að 9 manns án þess að nokkurs staðar þrengi að! isuzu TROOPER á fáa sína líka! Kynntu þér verð og greiðslukjör -viðtökum flestar gerðir notaðra bíla upp í og það bjóða fáir betur í góðum greiðslukjörum. BíLVANGURsf HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687BOO Auglýsingaþjónustan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.