Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1985, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1985, Blaðsíða 10
10 DV. LAUGARDAGUR13. APRlL 1985. Karl Þorsteins efstur á Skákþingi —Sævar íhópi efstu manna íNew York Efsta sætið blasir viö Karli Þorsteins í landsliðsflokki á Skák- þingi Islands sem lýkur í dag. Er tvær umferöir voru eftir haföi hann gott forskot á næstu menn, Þröst Þórhallsson og Davíö Olafsson. Karl meö 8 1/2 vinning af 11 mögulegum, Þröstur og Davíð með 7 v. Baráttan stendur því fyrst og fremst um annað sætiö en hætt er viö að þau átök verði snörp. 1 síðustu umferöinni tefla þeir saman Davíö og Þröstur og Lárus Jóhannesson, sem kemur þeim næstur, mætir Karli. Tafliö hefst kl. 14 í dag í húsakynnum TR við Grensásveg 46 í Reykjavík. Keppni í áskorendaflokki, þar sem slegist er um landsliðssæti að ári, var æsispennandi. Tvö efstu sæti veita hin eftirsóknarverðu réttindi. Efstur varð Hrafn Loftsson sein hlaut 7 vinninga af 9 mögulegum en sjö skákmenn deildu öðru sætinu meö 6 v.: Guömundur Gíslason, Hanne.s Hlífar Stefánsson, Jóhannes Agústsson, Jón Þór Bergþórsson, Jón Þ. Þór, Tómas Bjömsson og ög- mundur Kristinsson. Þeir verða að tefia aukalega um „auða sætið" og þar má svo sannarlega búast við spennandi baráttu. Þarna ægir saman ungum og bráðefnilegum skákmönnum sem taka nánast dag- legum framfórum, og snillingum sem hafa þetta í fingrunum en hafa litið tef lt kappskák hín síðari ár. I opnuin flokki tefldu 60 skákmenn 9 umferðir eftir Monrad-kerfi. Efstir og jafnir urðu Ríkharður Sveinsson og Siguröur Daði Sigfússon, með 7 1/2 v. Ungir og efnilegir skákmenn setja sterkan svip á landsliðsflokkinn í ár. Sumir fengu óvænt tækifæri í fjarveru heistu skáksnillinga þjóðarinnar og hafa komið verulega á óvart. Mikill hluti efniviösins hefur vaxið upp í Taflfélagi Reykjavíkur, þökk sé öflugu unglingastarfi. Svo gæti farið, er árin líða, að þessa móts verði minnst sem sterkasta skák- móts sem haldið hefur verið á Islandi! Þar sem ungir skákmenn eru saman komnir er aö jafnaði hart barist. Mér telst til að hlutfall jafntefla sé rétt liðlega 30%. Og stór- meistarajafntefli teljandi á fingrum annarrar handar. Hér er skemmtileg sóknarskák, tefld í 6. umferð. Andri Áss, sem stýrir hvítu mönnunum, var meöal efstu manna framan af móti en í síðustu umferðum hefur hann slakað á klónni. 20. -Rb4 21. Hadl Rxa2 22. Bh6! Bh8 Til marks um erfiöleikana má nefna eftirfarandi framhald: 22. - Rc3 24. Rg5 Hf8 25. Bxg7 Kxg7 26. Df6+ Kg8 27. Rg3 Rxdl 28. Rh5! gxh5 29. Dh6 og mátar. 23. Rg5 Rc8 Skák JónLámason Hvítt: Andri Áss Grétarsson. Svart: Pálmi Pétursson. Slkileyjarvörn. l.e4c52.Rf3Rc63.d3 Venjulega er slík leikaðferð gegn Sikileyjarvörninni talin hættulaus, nema svartur hafi lokað hvítreita- biskupinn inni með 2. -e6. Nú er 3. - Rf6 ásamt 4. -d5 mögulegt og 3. -d5 strax kemur einnig til álita. 3. -g6 4. g3 Bg7 5. Bg2 e6 6. 0—0 Rge7 7. Rbd2 0—0 8. Hel d5 9. e5 Dc7 10. De2b6? Svartur verður að bregðast skjótt viö kónjissóknaráformum hvíts. Betra er 10. -b5 ásamt peðasókn drottningannegin eða enn betra 10. - g5! ásamt 11. -Rg6 og grafa undan hvíta miðborðspeðinu. 11. c3 Ba6 12. Rfl Hab8 13. Bf4 Hfd8? 14. Dd2 d4 15. c4 b5 16. b3 bxc4 17. bxc4 Hb618. Bg5 Hdb81S. Df4 Hb2 20. g4! Tekur f5-reitinn af riddaranum og undirbýr m.a. Rg3-e4. Svarta staðan er nánast tópuð. abcdefgh 24.Rxe6!De7 25.Bg5! Svartur gafst upp eftir þennan snjalla leik. Eftir 25. -Dxe6 (25. -Dd7 26. Rxc5) 26. Bd5 De8 27. e6 er hann gjörsamlega varnarlaus og drottn- ingarf órn er harla vonlítil. Glæsilegur árangur Sævars Skákmaðurinn kunni, Sævar Bjarna- son, komst aö því um páskana að Ameríka er land tekifæranna. Á opna skákmótinu í New York, sterkasta skákmóti sinnar tegundar sem haldiö er í heiminum, náði hann besta árangri á sínum skákferli til þessa. Hlaut 61/2 v. í 9 umferðum gegn svo sterkum andstæðingum aö nægði að líkindumtil fyrsta áfanga að stórmeistaratitli. Er tvær umferöir voru eftir var Sævar búinn að tryggja sér áfanga að titli alþjóölegs meistara en einn áfanga átti hann fyrir, frá skákmóti í Bela Crkva í Júgóslavíu 1982, Reyndar er óvíst hvort sá áfangi stenst ströngustu kröfur þar eð Sævar tefldi við nokkra stigalausa skákmenn eins og algengt er á slíkum mótum. Sex stórmeistarar deildu með sér sigrinum í New York og komu um sjö þúsund dalir í hlut hvers. Þeir eru: Ljubojevic frá Júgóslavíu, Bandaríkjamennirnir deFirmian og Christiansen, sem heimsóttu okkur í fyrra, Seirawan, Dlugy og Kudriu. Þeir fengu allir 7 v. Síðan kom Sævar Bjarnason ásamt Adorjan (Ungverja- landi), Lombardy, Benjamin (báöir Bandaríkjunum) Barlov (Júgóslavíu), og Gheorghiu (Rúmeníu), með 6 1/2 v. í 7.—12. sæti. Keppendur voru 138 að tölu frá 6 löndum, þar af tæplega 20 stórmeistarar. Sævar vann fjórar skákir, þar á meðal tvo stórmeistara, Benkö og Soltis sem báðir eru Bandarfkjamenn. Jafntefli gerði hann viö stór- meistarann Lein, Schiissler (Svíþjóð) og Dlugy. I næstsíðustu umferö tapaði Sævar fyrir deFirmian en vann stiga- hæsta alþjóöameistara heims, Kanadamanninn Spraggett, í síðustu umferð. Fjörugustu skákina tefldi Sævar viö Igor Ivanov, landflótta Sovétmann, sem nú býr í Kanada. Síðasta verk Ivanovs áöur en hann flutti vestur var aö vinna Karpov heimsmeistara og hann er nú fremstur skákmanna í sínu nýja föðurlandi. Hvítt: Igorlvanov. Svart: Sævar Bjarnason. Drottiiingarind versk vörn. 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 Bb4+ 4. Bd2 a5 5. g3 b6 6. Bg2 Ba6 7. Re5 Ha7 8.0—0 Jóhann Hjartarson Iék betur gegn Sævari á Skákþingi Islands í fyrra, 8. Bxb4 axb4 9. a3 og náði betri stöðu eftir 9. -bxa3 10. Hxa3. Því má ætla að nákvæmara sé fyrir svartan að hróka í 6. leik en þannig tefldi Jusupov hinn sovéski gegn Jóhanni á afmælismótinu í febrúar. Skák þeirra tefldist: 6. -0—0 7. 0-0Ba6 8.Bxb4axb4 9. Re5Ha7 10. a3 og nú lék svartur 10. -d6!? (sem gengur ekki ef svartur hefur ekki hrókað vegna Rc6). Jóhann náði samt betri stöðu, nú með H.axb4!! dxe5 12. dxe5 Rg4 13. b5 Rxe514. b3 De715. Dd4 f6 16. bxa6 Hd8 17. De3 Hxa6 18. Rc3 meðfestu. 8. -c5! 9. Bg5 cxd410. Dxd4 Bc511. Dh4 h6 12. Rc3 0—013. Bd2 d6 14. Rd3 d5 15. cxd5 exd5 16. Ra4 Be7 17. Dd4 Hb7 18. Hacl Bb5 19. Rc3 Rc6 20. Df4 Ba6 21. Da4b5 22.Ddl Drottningin hvíta hrökklast loks heim á leið eftir árangurslaust ferðalag eftir fjórðu línunni. Það þarf varla að taka það fram að hvítur hefur sólundað tímanum en svartur á meöan komið ár sinni vel fyrir borð. 22. -Rd4 23. Rf4 Hd7 24. Bh3 Hd6 25. Be3?! abcdefqh 25.-Rf3+!26.exf3d4 Svartur nær manninum strax aftur ogbætirstöðuna. 27. Bxd4 Hxd4 28. De2 Bd6 29. Hfdl Bxf4 30.gxf4He8? Þessi eðlilegi leikur er ekki sterkastur. Eftir30. -b4! 31. Hxd4 Dxd4 32. Dxa6 bxc3 33. Hxc3 Rd5! á hvítur afar erfitt uppdráttar, hvort heldur eftir 34. Hd3 Dc5! eða 34. Hc4 Ddl+ 35. Kg2 De2! Kóngsstaðan er slæm og riddarinn og drottningin vinna vel saman. 31. Re4 Rh5! ? 32. Hxd4 Dxd4 33. Bg4! Vinnur skiptamun og nú verður staðan tvísýn. 33. -Rxf4 34. Rf6+ gxf6 35. Dxe8+ Kg7 36.KM? Otrúlegt glapræði. Betra er 36. De4, sem svartur svarar best með 36. Dd2 og hefur þá öruggt frumkvæði fyrir skiptamuninn. 36. -Dxf2 37. Hgl Re2 38. Hdl Bb7!! Skyndilega er hvítur óverjandi mát og hann sá því þann kost vænstan að gefa taflið. JLÁ Tveir nýir bættust við í íslandsmeistaraklúbbinn Nýafstaðið Islandsmót var hið 35. í röðinni ogþar með hafa 59 einstakling- ar unnið þennan eftirsótta titil. Tveir nýir bættust við í ár,, Aðalsteinn Jörgensen og Sigurður Sverrisson. Frá upphafi hafa þessir einstakling- ar unnið titilinn oftast: Stefán Guðjohnsen 12 sinnum Símon Símonarson 10 sinnum Einar Þorfinnsson 10 sinnum EggertBenónýsson 9 sinnum Ásmundur Pálsson 8 sinnum Hjalti Elíasson 8 sinnum HallurSímonarson 7 sinnum Lárus Karlsson 7 sinnum I leik Jónanna í síöustu umferð Islandsmótsins í ár kom þetta skemmtilega spil fyrir. Austur gef ur / a-v á hættu. NOHflUH *K87543 <?K5 *AD653 Það skipti ekki máli þótt ég spilaði ekki út lauf inu. Eg vann mótið samt. V&ST1 H AÁ102 <?ÁG64 OK10 *AKG52 A 6 V 1098732 O 8 * D10743 SUDUK *DG7 <?D7 O G9742 *G98 I lokaða salnum sátu n-s Sigurður Sverrisson og Jón Baldursson en a-v Jón Hjaltason og Hörður Arnþórsson. Þar gengu sagnir á þessa leið: Austur Suöur Vestur Norður pass pass 1 L 1 G*) pass 3 T pass 3 S 4 H 4 S 5 H dobl pass pass pass x) spaði og tígull Jón hitti ekki á laufútspiliö og austur fékk 11 slagi. Án þess að ég viti þaö þá finnst mér eins og doblið biöji um laufútspil en eins má hugsa sér að noröur vilji ekki fá suður í f imm spaða. Við hitt borðiö sátu n-s Símon Simonarson og Jón Ásbjörnsson en a-v Aðalsteinn Jörgensen og Valur Sigurðsson. Það byrjaði á lfkum nótum: Austur Suður Vestur Norður pass pass 1 L ÍG*' pass 3 Gxx) pass 4 S pass pass pass x) Spaði og tígull. xx) Síöast áttir þú bara fjórlit í spaða! Engin leið var að tapa þessu spili og n-s fengu 420 og sveit Jóns Hjalta- sonar græddi 15 impa á spilinu. Bridgefélag Siglufjarðar Sveitakeppni — 9. og seinasta umferð. Lokastríð: Mánud. 18. mars 1985. Svcit Níclsar Friftbjarnarsonar vann sv. Boga Sigurbjörnssonar mcft 18 st. á móti 12 st. Sveit Þorsteíns Jóhannssonar vann sveit Georgs Ragnarssonar mcð 20st.ámótil0st. Sveit Reynis Pálssonar vann sveit Birgis Bjórnssonar með 23 st. á mótí 7 st. Sveit Valtýs Jólnassonar vann sveit Úlafs Jónssonar meft 24 st. á móti 6 st. Leík Guðiaugar Márusdóttur og Ingu Stefáns- dóttur var f restaft. Siglufjarðarmeistarar annað áriö í röö var sveit Þorsteins Jóhannssonar með 174 stig. I sveitinni eru auk Þor- steins: Rögnvaldur Þórðarson, Ás- gríinur Sigurbjörnsson og Jón Sigur- björnsson. I næstu sætum voru: Sveit stig Boga Sigurbjórnssonar 165 Níelsar Friðbjarnarsonar 161 Valtýs J&nassonar 161 Reynis Pálssonar, Fljótum 158 Georgs Ragnarssonar 153 Guðlaugar Márusdóttur, Fljótum 100 +biftleikur Birgis Bjbrnssonar 99 Ölafs Jónssonar 66 Ingu Stefánsdóttur, Fljótum 56 +biðleikur Keppnin var allan tímann mjög jöfn og spennandi, t.d. skilja aðeins 12 stig að2. og6. sveit. Bridgedeild Húnvetninga- félagsins Aöalsveitakeppni deildarinnar er nú lokið, með sigri sveitar Valdimars Jóhannssonar sem hlaut 200 stig. Með Valdimar í sveit eru Jóhannes Lútersson, Þórarinn Arnason og Gísli Víglundsson. Röö næstu sveita er þessi: stig Hreinn Hjartarson 192 HalUli.ru Kolka 188 Kári Sigurjónsson 179 Jón Oddsson 179 Haiidór Magnússon 162 Guftrún Þórðardóttir 141 Miövikudaginn 17. apríl veröur spilaður einmenningur. Spilað var viö Bridgedeild Skagfiröinga 9. apríl á 11 borðum og unnu Skagfirðingar á 8 en Húnvetningar á 2, eitt jafntefli varð. Bridgefélag Breiðholts Þriðjudaginn 9. apríl hófst board-a- match sveitakeppni með þátttöku 10 sveita. Eftir 3 umferðir er staða efstu sveitaþessi: stig 1. Sveit Baldurs Bjartmarssonar 40 2. SveitHelgaSkúlasonar 38 3. Sveit Bergs Ingimundarsonar 36 4.-5. Sveit Eiðs Guðjónssonar 31 4.-5. Sveit Ragnars Ragnarssonar 31 Naesta þriöjudag heldur keppnin á- fram. Bridgefélag Akraness Sveitakeppni Bridgefélags Akraness er nú u.þ.b. hálfnuð og taka 12 sveitir þáttíkeppninni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.