Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1985, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1985, Blaðsíða 5
DV. LAUGARDAGUR13. APRlL 1985. 5 Menning Menning Kammertónleikar íslensku hljómsveitarinnar Tónleikar Íslensku hljómsveitarinnar I Bú- staðakirkju 11. apríl. Efnisskrá: Wolfgang Amadeus Mozart: Kvartett I F-dúr KV 3«8b; Þorkell Sigurbjöms- son: Áttskeytla; Ludwig van Beethoven: Kvintett i Es-dúr op. 18 nr. 2. Kammertónleika nefndi Islenska hljómsveitin tónleika þá sem hún hélt þann ellefta apríl í Bústaða- kirkju. Líklega var meint stjórn- andaleysi til aö ráöa titli aö þessu sinni, því tónleikar sveitarinnar í Tónlist Eyjólfur Melsted vetur hygg ég að falli allir undir hug- takiö kammertónleikar. Svo upp úr þurru þá reyndist stjórnandaleysiö ekkialgjört. I fyrsta verkinu, kvartett Mozarts fyrir fiðlu, víólu, celló og óbó, hlupu snurður nokkrar, en smáar að vísu, á þráöinn í upphafskaflanum. Ekki komu þær aö marki niður á heildar- svip verksins en kannski uröu þær til aö flytjendur léku adagiokaflann og rondóiö af enn meiri vandvirkni en ella. Áttskeytlu pantaöi Islenska hljómsveitin hjá Þorkatli Sigur- björnssyni. Annars vegar er jjaö samið fyrir átta hljóðfæri og í nafninu er einnig vísaö til kveðskaparmála. Þaö sem vekur fyrst athygli manns viö að heyra stykkiö í fyrsta sinn er hversu eðlilega og fallega þaö er instrú- menterað. Mig minnir aö þaö hafi veriö þriöja vísuorðið, sem mér fannst svo einstaklega fallega rímaö, þar sem blásararnir bergmála hendinguna hver á eftir öðrum og píanóiö á lokahljóminn. Reyndar gæti lýsingin átt viö verkiö mestallt og flutningurinn undir stjóm höfund- arvarprýöisgóöur. Kvintett Beethovens fyrir óbó, klarínettu, hom, fagott og píanó var lokaverkið á tónleikunum. Þetta var í eitt af þeim skiptum sem manni finnst tæpast nóg aö hafa kaflana aðeins þrjá, heldur vildi svo gjarnan heyra einn í viðbót þegar verkinu lýkur. Blásararnir náöu virkilega aö hljóma sem eitt hljóðfæri og ekki var píanóið utan hópsins. Þegar manni veitist sú ónægja að heyra svo á- gætan flutning kemur eitt tilbúiö lýs- andi orö úr músíkantaslangi af þeim slóöum sem kvintettinn var saminn á, Beethövliehkeit, fram í hugann. Orðiö er aö sönnu óþýðanlegt yfir á annaö mál og er þaö reyndar líka yfir á venjulega þýsku, en lesandinn verður aö hafa mín orö fyrir því að þaö lýsi djúpu innsæi í músíkalskan hugsunarhátt meistarans mikla. EM. Fasteignasalar sjá f ram á betri tíma: Verðsprenging á næstu grösum Búast má viö verösprengingu á fast- eignamarkaðinum ef G-lánin verða hækkuö eins og rætt hefur verið um. „Já, fasteignaverð snarhækkar. Þaö er eölileg afleiöing þegar svona peningasprauta kemur inn á markaðinn. Þá fara allir aö kaupa,” sagði Elvar Guöjónsson, sem starfar á fasteignasölu Kaupþings, þegar hann var spuröur um hver áhrif hærri G- lána yrðu á fasteignamarkaði. Ekki hefur verið endanlega ákveðið hvernig lónakerfi Húsnæðisstofnunar veröur breytt. Hins vegar er ljóst aö vilji er fyrir hendi aö auka lánamögu- leika þeirra sem eru að kaupa sér þak yfir höfuöið í fyrsta sinn. Einnig er vilji fyrir því aö lán til notaðra húsa verði aukin, eða svokölluö G-lán. Samkvæmt hugmyndum sjálfstæðis- manna er gert ráö fyrir aö G-lánin hækki um 140 prósent og nýbygginga- lán um 30 prósent. Þetta þýöir að tveggja til fjögurra manna fjölskylda fengi G-lán upp á 700 þúsund krónur í staö 290 þúsunda. Sama fjölskylda, sem væri aö byggja, fengi 1 milljón í staö 763 þúsunda króna. Bak við þessar hugmyndir liggur sú hugsun aö einungis yrðu veitt lán til þeirra sem eru aö koma sér þaki yfir höfuöið í fyrstaskipti. Mikil lægð og deyfð hefur ríkt á fast- eignamarkaði nú um langt skeið. Mikið offramboö hefur verið á stærra húsnæöi og nýbyggingum. Hins vegar hefur ekki verið offramboð á minni íbúöum. Um leið og áhrifa nýju lánanna fer aö gæta er búist við aö mikil hreyfing komist á fasteignamarkaðinn með veröhækkunum í kjölfarið. Hvenær það verður er ekki ljóst enn. Ef að likum lætur má gera ráö fyrir aö fasteignasalar hugsi gott til glóðarinnar. „Viö sjáum fram á betri tíma. Hins vegar kemst fljótt jafnvægi á fast- eignaverðið aftur,” sagði Elvar. -APH. Frumvarp til nýrra bankalaga liggur nú fyrir: SAMEINING BANKA BÍÐUR TIL HAUSTS Sameining og fækkun banka er enn til athugunar hjá sérstakri þriggja manna nefnd. Búist er við að niður- stööur liggi fyrir í haust. Matthías Á. Mathiesen viöskiptaráöherra hefur nú hins vegar lagt fram frumvarp til nýrra bankalaga. Það boðar nýjan ramma utan um bankastarfsemi í landinu. Ymis nýmæli eru í frumvarpinu. Lágmark hlutafjár verður 100 milljónir og fá starfandi hlutafélaga- bankar fimm ár til að fullnægja því skilyröi. Ríkið ábyrgist áfram ríkis- bankana. Erlendir bankar eiga að geta fengiö leyfi ráöherra fyrir umboösskrifstofum. Stofnun bankaútibúa verður óháö ráöherraleyfum. Fasteignir banka mega ekki vera umfram 65% móts við eigið fé. Ríkisbankastjórum veröur óheimilt að sitja i stjórnum óskyldra fyrirtækja, en viðskiptabankastjórar geta fengiö leyfi bankaráöa til slíks. Bankastjóra má ekki ráöa nema til sex áraísenn. Gert er ráö fy rir vaxtafrelsi og banni viö samráðum um vexti og þjónustu- gjöld. Verslun með erlendan gjaldeyri verður í aöalatriöum frjáls. Loks má nefna kröfu um visst lágmark eigin- f járstöðu hverju sinni. -HERB. OPIÐ í DAG LAUGARDAG, FRÁ 1-4 ItyÖvörn er ávalt Innifalin í veröinu. HagstæÖir greiðsluskilmálar LADA 1200 137.000. 169.000. 305.000. LADA SAFIR » u-kfnm^ LADALUX LADA SPORT 4X4 BIFREIÐAR OG LANDBUNAÐARVELAR HF. SUÐURLANDSBRAUT 14 S.: 38600 S. SOLUDEILD: 31236

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.