Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1985, Blaðsíða 18
18
DV. LAUGARDAGUR13. APRlL 1985.
♦
Gengur hún eða gengur hún ekki?
—þaðerspennan
„Grundvöllur kvikmyndagerðar
hefur alltaf verið ótraustur og framtíö
þessa ævintýris hangir á bláþræöi,”
sagði Þráinn Bertelsson leikstjóri og
höfundur Skammdegis, sem um þessar
mundir er verið að sýna í Nýja bíói.
„En ég vil ekki trúa að grundvöUurinn
sé brostinn,” bætir hann viö, „allra
síst núna þvi þessi mynd okkar hefur
fengiö góðar undirtektir. Það verður
kannski hægt að þrauka eitthvað
ennþá. Meðan fólk hefur áhuga á
íslenskum kvikmyndum er grund-
vöUurinn fyrir hendi. En ef landsmenn
missa áhugann má hætta aö hugsa um
k vikmyndagerð hér á landi. ”
Hefur Skammdegi þá gengið vel til
þessa?
„Að visu er lítíl reynsla komin á það
en mér sýnist hún vera að taka vel við
sér. Fréttir frá Akureyri eru á sömu
lund.”
Hvaö þurfa margir aö sjá myndina
til að fyrirtækið beri sig?
„Það fer eftir því hvað fólk kemur
fljótt. Því örari sem aðsóknin er þeim
mun styttri tíma þarf til aö halda
bíóinu úti. En að öUu eðlUegu þurfum
við 40—50 þúsund manns. Það verður
að koma í ljós hvort það tekst. Auð-
vitað höfum við trú á að þaö takist.
Þetta á aö vera þriUer og spennumy nd.
Annars staðar ganga slikar myndir á
borð við gamanmyndir. Við vonum að
fólki þyki nýnæmi í þessu efni. I kvik-
myndagerðinni er aldrei hægt að
ganga að því vísu hvað gengur. Þetta
er spennandi vinna því allt getur
gerst.”
Nú virðist gagnrýni á íslenskar kvUc-
myndir vera harkalegri en hún var
þegar fyrstu myndirnar voru sýndar.
Dregur þaö úr aðsókn?
„Gagnrýnin var fuU hástemmd í
byrjun en núna ber meira á aðfinnsl-
um. En gagnrýnendumir hafa ekki
síðasta orðiö um aösóknina. Það er
áhorfandinn sem kemur út af sýningu
og gefur sig á tal við annan. A
endanum er þetta mjög lýðræðislegt.
Eg held aö það verði að teljast svo-
lítið ævintýri að við skulum eiga tvær
myndir í kvikmyndahúsunum núna og
þær ganga með stórmyndum á borð við
Leiðina til Indlands og VígveUina.
Þessu vilja gagnrýnendur oft gleyma.
En það er allt í lagi því við höfum
aldrei beðiö þá að strjúka okkur um
vangann. Hinu er ekki að leyna að
áhorfendur búast við meiru af höf-
Þráinn Berteisson: „Reyndar kann ég þumalfingursreglu um hvernig
mynd sem gengur á að vera." DV-mynd GVA.
Einar i Reykjarfirði — Eggert Þorleifsson.
undum íslenskra kvikmynda en þeir
gerðu þegar fyrstu myndirnar komu á
markaðinn. Það hefur auðvitað áhrif á
aðsóknina ef myndimar bregöast
vonummanna.”
Er hugsanlegt að íslenskum kvik-
myndageröarmönnum hafi farið of
litiö fram á þessum árum sem liðin eru
síðan nýbylgjan hófst?
„Nei, ég held aö framfarimar hafi
verið gífurlegar í frásagnartækni,
frammistöðu leikara og tæknimanna.
Hitt er annaö mál að við munum aldrei
gera myndir eins og þær sem geröar
eru í Hollywood. Það er heldur ekki
takmarkið. Ef mig langar einhvern
tíma til að gera Hollywood-mynd þá
sæki ég um vinnu þar. Takmarkið er
íslensk mynd um Islendinga og
íslenskar aðstæður. Þessu gleyma
gagnrýnendur oft. Eg er ekki að búa til
stássgripi fyrir kvikmyndahátíðir
heldur myndir um daginn í dag á
Islandi.”
Nú er Kvikmyndasjóöurinn rýrari en
vonir stóöu til. Ræður það úrslitum í
íslenskri kvikmyndagerð?
„Já, ég held aðKvikmyndasjóðurinn
og hvemig að honum er búið sé annar
stærsti þátturinn í hvort hér verða
geröar kvikmyndir í framtíöinni.
Stærsti þátturinn er auðvitað viötökur
almennings. Það vantar töluvert upp á
að tekjur sjóðsins séu í samræmi við
lögin um hann. Það er þyngra en tár-
um taki að lög skuli ekki nægja til að
tryggja tekjumar. Það er þjóðinni
nauðsyn að eignast kvikmyndir. Nú er
ekki svo að veriö sé að skattleggja þá
sem ekki sækja kvikmyndahús.
Sjóöurinn á aö fá söluskattinn af
aðgöngumiðunum. Þetta er hvorki
flókið dæmi né ósanngjörn skattlagn-
ing.
Núna þarf aö huga aöfleiri leiðum til
aö afla tekna fyrir sjóðinn. Erlendis er
t.d. tekin smáupphæð af seldum video-
kassettum. Auðvitað kemur að því að
sjóöurinn fær lögboðnar tekjur en þaö
getur verið um seinan.”
Haldið þið hjá Nýju lífi ekki ótrauðir
áfram þrátt fyrir að ýmsar blikur séu
á lofti?
„Ef við getum, þá höldum við áf ram.
Ef þessi mynd gengur ekki þá sjáum
við ekki leiöina út úr þeim vanda. En
við ætlum að halda áfram að berjast
þangað til aðrir kostir em ekki en að
gefast upp eða sá sigur hefur unnist að
einhvers konar kvikmyndagerð fær
Þráinn Bertelsson
segirfrá
vafstrisínuvið
kvikmyndagerð
þrifist í landinu. Þaö vantar hvorki
hugmyndir né fólk meö áhuga; það
vantar peninga.
Hjá okkur liggja tvær hugmyndir aö
kvikmyndum sem viö gerum ef við
höfum máttinn til. Annars vegar er
mynd sem gæti heitið Illur fengur og
fjallar um tvenns konar glæpamenn.
Smáglæpona sem velta hér um götur
og svo þá sem tala bara í síma. Þetta
gæti oröið einhvers konar spennugrín-
mynd. Svo er til handrit að nýrri mynd
um þá Þór og Danna. Hana köllum við
Sálarlíf. Þar bjarga þeir félagar seðla-
bankastjóra sem veit að hann er búinn
aö setja landið á hausinn. Hún er í
sama anda og fyrri myndir um þá
félaga.
En þetta veltur allt á því hvort við
getum borgað reikninginn fyrir
Skammdegiö og hvort þá verður eitt-
hvað afgangs. Dalalíf iö skilaði hagnaöi
og Nýtt líf lika. Þær myndir gerðu
okkur kleift að byggja upp svolítið
fyrirtæki með starfsliöi sem hefur
getaö unnið reglulega. Sömuleiðis var
af gangur til að leggja í Skammdegi.”
Ef Skammdegið gengur ekki verðiö
þiö þá ekki að gera Sálarlifið?
„Ef þaö væri hægt að kalla á þá Þór
og Danna til að bjarga íslenskri kvik-
myndagerö þá væri ekki mikið að. En
fýrirfram er aldrei vissa fyrir hvað
gengur og hvað ekki. Dæmiö er ekki
svo einfalt. Þó kann ég þumalfingurs-
reglu um hvemig mynd sem gengur á
að vera. Eg hef hana frá David
Puttnam sem m.a. gerði Vígvellina. Sá
sem er sannur í því sem hann er að
gera og gerir eitthvað sem snertir líf
og drauma áhorfendanna, hann er á
réttri leið. Þetta er alveg eins góð speki
oghverönnur.”
-GK.
HEIMSKONAN
— rætt við Ragnheiði Amardóttur um hlutverk
hennaríSkammdegi
Ragnheiður Arnardóttir leikur Elsu,
eitt aðalhlutverkið í Skammdegi. Þaö
er mágkona systkinanna, heimskonan
sem raskai' ró manna í firöinum
vestra. Ragnheiður var spurð hvernig
manneskja þessi Elsa væri.
„Hún er af allt ööru sauðahúsi en
venslafólkið. Systkinin hafa búið mjög
einangrað en hún er í eðli sínu heims-
kona. I myndinni er þessum ólíku ein-
kennum teflt saman sem andstæðum.
Meðal þeirra sem séð hafa myndina
eru skiptar skoðanir um hvort Elsa sé
vonda konan í myndinni. Sjálf lít ég
ekki á hana sem vonda. En hún er á
sinn hátt leiksoppur örlaganna en það
eru þau systkinin lika. Þaö má auö-
vitað leggja það út sem slæma eigin-
ieika aö hún kemur til að selja jörðina
af praktískum ástæöum. Það má líka
leggja það út á annan veg.”
Hvernig finnst þér myndin hafa
heppnast?
„Eg held aö myndin sé fremur vel
heppnuö. Auövitað er alltaf eitthvað
sem hefði mátt gera betur. Ef ég ein-
blíni bara á minn hlut þá vildi ég hafa
kunnað meira og gert sumt betur. En
sem betur fer er endalaust hægt að
halda áfram að læra.”
Er þetta ekki í fyrsta sinn sem þú
leikuríkvikmynd?
„Jú, eiginlega. Að vísu var ég
statisti í myndinni Með allt á hreinu.
Þar bar ég fram sósuna og salatið. Þá
hef ég aðeins leikið í sjónvarpinu. En
þetta er fyrsta eiginlega hlutverkiö í
kvikmynd. Eg lærði leiklist á sínum
tíma og hef síöan komið víða við sem
„free-lance” leikari. Þessa stundina er
ég ein af dú-dú píunum í Hryllingsbúð-
inni.”
Það er lfldega ólíkt hlutverki Elsu.
„Já, það sem gerir leiklistina spenn-
andi er að fá að fást viö ólík hlutverk.
Vinnan við kvikmyndina var mjög
lærdómsrík. Bæði sjálf vinnubrögðin
og líka baráttan við að taka myndina
upp. Við bjuggum þarna saman í snjó-
skaflinum í tvo mánuöi síðasta vetur
meöan verið var að taka útiatriöin
upp.
Eg er svo heppin að hafa nóg að gera
í nánustu framtíð. Vinna sem „free-
lance” leikari þýðir að ólíklegustu
hlutir koma fyrir mann. Lífið verður
einskonar happening. ”
Nú ert þú auk þess að eiga þátt í að
gera kvikmyndir einn af áhorf-
endunum. Eru íslenskar kvikmyndir
frambærilegar?
„Já, ég get auðvitað reynt aö svara
þessu sem áhorfandi og áhugamaður
um leiklist. Eru ekki allar listgreinar,
þar sem eitthvað er aö gerast,
frambærilegar? Aö sjálfsögðu tekst
misjafnlega til en það þarf ekki að
vera af hinu vonda. Við eigum marga
vandaða og góða kvikmyndagerðar-
menn sem gera gert góða hluti ef þeir
fá tækifæri. Það vantar aftur á móti
fjármagn í þessa listgrein eins og
aðrar. Peningaleysið kemur alveg á
sama Iiátt niður á vaxtarbroddinum í
íslensku leikhúsi. Leikhús eins og
Alþýðuleikhúsið og Eggleikhúsið og
fleiri standa uppi húsnæðis- og
peningalaus. Annars er það aö bera í
bakkafullan lækinn að fara að kvarta
um peningavandræöi í íslensku menn-
ingarlífi.”
Þú ert þá bjartsýn á framtíðina?
„Já, meöan enn er til fólk sem hefur
áhuga og getu, þá er ekki ástæða til aö
vera með svartsýni. Það er jú alltaf að
vora.” -GK.
„Þetta var reyndar ekki eins kalt og það litur út fyrir að vera. í
Reykjarfirði er nefnilega sundlaug." Ragnheiður Arnardóttir í hlut-
verki Elsu.