Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1985, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1985, Blaðsíða 8
DV. LAUGARDAGUR13. APRIL1985. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöurogútgáfustióri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóriogútgáfustjóri: HÖRDUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstooarritstjdrar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍOUMÚLA12—14. SfMI 686611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI ll.SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda-ogplötugerö: HILMIR HF.,SÍOUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf„ Skeifunni 19. Áskriftarverðá mánuði 330 kr. Verðí lausasölu 30 kr. Helgarblað35kr. Rússnesk rúletta Landlæknir fjallaði nýlega í fréttum um Aids, áunna ónæmisbæklun. Þar kom fram of takmarkaður áhugi á viðbúnaði, til dæmis Blóðbankans, gegn þessum vágesti. Það er eins og sjúkdómurinn sé ómerkilegri en norska flensan í vetur, þegar yfir 15.000 manns voru bólusett. Eftir skrif DV um innflutning á finnsku blóðefni hefur þó verið upplýst, að unnið er að lokun þeirrar smitleiðar. Það er til bóta, en gerist ekki nógu hratt. Af hverju er ekki hægt með átaki að stöðva þennan innflutning eða efna- greina hann, ekki bara bráðum, heldur strax? Aids er að ýmsu Ieyti verri en svarti-dauði og aðrir sjúkdómar mannkynssögunnar. Hinn nýi sjúkdómur er enn sem komið er gersamlega ólæknandi. Hvorki lyf né bóluefni eru til og virðast ekki í sjónmáli. Helmingur þeirra, sem tekið hafa sjúkdóminn, er þegar látinn. Aids breiðist út með margfölduðum hraða. Fyrst varð hann að stórfelldu vandamáli í Bandaríkjunum. Þar hafa 4.300 manns Iátizt úr honum. Það samsvarar fjórum Islendingum. Evrópa er um þremur árum á eftir Vestur- heimi. Búizt er við, að 10.000 Vestur-Þjóðverjar verði fallnir eftir fimm ár. Ef við lítum á síðari töluna, sem birt var í tímaritinu Spiegel, má sjá, að hún jafngildir 40 íslendingum. Því er ljóst. að grípa þarf til róttækra ráðstafana, jafnvel þótt þær kosti fé. Ekki verður ódýrara að halda uppi sjúkra- deildum á spítölum landsins. Varnir eru afar erfiðar. Aids berst með sæði og blóði. Sæði er sérstaklega erfitt að skipuleggja í því andrúms- lofti lauslætis, sem um langt skeið hefur ríkt á Vestur- löndum. Ekki er unnt að búast við, að umtalsverður árangur náist á því sviði. Aids leggst einkum á kynhverfa karlmenn, enda hefur gífurlegt lauslæti verið í tízku í hópum þeirra á undan- fömum ánim. En sjúkdómurinn flyzt einnig ineð hefö- bundnu lauslæti. Á þessum sviðum verður að koma til skjalanna vönduð fræðsla, til dæmis í framhaldsskólum. Bezta möguleika hafa stjórnvöld á að loka smitleið blóðsins. Hægt er að efnagreina blóðefni í blóðbönkum. I Bandaríkjunum er ötullega unnið að nýjum og ódýrari aðferðum við greininguna. Samkvæmt fréttum Econo- mist er árangurs að vænta þegar á f yrri hluta þessa árs. Vandinn í blóðbönkum eykst, þegar blóðefni frá einstaklingum er ekki haldið aðskildu. Finnska blóðefnið, sem íslenzkum blæðara er gefið, getur verið frá tugum blóðgjafa. Slíkt margfaldar náttúrlega smithættuna og getur engan veginn talizt forsvaranlegt. Blóðgjafar geta smitað, þótt þeir séu ekki sjálfir veikir. Aðeins tíundi hver maður, sem ber veiruna í sér, er sjálfur með Aids. En hann getur smitað aðra. Og þegar fórnarlambið er búið að fá veikina, verður ekki við snúið. Enginn í heiminum hef ur læknazt. I mestri hættu eru kynhverfir menn; konur, sem hafa samræði við þá; fíkniefnasjúklingar, sem nota sömu sprautuna; svo og blæðendur. Ef við lítum á síðasta hóp- inn, verður ekki betur séð en þeir verði að sæta eins konar rússneskri rúlettu hjá íslenzkum heilbrigðisyfirvöldum. Engin ástæða er til að taka þessu með ró. Erlendis eru notaðar aðferðir til að efnagreina blóðefni í blóðbönkum. Þessar aðferðir eru ört að verða ódýrari. Þær á jafnóðum að nota hér. Jafnframt þarf strax að efna til víðtækrar fræðslu um, hvernig megi varast Aids. Jónas Kristjánsson. Bak við tjöldin — Þú fyrirgefur, en ég get ekki stoppað lengi. Eg er á leiöinni á landsfund, skilurðu. Hann var mér svosem enginn aufusugestur, svo ég fyrirgaf honum fúslega. En þegar við komum inn í eldhús kom hann sér makindalega fyrir í besta stólnum og sýndi þess engin merki að honum lægi á. Þvert á móti fór hann að hjala um blessað veðrið og þennan ótrúlega góða vetur og aö nú hlytum við sveimérþá aö fá almennilegt sumar, til tiibreytingar. — Það er kominn tími til að það rigni á Norðlendinga. Eg sinnti þessu hjali engu en einbeitti mér að því að laga kaffiö. Það tók sinn tíma, og ég verö að játa það, aö það sem hann hjalaði á meðan, fór alveg framhjá mér, þó ég hummaði eitthvað í hvert sinn sem Úr ritvéíinni Ólafur B. Guönason leið og hann spennti greipar. Með guöræknisvip sagöi hann: — Það er enginn bættari með því að skipta um ráðherra á þessu stigi málsins. Auk þess sem þið leikmennirnir gerið ykkur enga grein fyrir því, hversu mikil völd formannsins eru bak við tjöidin. — Svo þá verður Steini stikkfrí áfram? — Fjarri því. Formaðurinn er mjög innviklaöur i ákvaröana- takandi ferii í stjórnarflokka- samstarfinu. Það að hann og flokkurinn allur telja aö hags- munum flokks og þjóðar sé best borgið með því að hann vinni sín störf bak við tjöldin þýöir ekki að flokkurinn standi ekki heill og óskiptur að stjórnarsamstarfinu. Það hefur einfaldlega sýnt sig aö ég greindi hlé á einræðunni. En þegar kaffikannan var komin á borðið og allt reiðubúið komst ég ekki hjá því að sýna gestinum einhverja athygli. Hafandi í huga að hann virtist búinn undir langa setu ákvað ég aö beina umræöunum að því sem sjálfstæöismönnum er verst við að ræða þessa dagana, stjórn- málum. — Jæja, svo þú ætlar á lands- fundinn? Heldurðu að hans verði getið í sagnfræðiritum framtíðarinn- ar sem landsfundarins þar sem sjálf- , stæðismenn komust að niöurstöðu? Hann glotti eins góðlátlega ög honum var unnL En það leyndi sér ekki að hann varð pirraður. Svo harkalega hrærði hann í kaffinu. Samt notar hann hvorki mjólk né sykur! — Við erum hér að ræða landsfund Sjálfstæðisflokksins, minn kæri. Ekki Framsóknarflokksins. — En þiö ætlið einmitt að ræða Framsókn er það ekki? Það á að nota fundinn til þess að hræða Framsókn til þægðar, er það ekki? — Það er auövitað ljóst að samstarfsflokkur okkar í ríkisstjórn hefur sýnt vissar tilhneigingar til ókyrröar á síðustu vikum og mánuðum. Þetta hefur valdið okkur sjálfstæöismönnum vissura áhyggjum, án þess þó að það hafi komið niöur á sálarró okkar, en henni verður vart raskað, eins og allir vifa. En okkur þykir þó hyggilegra að halda fundinn nú og hreinsa þannig andrúmsloftið nokkuð og setja pressu á samstarfs- f lokksmenn okkar í ríkisstjórninni og krefja þá svara um ýms lykilatriði. Eg þakkaöi honum fyrir greið svör. Aður fyrr töluðu menn í véfréttarstíl, en núorðið í fréttatil- kynningastíl. — En þiö ætlið semsagt að sitja áfram í ríkisstjórninni? — Það er engin spurning um það að óróinn í stjórnarsamstarfinu stafar ekki af væringum innan Sjálfstæðis- flokksins. Skýringa á óróanum er að leita í Framsóknarflokknum. Fari þeir sem fara vilja, en við teljumst ekkitilþeirra. Hann hjó máfinn og þóttist greini- lega hafa tekið af öll tvímæli um afstöðu sinna manna. Stoltur á svip saup hann á kaffinu og bölvaði í hljóði þegar hann brenndi sig. — En hvað með formanninn? A hann að fara í ríkisstjórnina eða teljið þið það tryggara að láta eldri mennina flekka hendur sinar á samstarfinu? Hann lagði frá sér bollann og studdi olnbogum á borðbrúnina um samstarfiö hefur gengið mjög vel með því verklagi að formaðurinn standi bak við tjöldin og kippi í spottana. Þú skalt ekki halda að það sé veikleikamerki. — Bíddu nú hægur. Þiö haldið þennan landsfund til þess að knýja samstarfsflokkinn til betra samstarfs, að því sem þú segir. En samt hefur samstarfið gengið ákaf- lega vel, segirðu, með því að halda formanninum baksviðs, uppteknum við að kippa í spotta? Hann stóö á fætur og sagðist ekki sjá að nokkrum tilgangi væri þjónaö með því að halda þessum umræðum áfram. Hann gat þess einnig að kaffið hefði verið mjög gott, og fyrir það þakkaöi hann mér, en nú þyrfti hann að f ara að flýta sér. — Heldurðu að formaðurinn viti hvert þessir spottar liggja sem hann er aö kippa í? Hvað helduröu nú að hann segði, ef hann styngi hausnum fram á milli tjaldanna og sæi aö þaö eru engar brúður festar við hinn endann á strengjunum? Hann dró hanska á vinstri hönd sér, með kramþakenndum hreyfing- um, eins og strengjabrúða. Þaðgekk illa, þar til rann upp fyrir honum að það var hægrihandar hanskinn. Hann gekk siðan út, án þess að kveðja, og hélt á landsfundinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.