Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1985, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1985, Blaðsíða 17
DV. LAUGARDAGUR13. APRIL1985 17 mönnum sár vonbrigði og knúiö þá til aö legg ja áherslu á aukinn vígbún- aö í því skyni aö f á haldio hernaöar- legu jafnvœgi gagnvart Bandaríkj- unum. Steele bendir á aö hinar nýju viösjár með risaveldunum hafi bæst ofan á ýmislegt annað andstreymi sem Sovétmenn hafi mátt þola á alþjóðavettvangi á undanförnum árum. Nefnir hann sem dæmi sjálf- helduna í samskiptum við Kínverja og misheppnaðar tilraunir Sovét- manna til að ná itökum í þriöja heiminum. Segir Steele að allt muni þetta líklega stuðla að því að viðhorf Sovétmanna til umheimsins einkenn- ist á næstu árum af varkárni; Sovét- menn muni leggja meiri áherslu en áður á að rækta sinn eigin garð. Meiri hœtta Þeir Noam Chomsky, Jonathan Steele og John Gittings eru sammála um að þær viðsjár sem nú ríkja milli austurs og vesturs séu hættulegri en þau köldu stríð sem áður hafa geisað. Þetta markist ekki aðeins af þvi að kjamorkuvopn stórveldanna séu nú viðameirí og fullkomnarí en áður heldur séu sérfræðingar í báðum herbúðum komnir á þá skoðun að kjarnorkustríð sé unnt að heyja með sigur í huga. Þá megi ekki vanmeta hættuna á því að styrjöld brjótist út vegna mistaka eða bilana í tækjabúnaði, sem sífellt verður flóknarí að allri gerð. Noam Chomsky telur að meginhættan á styrjö'ld felist í vaxandi líkum á því aö spenna og átök einhvers staðar í þríðja heiminum, sérstaklega í Mið- austurlöndum, geti haft í f ör meö sér stigmagnandi átök og jafnvel kjarn- orkustyrjöld. Segir Chomsky að í raun megi það kallast kraftaverk hversu mannkynið hafi lengi lifað af kjarnorkuöld og kalt stríð en erfitt sé að vera bjartsýnn á að slikt krafta- verk geti varað öllu lengur. Leiðir til friðar Hvaöa leiðir eru færar til að draga úr spennu i samskiptum rísaveld- anna og minnka hættuna á ger- eyðingarstyrjöld? Þeir Chomsky, Steele og Gittings leggja áherslu á það í þessu sambandi að þau ríki heims sem nákomin séu risaveld- unum reyni að taka sjálfstæðarí afstöðu gagnvart þeim en gert hafi verið hingað til. Brýnt sé að brjóta upp þær öflugu hernaðarblokkir, Atlantshafsbandalagið og Varsjár- bandalagið, sem Bandaríkin og Sovétríkin noti til að viðhalda áhrif um sínum og yf irdrottnun. Bret- arnir Jonathan Steele og John Gittings beina sjónum sínum einkum að föðurlandinu og hvetja til þess að bresk stjórnvöld hverfi frá þeim undirlægjuhætti sem einkennt hafi samskipti þeirra við Bandarfkja- menn. Þeir félagar segja að aðild Bretlands að Atlantshafsbandalag- inu sé engin heilög kýr; sifellt eigi að vega og meta kosti og galla hernaðarsamvinnunnar við Banda- ríkin og taka afstöðu í samræmi viö það. Bresk stjórnvöld eigi til dæmis að beita sér gegn þeirri þarflausu út- þenslu AUantshafsbandalagsins sem Bandarfk jamenn beiti sér nú fyrir og styðja dyggilega hugmyndir um kjarnorkuvopnalaus svæði Norður- Evrópu, í stað þess aö láta sífellt stjórnast af ótta við að styggja Bandaríkjamenn. Hlutverk friðarhreyfingar Jafnframt er lögð áhersla á gildi fjöldahreyfinga í fríðarbaráttunni; slíkar hreyfingar hafi aldrei verið mikilvægari en nú þegar hættan á árekstrum stórveldaiina fari sífellt vaxandi. Mikilvægt sé að almenn- ingur í hinum ýmsu löndum láti ekki blekkjast af kaldastríðsáróðri stjórnvalda heldur reyni að sjá í gegnum þá blekkingarvefi sem spunnir séu til að réttlæta vitf irrings- legan vigbúnað. „Það sem risaveldin segja hvert um annað er að mestu leyti hreinn þvættingur og við eigum ekki að hika við að kalla það þvætt- ing," segir John Gittings. Einungis upplýst almenningsálit geti haldið risaveldunum við efnið og látið þau svara fyrir ógnir vígbúnaðarkapp- hlaupsins. Super Powers in Collision er verk þriggja manna sem hafa greinar- góða þekkingu á því sem þeir f jalla um. Vitanlega kunna ýmsar skýr- ingar þeirra þremenninga og sjónar- mið að orka tvímælis eins og gengur og gerist með rit af þessu tagi. Til dæmis fetta vafalaust margir fingur út í frásögn þeirra af orsökum kalda stríðsins, telja að þar sé um of borið blak af Sovétmönnum. Hvað sem því líður er bók þessi athyglis- vert f ramlag til þeirrar umræðu sem sifellt er nauðsynleg til aö auka skilning á eðli þess kalda stríðs sem stórveldin heyja og ógnar nú allri heimsbyggð. Valdimar Unnar Valdimarsson I.B.R. K.R.R. REYKJAVIKURMOT MEISTARAFLOKKUR ANNAÐ KVÖLD KL. 20.30 (SUNNUDAGSKVÖLD) K.R. - FRAM Á GERVIGRASINU í LAUGARDAL Yfirfærið filmurnar á myndband 8 mm Sup. 8 16 mm. Slides NTSC. Secam Myndband PAL Texti og tónlist, ef óskað er. Nánari upplýsingar í síma 46349 Hugsanlega geta spenna og átök einhvers staðar I þriðja heiminum, sérstaklega i Miðausturlöndum, haft í f ör með sér stigmagnandi átök og jafnvel kjarnorkustyrjöld.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.