Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1985, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1985, Blaðsíða 19
DV. LAUGARDAGUR13. APRlL 1985. 19 Bandaríkin: Rithandargreining víð mannaráöningar Næst þegar þú sækir um vinnu skaltu gæta vel að því hvernig þú skrifar. Það gæti nefnilega hugs- anlega skipt sköpum um hvort þú verður ráðinn í starfið sem þú sækir um. Sú er að minnsta kosti orðin raunin í Bandaríkjunum. í fjölda fyrirtækja þar tíðkast það nú að rit- handarsérfræðingar fara yfir starfs- umsóknir og meta umsækjendur. „Það gefur manni tækifæri til þess að greina kjarnana frá hisminu meðal umsækjenda," sagði Pierre Gazarian, forseti Renault verk- smiðjanna í Bandaríkjunum, sem notar rithandarsérfræðing til þess að velja úr umsóknum. Rithandarsérfræðingar telja að samband milli þess hvernig menn skrifa og hvernig þeir hugsa og breyta sé fullsannaö. Iris Holmes er einn vin- sælasti handritargreinirinn. Fyr- irtæki hennar heitir Huivista og er í Louisville í Kentucky. Fyrirtækið er eitt hið stærsta sinnar tegundar í Bandaríkjunum. Holmes segir að rannsóknir hennar byggi á uppgötvunum evrópskra sálf ræðinga og styðjist við rannsóknir f jölmargra háskóla, sér- staklega háskólans í Miinchen. I einni þeirra rannsókna voru rithandargreiningar bornar saman við niðurstöður sálfræðinga sem tóku viðtöl við sömu menn og gáfuvitnisburö. Tekiö alvariega fyrir tveimur árum „Sálfræðingar og rithandar- greinar voru yfirleitt mjög sammála í greiningum," segir Holmes. Holmes neitar að gefa upp viðskipta- vini sína en segir að þar á meðal séu mörg stærstu fyrirtæki í Banda- rikjunum. Hún viðurkennir að margir efa- semdamenn flokki handskrift með teblöðum og stjörnuspeki. Einmitt þess vegna segir hún að viðskipta- vinir hennar vilji helst ekki að komist i hámæli að þeir noti þessar aöferðir. Samt sem áður segir hún að um það bil 5000 bandarisk fyrirtæki ráðfæri sig við rithandarsérfræðinga um ýmsar ákvarðanatökur, þar á meðal hvort ráða eigi umsækjanda og hvar í fyrirtæki eigi að nota hann. Sheila Kurtz, annar rithandarsér- fræðingur, forseti slíks fyrirtækis sem er á Manhattan, segir að rithandarsérfræðingar hafi fyrst haslað sér völl í Evrópu en fyrir um það bil tveimur árum hefði verið farið að taka þá alvarlega í Banda- ríkjunumlíka. Einn viðskiptavina hennar sagði að þegar hann hefði ráðið umsækj- anda um starf þrátt fyrir viðvörun hennar hefði hann venjulega iðrast þess. Hann hefur borgað 20 til 30 sinnum meira i laun og þjálfun heldur en greiningargjöld. Kurtz sagði að hún tæki á milli 90 og 250 dollara fyrir rithandargreiningu. Bjartsýnisskrift Daniel Boone, sem er forseti fyrir prentfyrirtæki, segist ráðf æra sig við hana út af starfsumsóknum og öðrum persónulegum ákvörðunum. Hann bendir öllum stjórnendum sínum á að láta í té rithandarsýnis- horn til greiningar. „Það sýnir þeim styrkleika þeirra og veikleika og hjálpar þeim viö að umgangast starfslið sitt," segir hann. Boone segir að greining á hans eigin hand- skrift sýni að hann þurfi að læra að treysta á innsæi sitt. Hann segir að rithandargreinlr sinn hafi ráðlagt sér að gera o-in og e-in stærri og opnari. Einnig hafi hann ráðlagt sér að setja þverstrikið ofar á téið. Allt þetta sýndi bjartsýni. „Þetta er þitt tal á pappir. Þegar ég tek upp penna segi ég við sjálfan mig: „Eg er jákvæður"," segir hann. Milton Kaufman er annar í hópi þeirra sem trúa á þetta. Hann er forstjóri fyrirtækis sem leitar að hæfum starfskröftum. Hann notar rithandargreiningu til viðbótar við hefðbundin viðtöl og yfirlit yfir starf sferil og nám. Kaufman er á þeirri skoðun að per- sónuleiki sé lykillinn að velgengni margra framkvæmdastjóra og starfsmanna. Hann segir að ákveðin einkenni í skrift sýni strax sérstök einkenni. Til dæmis segir hann að stór skrift og notkun upphafsstafa sýni tilhneigingu til að drottna og samkeppnishyggju. Halli til hægri, hæfilega fast skrifað sýni góða dóm- greind og hæfileika til f orystu. „Þetta er tiltölulega litt reynt," segir John Turner sem sér um mannaráöningar og vinnuskipulag. „Það er óvenjulegt að velja fólk út frá þessum forsendum og manna- ráðningar eru mikilvægar ákvarðanir. Við viljum vera hæfilega fhaldssamir." V (f $mé&^,: ^^ V<1 fl uélrita alit/XT .J : Kannski boroar «*-*»'* ^ \. cyi^/nMsUari-c^S fWioiÁAaJcH. ' % é& Nýtt - Nýtt! í ^. Mosfellssveit <3 SIMI 666936 Heilsusamleg og árangursrík sólböð eru markmið okkar HAFNARBOÐIN ORKÚBQT Gn nsásvedi 7 s mi: 89488 SNYRTI 101 slmi LQ3 ^ÓL^A^SSTO^A^I HitMA Garðarsbráut 1 simi: 96-41837 SPLBAÐSSTOFA Steinagerö 7, sími isrroFAN ALOON Lauga' egi 99 simi: 22580 SOLSKRYKJAN SOL-STUDIO Dalshrauni 13 ! 290$4 8, Húsav 4 smi: 72226 B2194 327|4 SD LadfásvAgi 17a[rrj BAÐSTOFAN t>a NNA SfsYRTIS LILJU BREIÐHOLTI íybakka í) sími Nudd oci sólbaösstofa) Ení|ihjaíla 8 nimi: 46620 ÖHA L OG SAUNA 71050 SSTUDÍÓ iCf Glerárg itu 46 AkureUi ¦W ?2$IT3 DÖ3EÍ ÁRMANNS Armúla SOLHÚSIÐ Eyraved Sirrii: 99 32 sjmi: VZB 23280 76540 83295 Selfjossi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.