Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1985, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1985, Blaðsíða 28
28 DV. LAUGARDAGUR13. APRlL 1985. -"» VATIKANRIKIÐ Ifte- '^ttljj^f w^ Til þess að fá gott útsýni yfir Róm og Vatíkanið borgar sig aö klíf a 537 tröppur upp í kúpulinn. l> 1 'V 4ifc^ te^aas*^*^ :¦ ¦¦¦~,: ¦:¦ ¦ Það er ekki stærra en meöalbær. En voldugt er þaö. Vatíkanríkið er minnsta ríki veraldar, aðeins 4,4 ferkílómetrar. Ibúarnir eru um það bil- eitt þúsund. Akvarðanir sem teknar eru í þessu litla ríki hafa ekki aðeins þýðingu fyrir sjö hundruð milljónir kaþólskra í heiminum heldur miklu fleiri. Vatíkanríkið er eitt af auðugustu ríkjum heims og hefur gífurlegt vald hvort heldur litið er til fjármála eða stjómmála. Það eru ekki aðeins listafjársjöðir aldanna sem skapa auð Vatíkansins. Firnamiklar upphæðir hafa verið lagðar í fjölda fyrirtækja. Sú stað- reynd hefur valdið nokkurri gagnrýni meðal kaþólskra í þriðja heiminum. Páfinn er konungur I Vatíkaninu ríkir það sem kalla mætti algert einræöi. Ríkisstjórinn. páfínn, er valinn til lífstíöar og hefur takmarkalaust vald lagalega séö. 1 Asamt kardínálaráðinu, sem í eru 126 menn, er framkvæmdavald og dóms- vald í hendi hans. I meira en sex aldir hefur Vatíkanið verið embættis- bústaður páfans en þaö var fyrst með Iateralsamningnum 1929 sem ríkiö varö til og var eins konar framhald kirkjuríkisins sem náð hafði yfir hluta af Mið-Italíu. I þessu litla ríki er latín- an lifandi mál, jafnvel opinbert embættismál við hlið ítölsku. Ríkið hefur öll einkenni fyllsta sjálf- stæðis. Bankinn með því hátignarfulla nafni Banco Santo Spirito. það er Banki heilags anda, var stofnaöur af Páli V árið 1B05 og hefur nú um 150 úti- bú víðs vegar um heim. Vatíkanið hefur líka eigin myntsláttu og myntin er gjaldgeng um alla Italíu. Frímerkin verður þó aö stimpla í pósthúsi Vatíkansins. Og ef menn vilja að kortin frá sumarleyfisferðinni komist sem fyrst til skila þá borgar sig að stinga ¦ þeim í póstkassa Vatíkansins. Póst- sendingar ganga greiðar frá Vatíkan- inu en ítalska ríkinu. Allt frá 1932 hefur Vatíkaniö haft eigin járnbrautarstöð eh hún hefur ekki verið notuð síðan 1962 þegar Jóhannes páfi XXIII fór frá henni í pílagrímsferð til Assisi. Gott samband við önnur ríki Ríkiö ræður ekki yfir neinum her. Stjórnmálamennirnir treysta á myndugleika og vald páfa. Fullt eitt hundraö lönd hafa sendiherra í Vatíkaninu. Fyrir ári var tekið upp stjórnmálasamband við Bandaríkin á ný eftir 160 ára hlé. Og skömmu fyrr við Bretland eftir miklu lengra hlé, eða fjögur hundruö ár. Vatíkanið varð eitt af fyrstu ríkjum til að viðurkenna Finnland því sam- band Finna við það hófst árið 1942 og var það mun fyrr en við aðrar Norður- landaþjóðir. öldungaveldi I Vatíkaninu tekur það sinn tíma að komast hátt í hlíð. Eftirlaunaaldurinn er hár. Lög hafa verið sett um það að kardínálar, sem komnir eru yfir átt- rætt, f ái ekkí að taka þátt í vali páfa. Enn sem komið er eru konur að mestu leyti útilokaðar frá nefndar- störfum og öðru því er verulega skiptir máli. Og kvenprestaspursmálið er ekki á dagskrá. Það eru klárar línur að konur fá ekki prestsembætti. Stjórn kaþólsku kirkjunnar og Vatíkansins er í níu mismunandi deildum. Þær mynda kúríuna. Curia Komana er sá umfjöllunaraðili sem kýs páfann. Núverandi páfi, sem er hinn 266. í röðinni, er fyrsti páfinn sem ekki er Itali í meira en hálfa fimmtu öld. Æðsti ráögjafi páfans er ritari kardínálaráðsins sem um leið er utanríkisráöherra Vatíkansins. Maöurinn í þessari stööu frá 1979 er Agostino Casroli kardínáli. Frá því í apríl í fyrra er hann líka eins konar varapáfi með páfalegu umboði til stjórnunar í Vatíkaninu. Að Jóhannes Páll II tók þessa ákvörðun hefur verið skilið þannig að hann vildi gefa sér meiri tíma til enn aukinnar þekkingar á vandasömum verkefnum síns háa embættis. Heimsins stærsta Eins og nú stendur eru fullar sjö hundruð milljónir kaþólskra manna í heiminum. Næstum helmingur þeirra er í þriðja heiminum. Innan sinna vé- banda hefur kaþólska kirkjan tvö hundruð biskupa. Páfinn, biskupinn í Róm, er æðsti forystumaður kirkj- unnar og þar sem hann er líka stað- gengill Krists á jörð, Vicarius Christi, er hann hátindur klerkaveldisins mikla er samanstendur af fjölda biskupa, presta og kardínála sem stjórna kaþólsku kirkjunni. Óskeikull Þegar páfinn talar ex cathedra, með fullum myndugleik í trúar- og siðferðismálum, er hann óskeikull að skoðun kaþólskra og orð hans bindandi fyrir þá alla. En það hefur páfi ekki alltaf veriö. Það var Píus IX páf i sem lýsti yfir á fyrsta Vatíkanþinginu, 1869—70, kennisetningunni um óskeikulleikann. Annað Vatíkanþingiö, sem haldið var á árunum 1962—1965, leiddi til þess að nú er frekar tekið tillit til álits biskupanna en áður var. Framlag seinna kirkjuþingsins voru sextán mikilvægar samþykktir sem lýsa yfir því hvað kirkjan er, greina frá sambandinu við aðrar kirkjur og af- stöðu til þeirrar hugmyndafræði sem ekki er kristin. Meginspurningin var hvernig nútímakirkjan ætti að starfa sem tákn guðdómlegrar opinberunar og búa mennina undir þaö aö móta trúna í ó'llu líferni sínu. Útvarp páfans nær til alls heimsins Saga útvarpsins í Vatíkanrikinu er eiginlega saga'páfanna. Með því að páfinn er öllum æðri í Vatíkaninu ræður hann yfir f jölmiðlastarfseminni. Það eru 54 ár síðan páfi lét fyrst til sín heyra í útvarpi. Það var Píus XI. Osservatore Romano er blað Vatíkans- ins. Það var stofnað 1961 og kemur daglega út á ítölsku og latínu. En upplagiö er ekki stórt, um sjötíu og fimm þúsund eintök. Vatíkanið gerði sér snemma grein fyrir þýöingu fjölmiðla. Jóhannes páfi XXIII á sjöunda áratugnum sagði að ein sjónvarpsstöð skilaði eins miklum árangri og tuttugu þúsund prédikanir. Það var Páll VI sem mótaði Vatíkan- útvarpið. Hann tók blaðamenn með sér í ferð til Israels og það leiddi til auk- innar blaðamennsku. Á árinu helga 1975 fékk útvarpið aukin f járráð og haf ði það í för með sér að f arið var að reisa hið mikla hreyfan- lega loftnet meö 500 kílóvatta útsend- ingu svo að nú er Vatíkanútvarpsstööin sterkasta stöð í heimi hvað langdrægni snertir. Þegar núverandi páf i, Jóhannes Páll II, var kjörinn 1978 hófst að vissu leyti blómaskeið Vatíkanútvarpsins. Hann ferðast mikið og hefur ávallt með sér fréttamenn frá útvarpinu þó svo að hann fari til ystu endimarka jarðar. Enn sem komið er hefur Vatíkanið ekki eignast eigin útsendara eða sjónvarpsrás. Um hnött er engu út- varpað nema jólakveðju páf a. Hingað til hef ur Vatíkanið lagt meiri áherslu á prédikanirnar tuttugu þúsund en sjónvárpsstöðina þrátt fyrir ummæli Jóhannesar XXIII á sjöunda áratugnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.