Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1985, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1985, Qupperneq 4
4 DV. MÁNUDAGUR 29. JUU1985. Jacqueline, ekkja Picassos: „Ogþásagði ég við Erró: af hverju ekki?" — sýning á verkum Picassos opnar næstu listahátíð „Já, þaö er öruggt aö listahátíö ykkar Reykvíkinga hefst meö opnun sýningar á verkum Picassos,” sagöi Jacqueline Picasso, ekkja Pablos Picassos, í samtali viö blaöamann DV á laugardag. Jacqueline Picasso kom til Islands á laugardag til að kanna aðstæður vegna þessarar sýningar. „Hugmyndin aö þessu kom upp er við Erró og Gilbert Haas drukkum saman morgunkaffi á Café de Flore ekki alls fyrir löngu. Það barst í tal aö verk eftir Picasso úr einkasafni mínu væru á leið á sýningu í Montreal. Erro spuröi mig: af hverju ekki aö sýna þau á Islandi? og ég svaraöi: af hverju ekki? Eg er búin að athuga aðstæöur og sé ekkert því til fyrirstööu aö af sýningunni geti orðiö. Nei, ég er ekki búin aö velja myndir, slikt krefst gaumgæfilegrar athugunar. Dagurinn sem ég hef eytt hér á Islandi hefur verið sérstaklega ánægjulegur og þaö var sérstaklega skemmtilegt aö koma hingað í fyrsta skipti,” sagöi Jacqueline Picasso. Aö sögn Salvarar Nordal er ekki búiö að ganga endanlega frá málinu, en Jacqueline valdi sýningunni staö í Kjarvalssal Kjarvalsstaöa. Mun hún velja verkin sjálf og stjórna upp- setningu þeirra. Salvör sagöi að búast mætti viö aö þetta yrði all- kostnaöarsöm sýning, ekki vegna fjárkrafna ekkjunnar heldur trygginga og löggæslu. Verður verk- anna gætt dag og nótt af löggæslu- mönnum. Sýningin hefst um leið og listahátíö, 31. maí. Listahátíðinni lýkur formlega 17. júni en horfur eru á því að verkin verði sýnd talsvert Jacqueline Picasso. Á innfelldu myndinni er Portrett af Madame Z, en Jacqueline sat fyrir er Picasso gerði þá mynd. mikið lengur, ef til vill hátt á annan mánuö. Jacqueline Picasso hafði eins dags viðdvöl á Islandi á leiö vestur um haf. Auk þess sem hún skoðaði og valdi sýningarstað snæddi hún há- degisverð i boði borgarstjóra og kvöldverð í boði listahátíðar. Hrafn: Gunnlaugsson kvikmyndaleikstjóri. sýndi þeim Jacqueline og fylgdar - manni hennar, Gilbert Haas, svo landið í langri flugferð síðdegis þar sem Omar Ragnarsson sat við stjórnvölinn. -ás Bandaríkjamenn hóta Japönum refsingum —ef þeir kaupa hvalkjöt af íslendingum eftir að þessari vertíð lýkur Óskar Magnússon, DV, Washington: Bandaríkjamenn hafa í hyggju aö beita Japani refsingum ef þeir halda áfram að kaupa hvalkjöt af Islendingum eftir að þessari vertíð lýkur. Japan er aðalmarkaður Islendinga með hvalkjöt. Samkvæmt heimildum DV mun John Bume, sérfræðingur Banda- ríkjastjómar í hvalveiðimálum, hafa tjáð Halldóri Asgrímssyni sjávarút- vegsráðherra þessa stefnu banda- rísku stjórnarinnar á óformlegum fundi þeirra í Bournemouth í Englandi í síðustu viku. Halldór og Burne voru þá báðir staddir í Boumemouth vegna aðalfundar Alþjóða hvalveiðiráðsins. Þær refsingar sem Bandaríkjamenn geta væntanlega beitt Japani eru að skera niður fiskveiöikvóta þeirra viö Bandaríkin. Samkvæmt svonefndum Packwood-Magnusson lögum er Bandaríkjastjóm talið skylt að skera niður fiskveiðikvóta þeirra þjóða sem ekki fara að alþjóðasamþykkt- um um veiðar. Fyrsta árið skal kvótinn skorinn niður um helming og síðan að fullu. Japanir veiða nú um 900 þúsund tonn af fiski árlega í bandarískri lögsögu. Talið er að þeir muni ekki stofna þeim veiðum í hættu meö kaupum á hvalafurðum af öðrum þjóðum. Eftir þessu að dæma myndi japanski markaðurinn lokast og Islendingar yröu að leita markaðar'fyrir hvalafurðir annars staðar eða neyta þeirra heima fyrir. A meðan þessu vindur fram era í gangi málaferli hér í Banda- ríkjunum vegna hvalveiða Japana sjálfra. Einn viðmælandi DV benti á að það skyti nokkuð skökku við ef beita ætti Japani refsingum vegna kaupa á afurðum frá öðrum þjóðum en ekki vegna eigin veiða. Málaferlin era hins vegar ekki til lykta leidd. Urslit þeirra kunna að verða á þá leið að Japanir verði beittir viðurlögum vegna eigin veiöa. -KÞ. „Drögin eru athyglisverð” — segír Davíd Oddsson um úttekt á stöðu Bæjarútgerðarinnar og ísb jarnarins „Drögin era athyglisverð. Næsta Birtingar úttektarinnar á fyrir- skref verður tekið eftir viku eða tækjunum tveimur hefur veriö beðið svo,” sagði Davíð Oddsson, borgar- með nokkurri óþreyju. Borgar- stjóri Reykjavíkur, í gær. Spurt var stjórinn kom með hugmyndina að um skýrslu sem unnið hefur verið að viðræðum um samvinnu fyrir- um úttekt á Bæjarútgerö Reykja- tækjanna. víkur og Isbiminum. Drög að skýrslu Verkfræðingar, tæknifræðingar liggja nú fyrir og borgarstjóri og löggiltir endurskoðendur hafa sagðist litlu vflja við þetta bæta öðra unnið að þeirri úttekt sem nú iiggur en að vel þyrfti að skoða drögin áður fyrir hjá borgarstjóra. ennæstaskref yrðitekið. -ÞG. I dag mælir Pagfari,_______________í dag mælir Dagfari_____________j dag mælir Pagfari Albert segir hernum stríð á hendur Albert hefur tekið til sinna ráöa og er farinn í stríð við herinn. Var ekki seinna vænna að einhver lslendingur mannaði sig upp í að taka varnar- liðið í bóndabeygju og sýna því í tvo heimana. Bandaríkjamenn hafa verið að færa sig upp á skaftið aö undanförnu. Þeir láta sér ekki nægja að setja lög í sínu eigin landi heldur eru þeir farnir að grafa upp lög sem þeir telja að gildi í öðrum löndum. Þannig hefur einhvert huldufyrirtæki, sem kallar sig Rainbow Navigation, hafið sigl- ingar til Islands í skjóli bandarískra einokunarlaga. Flytur þetta skipa- félag góss fyrir vamarliðið og þykist geta gert þaö án tollskoðunar. Bandarikjamenn mega okkar vegna samþykkja hvaða dellulög sem þeir vilja vestur þar en það er mikill mis- skflningur aö halda að þau lög gfldi hvar sem er í heiminum. Og meðan Bandaríkjamenn halda þessari bá- bilju til streitu og láta sér ekki skiljast er ekki um annað að ræða en láta íslensk lög gilda i íslenskri lög- sögu. Ef Kanamir era svona löghlýðnir þá hljóta þeir að gegna lögum hvar sem þauerasett. Islensk lög gera ráð fyrir að allur innflutningur til landsins sé toll- skoðaður. Jafnvel ferðalangar einir síns liðs eru berháttaðir og gegnum- lýstir og skinkubitar og dönsk spægi- pylsa er hirt af saklausu fólki sam- kvæmt tollalögum. Ef einhverjum dettur i hug að kaupa sér þrettán bjórflöskur í stað tólf þegar hann kemur heim í bjórlaust föðurlandið er hann umsvifalaust sekur fundinn fyrir smygl og tollsvik. Islenskir sjó- menn era meðhöndlaöir eins og galeiöuþradar í hvert skipti sem þeir koma heim og fá móttökur á við for- hertustu glæpamenn. Það sleppur sem sagt enginn í gegnum græna hliðið hjá tollinum nema hafa hreint sakavottorð og skitugar nærbuxur i farangrinum. Á sama tíma hefur varnarliðiö og flutningaskip á þess vegum notið þeirra forréttinda að transportera heilum skipsförmum af gámum sem enginn veit hvað innihalda. Þeir gætu þess vegna flutt inn saman- lagða gin- og klaufaveiki í einum litlum gámi, heilt tonn af fíkniefnum og bjór sem flýtur á okurprísum út af Vellinum. Enginn hefur sagt neitt vegna þess að Islendingar hafa viljað vera góðir við varðhundana sína og talið þá hafna yfir lög og rétt. Nú, þegar Albert hefur ákveðið að ein lög skuli gilda í þessu landi yfir jafnt réttláta sem rangláta, jafnt soldáta sem sauðsvartan almúgann, reka Ameríkanamir upp stór augu og senda frá sér mótmæli í nafni sendi- herrans og forsetans. Ámátleg mótmæli frá banda- riskum yfirvöldum bíta ekki á Albert Guðmundssyni. Hann lætur hvorki Pentagon né Hvíta húsið segja sér fyrir verkum. Það verður hinsvegar óborganleg sena þegar Albert okkar verður boð- inn í Hvíta húsið til viðræðna um lausn á þessari alþjóðadeilu þar sem Bandaríkjaforseti heimtar aö fá að flytja inn gin- og klaufaveiki til Is- lands án afskipta tollyfirvalda. Þá verður sláttur á okkar manni enda Albert vanur að umgangast höfð- ingja og munar ekki um að siga toll- þjónum á ameríska herinn og hafa sigur ef því er að skipta. Sennilega hefur engum manni dottið það fyrr í hug að leggja prívat og persónulega til atlögu við banda- ríska herinn — og hafa betur. Því sanniöi til að ef Bandaríkjamehn vilja veifa lögum þá kann Albert það lika. Ameríska hamborgara mega þeir éta heima í sínu guðs eigin landi en hér á Islandi skal lambakjötið ofan í þá meðan Kanarnir standa í þeirri firru að bandarísk lög nái yfir Albert. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.