Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1985, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1985, Blaðsíða 6
6 DV. FÖSTUDAGUR 30. ÁGUST1985. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur • Ágústa Richards- dóttir bragðar á sýnishorni sem garðyrkjubóndi úr ölfusinu færði ur á neytendasiöu DV í vikunni. Þetta voru alveg dúndur- góðar agúrkur og sumar hverjar nú á leiðinni í gler- krukku með ediki og lauk. DV-mynd Vilhjálm- ur. Ferskar í sal- öt og sýjrðar með steikinni Uppskerutimi grænmetis stendur sem hæst þessa dagana, í það minnsta í bjartviðrinu á Suður- og Vesturlandi. Vonandi fá aðrir landshlutar að njóta þess. — Við hvetjum alla til þess að hafa grænmeti á borðum sinum daglega, — njóta þess á meðan færi er á. Núna á verðið að vera í lágmarki. Einnig má hugsa til þess að f rysta eða leggja niður í edik eitthvað af þvi. Gúrkan er klofin að endilöngu og kjarnarnir skafnir úr með teskeið. Gúrkan er svo skorin í ca 5 cm langa búta. Þeir eru látnir liggja í kryddlegi í ca 15 mín. Snúið bitunum öðru hverju. Þeir eru síöan teknir úr leginum, látiö renna af þeim og þeim raðað á fat. KRYDDLÖGURINN 4 msk. edik 3 msk. salatolía salt, pipar, örl. sykur Hér koma nokkrar agúrku uppskriftir GÚRKUBITAR MEÐ FYLLINGU: Gúrkubitar með alls kyns krásum sóma sér vel á mat boröinu og einnig sem aukaréttir milli mála. Hér er ein tiUaga: Leyfileg vatns- prósenta smjörs Fyrir nokkru var skrif- aö um vatnsinnihald í íslensku smjöri. Þar var ekki fariö rétt meö leyfilega vatns- prósentu. Hún er 16%. A. FYLLING 75 g reyktur lax eöa síld 50 g rækjur 1 harðsoöið egg ca 1 msk. rifin piparrót Laxinn er skorinn í litla bita, sömu- leiðis eggið og þetta látið í skál meö rækjunum. Stráið piparrótinni yfir og hellið kryddleginum saman við. Látið bíöa um stund en salatið er síðan látið í gúrkubitana. Skreytt með steinselju. GÚRKUBITAR MEÐ MURTUFYLLINGU Það er um aö gera aö nota hug- myndaflugið og það sem fyrir hendi er, ef mögulegt er, þegar verið er að mat- reiða fyllingar í t.d. agúrkur. Svipaðar fyllingar passa einnig vel í tómata. Fyllingarnar geta verið svolítið mayones, hrært saman við sýröan rjóma, með t.d. smátt söxuðu soðnu grænmeti, eins og t.d. gulrótum, græn- um baunum, korni, murtu, rækjum, o.s.frv. Ef nota á slíka fyllingu er betra að hafa gúrkubitana langsum en ekki þversum eins og í fyrri uppskriftinni. Gúrkurnar eru flysjaðar og skornar í ca 5—6 cm langa bita. Skafið er upp úr þeim með teskeið en gætið þess aö skilja örugglega eftir „botn” í hverj- um bita. Stráið grófu salti á bitana og látið bíða í 2—3 tíma. Skolið þá grófa saltið af og þerrið bitana og raðið þeim áfat. Þetta er gert til þess að ná sem mestu af vatninu úr gúrkunum. Fyllingin er síðan sett í hvern bita og skreytt eftir vild. Geymistþar sem böm ná ekki til: Vítissóti bannvara í kjörbúðum „Við göngum fast eftir því við kaupmenn aö þeir láti ekki viðskipta- vini sína sjálfa taka vítissótann úr hillum verslananna. Við erum þar með að framfylgja reglugerðar- ákvæðum sem kveða svo á að vítis- sóti megi ekki vera í hillum sjálfsaf- greiðsluverslana,” sagði Hróbjartur Lúthersson, fulltrúi hjá heilbrigðis- eftiriiti Reykjavíkurborgar,í samtali viðDV. Okkur hafði borist til eyrna að brögö væru að því að vítissóti væri einmitt mjög tilgengilegur í a.m.k. einni kjörbúö í Reykjavík. Það er skýrt tekið fram í reglugerð að ef styrkleiki vítissótans fari fram úr 3% megi ekki hafa natríumhy- droxíð á boðstólum þannig að við- skiptavinimir geti tekið varninginn sjálfir. „Nú eru komin á markaöinn ný og mjög sterk ræstiefni, sem notuö eru t.d. til þess að hreinsa salerni. Við munum næst snúa okkur að því að fjarlægja þau úr neðstu hillunum,” sagði Hróbjartur. Fyrir nokkrum árum var vítissóti talsvert notaður í venjulegu heimilis- haldi. Hann var leystur upp og notað- ur m.a. til þess að leggja þvott í bleyti í. Með tilkomu miklu fullkomn- ari þvottaefna á öllum sviðum er erf- itt að koma auga á ástæðuna fyrir því aö þetta efni er enn á almennum markaöi. — Til hvers nota menn vítissóta í dag? „Hann er notaður til þess að ná stíflu úr vöskum og einnig er hann notaður þar sem verið er með mikla fitu. En ég er viss um að fólk gerir sér ekki grein fyrir hve stórhættuleg efni það er með í höndunum. Það þarf ekki nema örlitla snertingu við húð og þá kemur sár. Þetta er stórhættu- legt efni,” sagði Hróbjartur. Við gerðum lauslega könnun á því hvort vítissóti væri farinn úr hillum sjálfsafgreiðsluverslana. Svo reynd- ist nema í einni verslun. Þar var hægt að ganga að honum í þriðju hillu neðan frá. Á dósinni stendur með rauðu letri: Geymist þar sem börn ná ekki til. Þetta hefur væntan- lega verið lagfært. „Það er gott aö þið vekið athygli á þessu stórhættulega efni. Þá vakna þeir til meðvitundar sem ekki hafa gert sér grein fyrir hættunni á að hafa þetta efni frammi í verslun- um,” sagði Hróbjartur Lúthersson. A.Bj. AGÚRKÚR í SALÖT OGOFANÁBRAUÐ Hafið þið prófað aö smyrja brauð- klemmur með venjulegum brauðosti og agúrkusneiöum? Alveg tilvalið í úti- leguna og sem skólanesi. Hollt, gott og óklístrað. Agúrkubitar passa vel í alls konar salöt, bæði súr og sæt í félagi með t.d. eplum og sýrðum rauörófum, með kryddlegi eða mayones/sýröum rjóma sósu. GÚRKUR í EDIKSLEGI Agúrkur henta vel til geymslu í edikslegi. Þannig eru þær tilvaldar að hafa með steik, smátt skornar í krydd- sósur meö mayones út á steiktan fisk, nú eöa ofan á kæfubrauösneiðina. Hér er mjög góð gömul uppskrift: Hún er frekar stór, en einfalt mál er að minnka hlutföllin. 15 agúrkur 11 edik 1/21 vatn 5 litlir laukar 1 pk. asíukrydd (má vera meira) 750 g sykur einn hnefi gróft salt Gúrkurnar eru flysjaðar og klofnar eftir endilöngu í 5—6 cm langa bita. Kjarnarnir hreinsaðir. Bitarnir látnir í stóra skál og einum hnefa af grófu salti stráð yfir. Látið liggja á köldum stað yfir nótt. Þá er lögurinn útbúinn og laukurinn (skorinn í báta) og gúrkubit- arnir látnir út í löginn (saltvatninu er hellt) og látið bíða á köldum stað í eina viku. Hrærið í einu sinni á dag — í upp- haflegu uppskriftinni stóð með trésleif og gott að halda sig viö það. Þá er allt látið í stóran pott og hitaö aö suðumarki, — má ekki sjóöa. Bæta má einni msk. af rotvarnarefni út í hvern lítra ef vill. Látið á hrein glerglös og lokað strax. Hráefniskostnaður er innan við 600 kr. A. Bj.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.