Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1985, Page 36
FRÉTTASKOTIO
Sími ritstjórnar: 68 66 11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022.
Hafir þú ábendingu
eða vitneskju um
frétt — hringdu þá i
síma 68-78-58. Fyrir
hvert fréttaskot,
sem birtist eða er
notað i DV, greið-
ast 1.000 krónur og
3.000 krónur fyrir
besta fréttaskotið i
hverri viku,
Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum
við fréttaskotum
allan sólarhringinn
Frjálst, óháð dagblað
FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1985.
NúH-núll-hálfsjö finnur legstein í Þverholti:
ÓKU
„Ég var á leið niður á Hlemm, ætlaði
aö taka strætó til afa og ömmu og
„dobla” afa í bíó, þegar ég rakst á
legsteininn,” sagði Sveinn Guðni
Gunnarsson í spjalli við DV. Sveinn
fann gamlan legstein í garði við Þver-
holt í gærmorgun. Legsteinninn var
brotinn í tvo hluta og virtist ekki hafa
legið þarna lengi.
Af áritun steinsins má merkja að
hann hafi staðið á leiði Guðrúnar Jóns-
dóttur, húsmóður frá Breiðabólsstað í
ölfusi. Guðrún er sögð fædd 5. júní
1861, hafa gifst Olafi Sæmundssyni 23.
október 1902 og látist þann 17. júní
1912. Svo merkilega vill til að langafi
Sveins Guöna hét Olafur Sæmundsson
en það er þó ekki sami maöurinn.
Líkur benda til þess að á legsteininn
hafi verið grafiö fyrir rúmum 70 árum
en það getur hugsast aö aöstandendur
Guðrúnar hafi látið gera nýjan stein á
leiði hennar einhvern tíma á öldinni.
Ihugulir blaðamenn DV hafa gert því
skóna að nýr steinn hafi verið unninn í
steinsmiðjunni sem eitt sinn var í Ein-
holti, skammt frá Þverholtinu. Hann
hafi hins vegar brotnaö í vinnslu, verið
hent niður í Þverholt og annar gerður í
staðinn. Þetta er þó einungis tilgáta.
Þegar haft var samband við Kirkju-
garöa Reykjavíkurprófastsdæmis
höfðu starfsmenn þar ekki upp á nafni
Guðrúnar í bókum sínum. En sögðu þó
ekki útilokað að leiöi hennar leyndist í
gamla kirkjugaröinum við Suöurgötu.
Þegar Sveinn Guðni hafði sýnt blaða-
mönnum DV öll verksummerki kvaðst
hann ætla að drífa sig til afa og ömmu.
„Eg vona að afi sé til í að koma á
„Djeims Bond”-myndina með núll-
núll-hálf-sjö,” sagði hann að lokum.
Vf
DV-mynd 8.
-JKH.
Þarf ekki að tollskoða
hrá-salatið?
VERÐUR GEIR STEFNT
FYRIR LANDSDÓM?
Bændasamtökin íhuga kæru eöa lögbann á kjötinnflutninginn
„Það er spurning hvern á að kæra.
Varnarsamningurinn heyrir undir
utanríkisráðherra og ef honum
verður stefnt verður að gera það
fyrir landsdómi hvað hefur aldrei
verið gert áður. Til þess þarf sér-
staka heimild Alþingis, þannig aö
það eru viss vandkvæði á höfðun
málsins,” sagði Gunnar Guðbjarts-
son, framkvæmdastjóri Fram-
leiðsluráðs landbúnaöarins, þegar
hann var inntur eftir því hvort
bændasamtökin hefðu ákveðið að
verða ákæruaðili í kjötmálinu svo-
kallaða.
Eins og kunnugt er var ákveöið á
föstudag í fyrri viku að leita til dóm-
stóla um hvort innflutningur á kjöti
fyrir bandaríska herinn á Kefla-
víkurflugvelli bryti í bága við íslensk
lög. Forsætisráðherra, Steingrímur
Hermannsson, hafði samband við
Stéttarsamband bænda og óskaði eft-
ir því að það efndi til málaferla
þannig að úr þessu fengist skorið.
„Við verðum líklega ákæruaðili í
málinu,” sagði Gunnar Guðbjarts-
son, „en þaö stendur hins vegar í lög-
fræðingum okkar hvaða leiðir á að
fara. Annaðhvort er að kæra til ríkis-
saksóknara eöa láta setja lögbann á
ákveðnar sendingar til vallarins til
að fá fyrsta dómstigiö afgreitt strax.
Sumir óttast þó að lögbannskröfu
verði vísað frá. Það hefur ekki veriö
valið milli þessara leiða enn. ’ ’
I vikunni vakti Framleiðsluráð
athygli á þvi að ekki væri rétt, sem
fullyrt hefði verið, að samtök bænda
hefðu ekki mótmælt kjötinnflutn-
ingnum til hersins áður. Tilgreindar
voru 5 bókanir frá fundum Fram-
leiðsluráðs á árabilinu 1977 til 1984,
þar sem geröar voru kröfur um
stöðvun innflutningsins. Stjórn-
völdum voru send þessi mótmæli en
samkvæmt upplýsingum þeirra áttu
að vera undanþágur frá sóttvarnar-
lögunum í varnarsamningnum.
„Túlkun stjórnvalda reyndist ekki
rétt þegar lögfræðingur Fram-
leiðsluráös hafði skoðað varnar-
samninginn. Þessi innflutningur
hefur því of lengi viðgengist á
röngum forsendum í trássi við lands-
lög Islendinga,” segir Gunnar Guð-
bjartsson. -PÁ/-JKH.
„Okkur brá
auðvitað”
— sagði Ólafur
Björnsson, einn
þriggja íslendinga sem
staddir eru í Nígeríu
„Við höfum það gott og þaö er ekk-
ert að okkur,” sagði Olafur Björns-
son hjá Skreiðarsamlaginu, en hann
er staddur í Lagos í Nígeríu, í sam-
tali við DV.
Eins og DV hefur sagt frá eru þrír
Islendingar í Nígeríu á vegum
skreiðarseljenda. Eru það auk Olafs,
Ragnar Sigurjónsson hjá Samband-
inu og Bjarni V. Magnússon hjá Is-
lensku umboössölunni. _
„Hér er allt eins og það á að sér að
vera,” sagði Olafur. „Eg held bara
að það sé minna umstang en venju-
lega.”
— Hvenær urðuð þið fyrst varir
við að bylting hefði orðið?
„Það var þegar viö vorum á leið til
Lagos frá Kaduna. Við ætluðum að
fara fljúgandi. Þetta er um klukku-
stundarflug en þegar við komum út á
flugvöllinn í Kaduna var okkur sagt
að bylting hefði orðið í landinu og
flug lægi niðri.”
— Hvernig varð ykkur við?
„Við tókum þessu rólega, þótt auð-
vitað brygöi manni við. Við urðum
því að vera áfram í Kaduna, en um
miðjan dag í gær hófst innanlands-
flugið að nýju, svo og millilandaflug,
og símasamband komst á, þá
komum viö hingað til Lagos. Annars
held ég að varla sé hægt að tala um
byltingu, þar sem þetta eru aðeins
einhverjar mannabreytingar í
ráöherrastólum.”
— Hvernig taka iimfæddir þessu?
„Blöðin fagna þessu mjög, en
annars held ég að fólkið sjálft hugsi
lítið eða ekkert um þetta, því litið er
umaðverahérna.”
— Hvenær komið þið heim?
„Varla fyrr en um miðja næstu
viku. Við ætlum að skoða stöðuna.
Við vitum ekki enn hver jir eru okkar
samningsaðilar nú og ætlum því að-
eins að líta í kringum okkur.”
— En þið hafið þaö sem sagt
ágætt?
„Já, já, alveg sallafínt. Okkur er
engin hætta búin, nema maður þarf
að passa sig á matnum,” sagði
Olafur Björnsson. -KÞ.
Atvinnulífið
og HÍ í eina
sæng
Stofnað hefur verið nýtt fyrirtæki,
Tækniþróun hf., sem er í eigu Há-
skóla Islands, fyrirtækja og sam-
taka.
Tílgangur fyrirtækisins er að efla
tengsl Háskólans við atvinnulífið.
Hlutafé fyrirtækisins er um 10 millj-
ónir og leggur HI til þriðjung. Aðrir
standa síðan undir afganginum:
Plastprent, BM Vallá, Smjörlíki, Iðn-
lánasjóöur og Félag islenskra iðn-
rekenda. APH
Mikiöaögera
á Grandanum
Nóg var um að vera úti á Granda í
nótt. Brotist var inn í fiskverkunar-
hús og stolið Datsun bifreið. Þjófam-
ir rákust utan í stoö í húsinu og virð-
ast hafa skemmt bílinn. Þeir höfðu
ekki fundist í morgun.
Þá varö bílvelta á mótum Eiðis-
granda og Boöagranda um hálfþrjú-
leytið í nótt. Engin slys urðu á mönn-
um. -EH.