Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1985, Page 25
DV. MÁNUDAGUR 2. SEPTEMBER1985.
25
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
1 að velli ð Akureyri 3— 1. Hér sést hann reyna hjólhestaspyrnu að marki KR.
a möguleika
>g Valur”
sigur liðs síns á KR-ingum i
er átti ekki í erfiöleikum meö aö skora
af stuttu færi.
Halldór Áskelsson, Jónas Róberts-
son og Siguróli Kristjánsson áttu allir
mjög góöan leik í fyrri hálfleik. Vörn
liösins var sem klettur þegar eitthvað
reyndi á hana í seinni hálfleiknum meö
Oskar Gunnarsson og Árna Stefánsson
sem bestu menn. Þá skilaði Kristján
Kristjánsson hlutverki sínu mjög vel
og skoraði tvö mörk sem eiga aö líkind-
um eftir aö reynast liöinu dýrmæt í
toppbaráttunni. Þá má ekki gleyma
gífurlegri baráttu Nóa Björnssonar all-
an leikinn.
Liö KR varö fyrir áfalli strax á 11.
mínútu er Gunnar Gíslason þurfti aö
yfirgefa leikvöllinn vegna meiðsla.
Liöiö náöi aldrei aö komast almenni-
lega inn í leikinn fyrr en í seinni hálf-
leiknum. I þeim fyrri gáfu þeir leik-
mönnum Þórs alltof mikinn tíma og
því fór sem fór. Seinni hálfleikurinn
var öllu betri hjá liðinu. Þeir Ágúst
Már, Sæbjörn Guðmundsson og Jón G.
Bjarnason áttu allir þokkalegan leik
fyrir KR.
Baldur Scheving átti slakan dag viö
flautuna. Hann spjaldaöi Jóstein
Einarsson, KR.
Liö Þórs: Baldvin Guömundsson,
Siguróli Kristjánsson, Sigurbjörn Viö-
arsson, Árni Stefánsson, Kristján
gær, 3-1, í 1. deild
Uwe Reinders, fyrrum leikmaður
Werder Bremen, gerði þrennu fyrir
Bordeaux um helgina.
Kristjánsson, Jónas Róbertsson, Nói
Björnsson, Halldór Áskelsson, Hlynur
Birgisson (Rúnar Steingrímsson),
Júlíus Tryggvason, Oskar Gunnars-
son.
KR: Stefán Jóhannsson, Gunnar
Gíslason (Stefán Pétursson), Hálfdán
örlygsson, Björn Rafnsson, Ásbjörn
Björnsson, (Július Þorfinnsson,)? Jón
G. Bjarnason, Willum Þórsson, Jó-
steinn Einarsson, Hannes Jóhannes-
son, Ágúst Már Jónsson, Sæbjörn Guð-
mundsson.
-fros
Óvænt Bfikatap
í Borgamesi
Skallagrímur frá Borgarnesi setti
stórt strik í reikninginn í toppbaráttu
2. deildarinnar er liðiö lagði Breiðablik
aö velli á laugardaginn. Með sigrinum
er ljóst að Skallagrímur heldur sæti
sinu í 2. deildinni en möguleikar Blika
á 1. deildarsæti minnkuðu stórlega.
Það voru þó Kópavogsbúarnir sem
náðu forystunni í leiknum með eina
marki fyrri hálfleiksins en Skalla-
grimsmenn svöruðu með tveimur síð-
búnum mörkum.
Fyrri hálfleikur var jafn. Jóhann
Grétarsson nóði forystunni fyrir
Breiöablik eftir 25 minútna leik en áö-
ur höföu heimamenn fariö illa með tvö
gullin marktækifæri. I seinni hálfleikn-
um geröu Kópavogsbúarnir sér far um
aö tefja leikinn og reyna aö halda for-
loka. Þá urðu varnarleikmönnum
þeirra á slæm mistök sem kostuöu það
að Gunnar Jónsson komst einn í gegn-
um vörnina og skoraði, 1—1. Aöeins
tveimur mínútum seinna voru heima-
menn aftur á feröinni og aftur eftir
slæm mistök Blika. Björn Axelsson
komst á auöan sjó og sendi boltann í
markið.
Þremenningarnir hjá Skallagrími,
þeir Bjöm Axelsson, Gunnar Jónsson
og Björn Jónsson, voru bestu menn liðs
síns. Sigur Borgnesinga var er á heild-
ina er litið óvæntur en sanng jarn.
Breiöabliksliöiö leit ekki út fyrir aö
vera í baráttunni um 1. deildar sæti,
ekki í þessum leik. Guðmundur
Baldursson var bestur í annars jöfnu
Blikaliði sem má taka sig saman í and-
skotinu en sú von þeirra fór út um þúf- litinu eigi 1. deildar draumur þeirra að
ur er um tólf mínútur voru til leiks- | rætast. -fros.
Svíar slappir
— sænskir landsliðsmenn á heimleið
Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, tíðinda-
manni DV í Sviþjóð:
Mikið er nú rætt um í Svíþjóð hversu
illa sænskir knattspyrnumenn hafa
staðið sig þegar þeir hafa leitað til ann-
arra landa i atvinnumennsku. Þannig
voru tveir leikmenn að snúa heim eftir
litla frægðarför til Evrópu.
Þetta eru þeir Lars Larsson og Ro-
bert Prytz, báöir sænskir landsliðs-
menn. Larsson lék á Italíu meö
Atalanda og Prytz var í Skotlandi hjá
Rangers. Eitthvaö munu þessir
kappar hafa leikið með liðunum en þó
lengst setið varamannabekkina.
Mats Magnusson, sem Servette í
Sviss keypti frá Malmö, fyrir helling af
peningum, byrjaði vel og skoraði í
tveimur fyrstu leikjunum en hefur
síöan ekki komist í liðið og gagnrýna
svissnesk blöð Servette fyrir lélega
fjárfestingu. Glen Hysén er enn einn
leikmaður sem erfitt hefur átt upp-
dráttar. Hann leikur í Hollandi með
PSV Eindhoven en hefur ekki komist í
liö og vill fara heim til Gautaborgar.
Frá þessu eru þó undantekningar og
tvær þeirra eru Glen Strömberg, Ata-
landa, og Dan Corneliusson hjá Coma,
báöir Italiu. Corneliusson geröi garö-
inn aö vísu ófrægan hjá Stuttgart en
hefur nú gert það ágætt hjá Coma,
a.m.k. er Roma aö spá í hann. Og eitt-
hvaö þarf hann aö geta til þess.
-GAJ/SigA.
Þrenna Harðar
réð úrslitum
— í köflóttasta leik ársins er ÍA vann ÍBK íKeflavík í gær, 2-3. Árni Sveinsson
Frá Magnúsi Gíslasyni, fréttaritara DV á
Suðumesjum:
Það bafa sjaldan sést eins rnikil umskipti i
knattspyrnuleik eins og í Keflavík i gær er
heimamenn mættu Akumesingum í 1. deild
knattspyraunnar. Akurnesingar vom einráðlr
á vellinum i fyrri háifleiknum og skomðu þá
tvö mörk. Yfirburðir þeirra héldu áfram í
byrjun seinni hálfleiksins og þá bættu þeir
þriðja markinu við. Hörður Jóhannesson var
að verki í öll skiptin. Eftir þriðja markið
snerist dæmið víð. HeimaUðið sótti stíft og
hefði hæglega getað sigrað í leiknum með
betri nýtingu á marktækUærum. Svo fór þé
ekki, Kefivfkingar skomðu aðeins tvisvar og
emþvídottnir úr úr myndinni sem meistara-
efni. Skagamenn eiga hins vegar dágóða
möguleika.
Lætin byrjuðu strax á 5. mínútu er Olafur
Þórðarson gaf þversendingu fyrir mark IBK
þar sem Hörður Jóhannesson skaUaði boltann
af öryggi í netið, 1—0. Suðurnesjamenn höfðu
ekki náð sér eftir þetta áfaU er Hörður var
aftur á ferðinni með skaUamark. Árni
Sveinsson brunaði upp kantinn og sendi þver-
sendingu inn í vítateiginn þar sem Hörður
sveif að knettinum og skallaði hann upp undir
þverslá Keflavíkurmarksins. Stórglæsilegt
mark. Skagamenn léku mjög yfirvegað og svo
virtist sem góð forysta þeirra hefði lítil áhrif á
leik þeirra. Sem fyrr léku þeir með höfðinu en
það sama var ekki hægt að segja um Kefl-
víkingana sem virtust hafa stigið öfugt upp úr
rúmum sínum að Þorsteini markverði undan-
skildum. Voru nánast sem áhorfendur og
aðeins í tvö skipti mátti sjá heiðarlegar
fékk rauða spjaldið
tilraunir til markskota. Voru þær báðar frá
Gunnari Oddssyni.
Seinni hálfleikur hófst á sama hátt og hinn
fyrri. Geysilega góð samvinna Akurnesinga
sem léku á als oddi en klaufaskapur og
vitleysa hjá heimamönnum sem oftar gáfu
boltann til mótherja en samherja. Það var því
aðeins spuming hvenær þriðja mark Skaga-
manna liti dagsins ljós. Það var á 12. mínútu.
Vörn Keflavíkur opnaðist þá upp á gátt og
Hörður gaf sér nógan tíma til að leika á
Þorstein Bjarnason markvörð og einn vamar-
manna IBK áður en hann renndi boltanum
yf ir marklinuna.
Eftir þriðja mark Harðar skeði krafta-
verkið, leikur IBK batnaði til muna í einni
svipan og heimaliðið náði að svara fyrir sig
strax á sömu mínútu. Oli Þór Magnússon átti
þá sendingu inn í vítateiginn þar sem Björg-
vin Björgvinsson, varamaður Keflavíkur-
liðsins var á réttum stað og skallaði knöttinn
fram hjá Birki Kristjánssyni, markverði IA,
og í netið. Á 69. mínútu skoraði IBK aftur.
Helgi Bentsson skoraði þá eftir góðan undir-
búning Gunnars Oddssonar. Tuttugu og ein
mínúta eftir og fjörið á áhorfendabekkjunum
komið í sitt gamalkunna form eftir að Suður-
nesjamenn höfðu haft hægt um sig í fyrri hálf-
leiknum. Keflvíkingar fengu nokkur góð
marktækifæri en Birkir Kristjánsson átti
mjög snjallan leik í markinu. Varði tvisvar
stórglæsilega skot frá Sigurði Björgvinssyni
og Ragnari Margeirssyni. Tveimur mínútum
fyrir leikslok var Áma Sveinssyni vikið af
leikvelli af Kristjáni Olafssyni fyrir að reka
að honum bringuna. Kjartan var þá í þann
íþróttir
mund að fara að gefa Arna gula spjaldið fyrir
brot.
Akranesliðið lék sem mjög sterk heild í
fyrri hálfleiknum og byrjun þess seinni. Allir
leikmenn Uðsins áttu þá góðan leik. Hörður
Jóhannesson er þó óumdeilanlegur maður
þessa leiks og hann er nú orðinn markahæsti
maður 1. deildarinnar. Birkir Kristjánsson
stóð sig mjög vel á milli stanganna og varnar-
mennirnir Jón Askelsson og Heimir
Guðmundsson komust prýðilega frá leUmum.
Sem fyrr segir var KeflavíkurUðið mjög
dapurt framan af en svo virðist sem
skiptmgar Hólmberts þjálfara í byrjun seinni
háÚleiksins hafi boriö góðan ávöxt. Þorsteinn
Bjarnason var eini leikmaður Uðsins sem hélt
andlitmu allan leikinn. En þeir Sigurjón
Kristjánsson, Ragnar Margeirsson og Björg-
vin Björgvinsson léku vel í síðari hálf-
leUcnum. Auk framangreindra var Gunnar
Oddsson mjög virkur.
Fyrir utan spjald Ama fékk fyrirUði IBK,
Valþór Sigþórsson, að líta gula spjaldið.
Lið: IA: Birkir Kristjánsson, Guðjón
Þórðarson, Olafur Þórðarson, Jón Áskelsson,
Sigurður Lárusson, Hörður Jóhannesson,
Sveinbjörn Hákonarson, JúUus Ingólfsson,
(Hörður Rafnsson), Karl Þórðarson, Arni
Sveinsson, Heimir Guðmundsson.
Lið: IBK: Þorstemn Bjarnason, Sigurjón
Sveinsson (Björgvin Björgvinsson) Valþór
Sigþórsson, Freyr Sverrisson, Gunnar
Oddsson, Ingvar Guðmundsson, Sigurður
Björgvinsson, Oli Þór Magnússon, Ragnar
Margeirsson, Helgi Bentsson, Jón Kr.
Magnússon (Sigurjón Kristjánsson).
WORLD
;irpets
* ' •
Hörður Jóhannasaon.
Hörður orðinn
markahæstur
Nú þcgar 1 leikur er eftir af 16.
umferðimii í 1. deild er staða marka-
bæstu manna þannig.
Hörður Jóbannesson, ÍA 11
GuðmundurSteinsson,Fram 9(2)
Guðmundur Þorb jörnsson, Val 9
Ómar Torfason, Fram 9
Ragnar Margeirsson, ÍBK 9(2)
Bjarni Sveinbjörnsson, Þ6r 7
Björn Rafnsson, KR 7(4)
Guðmundur Torfason, Fram 7(1)
Ásbjörn Björnsson, KR 6
Ingi Björn Albertsson, FH 6
Sigurjón Kristjánsson, ÍBK 6
Siðari talan er fyrir mörk skoruð úr
vítum.
SigA.
Unglingalandslíðið í golfi:
Keppir
í Skotlandi
Unglingalandsliðið í golfi er nú statt í
Skotlandi og tók um helgina þátt í ungl-
ingameistaramóti noröurhéraða Skot-
lands sem haldið var í Aboeyn. Ivar
Hauksson náði bestum árangri Islend-
inganna sex, lenti í níunda sæti á sam-
tals 144 höggum. Aður keppti liðið
„landsleik” við liö skipað ungum golf-
urum úr noröurhéruðunum og tapaði,
5—1. Sigurjón Arnarson var sá eini
sem sigraði og lagði keppinaut sinn að
vellimeð2—0.
______________________-SigA.
USA missir
tvögull
Tvær gullmedalíur hafa verið teknar
af bandaríska sundliðinu á heimsleik-
um stúdenta í Kobe í Japan. Ástæðan
er sú að í sigurliði þeirra i 4 x 400 metra
og 4X800 metra skriðsundi reyndist
vera stúlka sem hafði ekki náð aldurs-
takmarki leikauna.
Stúlkan, Paige Zemina, varð 17 ára
þann 14. febrúar sl. en til að hafa þátt-
tökurétt á leikunum þarf keppandi að
hafa náð þeim aldri fyrir árslok 1984.
-SigA.
Lét lífið
I
>ttir
Bþróttir
Iþróttir
íþróttir
V-Þýski ökuþórinn Stefan Bellof lét
lífið í SPA 1.000 keppninni í Belgíu í
gær. Bellof, Formula 1 ökumaður, var
fastur í flaki bifreiðar sinnar i 20
mínútur áður en tókst að ná honum út.
Hann dó stuttu síðar 1 sjúkrarúmi öku-
brautarinnar. Slysið varð er bflar
Bellofs og Belgans Jacky Ickx lentu
saman. Belginn slapp ómeiddur.
SigA