Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1985, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1985, Síða 10
10 DV. FÖSTUDAGUR 4. OKTOBER1985. Utlönd Utlönd Útlönd Útlönd KGB-foringjar flýja hreinsanir Gorbatsjovs Fjöldaflótti sovéskra leyniþjón- ustumanna til vestursins í sumar er afleiöing hreinsana innan KGB- leyniþjónustunnar sem hinn nýi Sovétleiðtogi, Mikhaíl Gorbatsjov, hefur fyrirskipaö. Hann skipaöi rannsóknarnefnd að endurskipu- leggja leyniþjónustuna og losa hana við þá foringja sem höföu notið hylli fyrirrennara síns og fyrrverandi yfirmanns KGB, Júrís Andropov. Þetta hefur Sunday Times blaðið breska eftir heimildum sem þekkja til í undirheimum alþjóðlegrar njósnastarfsemi. Síðan Gorbatsjov fyrirskipaði endurskipulagninguna hafa fimm háttsettir njósnarar KGB flúið til vestursins. Þeir flúöu vegna þess að frama þeirra var hætta búin af hreinsunum Gorbatsjovs. Flótti þess sem síðast er vitað um, Vitalis Júrtsénkó, er alversta áfallið fyrir sovésku leyniþjónustuna. Á frama sinn Andropov að þakka Júrtsénkó hefur haldið ýmsum mikilvægum embættum innan KGB. Hann á frama sinn að þakka Andropov, fyrrverandi yfirmanni KGB. Þau 15 ár sem Andropov stjómaði sovésku leyniþjónustunni hækkaði hann mjög í metorðastigan- um. Júrtsénkó var fyrsti ritari í sovéska sendiráöinu í Washington, frá 1975 til 1980. Á meöan hann var þar var hann kallaður til Moskvu til að koma fram í kvikmynd sem gerð var til aö halda upp á 60 ára afmæli sovésku leyniþjónustunnar. I slikum myndum birtast menn alltaf í ná- kvæmri virðingarröð frá yfirmann- inum, og Júrtsénkó var sá 10. í röð- inni frá Andropov. Júrtsénkó fór strax að fá mikilvæg foringjaembætti árið 1967 þegar Andropov tók við KGB. Leyniþjón- Umsjón: ÞórirGuðmundsson og Guðmundur Pétursson ustunni er skipt í níu deildir. Sú mikilvægasta er fyrsta deildin sem sér um aðgerðir erlendis. En sú önn- ur, sem vinnur að öryggi innanlands, og sú fimmta, sem vinnur gegn and- ófsmönnum innanlands, eru líka mjög mikilvægar. Yfirmaður KGB í Washington Júrtsénkó vann sem aðstoðaryfir- maöur undirdeildar K í fyrstu deild. Hann bar ábyrgð á öryggi KGB- njósnara í aðgerðum þeirra erlendis. Á sex árum var hann hækkaöur fjórum sinnum í tign. Árið 1975 var hann færður til Washington, með það að yfirskini að vera einn af mörgum .sendiráðsriturum. Raunveruleg staða hans var þó aö vera yfirmaður meginstöðvar KGB á Vesturlöndum. Árið 1980 fór Júrtsénkó aftur til Moskvu. Þar fékk hann yfirstjórn einnar deildar KGB. Sennilega var hann yfir sjöundu deild, sem sér um eftirlit, eða þeirri áttundu, sem sér um f jarskipti í njósnastarfinu. Hann hefur þá verið orðinn hershöfðingi innan KGB. Sem slíkur var hann aðeins tveim- ur skrefum frá stóli formanns, yfir- manns KGB. Frami stöðvaður En frami Júrtsénkós var stöövað- ur þegar Júri Andropov dó og þegar Gorbatsjov var kjörinn formaður kommúnistaf lokksins i fyrra. Hinn nýi leiðtogi setti annan hers- höfðingja, Júrí Kristsov, yfirmann nefndar sem átti að endurskipu- leggja starf KGB. Kristsov þessi var gamall keppinautur og óvinur Júrt- sénkós og Júrtsénkó vissi um leið að hann átti litla framtíð fyrir sér innan KGB. Talið er nú að Oleg Gordievsky, Tak skjöl þín og gakk. . . óánægö- ir KGB-leyniþjón- ustumenn flýja í kippum til Vestur- landa. yfirmaður KGB í Bretlandi, hafi flú- ið vegna þess að framavonir hans hafi líka minnkaö umtalsvert viö uppstokkun Gorbatsjovs á leyniþjón- ustunni. Hann gat átt von á að verða kallaöur til Moskvu og hann vissi að þaðan væri lítil von aö hann kæmist til baka. Notagildi hans fyrir Vestur- lönd yrði því ekkert. Hann strauk. Fimm háttsettir hafa strokið Þrír aðrir KGB-foringjar í Buenos Aires, Aþenu og Nýju Delhi hafa einnig strokið í sumar. Júrtsénkó hóf undirbúning flótta síns snemma á þessu ári, nokkrum mánuðum áður en Gordievsky fór yfir. Júrtsénkó var ekki búinn að vera tvöfaldur í roðinu eins og Gordievsky heldur var það bara allt í einu að hann labbaði yfir línuna. Þess vegna var honum tekið með miklum grunsemdiun af CIA-mönn- um sem nú yfirheyra hann í Banda- ríkjunum. CIA vill frekar fá menn eins og Gordievsky, sem þeir hafa getað fylgst með og unnið með í mörg ár. Vestrænir njósnaforingjar eru undrandi yfir því að svo háttsettur foringi sem Júrtsénkó hafi náð aö yfirgefa Sovétríkin. Yfirleitt er yfir- mönnum deilda bannað að fara úr landi, af ótta við mannrán, flótta eða uppljóstranir. Jaruzelski veHar sakaruppgjöf i skiptum fyrir góða kjörsókn Wojciech Jaruzelski hershöfðingi, kommúnistaleiðtogi Póllands, hefur augsýnilega mildað hið fyrra stranga og hermannlega yfirbragð sitt eftir heimsóknina til Samein- uðu þjóðanna í síðustu viku. Þeirri heimsókn lýsir Varsjárstjórnin sem mikilvægum diplómatískum áfanga. Skuggagleraugun horfin Samtímis því sem yfirvaldiö býr sig undir að kunngera nýja sakar- uppgjöf til handa andófsmönnum, sneri Jaruzelski um síðustu helgi heim aftur frá New York, broshýr og mildilegur. 1 stað herforingjaskrúð- ans voru komin blátt áfram jakkaföt og horfin voru svörtu sólgleraugun skuggalegu, sem hann hefur orðið að bera vegna augnveikinnar. Þau höföu lagt sitt af mörkum til þess aö gefa manninum harðneskjulegan svip. Það var sýnt í pólska sjónvarpinu þegar Ieiðtoginn sneri aftur frá Vesturlöndum. Á flugvellinum i Varsjá var töluverður mannsöfnuð- ur til þess að bjóða Jaruzelski vel- kominn eins og sæmir við ástsælan leiðtoga. Og líkt og vel skólaður frambjóðandi á Vesturlöndum klappaði hershöfðinginn bömum á koll, kyssti framréttar hendur kvenna og ornaði sér í móttökunum. Pólsku blöðin lýsa þessari fyrstu Svörtu glaraugun settu harö- nsskjusvip 6 laiðtogann, sn aftir heimsóknina til New York. . . heimsókn hershöföingjans til Vestur- landa eftir að hann kom til valda sem persónulegum sigri hans. Eins og aðalfréttahaukur flokksmáigagns- ins Trybuna Ludu, Zygmunt Broniarek, komst að orði: „Við urð- um þess alls staðar áskynja að hver sá, sem átti orðastað við forsætisráð- herrann, mat hann mjög mikils. Valt enda mjög á því til þess að breyta af- stööu manna vestra til Póllands og málefnaokkar.” Sakaruppgjöf liggur í loftinu 1 viðtali við Washington Post á meðan á Ameríkuferðinni stóö gaf Jaruzelski í skyn að ný sakaruppgjöf pólitiskra andstæðinga kynni að vera í deiglunni en gæti oltið á því hvort nægilega mikil þátttaka væri í kosn- ingunum 13. október. — Hin óháöa verkalýðshreyfing „Eining”, sem er ekki lengur leyfð, hefur hvatt kjós- endur til þess aö sitja heima og skila ekki atkvæði. Lech Walesa, leiðtogi Einingar, sagði að hugmyndin um sakarupþgjöf og umræður um hana svona skömmu fyrir kosningarnar og með því skilorði, sem henni á að fylgja, væri einber þvingunaraðgerð. Síðan andófsmönnum var veitt sakaruppgjöf í Póllandi síðast, sem var i júli 1984, hafa 250 eöa þar um bil verið dæmdir fyrir pólitískar sakir. Þar í hópi eru Adam Michnik, Bogdan Lis og Wladyslaw Frazyniuk sem allir eru úr fylkingarbrjósti „Einingar”. Það hefur kvisast að helstu ráð- gjafar Jaruzelskis innan flokksins hafi mælt með sakaruppgjöf við hann en á móti sporni harðlínumenn- imir studdir af Moskvu sem jafnan ygglir brún yfir hvers konar mildi . . . hafði mildast yfirbragöið og svörtu gleraugun voru horfin og hershöföingjaskrúöinn á forsæt- isróðherranum pólska. gagnvart andófsmönnum. Á hinn bóginn sagði Jerzy Urban á dögun- um: „Það getur engin landsstjórn gert þaö aö árlegum fastaviðburði að gefa lagabrjótum upp sakir því að með þeim hætti yrðu lögin algert formsatriði sem enginn virti.” I öllu talinu um hugsanlega sakar- uppgjöf hefur ekkert heyrst um hvort hún yrði látin taka til allra póli- tiskra andófsmanna eða með hvaða skilmálum hún yrði veitt. I þessi tvö skipti fyrr, sem sakaruppgjöf hefur verið veitt fjölda pólitískra fanga, hefur það verið sett sem skilyrði að viðkomandi mættu ekki snúa aftur til pólitískra athafna af því tagi sem bannaðar eru. Ella þyrftu þeir að fullnægja fyrri dómum. — Margir úr röðum „Einingar” virtu skilorðiö að vettugi. Eiga mikið undir kjörsókn 1 vesturferðinni mátti heyra á Jaruzelski að hann væri nokkuð viss um að fá þá 75—85% kjörsókn sem stjómin æskir eftir. Ef henni veröur að þeirri ósk má hugsast að hún telji áhrif „Einingar” orðin svo hverfandi aö öllu mundi óhætt um aö sleppa aft- ur lausum fyrrum forystumönnum hreyfingarinnar. Auðvitað getur Varsjárstjórnin gefið út hverjar þær tölur sem henni sjálfri sýnist um niðurstöður kosn- inganna en á hinn bóginn getur hún ekki leynt Moskvu hinum réttu niður- stöðum. Ef kosningaþátttakan verð- ur mjög lítil verður erfiðara fyrir Jaruzelski og félaga að telja Kreml- verjum trú um að þeir hafi kveðið „Einingu” og andófsmenn í kútinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.